Tíminn - 23.04.1978, Page 28

Tíminn - 23.04.1978, Page 28
28 Sunnudagur 23. april 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku eyðilögðu Spánverjar allt sem þeir náðu i af fornmenjum Inkanna. Allt, sem minnti á menningu þeirra og trú- arbrögð. Sérstaklega byggingar og minnis- merki. Eftir eru aðeins grunnar stórbyggingar, sem eyðilagðar hafa verið, en grunnamir eru stórkostlegir og sýna undraverða þekkingu á byggingamálum. Grunnarnir eru hlaðnir úr gifurlega stórum björgum, og eru þau svo vel felldsaman, að varla er hægt að stinga þunnu hnifsblaði milli stein- anna. Viða hafa Spán- verjar reist stórhýsi á þessum stórbrotnu rúst- um, bæði kirkjur og ibúðarhús, en öll sýnast þau veikbyggð og svip- laus, borin saman við undirstöðumar. Hér um bil i miðri borginni em rústir af hinu heillaga musteri Inkanna. ,,Sólar-must- erinu”. Prófessorinn út- skýrði fyrir þeim það sem eftir stóð af bygg- ingunni og benti þeim á helgustu staði bygging- arinnar. „Þama er alt- arið. Hér sátu prestarn- ir. Á bak við þá sátu dætur sólguðsins. Hér var hásæti Inkans — úr skiru gulli. Þetta musteri hefur vist verið fremur lág bygging, með geysilega þykkum veggjum úr stórgrýti og gluggalaus. Birta hefur aðeins verið um ,, trapes’ ’-my ndaðar dyrnar. Liklega hafa þeir lýst upp með blys- um, er messur fóru þarna fram.” Prófessorinn hélt lengi áfram að útskýra, hvernig menn álitu að byggingin hefði verið eftir þeim likum, sem ráða mætti af rústunum. Veggimir, sagði hann að hefðu verið skreyttir með gullplötum og dýr- indis teppum. Stór vatnsker úr skiru gulli hefðu staðið i röðum meðfram veggjunum, með mannamyndum i fullri stærð og smekk- lega gerðum fugla- myndum. Umhverfis altarið voru fögur fórnarker úr gulli og blómaker full af ilmrikum blómum. ,,Flor del Inca”, Inka- blómið en þetta fagra blóm finnst nú aðeins i nok krum ey jum Titicaca-vatnsins í veggskotum hér og þar voru „múmiur” (smurlingar) afdauðum Inka-höfðingjum, sem voru „þöglir” þátttak- endur i messunni. Þessar samkundur Inkanna hljóta að hafa verið undraverðar á margan hátt. Sérkenni- legar heiðnar þulur hafa verið þuldar i flöktandi ljósi blysanna i gull- skreyttri musterishvelf- ingu, þar sem ilmur blóma blandaðist blóð- þef af mannfórnum, en söfnuðurinn var skjálf- andi af hrifningu, ást og ótta, mænandi i átt til sólarsonarins, höfðingj- ans sem var þeirra al- máttugur guð”. Frásögn prófessorsins var svo glögg og lifandi, að Árni sá i huga sér þetta volduga, skreytta musteri, eins og það stæði þar óbrotið með öllu innra skrauti. „Gaman væri að vita svona margt og geta sagt svona vel frá”, hugsaði Árni og stundi við. Hvenær skyldi hann fá tima og tækifæri til að hefja skólagöngu að nýju?” Nei, lifið hafði að mörgu leyti leikið þau systkinin grátt. En ein- hvern tima breyttist þetta. Þessi ferð yrði vonandi siðasti krókur- inn, sem þau tækju á sig, áður en þau tækju beina stefnu tU Hawaii. 2. Læknirinn hafði haft rétt fyrir sér. Eftir nokkra daga var Linda orðin sæmilega hress, en hún haf ði þó ekki náð sér að fullu, var fölleit og þreytuleg. Læknirinn taldi þó, að fjallgöngu- mönnunum væri óhætt að hefja för sina. Hann kvaðst skyldu lita til telpunnar og fylgjast með heilsufari hennar. r / x í ( \ Ik 1 /> 1 rSi z ri i J s* ACoiiis lcyfnr nf grunuum liúsanna stnnda cftir, cn rústirnnr cru þó mjög mcrkilcgar. Fjallgöngumennimir lögðu upp frá Cuzco hinn 3. júni að morgni. Dag- inn áður höfðu 120 burð- armenn komið til Cuzco tilbúnir til ferðar. Hver biðdagur var þvi dýr. Burðarmenn bjuggu i skúrum eða „bröggum” utan við borgina. Berit heimsótti þessa burðar- menn um kvöldið ásamt Clay verkfræðingi. Aldrei hafði Berit séð slikan hóp. Þetta leit út fyrir að vera hálfgerður flökkulýður. Klæðlitlir voru þeir, óhreinir með hárlubba kolsvartan og lymskulegt yfirbragð. „Hvernig geta þessir menn farið i lagga og erfiða fjallgöngu með 60 punda byrði með þennan skófatnað”, spurði Berit. „Mér sýnist skórnir vera úr hampi og bastþráðum”. En Clay svaraði bros- andi: „Vertu ekki svona æst. Þessir hampskór eru ágætir i fjallgöngur, einkum i klettum og gróðurlausum klöppum. Þeir eru stamir en aldrei hálir. Margir þaulreyndir fjallgöngu- menn eru farnir að nota slika skó i ölpunum og viðar. Ekki skaltu heldur dæma þessa burðarmenn eftir útlit- inu. Þeir eru þolnari og sterkari en þeir lita út fyrir. Þetta eru beztu náungar, en þeim finnst kannski eins og Samó- kedum og Eskimóum, að þvottavatnið sé óþarflega kalt, og þess vegna borgi sig ekki að vera að þvo sér. En ef þér sýnist þeir sljóir og þreytulegir, þá er ástæðan sú, að þegar þeir eru á erfiðri göngu eða bera þungar byrðar, þá tyggja þeir stöðugt blöð af kakao-jurtinni, en i blöðunum er mikið af „kókain” sem slapp- ar og gerir menn þreytulega, ef þetta er tuggið lengi, en i svipinn virðist það örva og auka krafta og þrek. Hið mesta erfiði er sem leikur einn undir áhrifum „kókains”.” Þegar litið er á hina gömlu „tröppu-vegi” Inkanna, þá gæti maður haldið, að þeir væru búnir til fyrir fólk með kakó-jurtablað i munn- inum, þvi að þeir einir hefðu þrek til að klifa þessar tröppur.” 3. Um morguninn 3. júni héldu fjallgöngumenn- imir af stað með járn- braut frá Cuzca suður til Puno, sem er litill bær við Titicaca-vatnið. Þarna ætluðu þeir að fara yfir vatnið á vél- báti, sem þeir tóku á leigu. Þeir lentu við hina heilögu Sólarey, sem liggur i miðju vatninu. A Sólareyju em margar byggingár og rústir frá timum Inkanna. Wilson sagði frá og útskýrði ýmislegt frá þessum timum og allir hlýddu undrandi á ótæmandi fróðleik þessa, manns. Árni sat næstum við varðeldinn, sem þeir kyntu á eynni, og þqgar hlé varð á frásögninni þá dottaði hann við ylinn af eldunum, en allt i einu var hann glaðvakandi, er Wilson prófessor hélt þannig áfram frásögn sinni: „En annars eru allar þessar fornmenjar, bæði hér á Sólareyju og i Cuzco, smámunir hjá þeim nýju rústum, sem Hiram Bingham hefur nýlega fundið i Machu Picchu”. „Machu Picchu, hvaða undraheimur er það?” spurði Grainger. „Ég hef aldrei heyrt þetta nafn fyrr og ekki heldur Hiram Bing- ham”. „Það er ekkert undar- legt, þótt þú hafir ekki heyrt þessi nöfn fyrr, en meðal visindamanna hafa þau vakið mikla eftirtekt siðustu árin”. „En hvaða nöfn eru þetta þá?” spurði Grainger. „Er Machu Picchu þorp, borg eða musteri — og hvar er þessi undrastaður?” „Satt að segja hef ég aldrei þangað komið”, svaraði prófessorinn. „Ég get aðeins sagt þér það, sem ég veit um þetta úr bókum og rit- gerðum. Hjá Indiánum hafa ætið verið til munn- mælasagnir um geymda

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.