Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 23. april 1978 15 Smíði einingahúsa hafin Vandamál okkar er að hafa nægjanleg verkefni yfir vetrar- mánuðina, sagði Þórður M. Þórðarson, framkvæmdastjóri Trésmiðju Austurlands, í viðtali við Timann. Á ður fyrr var fyrir- tækið mikið i skipasmiðum og voru hér byggðir upp i 25 lesta bátar. Nó er hins vegar litill markaður orðinn fyrir þessa báta og er nú aðalatvinnan i húsa- smiði. Við erum nú farnir út i að byggja einingarhús. Við smiðum grind i þrjú slik hús inni i vetur, en reisum siðan húsin á steyptum grunni i sumar. Ætlunin er að selja þessar byggingar á þvi byggingarstigi, sem væntanlegir kaupendur helzt óska. Þórður sagði, að stærsta verk fyrirtækisins um þessar mundir væri bygging barnaskólans á Fáskrúðsfirði auk þess sem verið væri að byggja verkamanna- bústaði á Eskifirði. Trésmiðja Austurlands er gam- algróið fyrirtæki, sem byggt hef- ur fjölmörg hús og smiöað marga báta. Einar Sigurðsson i Odda stofnaði þetta fyrirtæki og rak það um margra ára skeið. Aðdragandinn að stofnun Trésmiðjunnar var sá að Einar ætlaði að gerast bóndi. Hafði hann ákveðna jörð i huga og hafði falazt eftir henni. En meðan hann beið svars smiðaði hann sér trillu, enda nauðsyfilegt fyrir bónda við Fáskrúðsfjörð að eiga slikan grip. En svo fékk hann ekki jörðina og seldi þvi trilluna og hóf þá að smiða trillur og selja. Siðan þró- aðist þessi starfsemi upp i að verða öflugt trésmiðafyrirtæki. Þórður M. Þóröarson nær á myndinni og Einar Sigurðsson fjær á myndinni y*0 eina trillu, sem nú er verið að gera viö i Trésmiðju Austurlands. Timamynd MÓ. Hj úkr unar konan veitir visst öryggi — úr þvi læknir er ekki búsettur á staðnum Læknirinn á Fáskrúðsfirði þjónar einnig ibúum Stöðvar- fjarðar. Þangað kemur hann að jafnaði einu sinni i viku, en hjúkrunarkona er starfandi á Stöðvarfirði og hefur hún viðtals- tima tvisvar i viku. Auk þessa er að sjálfsögðu leitaö til hjúkrunar- konu og læknis ef slys, óhöpp, eða tilfallandi veikindi bera að hönd- um. Nina Björnsdóttir hjúkrunar- kona hefur verið búsett á Stöðvarfirði siðan 1975. Hún sagði I samtali við Timann, að það skapaði visst öryggi fyrir Ibúana að hafa hjúkrunarkonu búsetta á staðnum úrþvi þar væri ekki læknir. 'Oft sparaði það lika að sækja lækni um langan veg. Ekki er sjúkrahús á Stöðvar- firði eða Fáskrúðsfirði og sagði Nina að alla legusjúklinga þyrfti að senda til Norðfjarðar, Egils- staða eða alla leið til Reykjavik- ur. Konur frá Stöðvarfirði fara einnig allar burtu til þess að fæða börn. Hins vegar er nokkuð um það á Fáskrúðsfirði að konur eigi börn i heimahúsum, enda er bæði læknir og ljósmóðir búsett þar á staðnum. MÓ. Nlna Björnsdóttir. Stórkostleg þróun byggða á Austurlandi A þessum áratug hefur átt sér stað mjög athyglisverð upphygg- ing hér I Austfirðingafjórðungi, sagði Guðmundur Gislason, kaupfélagsstjóri á Stöövarfirði, i samtali við Timann. Hraðfrysti- húsin hafa verið endurbyggð samkvæmt hraðfrystihúsaáætl- uninni og hingað hafa verið keypt stórfengleg tæki, þar sem skut- togararnir eru. Samhliða þessari uppbyggingu hefur landhelgin verið friðuð fyrir erlendri rán- yrkju þannig að austfirzk byggðalög hafa nú alla möguleika á að eflast stórkostlega I náinni framtið engu siður en á undan- förnum árum. Samhliða þessu hefur viðhorf ibúanna til samgangna ger- breytzt með tilkomu hringvegar- ins. Einnig hafa átt sér stað mikl- ar samgöngubætur milli fjarða. Allt þetta mun stuðla að stórkost- legri þróun byggðar á Austur- landi á næstu árum. Guðmundur hefur verið kaup- félagsstjóri á Stöðvarfiröi i nokk- ur ár. Hann sagöi að vissulega væru ýmsir erfiðleikar við að reka verzlunar og þjónustufyrir- tæki á ekki stærri stað en Stöðv- arfjörður er, en hitt væri lika jafn ljóst, að ef þar væri ekki sam- vinnuverzlun, væri ekki um þá al- mennu þjónustu að ræða, sem kaupfélagið reynir að inna af hendi. A siðari hluta fimmta áratugs- ins var kaupfélagið virkur aðili i uppbyggingu frystihúsanna á Stöðvarfirði og Breiðdalsvik. Eft- ir sildarárin komu siðan mikil erfiðleikaár. Þá var farið út i að reyna ýmsa útgerð og mörg skakkaföll lentu á kaupfélaginu. Sfðan þegar atvinnureksturinn á Stöðvarfirði var endurskipulagð- ur var skilið á milli verzlunar- reksturs og fiskvinnslunnar. Kaupfélagið er hins vegar stór hluthafi i Hraðfrystihúsi Stöðvar- fjarðar. Kaupfélag Stöðfirðinga spann- ar yfir Breiðdal, Stöðvarfjörð og suðurbyggð Fáskrúðsfjarðar. Verzlanir eru bæði á Stöðvarfirði og á Breiðdal. Þá var nýtt slátur- hús gert fokhelt á Breiðdal á sið- asta ári og er áætlað aö taka það I notkun næsta haust. MÓ. Guðmundur Glslason Kjörskrá Kjörskrár til alþingis- og sveitastjórna- kosninga er fram eiga að fara 25. júni n.k. liggja frammi almenningi til sýnis i barnaskólanum frá 25. april tii 23. mai n.k. Kærufrestur til sveitastjórnar rennur út 3. júni n.k. Oddviti Bessastaðahrepps. ^LARK II S - rafsuðu ny|u endurbæth^\ sjóöa vír 1,5 — 4.00 mm. Eru meö innbyggöu öryggi til varnar yfir- hitun. Handhæg og ódýr. Þyngd aðeins 18 kg. Ennfremur fyrirliggj- andi: RafsuðukapaM, raf- suðuhjálmar og tangir. ARMULA SIMI 84450 ■J Vörubifreiðastjórar Sendið okkur hjólbarða og látið setja VUL-CAP kaldsólningar- munstrið á barðann. t'liLLULLLTi Smiðjuvegi 32-34 — Símar 4-39-88 £t 4-48-80 — Kópavogi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.