Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 19. april 1978 ______Wmmu RITHÖFUNDA R ÞINGA Dagana 28. april til 29. aprii verður haldið rithöfundaþing i Norræna-húsinu, og er það Rit- höfundasamband islands sem býður til þingsins, en slfk þing er venja að halda fjórða hvert ár. Var það siðast haldiðá sama staðvorið 1974,ef rétt er munað. Tilefni rithöfundaþinga eru yfirleitt ærin, þvi illa hefur gengið að halda svo rúmfreku fólki sem rithöfundar eru — og eiga að vera — innan fjöldasam- taka. Einstaklingshyggja er blóðrikur þáttur i lifí allra rit- höfunda, jafnvel þeirra, er hvetja til socialisma i ritum sin- um og leggja áherzlu á jöfnuð meðal manna. Dagskrá rithöfundaþings að þessu sinni er f jölbreytt, að af- lokinni þingsetningu, þar sem hátt settir menn ávarpa þing- fulltrúa. Að þvi loknu mun dr. Oddur Benediktsson flytja er- indi er hann nefnir: „1 upphafi tölvualdar”. Þarna mega menn eiga von á merkilegu erindi, þvi tölvur gripa nú i æ rikara mæli inn i allt mannlif, og þar eð mannlif ið er yfirleitt viðfangsefni rithöf- unda, er þarflegt fyrir þá að hlusta á visindamenn ræða um stöðu tölvunnar i þjóölifinu. Rithöfundaþingi verður fram haldiðog lokið laugardaginn 29. april og hefst á erindi Eliasar Daviðssonar, kerfisfræöings um áhrif gervihnatta á f jarskipti og fjölmiðlun, en sem kunnugt er þá hefur hópur rithöfunda lagt sig fram um að þagga niður i Ut- varps- og sjónvarpsstöðvum, samanber lokun Keflavikur- sjónvarpsins, og nú seinast mót- mæli við beinum sjónvarps- sendingum um gervihnött milli Noröurlandanna. Ég veit ekki hvað er að vera kerfisfræðingur, fremur en meistari Þórbergur vissi hvað var náttúrufræði i Kennara- skólanum, en eflaust verður þetta fróðlegt erindi og hentugt fyrir rithöfunda, sem margir telja vera of einskorðaða við bækur. Kasettur, flugrit, dag- blöð, útvarp og sjónvarp eru að verða áhrifamikill fjölmiðill á sama tima og bóksala dregst saman, og þvi veröa rithöfundar að fylgjast með og mega ekki einskorða sig alveg við bókina, sem er að verða slæmur fjöl- miðill — og dýr. 1 framhaldi af erindi Eliasar Daviðssonar, mun John Erik Forslund, framkvæmdastjóri norræna rithöfundaráðsins og rithöfundasambandsins flytja erindi um tunglið Nordsat og norræn menningarsamskipti. Erindið verður flutt á sænsku. Umræða verður um þessi erindi á islenzku. Þá verður eftirfarandi tekiö fyrir. 1) Rammasamningur 2) Fjölföldun verka i skólum o.fl. 3) Höfundamiðstöðin 4) Skyldukaup á bókum. Allt eru þetta hin merki- legustu mál. Rammasamningur er uppkast af sameiginlegum samningi við forleggjara. Er samningur þessi gerður til að tryggja afkomu þeirra rithöf- unda sem eru einfaldir á viðskiptasviðinu, þannig að þeir séu ekki prettaðir. Eins til að tryggja að bækur séu ekki, eða handrit af bókum. seld á undir- verði. Um fjölföldun iskólum er það að segja, að skólarnir og flest bókasöfnin selja nú ljósrit úr bókum höfunda og höfundurinn fær ekkert. Ef einhvern vanhag- ar um kafla úr bók, þá fer hann bara inn á næsta bókasafn og fær ljósrit af kaflanum fyrir ekkert. Hann greiðir safninu aö- eins pappirskostnað. Sama er að segja um skólana, þeir eru hættir að kaupa bækur, ljósrita bara upp úr þeim náms- efnin og afhenda nemendum. Þetta þykja harkalegar að- ferðir með tilliti til höfundar- réttar. Þetta eru nefnilega ,,út- gáfur”, — annað ekki og fyrir þetta ber að greiða höfundar- laun. Um höfundamiðstöðina er bezt að vera fáorður. Siðasta atriðið, með skyldu- kaup á bókum. Margir höfund- ar, einkum þeir sem örðugir eru i söiu, vilja neyða rikið til -þess að kaupa ákveðinn eintaka- fjölda. Er þetta svipað og að rikið er skuldbundið til þess að kaupa afurðir af bændum, offramleiðsluna lika innan vissra marka. Um þetta eru rithöfundar mjög ósammála. Fæstir vilja neyða bókum upp á fólk og skylda það til að kaupa, — en þetta verður sem sé rætt á þing- inu. Það kann að vera, aðþing eins og þetta eigi ekki erindi i blöðin áöur en það er haldið, en fróð- legt er það eigi að siöur að vita um hvað rithöfundar tala á þingum sinum og samkundum. Aðalfundur rithöfunda- sambandsins. Morgun- blaðsmenn kjósa með kommúnistum. Á sunnudaginn 30. april verð- ur haldinn aðalfundur Rithöf- undasambandsins. Þar verða framin venjuleg aðalfundar- störf, að ven ju, en það sem gerir aðalfundinn dálitið spennandi er Sigurður A,Magniisson lætur af störfum sem formaður rithöf- unda. Þreyttur á aö vinna fyrir lieildsölum á islandi og flytur þvi til Grikklands, til langdval- ar. aö nú á að kjósa nýjan formann. Sigurður A. Magnússon, sem verið hefur formaður rithöf- undasambandsins frá upphafi (1974) gefur ekki kost á sér aftur, að sögn þreyttur á skatt- piningu á Islandi og að sjá fyrir heildsölum, og flytur hann nú til Grikklands þar sem hann hyggst dvelja langdvölum. Tveir menn eru boðnir fram i stað Sigurðar A. Magnússonar i formannssætið, þeir Njöröur P. Njarðvik, fyrir vinstri menn og kommúnista og Baldur Óskars- son fyrir hægfara fólk og frjáls- lynda. Njörður P. Njarðvik mun öruggur um sigur og munar þar mest um að Morgunblaðsmenn styðja hann og meðal meðmæl- enda hans er Jóhann Hjálm- arsson bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins Þá er dr. Þorvarður Helgason nú á lista sem borinn er fram af stuðningsmönnum Njarðar, en Þorvarður er talinn fylgja Morgunblaðslinunni, enda starfsmaður þar um skeið. Síðast þegar formaður var kjörinn, þ.e.a.s. Sigurður A. Magnússon, var Morgunblaðs- liöið einnig meðal kjósenda hans. Þá vekur það lika nokkra athygli, að meðal meðmælenda Njarðar eru Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri og Helgi Sæmundsson, ritstjóri, þannig að Njörður virðist hafa breitt fýlgi- Helztu meðmælendur Baldurs eru svo Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Gunnar Dal, Jóhannes Helgi, Sveinn Sæmundsson og Jón Björnsson. Koma þessir meðmælendur aðallega úr röð- um Félags islenskra rithöfunda. Staða rithöfunda Mjög mikil gróska er nú i rit- höfundastétt. Fjöldi ungmenna hefur fengið félagsréttindi, og munu alls um 180 manns hafa félagsréttindi i Rithöfundasam- bandi íslands. Verk eftirum það bil 2000 höfunda eru i Borgar- bókasafninu i Reykjavik. Rithöfundar eru þó fleiri, þvi nokkrir eru ófélagsbundnir. Það er örðugt fyrir rithöf- unda, sem sinna skáldskap ein- vörðungu að draga fram li'fið. Flestir eru f vinnu með, eða hafa öðrum kosti fyrirvinnu. Þó hefur þetta mikið lagast á siðustu árum og er stéttarfélagi og-yfirvöldum fyrir að þakka. Allmargir höfundar fá starfs- laun úr rithöfundasjóði, og hjálpar það höfundum talsvert. Þetta eru þó ekki fátækrastyrk- ir, heldur starfsstyrkir, sem veittir eru til ákveðinna verk- efna. Þótt þessir styrkir hrökkvi ekki fyrir framfæri manna allt árið, þá gefa þeir þeim — sem fá þá — tækifæritil þess að spreyta sig án teljandi búsorga. Auk venjulegra bókmennta- starfa hafa rithöfundar verið ódrepandi við að segja þjóðinni til syndanna i ræðu og riti. Þeir rita i blöð og fl. sem máli skipt- ir. Það er þvi fróðlegt að vita um hvað þeir fjalla á þingum sinum og fundum. Dagskrá rithöfundaþings er með hugsjónablæ, er gott til þess að vita, að hugsjónir og umræða um samfélagið tekur meira rúm en matarpólitikin, þótt Rithöfundasambandið sé fyrst og fremst stéttarfélag þeirra, er hafa ritstörf að at- vinnu. Ýmsir bjuggust þó við að ánorri Sturluson og 800 ára af- mælið hans kæmist á dagskrá rithöfundaþings, en svo hefur ekki orðið að þessu sinni, og er það ver. Gáfaður maður fann að þvi einu sinni aö allir mögulegir menn væru byrjaðir að kalla sig rithöfunda, en að hans mati hefði þjóðin þó aðeins eignast tvo um ævina, Snorra Sturluson og Þórberg Þórðarson. Jónas Guðmundsson folk i listum Rithöfundaþingið veröur f Norræna húsinu. Þar verður m.a. fjallað um bókasöfn og fjölföldun f heimildarleysi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.