Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 4. april 1978. Tíminn heimsækir Djúpavog Frá Djúpavogi. Landsbankinn opnaði þar nýlega útibú. Búlandstindur, ibaksýn. Tímamynd MÓ. Stöðugt fjölgar fólki á Djúpavogi l'búar á Djúpavogi eru nú 365 og hefur fjölgað verulega síðustu árin, eða allt frá 1971 að fólki fór að fjölga þar eftir margra ára kyrrstöðu. Á síðasta ári var fjölgunin 5.5%. Húsnæðismálin hafa staðið frekari f jölg- un fyrir þrifum. Atvinnu- ástand er gott og í vor verður nýtt frystihús tek- ið í notkun. Þá er ákveðið að byggja þar félags- heimili og sitthvað fleira er á döfinni hjá íbúum Djúpavogs. Nýlega heim- sótti blaða.maður þorpið og ræddi við nokkra íbú- anna. Hér á eftir má lesa sumt af því, sem fram kom. MÓ. Við höfum góða höfn frá náttúrunnar hendi, en nú er okkur það mikil nauðsyn að fá hafnarbætur fyrir framan nýja frystihúsið, sagði Óli Björgvins- son,oddviti á Djúpavogi, i sam- tali við Ti'mann nýlega. Það þarf að reka um 50 m. langt stálþil niður fyrir framan frysti- húsið, þannig að unnt sé að landa beint úr bátunum inn i húsið. Arið 1972 var 90 m. stálþil rekið niður við höfnina og lokið var við að steypa þekju árið 1976. Næsta verkefnið er að hafnarbótum á að vera þil fyrir framanfrystihúsiðoghöfum við sett það mál á oddinn. Af öðrum stórum málum má nefna, að okkur vantar til- finnanlega heilsugæzlustöð. Að- staða fyrir okkar lækni er mjög bágborin og er bygging stöðvar- Óli Björgvinsson oddviti Gera þarf heildarskipulag Höfnin á Djúpavogi. Tlmamyndir MÓ. innar þvi knýjandi. I framhaldi af þeirri framkvæmd hyggj- umst við siðan byggja aðstöðu fyrir aldraða. Þá má nefna að skipulags- málin eru i ólestri hjá okkur og höfum við verið að berjast i þvi við skipulagsstjóra að fá gert heildarskipulag af þorpinu. Eft- ir itrekaðar tilraunir var það loks samþykkt, að unnið verði, fyrir eina milljón króna á þessu ári, þ.e. 500 þúsund frá hreppi og 500 þúsund frá riki. Þessi upphæð er þó allt of litil og þyrfti að auka hana verulega. Skipulagsmálin hér hafa ein- kennst af þvi að ein og ein gata er tekin fyriri einu og þar byggð hús, án þess að heildarskipulag sé gert. Viðslikt verður alls ekki unað. Hér eru miklar byggingar- framkvæmdir. Um 15 ibúðir eru i smiðum á ýmsum byggingar- stigum og hefui’ svo verið sið- ustu 4 - 6 árin. Hreppurinn er nú að ljúka við byggingu tveggja leiguibúða, ogá þessu ári ætlum við að hefja framkvæmdir við fjórar ibúðir til viðbótar. Þá er hér að hefjast bygging félagsheimilis og sitthvað fleira mætti nefna sagði Óli Björg- vinsson oddviti að lokum. MÓ. Vaskir menn hjá rafveitunni. Sumir unnu að viðgerðum á linum, aörir voru að tengja nýja rofann. Ragnar Kristjánsson er annar maður frá vinstri. — Timamynd MÓ. Dreifikerfið þarf að endurby ggj a Nýlega var rofi tekinn i notkun á Djúpavogi, sem gerir mögulegt að rjúfa rafkerfi þorpsins frá samveitu Austur- lands. Þessi búnaöur er mjög hagkvæmur, þegar bilanir verða i kerfinu á öðrum stöðum á Austurlandi. Þá er unnt að framleiða nægjanlegt rafmagn fyrir Djúpavog með disilstöðv- um, sem þar eru og geta ibúar þorpsins þvi haft ljós og hita, en væru i kuldanum, ef þessi rofi væri ekki fyrir hendi. Nýlega var rafrnagn tengt á bæinn Urðarteig i Berufirði, og er þá komið rafmagn frá sam- veitu á alla bæi i Beruneshreppi. Hins vegar er a.m.k. einn bær i Geithellnahreppi, sem ekki hefur enn fengið rafmagn. Ragnar Kristjánsson, raf- veitustjóri á Djúpavogi, sagði i samtali við Timann, að mikil þörf væri á að endurbyggja - mikið af raflögnum i þorpinu. Þær eru orðnar gamlar og flutningsgeta þeirra alls ekki nægjanlega mikil. A Djúpavogi hitti blaðamaður cinnig hóp linuviðgerðamanna, sem voru á ferð um Austurland að gera við linubilanir. Þeir sögðu að það sem af væri vetri hefði ekki verið mjög mikið um bilanir, og vel hefði gengið að komast um. Hefðu þeir að öðru jöfnu komizt á jeppum, en flesta vetur væri algengt að þurfa að fara allt á snjóbilum og snjósleðum. Slik ferðalög reyna oft á karlmennskuna, ekki sizt þegar stórhrið geisar svo vart sést handa skil. MÓ Við erum ákveðnar að gera þetta félag öflugt og drifandi og munum reyna að láta sem flesta góða hluti til okkar taka, sagði Sigurrós Ákadóttir, formaður Kvenfélagsins á Djúpavogi, en það félag var endurreist nú i vetur eftir nokkurra ára dvala. Við munum sinna liknarmálum eftir því, sem fjárhagurinn leyfir, og við vonumst til að geta gert sem mest fyrir börnin. Við höfum þegar haldið þriggja kvölda spilakeppni og fjölsóttan góufagnað héldum við á góunni. Daginn eftir var barnaskemmtun, og höfðum við þar til skemmtunar ýmis „smátrix”, sem við útbjuggum sjálfar. Þá fengum við Sigriði Thorlacius, formann Kven- félagasambands Islands, hingað og hélt hún hér félags- málanámskeið. Það námskeið sóttu 22 af 29 félagskonum. Af framtiðaráformum okkar má nefna, að við höfum mikinn hug á að hér verði útbúinn barnaleikvöllur og einnig viljum við leggja fram okkar skerf til að hér verði gerður iþróttavöllur. — Hver er aðalkosturinn við að búa hér á Djúpavogi? Ætli Sigurrós Akadóttir það sé ekki hve hér er rólegt og allir samtaka i að hjálpast aö, sérstaklega ef eitthvað bjátar á. MÓ Endurreist kvenfélag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.