Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. apríl 1978 5 Háskólakórinn við söng i hátiðasai Háskólans. Vortónleikar Háskólakórsins Háskólatónleikar verða i Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut 8. april kl. 17, en þá heldur Háskólakórinn vortónleika sina. Á efnisskrá er eingöngu nor- ræn tónlist, bæðiþjóðlög og einnig nútima kórverkeftir Sviann Eskil Hemberg, en það er samið við enskar barnavisur. Stjórnandi kórsins er Rut Magnússon. Þetta er sjötta starfsár kórsins. Ifyrrafórkórinn.til Bretlands, en hyggur nú á ferð.til Norðurlanda. Norskur kór og stúdentahljóm- sveiteru væntanleg i heimsókn til kórsins um miðjan april, alls um 180 manns. Kórinn mun endurtaka tónleik- ana ávegum Félgsstofnunar stú- denta sunnudaginn 9. april kl. 15. Umf. Hvöt í Grímsnesi 70 ára Ungmennafélagið Hvöt i þar sem minnzt verður á það Grimsnesi er 70 ára um þessar helzta úr sögu félagsins. mundir og er þvi elzta ungmenna- Þá verður afmælishóf i Félags- félag austan Hellisheiðar. heimilinu Borg þann 29. april n.k. Félagið hefur haldið uppi og eru þar allir fyrrverandi og margs konar starfsemi gegnum núverandi félagar velkomnir. árinjibúunum á félagssvæðinu til 1 stjórn félagsins nú eru: Guð- fræðslu og skemmtunar. Hyggst mundur Guðmundsson, Ljósa- það minnast þessara timamóta á fossskóla formaður, Guðný E. ýmsan hátt m.a. með útgáfu af- Gunnarsdóttir, Klausturhólum og mælisrits siðar i þessum mánuði Björn Sigurjónsson, Stóru-Borg. Kiwanisklúbburinn Korri í Ólafsvik: Læknamiðstöð- inni gefið forlátagott lækningaborð Kiwanisklúbburinn Korri i Ólafs- vík hefur gefið læknamiðstöðinni i Ólafsvik forlátagott lækninga- borö, sem fengið var frá fyrir- tækinu Eschmann I Vestur- Þýzkalandi með meðalgöngu um- boðsaðilans i Reykjavik, Austur- bakka h.f. — Við afhentum borðið 14. marz, sagði Pétur Jóhannsson, skipstjóri i Ólafsvik formaður klúbbsins og Kristófer Þorleifs- son læknir veitti þvi viðtöku af hálfu læknamiðstöðvarinn- ar.Þetta borð er talið mjög full- komið og hentugt við ýmsar skurðaðgerðir, meðferð á sjúkl- ingum i losti og einnig við ýmsar kvensjúkdómalækningar. Með þvi eru margir fylgihlutir, sem að gangi koma við fleiri aðgerðir. Borðinu má með sérstökum bún- aði, halla til beggja hliða og einn- ig á báða enda, ef þess gerist þörf. Hafa báðir héraðslæknarnir i Ólafsvik lýst ánægju sinni með þetta borð, sem valið var og keypt inánusamráðiviðþá. Svona borð kostar um tvær milljónir króna. Kiwanisklúbburinn Korri tók til starfa fyrirhálfu þriðja ári og eru félagar tuttugu. Um siðustu jól seldu þeir klúbbfélagar jólatré, greinar og jólapappir, og i janú- armánuðivar farið i linuróður og fékkst þá afli, sem var sjö hundr- uð þúsund krónur að verðmæti. Var ágóða af þessum fjáraflalið- um báðum varið til kaupa á lækn- ingaborðinu. Þá hefur fé úr styrktarsjóði klúbbsins verið varið til ýmissa annarra mála, svo sem til Ólafs- vikurkirkju. Nú i april byrjar klúbburinn sölu reykskynjara og slökkvi- tækja i samráði viö slökkviliö Ólafsvikur, og þarf ekki að fjöl- yrða um gildi slikra tækja I heimahúsum, enda má þar vitna til fjölmargra dæma. Vonar klúbburinn, sagöi Pétur, að fólk i Ólafsvik taki þvi vel, er þvi verða boðin þessi tæki til kaups. Hugsað til hinna er eigi fá notið Um næstu tvær helgar verða fél- agar i Lionsklúbbnum Fjölni á kvöldin við samkomuhús og á morgnana við sundsstaði borgar- innar viðsölu á þvi sem eftir er af þeim 25000 happdrættismiðum sem prentaðir hafa verið og úr verður dregið annan mai næst- komandi um fjórar sólarlanda- ferðir, fjögur litasjónvarpstæki og tvö ferðaútvarpstæki. Allir eru vinningar skattfrjálsir og ágóða varið til styrktar likarsjóði Fjöln- is að likarmálum. Fjölnisfélagar vænta þess að allir þeir fjölmörgu sem fara út að skemmta sér um næstu tvær helgar, hvort sem þeir gera það á veitinga eða sundstöðum, láti sitt af hendi rakna til stuðnings við hina, sem ekki hafa tækifæri til að njóta helgar við dans og busl. Formaður fjáröflunarnefndar Fjölnis er Gunnlaugar Sigvalda- ,son. Fréttatilkynninf Skinfaxi UMFÍ: „Eigin framleiðsla okkar hagur” HEI—Skinfaxi, 1. tölublað þessa árgangs, er nýkominn út. 1 blað- inu eru ýmsar greinar og iþrótta- fréttir frá ungmennafélögunum m.a. afrekaskrá Ungmenna- félags Islands 1977. t forustugrein eftir Hafstein Þorvaldsson spyr hann hvort við höfum I tæknibyltingu og velmeg- un siðari ára sofnað á verðinum um stjórnarfarslegt og efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar og svikið þar með grundvallarhug- sjón ungmennafélagshreyfingar- innar. Þá segir ennfremur: „Sjálfstæði smáþjóðar er ekki auðvelt að varðveita i kapphlaupi auðhyggjuþjóðfélagsins. Þvi mið- ur var ekki um neinn lokasigur að ræða 1944 og skugga erlendrar hersetu ber enn fyrir augu, auk þess sem undirstöður efnahags- legs sjálfstæðis okkar veikjast stöðugt með óheyrilegum lántök- um erlendis frá. Það keyrir þó um þverbak þegar vega á að einum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar landbúnaðinum með þeim hætti að telja hann eins konar ómaga i þjóðarbúskapnum”. Boðskapur UMFl þetta árið er þvi: „Stöndum vörð um islenzkan landbúnað”. „Eigin framleiðsla hlaut brauðið JB — Talin voru atkvæði á skrif- stofu biskups i gær, fimmtudag- inn 6. april frá prestkosningu i Melstaðarprestakalli i Húna- vatnsprófastsdæmi, er þar fór er okkar hagur”. i blaðinu er einnig sagt frá þvi að UMFt hafi fest kaup á húsi fvrir starfsemi si'na. Er það hús i smiðum að Mjölnisholti 14, og á að afhendast 1. júni á þessu ári tullfrágengið utan og innan. Kaupverðið er 17 milljónir, og treyst er á að stór hluti upphæð- arinnar fáist með frjálsum fram- lögum. fram 2. april sl. Einn umsækjandi var um «töð- uná, sr. Pálmi Matthiasson settur sóknarprestur þar. Á kjörskrá i kosningunum voru 579, þar af kusu 388. Umsækjandi hlaut 379 atkvæði. Kosningin var lögmæt. Sr. Pálmi Matthíasson Yður erboðið að skoða nýtt DAS hús að Breiðvangi 62 Hafnarfirði. Húsið verður til sýnis virka daga frá 6—10, laugardaga, sunnudaga og helgidaga frá 2—10. Húsið er sýnt með öllum húsbúnaði. Happdiættif H6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.