Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. apríl 1978 62. árgangur — 80. tölublað fWM Rithöfundar þinga JG f jallar um fólk ilistum Bls.10 Siöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og óskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 ■ | - ..... ---------------------------------------------------------------.....----------------------------------- Lík Moros ófundið Róm/Reuter. Froskmenn, lögreglulið og hermenn leit- uðu i gær að líkinu af Aldo Moro, en samkvæmt orðsend- ingu f rá Rauðu herdeildinni er það að finna á botni stöðu- vatnsins Duchessa. Óliklegt þykir þó að svo sé, þar sem vatnið er isilagt og illfært hef- ur verið að þvi siðustu daga. Lögreglan i Róm fann i gær ibúð, sem talið er að hafi verið dvalarstaður skæruliða, en engin merki fundust um dvöl Moros i ibflð þessari. Sjá nánár á bls. 2. Viðræður að hef jast aftur með aðilum vinnumarkaðarins Fundur ákveðinn á föstudaginn JB — Fundur var haldinn i fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands Islands i gær og var þar m.a. tekið til umræðu bréf er sambandinu hafði borizt frá Verkamannasambandi Islands, þar sem lýst er yfir vilja þeirra samtaka til viðræðna við atvinnu- rekendur. Samþykkti fundur Vinnuveitendasambandsins tjl- kynningu, er siðan var send Verkamannasambandinu, Lýsir V.S.Í. sig þar reiðubúið til við- ræðna. Baldur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, tjáði blaðinu það i gær, að vinnuveitendur hefðu ákveðið á fundinum að lýsa sig reiðubúna til viðræðna um ástand efnahags- og atvinnumála sem og endurnýjun á kaupliðum gildandi kjarasamninga. Hins vegar hafi það i tilkynningu sinni itrekaðaðstaða atvinnurekstrar i landinu væri slik, að hann fengi ekkistaðið undir auknum Utgjöld- um. Þórir Danielsson, framkvæmdastjóri Verkamanna- sambands íslands, sagði i gær, að þeim þætti endirinn á tilkynningu Vinnuveitendasambandsins ekki lofa góðu, en kvað þó Verka- mannasambandið tilbúið að taka upp viðræöur við atvinnurekend- ur. Gat hann þess og að Vinnu- Framhald á bls. 19. Ólafsvik: Bezti lönd- unardagur á vertíöinni GV — Þetta er það mesta sem landað hefur verið hér á einum degi á vertiðinni sagðiÆvar Guðmundsson, vigtarmaður I Ólafsvik, en þar lönduðu 19 bátar 223 lestum á af tveggja nátta þorski á mánudag. Ævar sagði að ef að svo góð veiði héldist áfram færi þess brátt að gæta að saltfiskverkunar- stöðvarnar i ólafsvik gætu ekkl tekið við meiru þar sem ekkért er flutt frá Ólafsvik i Utflutnings- stöðvuninni. Vertið hefur verið léleg i Ólafs- vik, þar til nú i aprilmánuði að heldur fór að glaðna yfir veiðinni. Aflahæstu bátar á mánudag voru Gunnar BjarnasonSHmeð tæp 22 tonn, ogHringur GK 19 tonn. Um eins árs bil hafa farið fram hér á landi, rannsóknir á silfur- munum, sem islendingar eiga i fóruin sínum frá fyrri tið. En rannsókn þessi miðast einkum við að at- huga gripi frá 16. 17. 18. og 19. öld, og þá sér I lagi gripi af dönskum uppruna. A þetta við um kirkjugripi, kvensilfur sem og aðra muni úr silfri. Hefur margt merkra gripa komið fram við þessar rannsóknir híeði úr söfnum, kirkjum og eigu ýmissa einstaklinga. Danskur maður, Ole Villumsen Krog, hefur haft forgöngu um þessar silfurrannsðknir, en með honum liafa unnið þau Lilja Árnadóttir og Þorvaldur Friðriksson. Á borðinu fyrir framan þau gefur að lfta nokkra af þeim silfur- munum, sem þau hafa veriö að rannsaka. Á blaðsiðu þrjú i blaðinu i dag geta lesendur fengið nokkru gleggri hugmynd um þessar rannsóknir. Tímamynd Gunnar. Könnun Verkalýðsfélags Vestmannaeyja: Frystihúsin hafa geymslurými fyrir 11-20 daga fiskvinnslu Skattafrumvarpiö: Liður í heildar- endurskoðun — á tekjuöflun ríkissjóðs GV — Þeir eru gamansamir fry stihúsaeigendurnir. Þeir sendu fiskiskipstjórum hér bréf i gær, þar sem segir að þeir muni hætta að taka á móti fiski næst- komandi laugardag og að geymslurými fyllist á þriðjudag- inn. En við i verkalýðsfélaginu gerðum könnun á ástandinu i morgun og hUn gefur til kynna að hUsið, sem er verst statt hefur geymslurými i 11 daga i viðbót og húsið sem er bezt statt, hefur 20 daga geymslurými, sagði Jón Fiskiskipstjórum hafa ver- ið send bréf frá frystihúsunum fjórum hér i Vestmannaeyjum um að hætt verði að taka á móti fiski á laugardag. Það þýðir að hér stöðvist öll vinnsla á fimmtu- dag eða föstudag og þá missa um Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja i við- tali við Timann i gær. I könnunni er miðað við að eins vel aflist og i siðustu viku, en þá voru framleiddir rúmlega 23 þús- und kassar. Samkvæmt könnun verkalýðsfélagsins er nú til geymslurými i öllum frystihús- uhnum fjórum fyrir 54.400 kassa. Að sögn Jóns Kjartanssonar hafa frystihúsaeigendur i Vest- mannaeyjum leitað til verkalýðs- félagsins eftir undanþágu á Ut- 6-700 manns atvinnu, sagði Jóhann Jónsson verkstjóri i Vinnslustöðinni i Vestmannaeyj- um i gær. Jóhann sagði, að hann tryði ekki öðru en að Verkalýðs- skipun, beiðninni visaði verka- lýðsfélagið til undanþágunefndar Verkamannasambandsins. Jón sagði, að eigendurnir væru hér að æsa sig upp að óþörfu og með þvi væru þeir að etja saman stéttum. —FrystihUsin gætu þvi að minnsta kosti tekið á móti fiski viku lengur en eigendurnir vilja vera láta. Ég tel að þeir hafi hlaupið á sig og sent neyðarskeyt- ið Ut óþarflega fljótt, sagði Jón' Kjartansson að lokum. félag Vestmannaeyja yrði við beiðni forráðamanna frystihUs- anna um undanþágu á Utskipun- arbanninu. —Þetta bitnar verst á fólkinu sjálfu; útskipunarbannið bitnar þvi miður á röngum aðil- um, sagði Jóhann. Frumvarp til laga um tekju- og eignarskatt var tekið til fyrstu umræðu á fundi neðri deildar Alþingis i gærkvöldi. Matthias Á Mathiesen fjár- málaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, en að lokinni ræðu hans uröu nokkrar umræður um frumvarpið. I ræðu sinni gerði f jármála- ráðherra grein fyrir tilkomu frumvarpsins og meginefni þess. Sagði hann m.a. að allt frá lokum siðasta ártugs hafi verið unnið að heildarendur- skoðun á tekjuöflun rikissjóðs og væru frumvörp um tekju— og eignarskatts og stað- greiðslu opinberra gjalda lið- ur i þessari endurskoðun. Þá minnti fjármálaráðherra á að i fyrra hefði frumvarp um tekju- og eignarskatt veriö lagt fyrir þingið, en ekki verið afgreitt. A grundvelli um- sagna og umræðna þá heföi nýtt frumvarp veriö samið og nú lagt fram. LUðvik Jósepsson (Abl) og Gylfi Þ. Gislason (A) töluðu næstir af hálfu stórnarand- stöðunnar. Efnisiega fjölluðu þeir ekki náið um frumvarpið, en deiidur á hversu seint þaö væri fram komið. Þá kvaðst hvorugur telja grundvöll til að samþykkja frumvarp um staðgreiðslu á þessu þingi, til þess væri það ekki nógu vel kynnt né unnið. Hinsvegar lýsti Gylfi Þ. Gislason yfir vilja sinum og Alþýðuflokks- ins til að stuðla að afgreiðslu frumvarps um tekju- og eignarskatt á þessu þingi og taldi að i frumvarpinu fælist margt til bóta. Vestmannaeyjar: Fiskmóttaka stöðv- ast á laugardag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.