Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. april 1978 SSltóÍi'Iiliíl! á víðavangi Gamla lummur á uppboði Ekki er umræðunum um samstarf sósiaiista og Sjálf- stæðismanna alveg lokið, svo sem þó hefði mátt ætla eftir ádrepu Lúðviks Jósepssonar sem getið var í þessum þætti i gær. Svo sem vænta mátti hlutu hugmyndir Þrastar Ólafssonar, sem þráir þessa samvinnu hvað heitast, a 11- góðar undirtektir meðal hægriarmsins í Sjálfstæðis- flokknum, og i Visi i gær er þeim tekið tveim höndum i forystugrein. I raun og veru er það ekki svo einkennilegt að hægriarm- ur Sjálfstæðisfiokksins hugsi sér gott til glóðarinnar i armi sósialistanna. Viðskiptaöflin til hægri hafa ailtaf óskað sér samstarfs sem færði þeim logn á vinnumarkaðinum ásamt minnkandi samneyzlu og samdrætti i opinberum framkvæmdum, hvort sem eru á sviði byggðamála, atvinnuuppbyggingar eða félagsmála. Og Þröstur Ólafs- son var einmitt svo hugulsam- ur að kveða skýrt að orði um þessi atriði i grein sinni i Timariti Máls og menningar nýlega. Lúðvik Jósepsson lét sem svo að hann væri Þresti alger- lega ósammála, en orð Lúð- viks ber aðeins að taka á þann veg aðhann vill engum dyrum loka, heldur hafa alla mögu- leika opna þegar til kemur að hann verði ef til vill kvaddur til samráða að loknum kosn- ingum. Milli hans og Þrastar Ólafssonar er þvi ekki ágrein- ingur um markmið eða skoð- un, heldur aðeins vinnubrögð, um það hvenærsýna eigi niður i pokann. Siðan fer það eftir þvi „hvernig kaupin ganga á eyrinni”, — eins og Þröstur orðaði það svo nákvæmlega — hver kostur upp verður tekinn. Alþýðubandalagið er glat- kista samfélagslegrar óánægju á tslandi. Flokkurinn hefur þá stefnu eina að safna saman öllum sem hafa eitt- hvað, margt eða helzt allt á hornum sér. Af þessari ástæðu gengur svo illa að koma flokknum saman um jákvæða stefnu eða framboð. Hins veg- ar hefurtöluvertstarf verið að þvi unnið innan flokksins að ,,rýma til” hugmyndalega, hvort sem er i atvinnumálum eignaréttarmálum i sam- félaginu eða t.d. i utanrikis- og varnarmálum. Allt miðar þetta að þvi að gera flokkinn betur „samstarfshæfan” með hverjum sem er i rikis- stjórn. > ’ Þessi viðleitni Al- þýðubandalagsmanna skal i sjálfu sér siður en svo löstuð. Hún felur það i sér að flokkur- inn er að hverfa frá marxista- órum sínum og að fylgi við lýðræðislegt samfélag, ef ekki kæmi til skinhelgin og hræsnin i málflutningi og vinnubrögð- um; ogef ekki kæmi til sá vilji forystumannanna að beita launþegasamtökunum fyrir vagn sinn hvenær sem flokks- þarfir krefjast. Og Alþýðubandalagið hefur reynzt samstarfshæft i rikis- stjórn sem borið hefur fram brýn hagsmunamál almenn- ings í landinu i anda félags- hyggju undir forsjá Fram- sóknarmanna. Vafalaust mun flokkurinn og reynast sam- starfshæfur hægriöflunuin i rikisstjórnsem beittisér fyrir samdrætti framkvæmda og samneyzlu og logni á vinnu- markaðinum. Aftur á móti er þess að visu að vænta að þessi samstarfs- hæfni standi stutta stund og verði skammvinnur fagnaður. Alþýðubandalagið þarf nefni- lega veltiár til þess að vilja takast á við vandamálin af ábyrgð. Strax og aftur harðn- ar á dalnum eru gömlu lummurnar um stéttabaráttu eða andúð á vestrænum þjóð- um bakaðar upp og mýktar með tizkugutli til þessað rjúfa samstarfið. Hvað svo sem þessu öllu lið- ur er það að verða ljóst að Alþýðubandalagið er i vænt- anlegum kosningum á uppboði og falt hæstbjóðanda. Það er i rauninni spurningarmerki i kosningabaráttunni. Og um þetta stendur ágreiningur þeirra Lúðviks og Þrastar Ólafssonar. Þröstur vill eins konar „verðlagsstjórn” á þessu uppboði, en Lúðvik vill ,.frjálsa verðlagningu” með öllu. JS Jörð til sölu Góð bújörð i Eyjafirði er tii sölu. Á jörðinni er m.a. fjós fyrir 36 kýr, fjárhús fyrir 180 fjár og um 40 ha. tún. Jörðin er vel i sveit sett og samgöngur góðar. Upplýsingar gefnar i sima (96)2-24-55 milli kl. 9 og 5. POSTUR OG SIMI Símaskráinn 1978 Afhending simaskrárinnar 1978 hefst mánudaginn 24. april til simnotenda. I Reykjavik verður símaskráin afgreidd á Aðalpósthús- inu, gengið inn frá Austurstræti, daglega kl. 9-18 nema laugardaginn 29. april kl. 9-12, 1 Hafnarfirði verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni við Strandgötu. í Kópavogi verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleir- um, fá skrárnar sendar heim. Heimsendingin hefst mið- vikudaginn 19. april n.k. í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði verður simaskráin aðeins afhent gegn afhendingaseðlum, sem póstlagðir voru i dag til simnotenda. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að sfmaskráin 1978 gengur I gildi frá og með sunnudeginum 7. mai 1978. Simnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1977 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðiö hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur I gildi. Póst- og simamálastofnunin. 1- FERMINGARGJAFIR 103 Davíðs-sálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og alt, sem í mér er, hans heilaga nafn ; lofa þú Drottin, sála mín, og glevm cigi neinum vclgjörðum hans, BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (^uðbraultéötofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opiö 3-5 e.h. Tónleikar miðvikudaginn 19. april kl. 20.30. Ingolf Olsen syngur og leikur á gitar og lútu. Aðgöngu- miðar i kaffistofu og við innganginn. Verið velkomin. NORRÆNA HUSIO Rafsuðu TÆKI | fyrir ™ SUÐUVÍR 2,5 og 3,25 mm nýkomin.— Innbyggt öryggi fyrir yfirhitun. handhæg og ódýr Þyngd 18 kg ^5 kA TF ARAAULA 7 - SIMI 84450 w VA VLÍ Kjörskrá & Sv- Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga að fara 25. júni n.k., liggur frammi al- menningi til sýnis i Manntalsskrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð alla virka daga frá 25. april til 23. mai n.k. frá ki. 8.20 f.h. til kl. 4.15 e.h., þó ekki laug- ardaga. Kærur vegna kjörskráningar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigisiðaren 3. júni n.k. ‘jfC' % ■{Ti ;> .: \ V€ - Reykjavik 19. apríl 1978, Borgarstjórinn i Reykjavík. . 1-V 7 ;! Bændur Óska eftir sumardvöl fyrir 12 ára dreng, sem matvinnungi. Hefir verið i sveit áður. Upplýsingar i sima 7-50-95. Óska eftir I Tímínn er I! peningar Auglýsíd iTimanum •MMMf ráðskonustöðu í sveit. Upplýsingar i sima 7-22-69, eftir kl. 6 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.