Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. april 1978 5 Búlgaría hefur margt að bjóða gestum sínum — sagði búlgarski ambassadorinn Dimitar Vialchev HEI — Blaðamenn og ljósmynd- ara voru boðnir velkomnir að búlgörskum sið með brauði salti og vlni að Hótel Loftleiðum I gær- dag. Tilefnið var opnun búlgarskrar kynningarviku á vegum Ferðaskrifstofunnar Balkantourist, flugfélaganna Flugleiða og BalkanfHótels Loft- leiða og ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar. Island og Búlgarla eru hvort- tveggja fámennar þjóðir, sem hafa þó miklu hlutverki að gegna sagði búlgarski ambassadorinn Dimitar Vialchef 1 ávarpi er hann hélt á búlgörsku, en sonur hans Georgi túlkaði á ensku. Þá sagðihann að á milli Islands og Búlgariu væru engin sérstök vandamál I samskiptum, nema þau helzt að þjóðirnar þekktu hvor aðra ekki nógu vel. Sjálfur var ég blaöamaður I 20 ár og met þá kannski meira þess vegna en þeirra starf er m.a. að auka kynni þjóða i milli sagði am- bassadórinn. 1 erindi hans kom fram að unnið hefði verið að kynningu Búlgariu sem ferða- mannalands i 30 ár og með sifelt auknum árangri. Til marks um það sagði hann að s.l. ár hefðu hálf fimmta milljón útlendinga heimsótt Búlgariu og væru Búlgarar nú orðin leiðandi þjóð I ferðamálum, sem hefði orðið samskipti við margar stærstu feröaskrifstofur á Vesturlöndum. Nú viljum við meiri samvinnu við Islendinga og og þvi erum viö hingað komin til að kynna hvað land okkar hefur að bjóða gestum sinum sagði Dimitar Vialchev. Búlgaría býður upp á fallegt landslag til fjalla, fábærar baðstrendur við Svartahafiö góö hótel og mat sem jafnvel er sá bezti I Evrópu en matreiðslu Búlgara fá gestir Loftleiða aö kynnast á hverju kvöldi þessa viku.þvl búlgarskir matreiðslu- meistarar komu hingaö vegna þessarar kynningar. Einnig komu fram á Loftleiðum búlgarskir skemmtikraftar* bæði tónlistar- menn og dansflokkur, sem sýnir þjóðdansa. Nefna má að lokum að Búlgaria er sagt frábært land að heim- sækja fyrir gjaldeyrisfátæka Is- lendinga, bæði vegna lágs verö- lags og einnig þess að viö skipti gjaldeyris fæst 50% meira fyrir gjaldmiðilinn en eftir venjulegri gengisskráningu. Búlgörsku skemmtikraftarnir sem skemmta munu gestum á búlgarskri viku að Hótel Loftieiðum meö hljóðfæraleik söng og dansi. Tfmamynd Róbert Matreiöslumeistararnir,tveir búlgarskir og einn fslenzkur sem ætla aö kynna tslendingum búlgarska matargeröarlist á Loftleiöum næstu vikuna ásamt blómarósunum er báru fólki brauö og vfn. Sú til hægri á myndinni heitir Vladimira Oreskova og hefur haft aö miklu leyti veg og vanda af kynningunni á Loftleiöum m.a. sá hún um skreytingar allar I salnum. Hannyröakonum má benda á þessa frábæru þjóöbúninga sem stúlkurnar klæöast.en þeir eru allir handsaumaðir. Munu þeir kosta um 150 dollara eöa sem svarar mánaðarlaunum búöarstúiku eöa verkakonu i Búlgariu. Tfmamynd Róbert. Vetrarskák- mót Mjölnis Vetrarskákmóti Skákfélagsins Mjölnis er nýlokið. Teflt var i fjórum flokkum og voru þátttak- endur 40 talsins. Skákmeistari Mjölnis að þessu sinnivarðBragi Halldörsson eftir úrslitakeppni við Jónas Þorvalds- son,Magnús Gislasonog Kristján Guðmundsson, en hann keppti sem gestur á mótinu. Úrslit I A-flokki: 1.-4. Bragi Halldórsson, Jónas Þorvaldsson.MagnúsGislason og Kristján Guðmundsson 5,5 v. ð.Þórir Ólafsson 4,5 v. 6. Jóhann Hjartarson 3,5 v. 7. -8. Haraldur Haraldsson og Sævar Bjarnason 3v. 9. Gisli Jónsson Úrslitakeppni A-flokksins lauk þannig: 1.-2. Bragi Halldórsson, Kristján Guðmundsson 3,5v. 3. Magnús Gislason 3v 4. Jónas Þorvaldsson 2v. I B-flokki urðu eftir: 1. Guðlaug Þorsteinsdóttir 8,5vaf 9. 2. Arsæll Benediktsson 6,5v. 3. HelgiSamúelsson 5,5 v. I C-flokki urðu efstir: 1. Jóhann Sveinsson 6,5vaf9. 2. Vignir Bjarnason 6v. 1 D-flokki urðu efstir þeir: 1. Arnór Pétursson 7vaf9. 2. -3. Sveinn Hansson, Guðmundur Hansson 6,5 v. Strætisvagni stolið ESE — Á aðfaranótt s.l. sunnu- dags var stolið strætisvagni frá aðalstöðvum SVR á Kirkjusandi og honum ekið sem leið lá upp i Breiðholt, þar sem að hann end- aði á girðingu við barnagæzluvöll. ökumaðurinn slapp og er hann ekki fundinn. Ekki mun strætis- vagninnhafa skemmztað ráði við þessa óvæntu ökuferð utan lejða- kerfis SVR. Norölenzkur piltur hjólar yfir veltiborö viö Oddeyrarskóla. Stúlka I hjólreiöakeppninni viö Austurbæjarskólann „flytur bolta’’. I marz s.l. fór fram spurninga- keppniumumferðarmal meðal 12 ára nemenda I flestum grunn- skólum landsins. Alls tóku 3.800 börn þátt i keppni þessari, sem var fyrsti þáttur I áfanga að hjól- reiðakeppni. Þeir nemendur, sem náðu beztum árangri I spurninga- keppninni, öðluðust rétt til þátt- töku I hjólreiðakeppni er var tvi- skipt: góðakstur á akbrautum og hjólreiðaþrautir. Keppt var i tveimur riðlum, 1. april við Aust- urbæjrskólann i Reykjavik og 6. april við Oddeyrarskólann á Akureyri. Alls tóku 82 nemendur þátt I hjólreiðakeppninni frá 54 skólum. Þeir sem unnu við keppnina voru kennarar, lög- gæzlumenn og elztu nemendur grunnskóla undir stjórn náms- stjóra 1 umferðarfræðslu, Guð- mundar Þorsteinssonar. Eftirtaldir nemendur skipuðu 12 efstu sætin: 1. Þór Eirlksson, Vlðistaðask. Hafnarfirði 476 stig. 2. Hrafnkell Sigtryggsson, Kárs- nessk. Kópavogi 340 stig. 3. Gústaf Jóhannsson, Barna- skóla Akureyrar 290 stig. 4. Þórarinn Sturla Halldórsson, Fossvogssk. Rvk. 277 stig. 5. Jóhannes ófeigsson, Skútu- staðask. Mývatnssv. 276 stig. 6. Jón Þorgrimsson, Kársnessk. Kópavogi 275 stig. 7. Jóhann Einarsson, Lang- holtssk. Rvk. 273 stig. 8. -9. Agúst Birgisson, Barnaskóla Akureyrar 271 stig. 8.-9. Siggeir Magnússon, Breiða- gerðissk. Rvk 271 stig. 10.-12. Ásbjörn Jensson, Voga- skóla, Rvk 269 stig. 10.-12. Benedikt Svavarsson, Viði- staðask. Hafnarfirði 269 stig. 10.-12. Haraldur A. Hjaltason, Lækjarsk. Hafnarfirði 269 stig. Þeir sem skipa f jögur efstu sæt- in hljóta að verðlaunum ferð til Portúgals, þarsem þeirtaka þátt i alþjóðlegri hjólreiðakeppni er haldin verður i Lissabon 17-19. maí it.k. Þaöeru alþjóðasamtökin P.R.I. (La Prevention Routiere Internationale) sem standa fyrir þessari keppni, en þau samtök vinna að bættu umferðaröryggi og samræmdum aðgerðum til varnar slysum 1 umferð. 3.800 skólaböm kepptu um ferð til Portúgals Meöal stjórnenda var kennarinn og rithöfundurinn Ármann Kr. Einarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.