Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 4. april 1978. 9 A Djúpavogi ieggja menn áherzlu á útberö báta, en hyggja ekki á skuttogarakaup. Nýlega keypti hluta- félagiö Vogur h.f. bát, sem smifiaöur var 1965. Þetta er annar bátur félagsins og er hann 104 tonn á stærö. Aöaleigendur hlutafélagsins eru Guömundur Illugason og Einar Agústsson og fjölskyldur þeirra. Myndin var tekin, þegar veriö var aö gera bátinn kláran til veiöa, t.v. Guömundur Illugason, Kristján Finnsson skipstjóri og Einar Hjaltason stýrimaöur. Gjörbreytt ástand í samgöngumálum Seðlaskipti og ástir á Diúpavogi Hér er svo mikil atvinna aö það stendur félagslifi fyrir þrif- um, sagði Katrin Gisladóttir á Djúpavogi i samtali við Tim- ann. En i fyrra reyndum við að endurvekja leikfélagið og sýnd- um þá einþáttunginn „Kvöldið fyrir sumarleyfi”. Þessi tilraun tókst ágætlega, og i vetur erum við að æfa leikrit Lofts Guð- mundssonar „Seðlaskipti og ástir”. Leiklist var mikið stund- uö hér áður fyr. en hafþi leeið niðri um áragil, þar til í iyrra. Ýmis önnur félög eru hér einnig starfandi. T.d. má geta þess að „Linan” starfar hér i vetur, og byrjuðu 30 konúr i fé- lagsskapnum. Sumar hafa þeg- ar náð eðlilegri þyngd og hafa þvi hætt en aörar halda áfram. Katrin gat þess að konurnar á Djúpavogi heföu leít um 400 kg. siðustu þrjá mánuði, og þar sem nokkur timi er siðan blaðamað- Katrin Gisladóttir ur var á ferð á Djúpavogier ekki ósennilegt aö konurnar séu nú hálfu tonni léttari en á haust- nóttum! Katrin og hennar maöur, Auð- bergur Jónsson héraðslæknir, fluttu til Djúpavogs fyrir tveim- ur og hálfu ári. Hún sagöi að mjög gott væri að búa á Djúpa- vogi. Þar væri gott fólk og veö- ursæld mikil, jafnvel enn meiri en norðar á Austfjöröum, — en þau hjón eru bæði frá Reyðar- firði. mó •v' — með tilkomu vegarins um Hvalnes- og Þvottárskriður Það varð alveg gjörbylting i samgöngumálum okkar þegar vegurinn um Hvalnes og Þvottárskriður var opnaður á siðasta ári, sagði Ásgeir Hjálm- arsson, bifreiðastjóri á Djúpa- vogi, i samtali viö Timann. Linsheiðin hefur löngum verif erfiður farartálmi, bæði vegna þess hve brött hún er og erfið yfirferðar og einnig vegna þess hve hún er jafnan snjóþung. Hins vegar er vegurinn um skriðurnar niöur við sjó og þar festir sjaldan snjó. Asgeir hefur verið með sér- leyfi á leiöinni milli Djúpavogs og Hafnar i Hornafirði síöan 1970. Ekur hann þarna á milli þrisvar i viku árið um kring og gjörþekkir þvi leiöina. Hann sagðist vera mjög óánægður þegar vegagerðin væri að auglýsa aö vegurinn um skriö- urnar væri lokaður vegna snjóa. Algengara væri, að vegurinn væri ófær beggja vegna við skriðurnar þótt þær sjálfar væru færar. Þyrfti þvi nauðsyn- lega að gera átak i að lagfæra veginn og byggja hann upp, sérlega i nánd við bæinn Hval- nes. Þar liggur vegurinn nú svo nærri bænum að ef bilskúrs- hurðin er opnuð — lokast vegur- inn! Taldi Asgeir slikt trú- lega einsdæmium þjóðveg hér á landi. Annars sagði Asgeir, að vega- gerðin um Hvalnes og Þvottár- skriður hefði verið mikið þrek- virki og þeir, sem að þvi verki unnu, ættu miklar þakkir skild- ar. Tekizt hefði að gera akfæran veg fyrir mun minni fjármuni en áætlað heföi verið. Hins vegar þyrfti að lagfæra þennan veg og gera hann greiðfærari á köflum. Sem áður sagði hefur Ásgeir sérleyfisferðir milli Djúpavogs og Hafnar. Hans ferðir eru i tengslum við flug Flugfélags íslands, og ekur hann pósti, far- þegum og vörum i veg fyrir vélina. 1 þessar ferðir notar hann annað hvort tuttugu og tveggja farþega bil eða þrettán farþega bíl. Hann sagði að þeir, sem væru meö sérleyfi á leiðum, þar sem farþegafjöldi væri ekki mjög mikill og notuöu þess vegna litla bila, ættu i miklum erfiðleikum með að fá sömu fyrirgreiöslu og þeir sérleyfishafar sem nota stærri bila. — Það er eins og það hafi gleymzt að hugsa fyrir þvi, sagði Asgeir, að viöa hagar svo til að nauðsynlegt er að halda uppi ferðum með smærri bilum. Þessi þjónusta er mjög þörf og tengir saman stór byggðalög. Fólkinu, sem þar býr má ekki gleyma. r M0 Or Hvalnesskriðum. Hér hafði runnið smásnjóskriða á veginn og lokað honum um stundarsakir. Ekki var þetta þó stærra hlaup en svo að það rétt náði fram á vegarbrún og var á breidd svipað og lengd flutningabflsins. — Tímamynd MÓ Ásgeir Hjálmarsson bilstjóri við bil sinn. Frystihúsbyggingin á lokastigi — nauðsynlegt er að byggja nýtt verzlunarhús og stækka bræðsluna Kaupfélagið á Djúpavogi er aðalatvinnurekandinn á staðn- um. Það rekur verzlun og ýmsa aðra þjónustu. Einnig er það með sláturhús og mjólkurstöð. Þá rekur hlutafélag sem að mestu er I eigu kaupfélagsins frystihús og loðnubræðslu. Velta Kaupfélagsins og fyrirtækja bess var á siðasta ári um einn milljarður króna. Nú er i byggingu nýtt frysti- hús á vegum félagsins. Bygging þess hófst árið 1973 og er áætlað að þessi bygging komist i gagnið i vor. Hingaö til hefur fiskverk- unin farið fram I gömlu húsi, sem engan veginn svarar kröf- um timans. — Það er ljóst að þetta nýja frystihús kemur til með að efla atvinnulifið á Djúpavogi veru- lega sagöi Hjörtur Guðmunds- son kaupfélagsstjóri i viðtali við Timann. Og ef linuveiðarnar ganga i framtiðinni jafn vel hér uti fyrir og i vetur þá ætti hrá- efni að verða tryggt. Næsta stóra verkefni, sem kaupfélagið þarf aö ráðast i er bygging nýs verzlunarhúss. Verzlunaraöstaöa okkar er langt frá þvi aö vera nógu góð, enda hefur vörusala aukizt Hjörtur Guðmundsson kaupfélagsstjóri. flesta vetur væri algengt að Td. jókst vörusala um 50% árið', sem hringvegurinn var opnað- Bræðslan á Djúpavogi er orðin allt of lltii og nauðsyn ber til aö stækka hana. Teikningar eru tilbúnar. Siðan er nauðsynlegt aö stækka sildarbræðsluna. Þegar eru til teikningar að stærri verksmiöju, en enn höfum við ekki tekið neinar ákvarðanir með framkvæmdir. Siðustu árin hefur orðið aukn- ing á sauðfjárframleiðslu i sveitunum hér i kring. Siðasta haust var 15 þúsund fjár slátrað i sláturhúsi féagsins og er þaö nokkur aukning frá þvi, sem áð- ur hefur verið. MÓ. Húsnæðisvandræði standa fólksfjölgun fyrir þrifum — mjög mikilvægt að hraða byggingu félagsheimilisins Húsnæðisvandræði hafa stað- ið fólksf jölgun hér fyrir þrifum, sagði Þórarinn Pálmason, full- trúi kaupfélagsstjóra á Djúpa- vogi, í samtali við Timann. Hér hefur að visu verið geysimikið um byggingar siöan 1973 en það dugir hvergi nærri til. Atvinnu- lifið hefur tekið algerum stakkaskiptum hin siðari ár, og útgerð héðan er að eflast. Við leggjum áherzlu á að ljúka frystihúsbyggingunni, sem nú er unnið að. Samhliða þarf að efla útgerðina. Hér leggja menn kapp á útgerð smærri báta, og hinn mikli afli á línu hér skammt fyrir utan I vetur eykur trú manna á útgerð sllkra báta. Það er ekki vafi á þvi að þessi mikli afli hér skammt fyrir landi á rætur sinar aö rekja til þess aönúhefur okkur tekizt aö losna viö útlendingana af mið- unum. Þá er mjög mikilvægt fyrir áframhaldandi vöxt byggðar hér að við fáum félagsheimili sem fyrst i notkun. Nylega ákváðum við aö byggingafram- kvæmdir skuli hefjast á þessu ári. Mjög er mikilvægt að hraða framkvæmdum eins og kostur er, enda er aðstaða fyrir félags- lif hér mjög bágborin. Félagsheimilið verður 615 fer- Þórarinn Pálmason metra hús, sem ætlunin er aö nota bæöi sem félagsheimili og iþróttahús. 1 þvi verður stór sal- ur, sem notaður verður jöfnum höndum fyrir iþróttaiðkanir og samkomur. Við enda hans verö- ur annar salur upphækkaöur, sem jöfnum höndum má nota fyrir leiksýningar eða veitinga- aðstöðu. Auk þessa veröur i hús- inu stór forstofa og fundaher- bergi. Siöar verður unnt aö byggja við þetta hús, t.d. gistiaðstöðu, skrifstofur, sundlaug o.fl. óvist er þó hvenær af þeim fram- kvæmdum getur orðið. Eigendur hússins eru hrepp- urinn, verkalýðsfélagið, kven- félagið og ungmennafélagið. MÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.