Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 2
2 ít é a Sunnudagur 7. mai 1978. DUFGUS: Nemenda/eikhúsið Það var ánægjulegt að sjá sýningu Nem- endaleikhússins á leikriti Flosa Ölafssonar, Slúðrinu í Lindarbæ. Ekki af því að leikritið væri framúrskarandi, það hefur sennilega hvorki verið betra né verra en til var ætlazt. Hins vegar gaf það leikendum mikil tæki- færi til þess að sýna fjölbreytni í leik og vissulega er það kostur þegar um er að ræða leikhóp sem fyrst og fremst sýnir hæfni sína að loknu námi. En það er skemmst frá því að segja,nemendur allir sýndu mikla hæfni í grundvallaratriðum leiklistar, oq svndu bar að auki umtalsverð tilþrif og lyftu sjálfu leikverkinu langt upp fyrir það sem textinn gaf tilefni til. Þessi sýning sýndi að Leiklistarskólinn ungi er góður skóli og þaðan er að vænta nýrra manna með meiri kunnáttu en íslenzkir leikarar hafa almennt haft yfir að ráða hingað til, og hef ur þó ekkert skort á að hér kæmu fram margir frábærir leikarar. Hitt er svo annað mál að litlar likur eru á því að sá f jöldi sem útskrif ast úr Leikiistar- skólanum i framtíðinni muni fá störf við leiklist. Markaðurinn fyrir leikara er tak- markaður og ekki horfur á að það breytist til muna á næstunni. Og það er eftirsjá í því að fá ekki að sjá allt þetta unga fólk á leik- sviði aftur. En við því er ekkert að gera, enda hefur þessu fólki væntanlega verið það Ijóst, þegar það hóf nám, að atvinnu- möguleikar fyrir svo stóran hóp væru tak- markaðir. Skólastjóri Leiklistarskólans ræddi þetta vandamál í viðtali í vetur og lét þá þau orð falla að ríkisvaldið hefði gleymt því þegar það stofnaði skólann að það þyrfti að út- vega fólkinu atvinnu. Þetta voru ósmekkleg orð og ósæmileg. Gerð var krafa til ríkis- valdsins um stofnun skólans. Sú krafa var endurtekin árum saman af vaxandi þunga. Þá var það rökstutt að þörf væri f yrir þenn- an skóla en aldrei minnzt á það einu orði að rikið ætti einnig að sjá því fólki sem þaðan útskrifaðistfyrirævistarfi. En því miður er ekki við skólastjóra Leiklistarskólans einan að sakast, það er að verða óþarflega al- gengur hugsunarháttur hér að ríkið eigi að sjá f.yrir öllu og öllum. Þessi hugsunarhátt- ur verður að hverfa og vonandi hafa þeir nemendur Leiklistarskólans sem nú eru að útskrifast þann manndóm að leggja ekki árár í bát, þó að samfélagið leggi ekki allt upp í hendurnar á þeim. Það eru nefnilega ýmsar aðrar leiðir til. Kvikmyndagerð er hér á algeru frumstigi og þyrfti þar sannarlega að taka til hend- inni. Það verður að vísu löng barátta og hörð því að allt þarf sinn tíma til þróunar. Kvikmyndagerð hér á landi kemur varla til með að verða verkefni ríkisvaldsins nema að litlu leyti. Til þess að hef ja kvikmynda- gerð til vegs og virðingar þurfa að koma framtakssemi, hugkvæmni, dugnaður og kjarkur einstaklingsins. Það er verðugt verkefni fyrir ungt fólk. Það kunna einnig að vera f leiri möguleik- ar. Víða úti á landsbyggðinni er mikill áhugi fyrir leiklist og áhugastarf stendur með töluverðum blóma. Það væri mikill fengur fyrir þá staði að fá ungt vel menntað fólk til starfa. Það er sannfæring mín að víða yrði hinum ungu leikurum veitt aðstaða til jáess að fá lífvænlegt aðalstarf sem veitti síðan möguleika til að leiða áhugamannastarfið og lyfta því upp. Það yrði til mikils menningarauki fyrir landsbyggðina. A uppstingingardag opnaði Fanney Jónsdóttir málverkasýningu aft Laugavegi 21, en Fanney hefur áftur haldift sýningu aft Klausturhólum. A þessari sýningu verfta um 40 myndir, flest oliumálverk og vatnslita- myndir. Megnift af þeim er unnift á þessu og siOastliftnu ári. Sýningin verftur opin daglega frá kl. tvö til sex fram að hvitasunnu. Aftgangur er ókeypis. Fanney hefur málaft lengi, en hún stundafti nám á sinum tima I Kaupmannahöfn. Sýning Ragnars f jöri í Kjarvalsstaði hleypir FI Hátt á fjórfta þúsund manns hafa nú þegar séft sýningu Ragn- ars Páls listmálara aft Kjarvals- stöftum, en sýningin stendur til 7. mai. A sýningunni eru 78 málverk alls, þar af voru 40 tii sölu og seld- ust þau öll fyrsta daginn. Þrjátiu málverk seldust fyrsta klukku- timann. Hefur mjög lifnaft yfir Kjarvalsstöftum vift þessa geysi- legu aftsókn. Ragnar Páll sagöi i samtali viö Timann i gær, aö margir úr dreif- býlinu hefftu komift á þessa sýn- ingu og var hann þakklátur fyrir þaft. Menntamálaráöherra heföi komift tvisvar á sýninguna og nokkrir stjórnmálamenn aftrir litift inn. Eins og vanalega hafa fulltrúar Listasafns rikisins ekki látift sjá sig en Ragnar Páll kvaft lágmark aft þeir kæmu og skoð- uðu sýningar. Myndirnar á sýningunni voru mest blómamyndir, landslags- myndir og nokkur „portrait”, sem eru i einkaeign. Þar á meöal af Agústi Þorvaldssyni fyrrver- andi alþingismanni, Þórfti frá Dagverftará og Hannibal Valdi- marssyni. „Annars ber sýningin þaö meft sér”, sagöi Ragnar Páll, „aft ég átti þess kost i fyrrasumar aft vera mikift úti á landsbyggftinni, sérstaklega meftal fólks á Austur- landi og i Mývatnssveit. Kynntist ég þarna mörgu úrvalsfólki og eru margir staftir mér hugstæftir Nótt eftir Ragnar Pál. Myndin er úr Borgarfirfti eystra. mmmm i ' Td' 't 1 M B! 9 ísá ;■ ' ^ v í.: >1 KpS'’’***' F siftan, eins og t.d. Borgarfjörftur eystri.” Sýning Ragnars Páls á Kjar- valsstöftum er niunda einkasýn- ing hans og önnur i röftinni á Kjarvalsstöftum. Sonur Indiru fangelsaður Nýja Delhi/Reuter Sanjay Gandhi sonur Indiru Gandhi fyrr- um forsætisráðherra Indlands var i gær dæmdur i mánaðar fangelsi vegna tilraunar til aft múta manni er bera áttí vitni i máli gegn honum. Tveim klukku- stundum siftar var Gandhi færftur i fangelsi. Hann er nú ákærftur fyrir aft hafa gert tilraun til að eyðileggja kvikmyndir er fjölluftu um spillingu stjórnmálamanna í Indlandi. Allmörg vitni hafa breytt framburði sinum vift réttarhöldin frá þvi er þau höfðu áður borið. A meðan Indira Gandhi stjórnafti Indlandi undir neyftar- lögum á árunum 1975 og 1976 var Sanjay einn áhrifamesti stjórn- málamaður i landinu. Talið er aö áætlanir hans um aö hefta fólks- fjölgun i Indlandi hafi átt hvaft drýgstan þátt i aft flokkur Indiru Gandhi beið ósigur i siðustu kosningum. Bændur Röskur drengur á 13. ári óskar eftir sveita- dvöl. Getur byrjað strax Upplýsingar í síma 3- 66-12, eftir kl. 8 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.