Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 2
T Þriðjudagur 4. apríl 1978. Carter: Varanleg lausn á rnálum Namibiu verður að finnast Monrovia, Liberia/Rcuter. Cart- er Bandarikjaforseti kom til Liberiu i dag og við komuna þangað hvatti hann stjórn Suð- ur-Afriku til að finna varanlega lausn á málum Namibiu. Lausn- ina kvað Carter verða að vera slika, að hún hljóti viðurkenningu á alþjóðavettvangi, ella verði Suður-Afrikustjórn að horfast í augu við afleiðingarnar. Forset- inn sagði að það yrði litið mjög alvarlegum augum ef stjórnin neitaði þvi að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu yfirumsjón með kosning- um, sem fram eiga að fara i tsraelsk skriödrekasveit Namibiu um sjálfstæði landsins, og ef hunzuð yrði tilvist þjóð- ernissinnasam taka Suðvest- ur-Afriku, SWAPO. Carter var vel fagnað á flug- vellinum i Liberiu af forseta landsins, William Tolbert. Mót- tökurnar voru þó nokkuð þvingaðar vegna yfirlýsingar frá upplýsingaráðuneyti Liberiu, þar sem sagði að Bandarikjastjórn gengi ekki nógu ötullega fram i þvi að aðstoða við að koma á meirihlutastjórn blökkumanna i Suður-Afriku. I ræðu á flugvellin- um lét Carter i ljós vaxandi áhyggjur vegna fjölda kúbanskra hermanna i Eþiópíu, sem berjast við þjóðernissinnaða skæruliða i Eritreu. Forsetinn sagði: ,,Við óskum eftir friði i Afriku, Afriku án nýlendukúgunar, Afriku án kynþáttamisréttis, Afriku án hernaðarlegra afskipta utanað- komandi þjóða og Afriku, sem laus er við átök vegna þess að Jimmy Carter löndum var skipt án tillits til náttúrulegra landamæra. Carter sneri aftur til Washing- ton i gær eftir viku ferð um ýmis þjóðlönd. Grikkir og Tyrkir ræða um Eyjahaf Ankara/Reuter. Hinn 14. april munu Grikkir og Tyrkir taka upp viðræður varðandi deiluna um réttindi á Eyjahafi að þvi er sagði i tilkynningu i gær. Verða það aðalritarar utanrikisráðuneyta landanna sem ræðast við, en fundi þessum var komið á eftir viðræður forsætisráðherra land- anna. I fréttatilkynningu sagði, að lofthelgin verði aðal umræðu- efnið, en Grikkir stjórna nú flug- umferð yfir Eyjahaf og hafa bannað Tyrkjum umferð frá inn- rás Tyrkja á Kýpur 1974. Einnig er deilt mjög um hafsvæðið, og fjöldi griskra eyja, sem sumar hverjar eru aðeins nokkrar milur frá meginlandi Tyrklands, flækja málið enn meira. A fundinum verður einnig lagður grundvöllur að öðrum fundi forsætisráðherr- anna Bulent Ecevit og Konstantin Karamanlis sem haldinn verður i næsta mánuði. % '4'i Klayleh, Suður-Libanon/Reuter. 1 gær var tilkynnt að fremur tið- indalitiö væri á herteknu svæðun- Ekkert fararsnið á Israelsmönnum í Suður-Líbanon um i Suður-Libanon, þó var skipzt á skotum á stöku stað. 1.280 friðargæzluliðar eru nú komnir til svæðisins, en ætlunin er að i liði Sameinuðu þjóðanna, sem gæta á friðar milli Palestinumanna og Israelsmanna, verði fjögur þús- und hermenn af ýmsu þjóðerni. Israelsmenn hafa nú mikið herlið i þorpinu Klayleh, og að minnsta kosti 15 skriðdrekar sáust á hæð- unum kringum þorpið. Klayleh er átta kilómetra suður af hafnarborginni Tyre, og mjög nærri búðum Palestinumanna, sem sluppu við að verða þurrk- aðar út i innrás ísraelsmanna i Suður-Libanon, i siðasta mánuði. Hingað til hafa Israelsmenn neit- að með öllu þeim tilmælum Sam- einuðu þjóðanna að verða á brott með herlið sitt frá Suður-Libanon, og allt virðist benda til þess aö þeir búi sig undir að verða þar áfram með herlið um nokkra framtið. Fólkið sem bjó i þorpinu Klayleh hefur nú snúið heim, og að sögn þorpshöfðingjans átti það i miklum erfiðleikum við að telja israelska hermenn ofan af þvi að sprengja hús þeirra i loft upp. Þorpshöfðinginn sagði, að strangt eftirlit væri haft með öllum að- gerðum þorpsbúa og vandlega fylgzt með þvi hverjir yfirgefa þorpið og koma til þess. „ísraelsmennirnir hafa al- mennt komið vel fram við okkur, en fólkið er hrætt og ruglað vegna þess hve mikið lið hefur tekið sér bólfestu i bænum og að hermenn- irnir flytja með sér gifurlegt magn hergagna” sagði þorps- höfðinginn. Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðar: Hœkkið bílinn upp svo að hann taki ekki niðri ó snjóhryggjum og holóttum vegum Bedford 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70-77 augablöð altan. Mercedes Ben/. 1413, augablöð og krókblöð. Mercedes Benz 322 og 1113, augablöð. Scania Vabis L55 og L56, augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76, augablöð og krókblöð. 2” 2 1/4” og 2 1/2” styrktarblöð i fólksbila. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðra- klemmum. Smiðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Ferdinand Marcos Filippseyjar: Kosningar í undirbúningi Manila/Reuter Sala áfengra drykkjaoghverskonar opinberar skemmtanir verða bannaðar i 48 klukkustundir fyrir kosningarn- ar, sem fram eiga að fara næst- komandi föstudag. 1 gær tóku hermenn sér stöðu við orkuver og aðra staði, sem liklegt er að verði fyrir sprengjuárásum. Þeir sem staðnir verða að þvi að selja alkó- hól, halda skemmtisýningar, hanaslag, hnefaleikakeppni, eða kappreiðar þegar innan við 48 klukkustundir verða til kosninga, mega búast við þvi að hljóta frá einu i allt að sex ára fangelsis- dóm. Kosið verður til bráðabirgða- þings, en Ferdinand Marcos for- seti verður sjálfkrafa forsætis- ráðherra i stjórn, sem mynduð verður eftir kosningar. Kosningarnar eru þær fyrstu á Filippseyjum siðan herlög tóku gildi 1972. A siðustu fimm dögum hafa tvö orkuver verið skemmd með sprengingum og hefur öryggiseftirlit á Filippseyjum verið hert til muna af þessum sökum. Marcosforseti hefur sagt, að fundizt hafi dreifibréf frá neðanjarðarsamtökum kommún- ista og sé i þvi hótað ofbeldi. Færeyjar: Heimastj órnar- lögin 30 ára Fyrsta april siðastliðinn voru þrjátiu ár liðin siðan heima- stjórnarlögin gengu i gildi i Fær- eyjum. Færeyingar telja margir, að þennan dag hafi þjóðin verið látin „hlaupa april”, þvi að heimastjórnarlögin eru dönsk og veita Færeyingum sjálfstjórn i ýmsum innanlandsmálum, en danska stjórnin hefur öll þýðingarmikil mál til umfjöllun- ar og afgreiðslu. Helztu einkenni á frjálsu sam- félagi eruað þjóðin hafi löggjafa- vald, framkvæmdavald og dóms- vald i sinum höndum. Með heimastjórnarlögunum fengu Færeyingar hluta löggjafarvalds- ins og framkvæmdavaldsins, en heyra enn undir danska dóms- valdið. Færeyska lögþingið fjall- ar um ýmis sérmál Færeyinga, en þar sem rikislögin frá danska þinginu og lög lögþingsins hefur greint á, hafa rikislögin ævinlega orði ofan á. 011 löggæzla er undir danskri yfirstjórn og danskir dómarar dæma 1 færeyskum málum á öllum dómsstigum. Þegar heimastjórnarlögunum var komið á var ekkert tillit tekið til þjóðaratkvæðagreiðslu er fram fór i Færeyjum 14. septem- ber 1946. Margt i stjórn Dana i Færeyjum ber vott um nýlendu- stefnu, auk þess sem Færeyingar verða s jálfkrafa aðilar að ýmsum félögum um leið og Danir, t.d. NATO. Jafnaðarflokkurinn i Færeyj- um minntist afmælis heima- stjórnarlaganna með landsfundi 1. april, en Þjóðveldisflokkurinn, sem er jafngamall heima- stjórnarlögunum að árum til, mun halda upp á afmæli sitt i júni. Indland: Miklar óeirðir í Andhra Pradesh Nýja Deli/Reuter Hermenn tóku sér stöðu á ýmsum mikilvægum stöðum i borgunum Hyderbad og Secunderabad i gær eftir að kom- ið hafði þar til mikilla óeirða. Niu manns létu lifið og áttatiu slösuð- ust alvarlega i átökunum. Komið var á 48 stunda útgöngubanni i borgunum sem báðar eru i Andhra Pradesh riki. Óeirðirnar hófust er stjórnarandstöðuflokk- ar boðuðu til allsherjarverkfalls i Hyderabad til að mótmæla póli- tisku ofbeldi stjórnvalda. Þeir er mótmæla vildu aðgerð- um stjórnvalda kveiktu i opinber- um byggingum og komu upp götuvigum. Lögreglan beitti skot- vopnum er mikill fjöldi manna hóf að grýta lögregluliðið. Herinn hefur ekki verið kallaður til að kveða niður uppþot i Indlandi sið- an i byrjun árs 1974. Kongress- flokkur Indiru Gahndi er við völd i Andhra Pradesh, en flokkurinn vann þar óvæntan sigur fyrir rúmum mánuði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.