Tíminn - 28.05.1978, Qupperneq 21
Sunnudagur 28. mai 1978.
Siili'i'
21
Gljámispilgerði AkurgerOi 10 27/6 1977
Ljúffengt er þaö til matar bæði
hrátt og soöiö. Matreiðslukonur
þurfa aö fara i herferö
upplýsinga og áróðurs til aö afla
þvi almennra vinsælda.
Mörgum þykir gott spinat og
þaö þrifst hér vel, en hættir til
að vaxa úr sér og hlaupa i njóla
þegar á liöur. En þá ætti frænka
þess silfurblaðkan (Sölvbede)
að taka viö. Hún vex fram á
haust og þolir dálitiö frost. Ung
blöö hennar eru góð sem spinat.
Þegar liður á sumar veröa blaö-
strengir hennar stórir og
matarmiklir, ágætir i súpu, t.d.
kjötsúpu. Þiö ættuö að reyna
silfurblöðku, þaö er vandalaust
aö rækta hana. Fræið stórt,
allsvipaö spinatfræi. Má sá þvi i
reit eöa beint i garöinn.
Margir spyrja um runna i
garöana. Ég nefndi i siðasta
þætti nokkra, t.d. fjallaribs
(alparibs) og dvergmispilsteg-
undina gljámispil, sem hefur
fagurgljáandi lauf og verður
blóörauöur á haustin. Fjalla-
ribs er hentugt i lág, svo sem vel
hnéhá limgerði, klippt þannig
aö þau verði sem veggur al-
grænn á hliöum og ofan á.
Geitatoppar (Lanicara) geta
myndaö slika algræna veggi —
en miklu hærri, ef óskaö er.
Gljáviöir enn stærri og grófari,
en sérlega gljáfagra veggi eða
limgeröi .Brekkuviöir góöur i
fremur lág þétt geröi. Einnig
viðja, birki o.fl. tegundir. Kvist-
ir ýmsir (spiraea-tegundir)
einnig hæfir, en sumir þeirra
eru jafnframt fagrir blómrunn-
ar, og þá öðru visi og minna
klipptir, og meira látnir halda
upprunalegu vaxtarlagi. Vin-
sælasti kvisturinn i seinni tiö
mun vera birkikvistur nefndur
svo aö þvi aö blöð hans minna á
virkilauf. Þetta er lágur, þétt-
vaxinn runni, sæmilega harö-
geröur. Hann ber snjóhvit blóm
I sveipum og getur orðiö alhvlt-
ur aö sjá. Varazt skal aö gefa
honum og öörum blómrunnum
mikið köfnunarefni, þvi þá er
hætt viö að vöxturinn hlaupi i
blööin og blómgun veröi litil.
Perlu- eöa Margrétarkvist hef
ég séð blómstra fagurlega I
Reykjavik ogHveragerði. Hann
er oft um metri á hæö og ber
ljóspurpurarauða blómskipun.
Dögglingskvistur er algengur,
ber stóra ljósrauða blómskúfa
fremur seint á sumri. Ýmsir
fleiri kvistir álitlegir.
Oft hefur verið rætt um rósir.
Hér skal aðeins, aö gefnu tilefni,
minnzt á rauöblaöarós, sem
ræktuö er vegna hinna fögru
roðalituöu laufa og þrifst viöa
vel. En „böggullfylgir stundum
skammrifi”. Það sækir ryð-
sveppur á rauöblaðarósins og
getur valdiö gulbrúnum þykk-
ildum á greinunum til stór-
skemmda. Mun bezt aö uppræta
sýktar rauöblaöarósir. Þessa
o.fl. smárunna er hægt aö nota i
lág gerði meðfram gangstéttum
og til aö afmarka reiti i garðin-
um.
Birki og viöitegundir hæfa vel
i hærri gerði, t.d. á takmörkum
lóöa og til skjóls i görðum og i
langar raöir fram meö vegum
og götum.
Mosi sækir oft mikið I-gras-
bletti, t.d. þar sem skugga ber á
af trjám og húsum, eöa jaröveg-
ur áburöarsnauður og súr. Til
bóta er aö raka mosann upp úr
grasrótinni á vorin og bera vel
á. Talsvert gagn er einnig I þvi
aö dreifa dálitlu af mold eöa
sandi á grasflötina, þaö dregur
úr vexti mosans.
Margir kaupa afskorin blóm
til yndisauka, en ekki er sama á
hvaöa þroskastigi þau eru.
Kaupmaöur hringdi i góöan
viöskiptavin og sagði: „Komdu
og kauptu blóm hjá mér núna,
þau eru alveg útsprungin og
ljómandi falleg”. „Ég held nú
siður”, svaraði hinn, „þau eru
of gömul og fara strax aö ljókka
hjá mérefégfæ þau núna”. Það
er mikið satt i þessu, hugleiðið
það. Lága jurtin i skálinni er
freyjumosi frá hrauninu ofan
við Þorlákshöfn. Hann var eina
jurtin sem þarvar íarin að lifna
við um miöjan mai. Mörgu hett-
urnar sem mest ber á, eru gró-
hirzlur mosans og sitja i mjóum
þræði. Þarna er mikil auðn, bert
og blásið land, en fáeinir háir
jarbvegsstallar á flötu hellu-
hrauninu sýna, að fyrrum hefur
verið á þvi þykkur jarðvegur,
liklega skógi vaxinn. Mosinn og
fáeinar meljurtir gerast nú
brautryðjendur nýs gróöurlags
á hrauninu.
Þorlákshöfn er mjög vaxandi
verstöð og mikil verömæti þar á
land dregin. íbúöabyggingar
álitlegar og virðast bera vott
um velmegun. Byrjað aö rækta
og snyrta viö mörg húsin. Vitan-
lega fellur til kynstur af fiskiúr-
gangi, og ekki er allt fullnýtt
jafnóbum ennþá. Máfarnir eiga
góöa daga og lifa i vellysting-
um. Cti á sandinum og hrauninu
gaf aö lita stórar breiöur af
svartbak o.fl. máfategundum,
sumir á hreiörum. Þeir flugu
upp sem snöggvast þegar menn
nálguöust og færðu sig svolltiö
um set. Svona er þetta viöast i
grennd verstööva, sláturhúsa og
kaupstaða. Máfarnir eru aldir á
úrgangi og þeim stórfjölgar.
Það er ekki nóg aö vargfugla-
féndur hrópi „eitrum, skjótum,
drepum, drepum”.
Eina leiöin til hæfilegrar
fækkunar máfa og hrafna, er aö
eyöa úrgangi jafnóöum og hann
fellur til. Vitanlega kostar þetta
talsvert fé, en er á ýmsan hátt
nauðsynleg þrifnaöarráöstöfun,
sem ekki verður til lengdar
skotiö á frest, enda sums staðar
hafnar úrbætur. Sorphreinsun
viða komin I gott lag, en ekki er
nóg aö aka bara sorpinu út á
hauga, þar sem rottur timgast
og ruslið fýkur út um allt!
Ég ræddi dálitið um limgeröi i
görðum og við götu. Hér er
mynd af einu, gerðu úr álmi, á
Tjarnargötu 24 i Reykjavik.
Annars getur álmur orðið mikið
tré. Gljámispill getur myndaö
lagleg lág gerði. En algengust
eru limgeröi og skjólbelti úr
birki og viði.
Hér er mynd frá Akureyri,
sem sýnir aö nafnið geitatoppur
getur verið réttnefni. Þarna er
geitatoppur lagaður með klipp-
ingu þannig að hann myndi
toppa eöa laufkúlur iöagrænar.
Ribs er vel nothæft i stóra
toppa, sem fara cvel úti á gras-
flöt. En aðallega er ribs ræktaö
sem berjarunni og skjólrunni.
Munið aö grisja gamla ribs-
runna og nema burt gamlar, oft
mosavaxnar greinar, ef þið ósk-
iö góðrar berjatekju.
ITEL#
Suöurlandabraut 2. Simi 82200
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Reykjavíkurflugvelli. Simi 22322
\br í Reykjavík
Við bjóðum landsmenn velkomna til Reykjavíkur. Vekjum athygli á
þeim sérstöku vorkjörum, sem við bjóðum nú á gistingu.
Leitið upplýsinga, - hafið samband við okkur, eða umboðsskrifstofur
Flugleiða um land allt.
• >' if«
ni