Tíminn - 28.05.1978, Qupperneq 23

Tíminn - 28.05.1978, Qupperneq 23
Sunnudagur 28. mai 1978. l'llí'lH '!'l 1 23 H1 j ómplötudómar Jethro Tull - Heavy Horses Chrysalis - CHR 1175 /Fálkinn Fyrir rúmu ári þegar hljóm- platan „Songs from the wood” með Jethro Tull kom út, hristu margir Tull aðdáendur höfuðið fullir vandlætingar, þvi að eins og mörgum öðrum fundust þeim breytingarnar frá fyrri plötum full miklar. Og ekki er vist að þeir hinir sömu sem tigna gömlu Tull plöturnar sætti sig við nýjasta framlag Ian Ander- son og félaga, „Heavey Hors- es”, sem kom út fyrir skömmu. En þó að margir séu ekki hrifnir . af Jethro Tull i dag, verður undirritaður að lýsa sig annarr- ar skoðunar, þvi að minu mati þá standa ofangreindar plötur hinum fyrri jafnfætis, ef ekki framar. Það er erfitt að lýsa I orðum áhrifum þeim sem „Songs from the wood” og „Heavy Horses” hafa á mann. Það er einhver kynngimagnað- ur kraftur sem dylst I lögum og textum.sem gerir það að verk- um að maður sér það sem lögin fjalla um ljóslifandi fyrir sér. En hvaðum þaðá Heavy Horses syngur Anderson m.a. um þarf- asta þjóninn en platan er til- einkuð öllum brezkum hestum stórum og smáum sem með vinnu sinni frá aldaöðli hafa áskilið sér að kallast „Heavy Horses”. Trúlega lýsa eftirfar- andi llnur úr titillagi plötunnar þvi seiðmagnaða andrúmslofti sem á henni rfkir betur en flest ★ ★★★★ + orð: Heavy Horses move the land under me/ Behind the plough gliding — slipping and sliding free/ Now you are down to the few and there’s no work to do/ The tractor’s on its way .... And one day when the oil Barons have all dripped dry/ and the nights are seen to draw colder/ They’U beg for your strength, your gentie power ... — ESE The Band - The last waltz W.B. - 3WS 3146 /Fálkinn „Siðasti valsinn” byrjar og endar á kiassik. Þrjár skifur I einu albúmi og þú hefur sjaldan hlustað á álika fágaða og þrosk- aða rokktónlist. Ein skifa af þremur hreinlega stórkostleg. Hinar tvær hafa að bjóða m.a. The Band ásamt Joni Mitchell, Paul Butterfield, Muddy Wat- ers, Neil Diamond, Ronnie Hawkins, Neil Young, Dr. John, Van Morrison og Eric Clapton. Og The Band er I virkilegu stuði þó hinum takist misjafnlega. Á þriðju og beztu skifunni koma svo fram Bob Dylan, Ringo Starr, Emmyiou Harris og The Staples ásamt The Band. The last Waltz” er að 5/6 hluta lifupptaka frá lokahljóm- leikum hljómsveitarinnar „The Band” sem i rúman áratug hef- ur staðið i sviðsljósinu og lagt rokkinu tii ýmislegt það bezta I fórum þess. Þessir lokahljóm- leikar The Band voru kvik- myndaðir vel að merkja, og ber myndin hið sama nafn og al- búmið: „The las Waltz”. Eins og fyrr segir er þetta al- búm þrefalt og sýna tvær platn- anna a.m.k. glögglega fram á aðThe Band á margt merkilegt I pokahorninu auk þess að vera óumdeilanlega éinhver hin al- bezta undirle ikshljómsveit sem um getur. A þriðju skifunni-ara þeir á kostum ásamt Bob Dylan og seinni hlið þessarar skifu geymir „stúdióhljóðritun” á ★ ★ ★ ★ ★ splúnkunýju tónverki eftir Robbie Robertson: „The last waltz suite”. Þetta verk er i alla staði frábært og flutningurinn einnig. „Siðasti valsinn” er kjörið al- búm tQ að kynnast hljómsveit- inni The Band og margumrædd 3. skifa ber einnig upp útgáfu þess eins og sér. Til að létta undir er rúmur tugur heims- frægra listamanna. Óneitanlega tignarlegur siðasti valsinn. KEJ Nemendur Húsmæðraskólans á Blönduósi veturinn 1947-48 Nemendamót verður haldið i Reykjavik 10. júni, ef næg þátttaka fæst. Hafið samband helzt fyrir 4. júni við önnu Árnadóttur simi 95-4159 eða Guðrúnu Hafsteinsdóttur simi 91-66187 Tæknifræðingur - Verkfræðingur Hafrannsóknarstofnin óskar að ráða veik- straumstæknifræðing eða verkfræðing nú þegar. Umsóknir sendist tæknideild Hafrann- sóknarstofnunarinnar, Skúlagötu 4. Hafrannsóknarstofnun rikisins. Iðnskólinn í Reykjavík Móttaka umsókna um skóiavist í eftirtald- ar deildir fer fram i skóianum, dagana 31. mai til 6. júni, kl. 9.00-16.00. öllum umsóknum skal fylgja ljósrit eða staðfest afrit af prófskirteini. Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglum Menntamálaráðuneytisins um nám i framhaldsskólum. Upplýsingar verða veittar af starfsmönn- um skólans við móttöku umsókna. 1. Samningsbundnir iðnnemar: Nemendur hafi með sér staðfestan námssamning ásamt ljósriti af próf- gögnum. 2. Verknámsskóii iðnaðarins: a. Bókagerðardeild: Offsetiðnir, prent- iðnir og bókband. b. Fataiðndeild: Kjólasaumur og klæðskurður. c. Hársnyrtideild: Æárgreiðsla og hárskurður. d. Málmiðnadeild: Bifreiðasmiði, bifvélavirkjun, blikksmiði, ketil og plötusmiði, pipulagningar, rennismiði og vélvirkjun. e. Rafiðnadeild: Rafvirkjun, rafvéla- virkjun, útvarpsvirkjun og skriftvéla- virkjun. f. Tréiðnadeild: Húsasmiði, húsgagna- smiði, húsgagnabólstrun, myndskurður, skipa og bátasmiði. 3. Framhaldsdeildir verknámsskóla iðnaðarins. a. Bifvélavirkjun. b. Húsgagnasmiði c. Rafvirkjun og rafvélavirkjun. d. Útvarpsvirkjun. e. Vélvirkjun og rennismiði. f. Húsasmiði (með fyrirvara um leyfi fræðsluyfirvalda) g. Blikksmiði (með fyrirvara um leyfi fræðsluyfirvalda) 4. 1. áfangi: Nám fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði um inngöngu i 2. áfanga eða verknámsskóla iðnaðarins. Innritun fer fram i Vörðuskóla. 5. Tækniteiknun. Væntanlegir nemendur 2. bekkjar sæki einnig um skólavist. Skólastjóri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.