Tíminn - 07.06.1978, Page 12

Tíminn - 07.06.1978, Page 12
12 Miðvikudagur 7. júni 1978 HUGSANIR LENÍNS Lenin i Smolnyi stofnuninni, eftir Brodský. Smolnyi var kvennaskóli fyrir byltinguna, en varð höfuðstöðvar Petrograd-boisevikkanna árið 1917. Sinfóniuhljómsveitin hélt 16. og siðustu tónleika vetrarins i Háskólabiói 16. mai s.l. Karsten Andersen stjórnaði, en Emil Gilels lék einleik. Tvö verk voru á efnisskránni, 12. sinfónia Sjostakóvitsj — „Arið 1917”, og pianókonsert Griegs i a-moll óp. 16. Sjostakóvitsj helgaði 12. sinfóniuna minningu Lenins. hún var frumflutt viö opnun 22. flokksþingsins árið 1961, og kaflarnir fjórir heita nöfnum sem minna á atburði i upphafi byltingarinnar: „Uppreisn i Petrograd” „Razliv”, þar sem Lenln leyndist, og er kaflinn sagður lýsa hugsunum hans i fylgsninu, „Aurora”, nafn herskipsins sem skotið var úr á Vetrarhöllina, og „Dögun mannkyns”, eins og segir i Völuspá eftir Ragnarök: Munu tónlist ósánir/akrar vaxa,/böls mun alls batna,/Baldur mun koma. Mér þykir þetta skemmtileg sinfónia, og gott að loks skyldi eitthvert gagn verða að hugsun- um Lenins þótt sá kafli sé raun- ar hinn daufasti. Margir þeir, sem fylgzt hafa með svokölluð- um „fræöilegum umræðum” i Þjóöviljanum undanfarin miss- eri eru áhyggjufullir út af þvi, að „vinstri hugsun” sé kannski beinlfnis óholl — ég hef heyrt þvi fleygt, aö jafnframt þvi sem hvörf i heilanum valdi hugsun, geti hugsunin haft áhrif á heil- ann.skv. öðrulögmáliNewtons. Og ýmis þau deilumál, sem ofarlega hafa verið á baugi meöal fræðimanna — t.d. tippamarxismi og eignarfalls- sýki- benda til þess að einhverj- ar breytingar hafi orðið, sambærilegar t.d. við þá mýk- ingu sem verður á eistum karl- manna vegna eituráhrifa of- drykkju. Nú er spurningin hvort breytingarnarséu genetlskar og erfist — úr þvi mun framtiöin skera. Furðuleg þótti mér sú ráðstöf- un að fá einn mesta pianista veraldar til að spila Grieg-konsertinn, jafnvel þótt Karsten Andersen sé norskur. En hvað skeði! Emil Gilels lék hann þannig að hann var nær þvi óþekkjanlegur — stórkost- legur og áhrifamikill. Gilels er 62 ára, fæddur I Odessa áriö 1916. Hann kom ekki til Vestur- landa fyrr en árið 1955, en þá vakti hann þegar heimsathygli, og hefur verið með frægustu pianistum siðan. Þegar fréttist af Gilels árið 1955 oghonum var tekið með kostum og kynjum, sagði hann: Biðið þangað til Richter kemur — ég er bara fyrirrennarinn. EnGilels er allt ööru visi pianisti en Richter, stöðugur sem klettur og Ihugull, og ekki fæ ég séð hvernig hægt væri að spila þennan konsert betur en hann gerði. Eins og mestu einleikara er vandi innblés hann Sinfóniuhljóm- sveitina, sem fór á kostum i báðum verkunum. Mér finnst i svipinn þrir einleikarar hafa borið af hér, með tónlist sinni og persónu: Gilels, Carmirelli og McCaw. Að vertlðarlokum sakar ekki að geta þess, að prófarkalestur á tónleikaskránni hefur verið neðan við allar hellur i vetur — einungis Morgunblaðið er verr prófarkalesið alls þess sem hér er gefið út mér vitanlega. Þetta verða forráðamenn hennar að leiðrétta næsta vetur. Og talandi um næsta vetur, ber hæst hjá hljómsveitinni merka áætlun að flytja allar sinfóniur og konserta Beet- hovens, og almennt séð virðist næsti vetur ætla aö verða merkisár I sögu hljómsveitar- innar. 4.6. Sigurður Stcinþórsson 10 milljón kr. Rall-Skódi fluttur til landsins GEK — Ahugiá bilaiþróttum fer siðustu viku kom til landsins mjög vaxandi hér á landi. í sérsmiðaður Rall-Skódi, en slik- Skóda 130 RS, sams konar bíll og sá sem kominn er tii landsins. Skódinn varð nr 2 I RAC-Rallinu i Englandi en sú keppni er meö þekktustu rall-keppnum I heimi. ir bllar hafa getið sér gott orð I rall-keppnum erlendis. Bíllinn sem hingað kom, er af gerðinni Skóda 130 RS 1978, en hann kostar á götuna kominn um 10 milljónir króna. Billinn er knúinn 120 hestafla vél sem ætti að duga til að koma honum á góöa ferð, þvl hann er aðeins 753 kg. að þyngd. í þvi skyni aö gera bilinn sem léttastan hafa verksmiðjurnar gripið til þess ráös að hafa yfir- bygginguna eingöngu úr áli og flber-gleri. Eigandi Rall-Skódans er Sverrir Ólafsson, en hann hefur áður ekiö Ford Escort I þeim Keppnum sem naldnar hafa ver- iðtilþessa. Næsta Rall keppni verður haldin á Húsavik 8. júli næst komandi, og verða eknir um 400 km i þeirri keppni. Siðan er ætl- unin að 2ja sólarhringa Rall yerði i ágúst n.k. og er undir- búningur þegar hafinn. Myndasögupólitík Nú er Visir búinn að losa sig við sfðasta bilinn og menn velta vöngum yfir hverju umboðs- kóngarnir, eigendur Visis að segja.finna upp á næst. Þetta er annars búinn að vera einstæöur vetur i blaðamennsk- unni. Siðdegisblööin frægu sem státað geta af rannsóknarblaða- mennsku og að þvi er aðstand- endunum sjálfum finnst, fyrir- myndar fréttamennsku hafa varib hverri forsiðunni af ann- arri til litmyndauppsláttar af söluvarningi sinum, þ.e.a.s. bil- um og hnattreisum i stað frétta. Fréttamennskan á siðdegis- blöðunum er annars ekkert til að hrópa húrra fyrir og helzt fólgin i uppsiætti. Dagblaðið getur hins vegar státaö af þvf að fá utanaðkomandi menn til að fylla blaöið fyrir lítib og bæði blöðin eru tiltölulega opin les- endum sinum með ýmiskonar smávægilegt kvabb og rell. Um það er ekki nema gott að segja. Þá verður Dagblaðinu og VIsi fundið það til hróss að fara vel með pólitik og leyna henni með ágætum I fréttum, skoðana- könnunum og þegar bezt lætur i myndasögum. Við á Timanum ættum aö taka til ærlegrar at- hugunar að fela Dreka og Hvell- Geira pólitisku skrifin. KEJ þetta {/vSKRIPT tVISIS! Klukkan álján i a#r var Simcan þriftfi blll- inn f á*kr*(«nda®etráún Vlsii. dreaid út, og kóm upp úr *!kv*ð»ka<Mnuro wéill Pál* H. KolbBÍft**onar. Mj|fei>Í|i|||||||A| ... ________JHNR... Oljútrasoll 10* Reykfavik, Þcgár hlnum hoppno *ákrt(- attda hafðl veríé filkymtf vm úrslifin kváö*t hann koma aA vftrmu sporl 09 vitia vfnn- Síá boksiðú. inflíins. Oe*t*4Mttr, «t»rltu*Sur VUI.,<lrf|«r b(t •Pf ttUl r»l« II. K«tkr(K<*wi«r U*kk»* t* f*wr. «6 \i?i,i<Ht<tu:i, luUtru* U<r«.H*|n» L4lv» Kinll K»»krr iltnj.i l.v,I,«| ImMkvrmáittjtram VtksN U. tit* Hfkmil StA<mt««|»( «C S«Kttlfc*«. VKW«i)«4: J»«* Páll H. Kottteintson eestur tmdir stýri á SimevnnL t«m hann etgnaðlkt t p«rkvðWI. SIMCAH FÓR í BREIDHQLT Fimmdálkur af forsIBu Vfsis á föstudaginn. 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.