Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 25. apríl 1978 Wímvrn 13 skæru- skiptum H jp ll/l þess er krafizt að 13 skæruliðar I mm H ■ I ■ ■ B verði látnir lausir Ur haldi. Talið erliklegtaðstjórninhaldi fast við þá stefnu sina að láta ekki undan Rauða herdeildin Vilja liðaí fyrir Hóni/Iteuter.l gær geröu skæru- liðar Rauðu herdeildarinnar i fyrsta skipti nákvæma grein fyrir þvi, hvaða fanga þeir vilja fá i skiptum fyrir Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra. Jafnframt hót- uðu ræningjar Moros að verða honum að bana ef stjórnin gengi ekki að kröfum þeirra. Engin svör hafa borizt frá stjórninni, en kUgunum skæruliöanna. Stuttu eftir að Rauða herdeildin gerði tilboöum um fangaskiptin, sagði vararitari Kristilega demó- krataflokksins Giovanni Galloni, Skæruliðar á leið til réttarhalda. Veröa þeir látnir lausir í skiptum fyrir Moro? að „þessi möguleiki hefði þegar veriö ræddur og honum hafnað með öllu”. Meðal þeirra sem krafizt er að látnir verði lausir eru Renato Curcio leiðtogi Rauðu herdeildar- innar og þrir félagar hans aðrir, sem nú koma fyrir rétt í Torino. Tveir félagar úr Rauðu herdeild- inni, þau Paola Besuschio, eina konan á listanum, og Cristoforo Piancone, sem særöist og var skilinn ef tir viö árás á fangavörð i Torino, eru einnig á listanum. Auk félaga úr Rauðu herdeild- inni er krafizt lausnar þriggja fé- laga úr öfgahópi, er nefnist „22. október” og þriggja úr hópi öfga- manna er aðsetur hafa i Napóli. Þrettándi maðurinn á listanum er ótindur glæpamaður er situr inni fyrir rán og morð, en snerist til fylgis við skæruliða i fangelsis- dvöl sinni. Dayan til viðræðna í Washington Arabaleiðtogar á Vestur- bakkanum vondaufir Hebron. vesturbakka Jórdan- ar/Reuter. Dayan utanrikisráð- herra lsraels heldur af stað til Washington i dag til að gera grein fyrir tUlkun Israelsmanna á 242. samþykkt Sameinuðu þjóöanna, Israelsmenn telja að samþykktin sem kveður á um brottflutning Israelsmanna frá öllum her- teknum svæðum, er tekin voru i striðinu 1967, nái ekki til vestur- bakka Jórdanár. Friðarvonir meðal Arabaleið- toga á vesturbakkanum eru þvi að vonum daufar, en Begin for- sætisráöherra telur.að takmörk- uð sjálfstjórn Araba á vestur- bakkanum undir eftirliti is- raelska hersins, uppfylli kröfur samþykktar 242. Leiðtogi Pale- stinuipanna i Hebron, Fahd Kwa- sma, sagði að ekki einn einasti þeirra milljón Palestinuaraba sem nú eru á landi, er Israels- menn hertóku, muni sætta sig við að slikt ástand vari til lengdar. Aðrir Arabaleiðtogar á svæðinu hafa tekið í sama streng og telja að friðartilraunir Sadats hafi mistekizt fullkomlega. Rótgróin ótti Israelsmanna við óvinveitt riki staðsett nærri þéttbýlustu svæðum tsraels veldur þvi að ráðamenn þar telja útilokað að leyfa Palestinuaröbum að stofna sjálfstætt riki. HiUir undir nýja stjóm í Líbanon ♦ * >. - Elfas Sarkis. Beú-ut/Reuter. Pólitiskir leiðtog- ar i Libanon hafa áætfun um það hvernig leysa megi innanrikis- deilur i landinu, og i kjölfar þess gerði Elias Sarkis forseti ráðstaf- anir f þá átt að mynduð verði ný rikisstjórn i Libanon. Fulltrúar helztu trúarhreyfinga og stjórn- málaflokka Libanons samþykktu i fyrradag að hefta starfsemi Palestinuaraba ogbanna vopnað- ar hreyfingar i landinu aðrar en stjórnarherinn. Stjórnmálaskýr- endur telja óliklegt að samkomu- laginu verði komið á i næstu framtið, en með þvi sé kominn varanlegur grundvöllur fyrir nýja rikisstjórn. Sarkis átti viðræður við póli- tiska leiðtoga i gær, og mun lik- lega tilnefna nýjan forsætisráð- herra i' dag. Ekki er talið óliklegt að Selim Al-Hoss, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra verði fyrir valinu. Stjórnhanserskipuð mönnum sem ekki tilheyra póli- tiskum hreyfingum, en ráðherrar nætu stjórnar verða valdi úr stjórnmálahreyfingum landsins. Stjórn Hoss sagði af sér vegna átaka hægri manna og sýrlenzka friðargæzlusveita i Beirut fyrr i mánuðinum. erlendar ffréttir Tveir af áhöfn suður-kóreönsku þotunnar kyrrsettir í Sovétríkjimum Seoul/Reuter. Choi Kyu-Hah for- sætisráðherra baðst fyrir ásamt syrgjendum, þegar komið var með lik farþegans, er lézt i árás sovézka orustuþotna á Boeing 707 þotu heim til Suður-Kóreu. Suður-kóreanska þotan villtist af leið á flugleiðinni milli Parisar og Seoul ogbrotlenti á isi lögðu vatni á Kolaskaga eftir að MIG þotur höfðu skotið á hana s.l. fimmtu- dag. Flugstjóri vélarinnar og sigl- ingafræðingur hafa verið kyrr- settir i Sovétrikjunum, en öðrum af áhöfninni og farþegum var leyft að halda heimleiðis. For- stjóri kórenska flugfélagsins, Cho Chung-Hoon, sagði á flugvellinum i Seoul, að beðið væri eftir þvi að flugstjóranum og siglingaíræð- ingnum yrði sleppt þvi fyrr yrði ekki hægt að komast nákvæmlega að þvi sem gerðist. 47 af farþegum og áhöfn þot- unnar komu til Seoul í gær og hældi fólkið mjög frammistöðu flugstjórans sem tókst að lenda þotunni heilu og höldnu eftir skot- árásina. Einn Japani beið bana vegna blóðmissis, en hann hafði orði fyrir skoti frá sovézku or- ustuþotunum. Kista með liki Jap- anans var flutt með flugvél til Tokyo og með sömu vél komu 54 af farþegum suður-kóreönsku vélarinnar. Park Chung-Hee forseti Suður-Kóreu gaf út yfirlýsingu, þar sem hann þakkaði Sovét- mönnum fyrir að sleppa farþeg- um vélarinnar, og óskaði eftir þvi að flugstjóranum og siglinga- fræðingnum yrði sleppt hið bráð- asta. Forsetinn sagði að aðstoð- arflugmaður þotunnar hefði full- yrt, að bilun i tækjabúnaði þot- unnar hefði leitt til þess að hún flaug nærri herstöðinni i Mur- mansk. Aðstoðarflugmaðurinn staðhæfir einnig að flugmenn so- vézku árásarþotnanna hafi ekki gefið neinar viðvaranir áður en þeir hófu skothrið á farþegaþot- una. Suður-Kórea og Sovétrikin hafa ekki stjórnmálasamband sin á milli, en Bandaríkjamenn og Jap- anir hafa annazt milligöngu milli rikjanna. Sænskir feður hvattir til að notfæra sér barneignarorlof „Hoa” Dalgren lyftinga- maöur, Janne Carlson söngvari og Per-Olf Edin verkalýðshag- fræðingur eiga eitt sameigin- legt.þeir eru meðal þeirra karla iSvfþjóðsem nota sér barneign- arorlof sem feðrum er nú heim- ilt að taka. Hægri og miðftokka- menn eru nú við völd i Sviþjóö i fyrsta skiptí i 44 ár, og þrátt fyrir áform þeirra um að lækka opinber útgjöld, hefur stjórnin stutt dyggilega þá ákvöröun að báðir foreldrareigi jafnan rétt á að taka sér orlof til að dvelja heima með börnum sinum. A siöustu vikum hefur stjórn- in hrundið af stað herferö til að hvetja fleiri feöur til að notfæra sér þessi nyju réttindi. Auglýs- ingar og stuttar kvikmyndir, sem sýna Dahlgren og Carlson sinna börnum sinum hafa verið notaðar i áróðursskyni, en báðir eru þeir vel þekktir i heimalandi sinu. Edin, sem er 37 ára hag- fræðingur verkalýðsfélags málmiðnaðarmanna, er dæmi- gerður fyrir þá menn sem styðja barneignarorlof feðra. „Égheld að þetta sé breyting til batnaöar, góð fyrir einstakling- inn, góð fyrirföðurinn, góð fyrir eiginkonuna og góð fyrir börn- in”, segir Edin. „Vinnu minnar vegna tel ég orlofið gott, ég kynnist öllu er viðkemur heimilishaldi af eigin raun, — þetta er lifið. Flestir karlmenn í Sviþjóð eru of bundnir starfi sinu, en nú gefst tækifæri tíl að losna örlitið frá vinnunni”. Katharina er eins árs, og fyrsta barn Edins og konu hans, Sonju, sem er rit- stjðri. Hjónin tóku samtals sjö mánaða fri' til þess að geta verið sem mest með barninu. Þrátt fyrir að Sviar séu taldir mjög frjálslyndir og lýð- ræðissinnaðir hafna margir karlmenn hugmyndinni um að vera heima hjá börnum sinum skipta um bleiur og gefa pela, á meðan eiginkonur þeirra afla heimilinu tekna. Talið er að mikið velti á þvi hvaða vinnu móðirin stundar. Ef kona hefur góöa stöðu á vinnumarkaðinum eða mikinn áhuga á starfi sinu, er liklegt að hún vilji komast til vinnu sem fyrst eftir barnsburð. Sé starf hennar hins vegar illa launað og leiðinlegt, vill konan vanalega vera eins lengi heima hjá barn- inu og mögulegt er og er oft and- vig þvi að maður hennar taki út hluta af barneignaorlofsins. Reglurnar, sem nú gilda um barneignarfri i Sviþjóð, eru byggðar-á fyrri reglum um barn eignarorlof mæðra. Aður fengu mæður sex mánaða orlof á 90% launa vegna barnsburðar, en nú geta foreldrar skipt orlofinu með sér, og hefur orlofið verið lengt i niu mánuði. Foreldrum er nú einnig leyfilegt að nota þrjá mánuði sfðar, á átta fyrstu aldursárum barnsins. Frá þvi að núgildandi reglur um barneignarorlof tóku gildi hefur stöðugt færzt i vöxt, að karlmenn notfæri sér rétt sinn. Árið 1976 toku rösklega 10% karlmana, er rétt áttu á orlofi, sér fri, en fyrsta árið 1974, aöeins 2,4% Árið 1974 voru feð- urnir að meðaltali heima i 26 daga, ensú tala hefur nú hækk- að i 42 daga. Flestir karlmanna sem notfæra sér réttinn tíl að vera heima hjá börnum sinum, eru ungir að árum og hafa hlotið talsverða menntun. Likur eru á að þetta eigi eftir að breytast og menn úr öllum stéttum jafnt notfæri sér barneignarorlof þó að hefðin haldi nú aftur af mörgum og öðrum finnist starf sitt svo mikilvægt, að þeir getí ekki yfirgefið vinnuna um tima vegna fjölskyldunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.