Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 25. apríl 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisiason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúia 15. Sími 86300. Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. í næstu lotu í síðustu viku skipuðust mál á þann veg að i stað útflutningsbanns á islenzkar framleiðslu- vörur hefur verið veitt svo kölluð undanþága til útskipunar hverju sinni er nokkuð lá við. Með þessu undanhaldi forystu Verkamanna- sambandsins frá upphaflegum ráðagerðum verður hið boðaða útflutningsbann fyrst og fremst táknræn yfirlýsing af hálfu samtakanna um andúð á efnahagsaðgerðum stjórnvalda nú siðla vetur. Vitanlega ber að fagna þeirri ákvörðun Verkamannasambandsins að halda islenzkum útflutningi óheftum. Enda þótt þessi fram- vinda feli óneitanlega i sér nokkurt verðfall á yfirlýsingum forystumanna þess er það miklu mikilvægara að atvinna fólksins haldist og gjaldeyrisöflum þjóðarbúsins geti haldið áfram óhindruð, og að sjálfsögðu er Verka- mannasambandinu rétt og frjálst að lýsa af- stöðu sinni til aðgerða stjórnarvaldanna eins og hverjum öðrum samtökum og einstakling- um i frjálsu landi. Útflutningsbannið var frá upphafi umdeild ákvörðun innan launþegasamtakanna, svo sem frægt er orðið af fréttum og yfirlýsingum. Verður ekki að sinni hjá þvi komizt að álykta að það hafi valdið meiri sundrungu i röðum Verkamannasambandsins sérstaklega og jafn- vel Alþýðusambandsins en lengi hefur orðið. Meðal annars með tilliti til samstöðu og sam- ráða innan launþegasamtakanna ber að fagna þvi, að hér hefur verið horfzt i augu við raun- verulegar aðstæður og fallið frá mjög um- deilanlegum og alvarlegum aðgerðum gegn is- lenzkum útflutningi. Efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar voru að sjálfsögðu umdeildar, og vitanlega voru þeir margir sem vildu velja önnur úrræði að sama markinu. Slikt er ekki nema eðlilegt. Hitt er þó meginmál að allur almenningur hefur skilið nauðsyn aðgerðanna og fallizt á þær i öllum aðalatriðum sem réttmætar og löglegar stjónarathafnir lýðræðislegra stjórnvalda. Það fer ekki á milli mála að það var beinlinis skylda rikisstjórnarinnar að gripa i taumana, og þetta er ekki dregið i efa meðal almennings, enda þótt menn uni sinum hlut misjafnlega eft- ir sem áður. Nú er þess að vænta að menn geti hið fyrsta setzt að samningaborði og rætt þau vandamál sem við blasa. Það er ekki ráð nema i tima sé tekið og á þessu ári verða teknar mjög afdrifa- rikar ákvarðanir um efnahags- og kjaramál. Um það verður meðal annars spurt i næstu lotu hvað það er sem vinnuveitendur eru tilbúnir til að leggja fram. JS Flókið mútumál fyrir dómstólum í Danmörku: KTAS-hneykslið á f jögurra ára sögu Sprottið af kaupum á rafeindatölvu simafyrirtækis Ebbe Cordes Eitt hiö mesta hneykslismál, mútumál,sem komiö hefur fyrir danska dómstóla á t seinni árum, veröur trúlega til lykta leitt i undirrétti áöur en mjög langt um liöur. Þetta mál á sér oröiö fjögurra ára sögu, svo aö timi er til þess kominn aö dómur gangi I þvl. Sakorningar i þessu máli eru þrir. Fjársvikadeild rann- sóknarlögreglunnar i Kaup- mannahöfn telur þá hafa þegiö stórmútur en sjálfir hafa sak- borningarnir neita öllum sakargiftum og haldiö þvi fram aö þeir séu ofsóttir. Þetta hófst allt i janúar- mánuöi 1974. Um þær mundir bárust simafelaginu sjálenzka KTAS tilboð frá mörgum aðil- um um dýran og margbrotinn rafeindabúnaö. Meöal þeirra sem komu tilboði á framfæri var bandariska tölvufyrirtæk- ið Honeywell Bull og var til- boðiö gert i gegn um dóttur- fyrirtæki þess i Kaupmanna- höfn. í desembermánuði 1974 undirrituðu forráðamenn þessa danska fyrirtækis samning sem gerður hafði veriö við KTAS, um tölvu- búnað sem kostaði að nútiðar- gildi islenzkra peninga um 1,1 milljarð króna. Þetta kom fyrst til kasta yfirvalda um mitt sumar 1976 er stjórn KTAS fór þess sjálf á leit við rannsóknarlögregluna að kannað yrði hvort mútur hefðu átt þátt i þvi aö þessi samningur var geröur. Virtist stjórn KTAS ekki vera i vafa um að svo hefði verið þvi að samtimis barst fjölmiðlum fréttatilkynning, þar sem skýrt var frá þvi að hlutaðeig- andi forstjóra hefði verið vikið úr starfi fyrirvaralaust. 1 kjöl- farið fylgdi fréttatilkynning frá dótturfyrirtæki Honeywell Bull I Danmörku. Kaupmannahafnarlögregl- an hóf þegar i stað rannsókn, sem beindist að hinum brott- rekna forstjóra og vini hans einum sem vann hjá danska sölufyrirtækinu. Rúmum mánuði síðar voru þeir báðir handteknir og bornir þeim sökum að hafa greitt og þegið mútur. Samtimis var gerö hjá þeim húsrannsókn að fenginni löglegri heimild til þess. Þeir skutu máli sinu til dómstóla sem úrskurðuðu að þeir skyldu settir i gæzluvarðhald á meðan rannsókn málsins færi fram. í októbermánuði voru þeir á ný yfirheyrðir fyrir luktum dyrum og varðhaldið siðan framlengt um seytján daga. En sakborningarnir áfrýjuðu á ný þessum úrskurði og þremur dögum siðar ákvað dómstóll að þeir skyldu látnir lausir. Haldið var fast við ákæruna enda þótt mennirnir með- gengju ekki það sem á þá var borið og frá þessari neitun sinni hvörfluðu þeir ekki þrátt fyrir langar og strangar yfir- heyrslur. Sannanagagna var leitað til annarra landa og það reyndist timafrekt. Það var fyrst snemma á þessu ári að ákæru- skjal var samið og þá voru ekki aðeins þessir tveir menn forstjórinn og verkfræðingur- inn Ebbe Cordes og sölu- maðurinn Erik Thomsen hafðir fyrir sökum, heldur hafði forstjóri frá hinu danska dótturfyrirtæki Honeywell Bulls, Leon Philips, einnig dregizt inn i máliö. Ebbe Cordes er borinn þvi að hafa þegið mútur, Erik Thomson að greiða mútur og Leon Philips er talinn hafa átt hlutdeild i þvi að inna greiðsluna af höndum. Fjár- hæðin er talin hafa numið á milli fimmtán og sextán milljónum króna. 1 ákæruskjalinu segir að árið 1974 hafi þeir Philips og Thomsen lagt drög að þvi aö fyrirtæki eitt i Panama ICC, skyldi greiða 2,5% af söluveröi tækjabúnaðarins I þóknun fyrir meðalgöngu ef Honeywell Bull hreppti viðskiptin viö KTAS. Rannsóknarlögreglan stað- hæfir, að þetta fé hafi verið greitt þegar Honeywell Bull hafði fengið vissu um það að viöskiptin féllu i þess hlut. Það var lagt inn i banka i Sviss á reikning sem tilheyrði ICC. 1 stjórn þessa Panamafyrir- tækis hafði einmitt setið um skeið maöur að nafni Ebbe Cordes. Fullyrt er að það sé einn og sami maðurinn og danski forstjórinn. t ákæruskjalinu segir að Thomsen hafi seinna flutt peningana i annan svissnesk- an banka,fyrst sextiu þúsund mörk og seinna fjörutiu og eitt þúsund og lagt þá að þvi sinni inn á nafn Ebbe Cordes. Þeir Cordes og Thomsen hafa gert þá grein fyrir þess- um peningatilfærslum að féð sé til komið i sambandi við húsakaup er þeir hafi átt sin á milli og hafi verið Honeywell og KTAS óviökomandi. Þeir hafi átt sumarbústað i sam- einingu, og Thomsen keypt hluta Cordes um þetta leyti. Fjárhæðirnir komi heim og saman við verðmæti sumar- bústaðarins og gengi sviss- neska frankans á þessum tima. Ákæruvaldið fellst samt ekki á þessa skýringu og leggur þeim mun meiri áherzlu á að öllu, sem við kemur þessu makki og til- færslum á peningum, hafi verið haldið leyndu fyrir stjórn KTAS. Nú kemur innan skamms til kasta dómstóla að meta rök ákæruvaldsinsog undanfærslu sakborninganna. Þeir eru þó ekki allir i Danmörku lengur. Thomsen hefur flutzt búferl- um til Bandarikjanna og hann hefur gert sér hægt um vik og neitaö að koma til Danmerkur á sinn kostnað. Til þess ráðs hefur verið gripið með sér- stöku leyfi dómsmálaráðu- neytisins danska, að rikið borgi ferðakostnað hans I Danmörku á meðan borgar- dómstóll Kaupmannahafnar fjallar um málið, ef hann fæst til þess aö koma með þeim skilyrðum — gegn þvi að eiga það undir dómi, hver eða hverjir veröa endanlega að bera málskostnaðinn og þar meö talinn þennan ferðakostn- a ö. Með þetta i huga hefur verið tekin sú ákvörðun aö málinu skuli lokiö á tveimur vikum i siöari hluta maimánaðar og fyrstu dögunum i júni. Leon Philips

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.