Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. júni 1978 7 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Jón Sigurðsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Sími 86300. Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð ilausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. Þagað um meginmálin í meira en tuttugu skipti á undan förnum árum hefur rikisvaldið séð sig knúið til þess að gripa inn i gerða kjarasamninga til þess að bregðast við vanda i efnahagsmálum. Allar rikisstjórnir, hverju nafni sem nefnzt hafa, hafa átt hlut að máli. Og i öll skiptin hefur ástæðan verið skyndilegar óhagstæðar hagsveiflur, sem kjarasamningar gerðu ekki ráð fyrir. Að þessu leyti getur enginn haldið þvi fram að núverandi rikisstjórn hafi brugðizt óeðlilega við þeim vanda sem upp var kominn i efnahagsmálum nú i vetur. Aldrei hafa viðbrögð launþegaforystunnar þó verið harðari og svæsnari en einmitt nú. Aldrei hefur óhjákvæmilegum aðgerðum verið svarað með öðrum eins óbótaskömmum sem nú. Og menn spyrja sig hvað þessum ósköpum valdi. Við sambærilegar efnahagsaðgerðir áður, hefur eitt verið látið yfir flesta ganga og ekki verið tekið sérstakt tillit til þeirra sem minnst mega sin i þjóðfélaginu. Við efnahagsaðgerðir núverandi rikisstjórnar hefur sérstök áherzla verið á það lögð, að þær snertu sem allra minnst kjör hinna lægst launuðu. Samhliða aðgerðum voru einnig hækkanir trygg- ingabóta og niðurgreiðslna. Þannig var aðgerðun- um ætlað að geta orðið liður i launajöfnunarstefnu. Skyldi það vera þessi sérstaða aðgerðanna sem ræður öllu irafárinu i mótmælunum? Getur það verið,að launþegaforingjar úr hópi meðal- og há- tekjumanna ráði alveg ferðinni þótt öðrum sé att á vaðið? ' Ef svo er, þá er það þvi miður merki þess að lág- launafólkið er enn þá út undan i verkalýðs- hreyfingunni. Þvi hefur jafnan verið att út i verk- föllin sem aðrir hafa siðan haft mestan hag af, eins og þvi miður varð siðastliðið sumar. Efnahagsaðgerðunum var ætlað að geta orðið liður i launajöfnun i þjóðfélaginu og það hefur tekizt. En megintilefni þeirra var þó hitt að vernda fullt atvinnuöryggi i byggðarlögum landsins. Stjórnarandstæðingar tala ekkert um það, að fullt atvinnuöryggi hefur haldizt þrátt fyrir efna- hagslega örðugleika. Þeir ætla að reyna að komast upp með það i kosningaham sinum að þegja um landhelgismálið, atvinnuöryggið, launajöfnunina og um ástæðurnar fyrir þvi að undan hefur hallað i baráttunni gegn verðbólgunni siðan meðal- og há- tekjumenn tryggðu sér drjúgan hlut i kjara- samningum á siðasta ári. Og þeir þykjast meira að segja geta boðið fólki upp á það,að segja ekki orð um það, hvernig nú væri ástatt i landinu ef rikisstjórnin hefði ekki gripið i taumana i vetur. Og slik er óskammfeilnin að þeir reyna að afflytja bráðabirgðalögin, sem sett voru fyrir nokkru,en þau sýna að rikisstjórnin notaði fyrsta tækifærið til þess að draga úr áhrif- um nauðsynlegra aðgerða á hagsmuni láglauna- fólksins. Sannleikurinn er sá að úrræði stjórnarand- stæðinga eru pólitiskar rjómabollur útbúnar af ábyrgðarleysi. Þögn þeirra um meginmálin ber vondri samvizku vitni enda eru þeir meira að segja komnir i hár saman i upphafi kosningabar- áttunnar. JS ERLENT YFIRLIT Rosalynn hefur mikil áhrif á mann sinn Hún situr á ráðherrafundum með honum Rosalynn Carter ÞAÐ ER nú almennt álit fréttamanna i Washington, aö frú Rosalynn Carter sé áhrifa- mesta forsetafrú, sem verið hefur i Hvita húsinu slðan á dögum Eleanor Roosevelt, og sennilega ha£i hún enn meiri áhrif á mann sinn en Eleanor nokkurn tima hafði. Sem dæmi um þetta er það nefnt, að Rosalynn situr á ráðherra- fundum, sem maður hennar heldur, og hún situr á öll- um fundum, sem hann heldur með helztu starfsmönnum sín- um I Hvita húsinu. A þessum fundum skrifar hún niður allt það, sem henni finnst áhuga- vert og ræðir það siðar við mann sinn.Fullyrt er, að Cart- er taki mikið tillit til álits konu sinnar. Þannig er haft eftir Hamilton Jordan, nánasta samverkamanni og ráðunaut Carters, að hann leiti jafnan stuðnings Rosalynn, þegar hann efist um að Carter sé á réttri braut og reyni að fá hana til að hafa áhrif á mann sinn, Haft er eftir öðrum starfsmönnum Hvita hússins, að Rosalynn sé enn veður- gleggri i stjórnmálum en Carter og hann meti þvi mikils ráð hennar á þvi sviði. Jafnan hefur verið nokkur ágreining- ur um, hvort heppilegt sé að eiginkonur hafi mikil áhrif á valdamenn eins og Carter, en áhrif Rosalynn þykja yfirleitt vera til bóta. Þó er talið, að hún hafi verið mótfallin þvi, að Carter lét Bert Lance hætta, og hafi hún rökstutt það með þvi, að hann hefði rækt starf sitt vel og fengið góða dóma fýrir það, hvernig hon- um fórst það úr hendi. Astæðan til áróðursins gegn honum hafi eingöngu verið sú, að andstæöingarnir voru að reyna aðkoma höggi á Carter. Það hafi þvi verið ósanngjarnt, að Lance var gerður að eins konar fórnarlambi. Lance hafði áður verið góður vinur þeirra Cartershjóna, og þau metið hann mikils. SAGAN segir, að Rosalynn hafi fyrst farið að hafa veruleg áhrif á Carter eftir að hann hætti störfum í sjóhernum og flutti aftur til Plains. Astæðan til þessarar breytingar á hög- um hans var sú, að faðir hans dó og móðir hans krafðist þess, að hann tæki við búinu. Sagt er, að grunnt hafi verið á þvl góða milli þeirra tengda- mæögnanna, þvi móðir Cart- ers hafi ekkert verið hrifin af þvi á sinum tima, er Carter gif tist Rosalynn. Hún var dótt- ir fátækrar saumakonu og hafði þá ekki sýnt hvað i henni bjó.Eftiraöþaufluttuaftur til Plains og Carter lét sér ekki nægja hnetubúskapinn einan, heldur hóf einnig verzlun með < þær, reyndist Rosalynn hans hægrihönd. Húnsá ifyrstu um allt bókhald og var helzti ráðunautur Carters um flest, sem snerti reksturinn. Jafn- framt ól hún upp þrjá syni þeirra, en dóttir þeirra, Amy, sem nú er 10 ára, fæddist lang- siðust þeirra systkina. Carter fann á þessum tima, að hann gat treyst ráðum Rosalynn, og þó mun hann hafa fundið þetta enn betur eftir að hann hóf þátttöku i stjórnmálum. Hún reyndist honum þá oft ráðholl og glögg. 1 hinni löngu kosn- ingabaráttu hans, þegar hann stefndi að þvi að verða forseti, stóð Rosalynn ekki aðeins viö hlið hans, heldur mætti viða i samkvæmum og á fundum ein sins liðs og talaöi máli manns sins. Þetta þótti henni takast vel. Sú þjálfun, sem hún hafði þannig öðlazt, kom henni að góðu haldi, þegar hún fór I tólf daga opinbert feröalag til Suður-Ameriku á siðastl. vori ogheimsótti ýmsa helztu þjóð- arleiðtoga þar. Samfylgdar- menn hennar létu m jög af þvi, hversu vel hún hefði staðið sig i viðræðum við þá, og af fram- komu hennar yfirleitt. Eftir heimkomuna gaf hún utan- rikismálanefnd öldungadeild- arinnar munnlega skýrslu um för sina og svaraði fyrirspurn- um, og þótti hún leysa hvort tveggja vel af hendi. SAGT ER, að Rosalynn vilji einkum láta tvö mál taka til sin, en það eru málefni van- gefinna barna og aldraðra. Meðan hún gegnir stöðu for- setafrúar i Hvita húsinu, getur hún hins vegar ekki tekið opin- beran þátt i nefndum, sem vinna að þessum málum, né starfað við opinberar stofnan- ir. Hún verður þvi að vinna að þessum málum aðallega að tjaldabaki. Rosalynn gerir sjálf litið úr þeim áhrifum, sem húnhafi á mann sinn. Hún leggi helzt áherzlu á, að fylgjast svo vel með málum, að hún geti rætt um þau við hann, en þau beri oft á góma, þegar þau séu ein saman. Hún segist lika gera sér grein fyrir þvi, að það séu viss mál, sem séu þess eölis, að maður hennar vilji ekki ræðavið hana, og hún forðast þviaðminnast áþau við hann. Þ.Þ. v- / Cartershjónin I Hvita húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.