Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 15
Miövikudagur 8. marz 1978 15 [Iþróttir Ellert B. Schram farinn til Svibióöar Halmía krefst 2 millj. króna fyrir Matthías SOS-Reykjavík. Ellert B. Schram, formaður K.S.Í., er nú staddur í Svíþjóð og mun hann nota tækifærið til að ræða við forráðamenn sænska 2. deildarliðsins Halmía, en með því liði lék Skagamaðurinn Matthías Hallgríms- son sl. sumar. Ástæðan fyrir því að Ellert mun ætla að ræða við forráðamenn félagsins er sú, að þeir hafa kraf- izt 2 millj. kr. af Skagamönnum — fyrir Matthías, sem hefur ákveðið að leika með Akranes-liðinu í sumar. Halmía telur að Matthías sé skuldbundinn félaginu. Ellert mun freistast til aö fá forráðamenn Halmia ofan af þessum kröfum, sem eru vægast sagt afar einkennilegar. Þess má geta, að ekki greiddi Halmia Akranesi neina peningaupphæð þegar Matthfas hóf að leika með þvi félagi. Jón Pétursson Framarar neita að skrifa undir Forráðamenn Fram hafa skrif- að K.S.Í. bréf, þar sem þeir til- kynna sambandinu, að þeir ætli ekki að skrifa undir félagsskipti þeirra Jóns Péturssonar og Arna Arni Stefánsson Neita Fram- arar að skrifa undir félags- skipti Jóns og Árna? Stefánssonar til Jönköping i Svi- þjóð, nema að það verði getið um það i félagsskiptum þeirra, að þeim sé frjálst að leika með is- lenzkum félagsliðum þegar þeir koma heim aftur, án þess að. peningakröfur verði settar. Þarna eru Framarar að koma i veg fyrir að Jönköping leiki sama leikinn og Halmia er að leika gagnvart Skagamönnum og Matthiasi Hallgrimssyni. Landsliðið hefur forgang Þá hefur K.S.Í. tilkynnt Jön- köping, aö það sé krafa frá sam- bandinu,aðþeir Jónog Arni geti komið til Islands og leikið með is- lenzka landsliðinu þegar þess er óskað. Þarna er stjórn K.S.Í. að reyna að koma i veg fyrir sams- konar framkomu stjórnar Jön- köping og sl. keppnistimabil, þeg- ar félagið neitaði Teiti Þórðar- syni að leika með islenzka lands- liðinu. ÍR réð ekki við varnarleik FH . . — og Hafnarfjarðarliðið sló ÍR-inga út úr bikarkeppninni í gærkvöldi — 17:14 FH-ingar slógu IR-inga út úr bikarkeppninni í hand- knattleik í gærkvöldi, þeg- ar þeir mættust í 16-liða úr- slitunum í Hafnarfirði í gærkvöldi. IR-ingar börð- ust grimmt, en þeir urðu að gefa eftir á lokasprettin- um — FH-ingar voru þá sterkari og tryggðu sér sig- ur, 17:14. Það var sterkur varnarleikur FH-liðsins sem skóp sigur þeirra — þeir léku 4-2 i vörninni og áttu IR-ingar erfitt að finna svar við þeirri leikaðferð. FH-ingar byrj- uðu leikinn mjög vel og náðu fimm marka forskoti fyrir leik- hlé, 9:4. IR-ingar mættu aftur á móti ákveönir til leiks i siðari hálfleik og náðu að jafna 13:13 og var staðan þannig um langan tima. FH-ingar náðu sér þó aftur á strik undir lokin og tryggðu sér sigur — 17:14. Magnús Ólafsson lék i nr.arki FH-liðsins loka- minúturnar, eftir að hafa þurft að fara út af i byrjun leiksins —- meiddur. Hann varði hvað eftir annað mjög vel, og lagði grunninn að sigri FH-liðsins. Geir Hallsteinsson átti mjög góðan leik i gærkvöldi — hann skoraði 5 mörk, þrátt fyrir að 1R- ingar hefðu sett mann honum til höfuðs allan leikinn. Þá var Þórarinn Ragnarsson góður — sérstaklega i vörninni, þar sem hann lék stórt hlutverk. Jón Gest- ur Viggósson lék að nýju með FH- liðinu — skoraði 2 mörk, en ann- ars skoruðu þessir leikmenn FH- liðsins mörkin: Geir 5, Þórarinn 5 (2), Guðmundur Magnússon 3, Tómas 2 og Jón Gestur 2. Janus Guðlaugsson átti ekki góðan leik — er greinilega i öldudal um þess- ar mundir. IR-ingar áttu allir jafnan leik — þeir börðust vel, en réðu ekki við varnarleik FH-liðsins. Jens Einarsson átti enn einn stórleik- inn i markinu — varði stórkost- lega á köflum og sannaði að hann er okkar bezti markvörður. Mörk IR-liðsins skoruðu: — Vilhjálmur 5(3), Bjarni B. 2, Sigurður Gisla- son 2, Jóhann Ingi 2, Brynjólfur 1, Asgeir 1 og Arni 1. GEIR...átti góðan leik gegn IR I gærkvöidi. Matthias Hallgrimsson Þessar kröfur K.S.l. og Fram eru skiljanlegar — þvi að með þeim er verið að koma i veg fyrir að sama sagan endurtaki sig, þ.e.a.s. að Jönköping geti neitað aö gefa þeim Jóni og Arna fri til að leika með landsliðinu og aö komiö verði i veg fyrir að félagið geti farið fram á peningakröfur fyrir þá, þegar þeir snúa heim aftur. > > Stúdent- ar unnu Þróttara — og endur- heimtu meistaratitil sinn í blaki Stúdentar endurheimtu ís- landsmeistaratitil sinn i blaki um helgina, með þvi að vinna öruggan sigur (3:1) yfir Þrótti, sem stöðvaði hina frækilegur sigurgöngu Stúd- cnta i fyrra. Þetta var i fimmta sinn siðan 1971 aö Stúdentar tryggja sér tslands- meistaratitilinn i blaki. Þróttarar byriiuðu af mikl- um krafti gegn Stúdentum — unnu sigur 15:9 i fyrstu hrin- unni, eneftir það fóruStúdent- ar i gang — þeir léku vel og unnu næstu tvær hrinurnar 15:11, og i lokahrinunni komu yfirburöir þeirra bezt i ljós, en þar unnu þeir stórsigur yfir Þrótturum — 15:8. - Halldór og Gísli éru ’ * í ósigrandi Urðu öruggir meistarar á Meistaramóti Islands í júdó Júdókapparnir Halldór Guð- björnsson og Gisli Þorsteinsson úr JFR eruósigrahdi í júdó — það sýndu þeir á tslandsmeistar- amótinu i júdó, sem fór fram um sl. helgi. Halldór vann sigur yfir ómari Sigurðssyni frá Keflavik i 71 kg flokknum, eftir spennandi og harða viðureign. Gisli varð öruggur sigurvegari i 95 kg flokknum. — Hann lagði Benedikt Pálsson i úrslitaglim- unni og hafði Gisli yfirburði, og er greinilega okkar sterkasti júdó- maöur. Annars urðu þessir sigurvegar- ar i hinum ýmsu ftokkum: 78 kg fl.: Kári Jakobsson, JFR 86 kg fl.: Bjarni Friðriksson, Ar- mannai 60 kg f 1.: Þórarinn Ólafsson, UMFK 65 kg fl.: Sigurður Pálsson, JFR 95 kg og þyngri: Sigurður Jó- hannsson, JFR Svavar Carlsen gat ekki tekið þátt i keppninni, þar sem hann meiddist á æfingu i sl. viku. Meistaramótið heldur áfram um næstu h elgi — þá veröur keppt i opnum flokki karla og kvenna og unglingaflokkum. Heppnin ekki með N aumann — sem missti af sínum fyrsta landsleik. V-Þjóðverjar mæta Hússum í kvöld Herbert Naumann hinn efnilegi leikmaður 1. FC Köin hafði heppnina ekki með sér — þvi að- cins sólarhring eftir að hann var valinn til að leika sinn fyrsta landsleik i knattspyrnu fyrir V-Þýzkaland þá meidsist hann — og mun hann ekki leika með heimsmeisturunum vináttu- landsleik gegn Rússum i Frank- furt I kvöld. Helmut Schön einvaldur v-þýzka liðsins valdi Bernd Hölsenbein frá Frankfurt i hans stað. Schön er greinilegaað leita fyrir sér með v-þýzka liðið — hann lætur Manfreð Kaltz, sem hefur leikið miðvörð með góöum árangri i stöðu bakvarðar og Bernhard Dietz tekur stöðu hans sem miðvörður. Annars er v-þýzka liðið skipaö þessum leikmönnum: Maier (Bayern) Kaltz (Ham- burger SV), Vogts (Mönchen- gladbach) Ruessmann (Schalke 04), Dietz (Duisburg) Bonhof (Mönchengladbach) Flohe (Köln), Hilzenbein (Frankfurt) Abramczik (Schalke 04) Fisch- er (Schalke 04) og Rummenigge (Bayern).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.