Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 7

Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 7
Sunnudagur 23. aprll 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slbimúla 15. Simi 86300. Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Hverju mætti áorka? Islendingar safna skuldum. Um langt skeið hefur gjaldeyriseyðslan jafnan verið miklu meiri en gjaldeyrisöflunin. Afburðadugnaður þess hluta þjóðarinnar, sem vinnur framleiðslustörf, að við- bættum afköstum þeirra, sem draga úr innflutningi með iðju sinni, hefur ekki nægt til þess að jafna metin. Afleiðingin er sú, að afborganir og vextir af erlendum skuldum hvila þungt á herðum okkar, og þær byrðar þyngjast. Andspænis þessu hefur hæst verið haft um það á siðustu misserum og árum, eins og svo smekklega er að orði komizt, að bændum þurfi að fækka og fiskiskipastóllinn sé of stór. Nú er það að sjálfsögðu blóðugt að selja landbúnaðarafurðir úr landi á niðurgreiddu verði, ekki sizt ef þær eru að hluta orðnar til við notkun útlends fóðurbætis og sauðfé i sumum landshlutum fleira i högum en landinu er hollt. Og það er rétt, að við eigum stærri flota fiski- skipa en beita má i bili af fullum þunga við ýmsar þær greinar veiða, sem við höfum að jafnaði lagt mest kapp á. En jafnaugljóst er hitt, hvað við eigum þvi að þakka, að þessi sömu fiskiskip eru til, og það ekki aðeins þau byggðarlög um land allt, er tóku að blómgast og dafna við tilkomu þeirra, heldur einnig alþjóð, er hefði verið sem á flæðiskeri að öðrum kosti. Með skynsamlegri stjórn á veiðum munu þeir fiskistofnar, sem næst var gengið, áður en við náð- um endanlega fullum yfirráðum á miðum okkar, taka bata, og þá verður hrósað happi yfir hverju veiðiskipi, sem við getum haldið úti. Það gerir aftur hávært tal um of mikinn búskap og of stóran fiskiskipastól tortryggilegt, að hljótt er hitt, að ofgert er á mörgum sviðum þjóðfélaginu, þar sem einskis arðs er að vænta, þegar farið er fram yfir visst mark. I landinu okkar eru margar stéttir, sem eru ofsetnar fólki, svo sem við viðskipti ýmiss konar og peningamiðlun, og i margs konar stórbyggingar i tengslum við þessa þætti hefur meira fé verið lagt en þjóðfélagsþörfin útheimtir. Þessi fjárfesting og þessi meðferð á vinnuafli skilar samfélaginu engum arði, heldur er baggi, þegar hún fer langt fram úr þvi, er komast má af með á fullsómasamlegan hátt. Eins getur það verið ihug- unarefni, hvort embættiskerfið i landinu er ekki orðið svo flókið, að sé þvi sjálfu til trafala, og hvort skipulagning viðamikilla stofnana og þjónustu- greina sé með þeim hætti, sem hagkvæmast er. En til fleiri átta má lita, þegar það er á dagskrá, hvað kann að iþyngja þjóðfél. eða rýra það, sem við gætum haft til ráðstöfunar. Nýlega hefur verið kveðið upp úr með það, að undangenginni rannsókn á vegum fyrirtækja, sem slikar kannanir annast, að fimm til sex milljarðar króna fari forgörðum vegna slæmrar nýtingar á fiski i frystihúsum landsins. Sjá má einnig, að gæði fisks eru misjöfn eftir landshlut- um, og það hlýtur einnig að eiga sér orsakir. Loðnu- vinnslan gefur ekki alls staðar jafngóða raun, svo að trúlega er það ekki allt sem skyldi. Nýlega hefur þvi verið haldið fram, að verð hvers einbýlishúss megi lækka um eina milljón, ef nýjum byggingar- aðferðum væri beitt. Forráðamönnum búnaðar- samtaka telst svo til, að fóðurtap á óþurrkasumrum geti hlaupið á milljörðum, og veldur þar miklu úrelt tregða að hagnýta votheysverkun. Stórmiklum verðmætum er hent i sjóinn við sumar veiðar, og mikið af afgangsafurðum fer til spillis i sláturhús- um og mjólkurbúum. Hér hefur verið tæpt á nokkrum atriðum. Jafnvel þótt mönnum ofreiknist sumt af þessu, myndu samanlagðar tölur hlaupa á tugum milljarða. Væri ekki hollt að leiða hugann að þessu, svona jafnframt og talað er um fiskiskipastólinn og ,,fækkun bænda”? —JH Bandarísk blöð henda gaman að músastyrjöld í Hvita húsinu: Sigur tilkynntur eftir 9 mánaða stríð Allt komst í uppnám, þegar taka átti á móti italska forsaetisráðherranum Carter Bandarikjaforseti á við mörg vandamál að striða. Allir vita um þann vanda sem hvilir á herðum hans vegna nifteinda- sprengjunnar sem er svo skemmtileg sprengja, aö hún tortimir öllu lifi en spillir ekki mannvirki til stórra muna,svo að þeir sem sigr- uðu í striði i krafti hennar, gætugengið beint inn f stofur hinna dauðu og setzt i stól- ana þeirra. Allir vita lika um áhyggjurhans vegna slakrar stöðu Bandarikjadalsins, hallans á viðskiptum þjóðar hans og hóflausrar orku- eyðslu. En svobætist við nýtt áhyggjuefni þó kannski ekki af þvi tagi er þyngst leggst á forráðamenn þjóða ená hinn bóginn nokkuð sérstaks eðlis. í stuttu máli sagt: Það eri mýs i Hvita húsinu. Reyndai er einna helzt að skilja að þai vaði allt i músum, og þessi fylgir að þar er vond lykt aí dómi mannskepnunnar, sem leggur sinn mælikvaröa á allt i þessari háborg bandarisku þjóðarinnar. Það er að visu ekki nýtil- komið að músar veröi vart i Hvita húsinu. Það fór fyrst að bóla á henni þar á forsetadög- um Eisenhowers. En hvort tveggja var að hann hafði mörgu vanizt i heimsstyrjöld- inni og svo voruekki svo mikil brögð að músaganginum i þá daga að hann ylii neinu upp- þoti. En músakynið er frjó- samt^meðal þess tiðkast hvorki getnaðarvarnir né fóstureyðingar og músunum fjölgaði grimmt i seinni tið. Og þaðer eins með mýsnar þar og aðrar stórþjóðir aö þær hafa gerzt talsvert áleitnar og uppivöðslusamar i krafti fjöldans. Fyrst i stað tók Carter þessu með þvi jafnaðargeði sem vel sómdi gömlum bónda. Þegar álits hans var leitað i músa- málinu lét hann nægja þá uppástungu að keyptar væru músagildrur. Þá hafði hann sjálfur enga músins séð i em- bættisbústaö slnum. En þess var ekki langt að biða að hann sæi þá fyrstu. Það var að sönnu dauð mús. En hún haföi legið svo lengi bak við þil i einu hinna iburðarmeiri her- bergja þar sem forsetinn tek- ur á móti mikils háttar gestum að komin var þar megn fýla. Þegar músin fannst var ekki nema hálf þriðja klukkustund tíl stefnu. Þá áttí Carter að taka á móti italska forsætis- ráðherranum. Tugur her- bergisþjóna var kallaður á vettvang með hvers konar tæki, og ilmefnum var úðað bæði hátt og lágt. Þannig heppnaðist að kæfa músalykt- ina i það skipti og húsbóndi og gestur gátu rætt saman i ljúfu andrúmslofti. Italinn var þó ekki fyrr far- inn en Carter kvaddi hóp em- bættismanna á skyndifund og meöal þeirra sem þar komu, voru fulltrúar félagsmála- ráðuneytis og byggingaþjón- ustu Bandarikjanna. Skýrði forseti fundarmönnum frá músaganginum og fór fram á þaðað músunum yröi útrýmt. Sérfróöir menn voru kallaðir til og bréf og fyrir- mæli fóru af einu skrifborðinu á annað eins og tiðkanlegt er, þar sem embættísfærsla fylgir lögmálum sinum út i yztu æsar. En meöan þetta gerðist omstruöu hinir iðnu og fjör- miklu mýsbakviö þilini Hvita húsinu,þræddu þjóðleiðir slnar meöfram vatnspipum og öðrum lögnum og héldu áfram búskap sinum, þar sem grópir voruogaugu i múrvegginum. Margar tegundir af músa- eitri voru dregnar saman og sendar til Washington og út- tekt sem svo heitir gerð á músagildrum, sem á boðstól- um voru. Loks voru iðnaðar- menn fengnir tíl þess að troða stálull i allar rifur og sprungur sem þeir fundu. Það vannst þó ekki neinn skyndisigur. Fyrsta mánuðinn féll ekki nema eitt stykki af músahernum, hinn næsta tiu og þriðja mánuðinn þrjátiu og átta. En siðan varð tjón mús- anna minna — fjórða mánuðinn tiu og hinn fimmta einungis ein mús. Ef til vill hefði mátt ætla að loks hefði tekizt að uppræta óvininn. En það var öðru nær. Músaþjóðin dafnaði prýöilega eftir sem áður og það var engu likara en hún hefði fundiö upp einhverar varnir i striði, sem háð var gegn henni. Nú voru teknar upp músa- veiðar umhverfis Hvita húsiö ef vera kynni að aukinn liðs- afli bærist i sifellu utan frá. Arangur þess varö ekki sér- lega mikiil en þó sá að mönn- um varð hverft við. Það kom sem sé á daginn að rottur voru þar á ferli i skjóli myrkurs. ' Um þetta leyti beindist at- hygli manna að þvi aö blóm i jurtapottum fóru að visna á dularfullan hátt. Viö rannsókn sannaðist að þaö stafaði af þvi aö mýs höfðu komizt i þá og nagað rætur jurtanna senni- lega vegna þess að næring handa þeim hefur veriö orðin i knappasta lagi. Þá var sóknin gegn músunum enn hert innan húss. Það var fyrst eftir niu mánaða baráttu að liðs- oddarnir i músastriðinu gátu . loks gefið til kynna að tekizt hefði aö vinna bug á músun- um. Þá voru 296 músagildrur komnar i bygginguna og auk þess viöa hrúgur af eitri. Þetta er siðasta fréttatil- kynning íirmúsastriðinu og nú er þess beðiö hvort málið sé til lykta leitt. I styrjöldum eru menn stundum gunnreifari i , tilkynningum sinum en hóflegt er og telja sig hafa sýnt meiri snilli en efni standa til. Suma grunar að svo kunni að vera i þetta skipti. Bandarisk blöð sem gert hafa mikinn mat úr þessu músastriði i forsetahöllinni gera sér að minnsta kosti beztu vonir um að ekki hafi enn verið skrifaður lokakafli þeirrar framhaldssögu sem af þvi hefur veriö spunnin. Frá- sagnir þeirra af músastriöinu hafa sem sé ekki verið siður lesnar en tiðindi úr Ögaden-eyðimörkinni enda þótt hvorki Castroné Brésnjef grunaðir um að hafa lagt mús- ' unum liö eöa ráö.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.