Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 25. apríl 1978 Vilhjálmur Hjálmarsson: Aðeins 5% hætta námi eftir 8 ár — í stað 15% árið 1974 Á fundi sameinaðs Ai- þingis i síðustu viku fylgdi Viihjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra úr hlaði skýrslu sinni um framkvæmd grunnskóla- laga og undirbúning undir 9 ára skólaskylu. Er skýrsla þessi allmikil að vöxtum og hefur að geyma mjög ítarlegar upplýsingar um framkvæmd grunn- skólalaga fyrstu fjögur ár- in. 1 ræðu ráðherra kom m.a. fram aö enn eru tvö ár þangað til nem- endur verða skólaskyldir niunda skólaárið. Væri undirbúningur það langt á veg kominn að ekkert hindraði að niunda skólaárið verði skyldunámsár. Þá sagði ráðherra: ,,Nú hefir menntamálaráðuneytið fullnægt þeirri lagaskyldu að gera téða Vilhjálmur lljálmarsson. skýrslu og leggja hana fyrir Al- bingi á tilskildum tima. I formála skýrslunnar er m.a. fjallað um 9. skólaárið. A Alþingi 1974, þegar rætt var um grunnskólafrum- varpið, komu fram allskarpar andstæður varðandi skólaskyldu á niunda ári. Þá var svo ástatt, að um 15% nemenda hurfu frá námi við lok áttunda og siðasta skyldu- ársins. Nú hefir sú breyting á orð- ið að þessu leyti, að einungis 5% ungmenna hætta nú námi við lok áttunda ársins. Mér sýnist aug- ljóst, aö þessi breyting hljóti fremur að draga úr eöa sljóvga þær skörpu andstæður, sem upp komu við umræðurnar 1974.” alþingi Samgönguráðherra: Rúmir tveir milljarðar til hafnarfram- kvæmda 1977 llalldór E. Sigurðsson samgönguráðherra mælti á fundi sameinaös Alþingis á föstudag fyrir skýrslu um hafnarfram- kvæmdir á árinu 1977. Sagði ráö- herra að samkvæmt skýrslunni hefðu heildarframkvæmdir I hafnargerð á landinu á s.l. ári numiö alls 2.178.1 millj. kr., sem væri 296 millj. króna hærra en ár- ið áður eða hækkun um 15.7%. ,,Af þessum 2.178.1 millj. kr. voru samtals 1.278.8 millj. kr. til framkvæmda i almennum höfn- um eöa 58.7%. A Grundartanga var framkvæmt fyrir 391.3 millj. kr., en þótt sú framkvæmd heyri undir almennu hafnalögin, er hún nokkuð sérstaks eölis. Hlutfalls- lega námu framkvæmdir þar 18,0% af heildarframkvæmdum, eða á Grundartanga að viðbætt- Halldór E. Sigurðsson um almennum höfnum samtals 76.7%. 1 landshöfnunum þremur, Keflavik—Njarðvik, Rifi og Þorlákshöfn, námu framkvæmdir 174.0 millj. kr. eða 8.0% og i Reykjavikurhöfn, sem heyrir undir almennu hafanalögin, en nýtur ekki fjárveitinga úr rikissjóði, 328.0 millj. kr. eða 15.1%. Loks urðu framkvæmdir i ferjuhöfnum 6.0 millj. kr.” Rfldsendurskoðun undir Alþingi — Fjármálaráðherra tók vél í málið Frumvarp Halldórs Asgrimssonar (F) um Rikisendurskoðun var til framhalds fyrstu umræbu á fundi efri deildar Alþingis á laugardag. Fyrstur á mælendaskrá var fjár- málaráðherra, Matthias A. Mathiesen, og kvaö hann hugmynd þá er i frumvarpinu fælist, þess viröi að hún yrði skoö- uð vandlega. Ef hún gæti leitt til virkara aðhalds með fjármála- stjórn hins opinbera, væri sjálf- sagt að gera hana að veruleika, og það bæri einmitt umfram allt aö stefna að virkara aöhaldi I þessum efnum. Fjármálaráöherra sagði aö ekkert færi á milli mála aö meg- inhugmynd frumvarpsins væri að endurskoöunin veröi flutt frá framkvæmdavaldinu og látin heyra beint undir Alþingi. Um þetta væru skiptar skoöan'ir. Norðmenn hefðu þetta fyrir- komulag hjá sér og likaði vel, en Danir heföu hins vegar ekki fariö þessa leið þó til tals heföi komiö. Halldór Asgrimsson þakkaði ráðherra góðar undirtektir hans. Kvaöst Halldór gera sér fyllilega ljóst að mál þetta væri það stórt aðlitlar likur væru til að það fengi fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi. Hann legöi þó, sagöi hann, rika áherzlu á, að þessu máli og starfi ráðuneytis i endurskoðunarmál- um yrði haldið vakandi og menn veltu þessu fyrir sér. Ilalldór Ásgrimsson. Þá sagði Halldór að Danir hefðu heykzt við að fara þá leið sem frumvarpiö gerði ráð fyrir og Norðmenn hefðu farið, en minnihluti danska þingsins hefði þó haft áhuga á þvi og sú breyting hefði verið gerð að láta endur- skoðunina heyra undir annaö ráðuneyti en fjármálaráöuneyti. Matthias A. Mathiesen. ) Nýting raforku Ólafur óskarsson (S) og Pálmi Jónsson (S) hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um notkun raforku i atvinnufyrirtækjum. Hljóðar tillögugreinin svo: „Alþingi ályktar að fela rfkisstjórninni að láta kanna hagkvæmni þess að nýta raforku til atvinnufyrirtækja f stað oliu þar sem þvi verður við komiðaf tæknilegum ástæðum.” N orðurlandaráö Jón Skaftason, formaður lslandsdeildar Norðurlandaráðs, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um störf Norðurlandaráðs árið 1977. Fjármálaráðherra, Matthias Á. Mathiesen, hefur mælt fyrir frum- varpi til laga um samþykkt á rikisreikningnum fyrir árið 1976. Hljóðar reikningurinn upp á 71 milljarð og 323 milljónir og 851 þúsund sem er um 11 milljarðar umfram áætlun. Hefur fjármálaraðherra ennfremur mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1976 til að mæta þess- um umframgjöldum. Sala jarðar Gunnlaugur Finnsson (F) hefur lagt fram frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnina til að selja jörðin Stað i Suðureyrarhreppi. Er hér um aö ræða prestsjörð en prestur hefur ekki setið þar um nokk- urra ára skeið heldur á Suðureyri. Tilmæli hafa komið úr héraði um að aðsetur prests verði formlega flutt að Suöureyri. Sú er og skoðun kirkjuvfirvalda Þá hefur Þóöur Agúst ólafsson tjáð sig reiðubúinn til að kaupa jörðina ásamt húsakosti, ef um semst, en hann hefur búið á henni um margra ára skeib. Er frumvarpið.annars vegar flutt til að greiða fyrir þvi að orðið verði við óskum heimamanna um flutning á prestssetri og hins vegar til að tryggja áframhaldandi búsetu á jörö- inni. Fóðurvðrur Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp til laga um eftirlit með framleiðslu á fððurvörum, áburði og sáðvörum og verzlun með þær vörur. Er frumvarp þetta samið að stofni til af nefnd, sem landbún- aöarráöherra skipaöi til að endurskoða lög um eftirlit með framleiðslu og verslun ineð fóðurvörur og fella inn i þau ákvæði um eftirlit með áburði og sáðvörum. Hafa óskir borizt frá ýmsum félagasamtökum bænda um lagasetningu þessa efnis. Sáttastörf Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra hefur mælt fyrir stjórnar- frumvarpi til laga um sáttastörf i vinnudeilum. Meginbreytingar, er þetta frumvarp gerir ráð fyrir, eru að starf sáttasemjara verði aðal- starf og á hann verði lögö miklu rikari skylda en nú er til að hefjast handa um sáttastörf og honum fengið starfslið I samræmi við það. önn- ur meginbreyting er að sáttasemjara veröi veittur viðtækari réttur til afskipi af vinnudeilum en er I gildandi lögum og jafnframt lögö á hann rlkari skylda til að hefjast handa um sáttastörf en nú er. Borgarmörkin Albert Guðmundsson (S) og Axel Jónsson (S) flytja frumvarp til laga um breytingu á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavfkur og Seltjarn- arneskaupstaðar. Er hér leitað staðfestingar Alþingís á samnings- ákvæðum milli borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Seltjarn- arneskaupstaðar, sem fela i aðalatriðum i sér, að um 40 þús. fermetr- um af landi Reykjavikur við vesturmörk borgarinnar verður afsalað til eignar og lögsögu Seltjarnarneskaupstaðar, en eyjarnar Engey, Viðey og Akurey, sem verið hafa I lögsögu Seltjarnarneskaupstaðar, verða lagðar undir lögsögu Reykjavikur. Hitaveitur Þingsályktunartillaga um niðurfellingu gjalda af efni og búnaði til stofnframkvæmda hitaveitna hefur verið lögð fram á þingi af Braga Sigurjónssyni (A), Benedikt Gröndal (A) og Jóni Arm. Iléðinssyni (A). h elur tillagan i sér áskorun á rfkisstjórnina að beita sér fyrir nauösyn- legum lagabreytingum, svo að niður falli aðflutningsgjöld, vörugjald og söluskattur af efni.og búnaði til stofnframkvæmda hitaveitna. Ullar- og skinnasj óður Svava Jakobsdóttir (Abl) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um stofnun sjóös til stuðnings Islenzks ullar- og skinnaiönaðar. Er I til lögunni gert ráð fyrir að framlögum úr sjóðnum verði varið til styrktar framleiðendum fullunninnar ullar- og skinnavöru hér innanlands skipulegri markaðsöflun erlendis og söiu og dreifingu vörunnar. Heyrnar- og talmeinastöð Heilbrigðismálaráðherra, Matthias Bjarnason, hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um heyrnar- og talmeinastöð Islands. Er ráö fyrir þvi gert að starfsemi félagsins Heyrnarhjálpar og heyrnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavlkur verði sameinuð og rekstur háls- nef- og eyrnadeildar Borgarspitalans haldi áfram. Ennfremur er ráð fvrir þvi gert, aö stofnunin kaupi þau tæki og þann búnað sem félagið Heyrnahjálp og eyrnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hafa undir höndum, allt eftir nánara samkomulagi við þá aðila. Eitt af markmiðum stofnunarinnar verður að tryggja það, aö ávallt sé hér á boðstólum fullkomnustu tegundir heyrnartækja og annarra hjálpar- tækja. Einnig þarf að tryggja aö viðgerðaþjónusta verði sem bezt verö- ur á kosiö. Innan stofnunarinnar þarf að starfa sérþjálfað fólk til aö leiðbeina sjúklingum og þjálfa þá svo að fullkomin nýting náist út úr hjálpartækjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.