Tíminn - 28.05.1978, Síða 8
8
Sunnudagur 28. mai 1978.
Á Akureyri um aldamótin. Verzlunarhús „eldri bræöra” t.h.
........... .......
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
i þjóðbúningum 1908,
í gamla daga
Gamla sýslumannshúsiö á Akureyri byggt 1902-1903.
Hús Klemenzar Jónssonar sýslumanns 1903.
Hér koma tvær myndir af
gamla sýslumannshúsinu á
mótum Aöalstrætis og Hafnar-
strætis á Akureyri. Sú eldri, frá
1902 eöa 1903 sýnir húsiö ný-
byggt en þaö reisti Klemenz
Jónsson sýslumaöur. Til vinstri
sér i Hótel Akureyri en i gamla
barnaskólann t.h. Handvagn og
timbur i forgrunni. Klemenz
geristlandritari 1904 og flutti þá
til Reykjavikur meö fjölskyldu
sina. Frú Anna Klemenzdóttir
léöi myndina i þáttinn. Yngri
mynd af sama húsi tekin 1976
var birt i þættinum 23. april en
fyrir misgáning talin vera af
húsi „eldri bræöra” Hafnar-
stræti 2. Há reynitré vaxa nú viö
gamla sýslumannshúsiö. 1 þvi
var langa hriö fyrsta simstöö á
Akureyri sett á laggirnar 1906,
þarna inni I Fjöru en þar var
lengi kjarni bæjarins.
Nú er aöalathafnasvæöiö upp
af Torfunesi og úti á Oddeyri.
Hér er birt aldamótamynd af
Akureyri. Stóra hvita húsiö fast
viö sjóinn til hægrier hús „eldri
bræðra”, Friöriks og Magnúsar
Kristjánssonar. Litla hvita hús-
ið rétt hjá er Grundarskálinn,
vörugeymsla Magnúsar á
Grund. Stórt hús Sigtryggs
Jónssonar snikkara (á miöri
mynd) skammt frá.
Akureyringar kannast eflaust
viö flest húsin og gömlu
bryggjurnar. Hús „eldri
bræöra” varreistá uppfyllingu
er tekin var i brekkunni fyrir of-
an. Havsteen konsúll átti jarð-
eplagarð efst i brekkunni og
óttaöist aö hann myndi siga
niöur ef efni i uppfyllinguna
væri tekiö þar og lét leggja á
lögbann gegn þvi, en sættum
var náö I málinu.
Myndina af konunum þrem i
þjóðbúningum hefur frú Anna
Klemenzdóttir léö úr safni sinu.
Til vinstri á myndinni stendur
Asta Magnúsdóttir siöar rikisfé-
hiröir. i miðið Ingveldur
Benedikta Lárusdóttir kona
Magnúsar Jónssonar
prófessors. Til hægri Anna
Klemenzdóttir. Myndin er tekin
viö Dómkirkjuna i Reykjavik
áriö 1908 eða 1909. Myndina af
Akureyri um 1900 hefur K.
Einarsson SeyÖisfirði tekiö.
„Waagen” skip Ottós Wathne
eitt sér.
V.________________________________J