Tíminn - 28.05.1978, Síða 22
22
Sunnudagur 28. mai 1978.
Nútíminn ★ ★ ★
I stuttu
máli
Sandy Denny látin
Fyrir skömmu lézt brezka
söngkonan Sandy Denny 31 árs
aö aldri af slysförum, en hún féll
niöur stiga á heimili kunningja
sinna.
Sandy Denny haföi á sinum
tima mikil áhrif á þjóölagatón-
list i Bretlandi og var hún gift
„Hef ekki rekið upp
bofs síðan þá, ekki
einu sinni í baði”
Sandy Denny
Trevor Lucas fyrrum meölimi
hljómsveitarinnar Fairport
C'onvention'.
Segja má aö andlát Sandy
Denny hafi komiö sem reiöar-
slag yfir brezka poppheiminn og
kunningja þeirra hjóna, þvi aö
þau stefndu aö þvi ineö sumrinu
aö fiytjast til Bandarikjanna
þar sem ætlunin var aö freista
gæfunnar innan skemmtana-
iðnaðarins.
Moody Blues
Illjómsveitin Moody Blues
sein átti sér marga aödáendur
liér á landi áöur en hún lagöi
upp laupana hefur nú veriö
endurvakin og allar horfur á þvi
að hljómsveitin haldi hljóm-
leika i Bretlandi i sumar auk
hljómleika I Bandrikjunum,
Astraliu og Japan.
Þeir Ray Tliomas og Justin
Iiayward eru nú staddir f Bret-
landi þar sem þeir vinna aö
undirbúningi hljómleikaferöar-
innar, en hinir meölimir hljóm-
sveitarinnar, þeir John Lodge,
Graeme Edge og Mike Pinder,
eru væntanlegir þangaö til lands
innan skamms.
Nico
Söngkonan Nico, sem m.a.
var á sinum tima i hljómsveit-
inni Velvet Underground meö
þeim Lou Reed og John Cale,
kom fyrir skömmu frain á
hljómleikum meö ,,punk”
hljómsveitinni The Adverts og
var þaö í fyrsta skipti i þrjú ár
sem hún kemur fram opinber-
lega, en hún hefur búiö upp á
siökastið i Fra.kklandi.
Fyrir þrem árum sendi hún
frá sér hljómplötuna „The
Nico
End”, en svo viröist aö hún hafi
séð sig um hönd og að sú plata
sé alls ekki endirinn á hennar
ferli þvi að væntanleg er á
markaö i Bretlandi innan
skamms hljómplata meö henni.
— rætt við Oðin
//Blessaður vertu ég ætlaði að vera hættur þessu
fyrir lifandi löngu en það hefur nú alltaf verið í
maganum á mér að gefa út tólf laga plötu svo að þeg-
ar Pálmi í Tónaútgáfunni impraði á því við mig að ég
syngi inn á þessa plötu þá hreinlega stóðst ég ekki
mátið en þú mátt hafa það eftir mér að þetta verður
mín fyrsta og síðasta tólf
endanlega hættur."
I»að er Óöinn Valdimarsson,
sem kunnur var hér fyrr á árum
fyrir söng sinn,sem hefur oröiö,en
hann er nú kominn heim frá út-
löndum þar sem hann var I
siglingum frá þvi aö hann hvarf
liéðan af landi brott áriö 1965.
Blaðamaöur Nútimans náöi tali
af Óðni fyrir skömmu og fer
viötaliö hérá eftir.en fyrir þá sem
ekki kannast við Óöin Valdimars-
son er rétt að geta þess að aö hann
var ein skærasta popp stjarnan
hérlendis og þótt vlðar væri leitaö
á árunum frá 1956-1964, og á ferli
sinum hefur hann sungið lög eins
og „Utlaginn,”, „Ég er kominn
heim” og „Einsi kaldi úr Eyjun-
um”, sem ódauöleg eru á landi
voru.
Talið berst fyrst að þvi hvenær
Óöinn byrjaöi i „bransanum”.
— Þaö hefur verið ’53-’54, en þá
varégi Atlantic kvartettnum sem
lék i Alþýöuhúsinu á Akureyri og
má segja aðþaðhafi veriö I fyrsta
skipti sem ég kom nálægt þessu af
einhverri alvöru. Sfðan kom
fyrsta platan út 1956 og fram til
ársins 1959 söng ég meö Atlantic
en þá söölaöi ég um og fór i KK
sextettinn. Ég var nú ekki lengi i
KK þvf aö stuttu síöar hóf ég aö
syngja með hljómsveit Karls
Lilliendahls i Lidó sem nú heitir
Tónabær.
Nú fórst þú aftur norður stuttu
siðar með hverjum söngst þú þá?
— Já það var skömmu eftir 1960
að ég fór aftur norður til Akureyr-
ar og þá meö mina eigin hljóm-
sveit og spiluðum við i Alþýöu-
húsinu allt þar til „Sjallinn”
opnaði en þá gekk ég til liös viö
Ingimar Eydal og sáurn viö
Helena Eyjólfsdóttir um sönginn.
A þessum árum má segja aö ég
hafi orðiö sifellt leiðari meö
hverjum deginum sem leið á
þessu starfi en siðast söng ég svo
hérlendis á Hótel Borg 1964, en
hélt aö þvi búnu utan til Noregs
1965, hundleiöur á öllu þvi um-
stangi sem fyigdi þessari spila-
mennsku og fyrir utan þaö aö ég
söng I átta mánuöi á norska
skemmtiferðaskipinu Oslofjord
hef ég ekki rekiö upp bofs þar til
nú, ekki einu sinni i baði.
Haföir þú einhverjar fyrir-
ætlanir um aö reyna fyrir þér sem
skemmtikraftur erlendis þegar
þú hélzt utan?
— Ég skal segja þér þaö aö þaö
hvarfiaöi ekki einu sinni aö mér.
Ég var eins og áöur segir oröinn
hundleiður á þessu lifi og min
eina hugsun var aö reyna aö
skemmta mér nú einu simii eins
og maöur i staö þess aö vera allt-
af að skemmta öðrum. Þetta var
sem sagt það sem ráðgert var en
eftir mánaöardvöl i Noregi var
buddan orðin anzi létt svo að ég sá
aö ég varö eitthvað til bragðs að
taka ef ég átti ekki hreinlega aö
svelta. Það má segja aö það hafi
oröiö mér til bjargar aö ég hitti
norskan þjón sem unniö haföi á
Borginni enhann kynntimig fyrir
brytanum á Oslofjord og á ein-
hvern furöulegan hátt æxlaöist
þaö svo aö ég var ráöinn I starfið.
A Oslofjord liföi ég eins og blóm i
eggi. Ég söng meö tveim hljóm-
laga plata því að nú er ég
sveitum i þetta rúinan klukku-
tima á kvöldi en þess á milli lá ég
i sólbaöi eöa lét mér liða vel á ein-
hvern annan máta. Og „rútan”
var ekki amaleg, Osio — Dan-
mörk — New York — Casablanca
og fleirihafnir i Karabiska hafinu
og siöan aftur til Noregs. Þetta
var sældarlif i þessa átta mánuöi
sem ég var á skipinu. Eftir aö ég
hætti á Oslofjord má segja aö ég
hafi staðið í sömu sporum og þeg-
ar ég fór að heiman nema að ég
haföi náö valdi á norskunni sem
hafði vitaskuld mikiö aö segja.
Þaö varö svo úr aö ég réðist sem
kokkur á norskt oliuskip, Poly
Star, en á Poly Star og systurskipi
þess Poly Queen varégi fimm ár
og vitaskuld byrjaöi ég sem sá al-
neösti þvi aö segja má aö ég heföi
aldrei migið i saltan sjó áöur en
ég réði mig á oliuskipin þó aö ég
hafi verið aö gutla þetta sem
skemmtikraftur á skemmtiferöa-
skipi. Þessiár sem ég var á sjón-
um eru mér ógleymanlegur timi
og ég held hreinlega aö ég hafi
komiö til allra landa heims sem
að s jó liggja á þessum árum ef ég
undanskil Grænland.
Þú hefur ekkert veriö aö syngja
á þessum árum?
— Nei það veit guð og það er
eins gott að ég segi þér frá þvi að
ein aöalástæðan fyrir þvi aö ég
fór frá tslandi á sinum tima var
sú aö ég var búinn aö fá ofnæmi
fyrir þvi aö heyra í mér i út-
varpinu á hverjum einasta degi
og ég var lengi aö manna mig upp
i aö þora aö koma heim aftur en
nú tel ég vist að búið sé aö spila
gömlu plöturnar minar I gegn og
þvi eigi ég ekki eins mikið á hættu
og ella — segir óöiim kiminn. Nei,
ef ég á aö tala i alvöru þá kom ég
ekkert nálægt músik á þessum
árum og þaö er ekki fyrr en nú aö
ég féll i þessa freistni.
Svo við vikjum nú aftur aö nýju
plötunni þinni, „Blátt oni blátt”,
hvernig lög eru á henni?
— Það má segja að lögin á plöt-
unni séu eins konar þverskuröur
af þeim lögum sem voru vinsæl á
árunum frá 1956-1964, það er að
segja frá þeim árum er ég var og
hét eitthvað i þessum bransa.
Annars verð ég nú aö viöur-
kenna það að þrátt fyrir aðég hafi
ekki verið neitt spenntur fyrir
þessu fyrst þá hafði ég virkilega
gaman af aö vinna aö þessari
plötu. Þetta er sérstök upplifun
eftir öll þessi ár. Þá veröur og
gaman að sjá hverjar viðtökur
platan fær og þá einkum hjá þeim
sem sóttu böllin sem ég söng á og
keyptu plöturnar minar þvi að
það fólk er það eina seni getur
lagt rétt mat á það.hvort hljóöin i
inér hafa breytzt eitthvaö og þá á
hvern hátt.
Ég vil einnig taka þaö fram, aö
ég er öllum þeim sem gerðu þess-
ari tólf laga plötu minni kleift aö
komast út úr maganum á mér
ákaflega þakklátur, þvi aö þú get-
ur rétt imyndað þér að það cr ekki
rétt þægilegt þegar meögöngu-
timinn er orðinn svona langur. Og
þegar á heildina er litið þá er ég
injög ánægöur meðþað sem hefur
Valdimarsson
Óöinn Valdimarsson
orðið úr þessu. Ég vU og nefna
það að ég er sérstaklega
ánægurmeö umslagiö utan um
plötuna sem vinur minn Hall-
grimur Tryggvason hannaöi og
tel aö þar hafi hann unnið mjög
gott starf.
Svo aö viö vikjum nú að fram-
tiðinni hvað er framundan hjá
þér?
— Ja.ég er nú lærður prentari
og kokkur og í haust lýk ég námi i
pipulögnum svo aö ég ætti aö
finna mér eitthvað viö hæfi. Ann-
ars segja gárungarnir að ég sé
farinn aö safna aö mér starfsheit-
unum og einn vina minna sagöi
við mig að ég ætti aö láta skrá
mig i simaskrána sem Ó.
ValdPrentSöngPipKokkur segir
Óöinn og glottir um leiö og hann
kastar kveðju á blm. Nútimans og
segist ekki mega vera aö þessu
lengur nóg sé aö gera viö aö
kynna þjóðinni plötuna og uin leiö
og hann smeygir sér út um dyrn-
ar segir hann: „Ég vona svo aö
þú hafir gaman af plötunni eöa
getir a.m.k. hlegið aö henni.”
—ESE
Blátt Oní blátt -
Óðinn Valdimarsson
Tónaútgáfan - T 18
Undirleikur: Árni Friðriksson (trommur) Brynleifur
Hallsson (gítar) Finnur Eydal (klarinett, bassaklari-
nett, baritonsax) Gunnar Ringsted (gitar) Ingimar
Eydal (píanó, raf magnspíanó, klarinett, ELKA
rhapsody) Sævar Benediktsson (bassi) Þorleifur Jó-
hannesson (tamborina). Raddir: Brynleifur Hallsson,
Erla Stefánsdóttir, Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdótt-
ir, Ingimar Eydal, Óli Ólafsson, Sævar Benediktsson.
Pressun: Soundtek INC. Hönnun og Ijósmynd: Hall-
grímur Tryggvason. Prentun: Valprent.