Tíminn - 10.06.1978, Side 10

Tíminn - 10.06.1978, Side 10
10 Laugardagur 10. júnl 1978 as&iBss Sfcpfc: tónlist -Dúóið A siðari tónleikum sinum i Nor- ræna húsinu lék Grieg-Dúóið (frá Noregi) Sónötu iB-dúr fyrir fiðlu og pianó, K.378, eftir Mózart (1756-1791), Sónötu nr. 2 i e-moll eftir Ferruccio Busoni (1866-1924), og Fantasiu i C-dúr op. 159 eftir Franz Schubert (1797-1828). Ég tel það jafnan til marks um vel spilaðan Mózart ef mér finnst hann skemmtilegur, og þeim félögum, Ole Böhn (fiðla) og Einari Steen-Nöckleberg (pianó) fórst B-dúr sónatan prýðilega úr hendi. Picinóleikur- inn var rétt eins og Mózart á aö vera, tær, léttur og geislandi, og prýðilegt jafnvægi rikti milli hljóöfæranna. Ole Böhn spilar á Guadagnini-fiðlu frá 1766 — boginn bitur honum m jög vel, en hlutinn byggöur umlitið sálma- lag eftir Bach. Sónatan tók u.þ.b. 30 minútur i flutningi —- ég hefði ráðlagt Busoni að stytta hana um svo sem 5 minútur, sem e.t.v. segir það um leik þeirra félaga, að þeim hafi ekki tekizt að glæða hana nægilegu lifi. 1 Schubert-fantasiunni hefði þurft að opna hlemminn á pianóinu betur, þvi fiölan vildi bera það ofurliði. Fantasian (óp. 159) er siðust i röð fiðludú- etta skáldsins, og þykir bera af allri kammermúsik hans, enda er hún talin mjög erfiö I flutn- ingi. Flutningur frænda vorra var fjarri þvi að vera hnökra- laus, en jafnframt var margt fagurlega gert, enda fögnuðu áheyrendur og fengu hæga kafl- ann úr d-moll sónötu Brahms að auki. Þeir Böhn og Steen-Nöckle- berg eru ungir menn meö fram- tiðina fyrir sér, fæddir 1944' og ’45. Eins og áður sagði fannst mér Mózart-sónatan takast bezt hjá þeim, einkum pianistanum, — og Mózart geta aöeins börn og snillingar leikið (sagði spakur maöur) — þaö er trúa min að þessum ungu mönnum eigi enn eftir aðfara fram þótt góðir séu. 7.6. Sigurður Steinþórsson Grieg-Dúóið, Ole Böhn, fiöla og Einar Steen-Nöckleberg, pianó hannhefur ekki bogatækni á við Rostrópóvits, sem við heyrðum i gærkvöld, sem kemur fram i hnökróttum tóni i staccató og pianissimó-köflum. En i heild var þetta ánægjulegur leikur. Hinar tvær fiðiusónötur Busonis eru taldar meöal hans beztu verka. Hér kennir margra grasa, og heildarþráöur tor- fundinn — þetta eru aðskiljan- legar variasjónir.og allur siðari ir Niels Gade, Hartmann, Horneman, Kuhlau og fleiri. Strokkvartett Kaupmanna- hafnarleikur prýöilega, einkum 1. fiðla og knéfiölan, þótt hin hljóðfærin (og þá einkum lág- fiðlan) fengju „stór augnablik” á tónleikunum, eins og síðar greinir. Hins vegar fannst mér kvartettinn full-þunglamalegur i Mózart — en prýöilegur i Schu- bert. Aðalatriði tónleikanna var að sjálfsögöu frumflutningur á nýjum kvartett eftir Þorkel Sigurbjörnsson (f. 1938), sem saminnvar (að mérskilst) fyrir þetta tækifæri og þennan kvart- ett. Burðarás kvartettsins er danska lagið „Det bor en bager”, sem er danskast allra laga i hugum ts- lendinga — þar segir siðar: „og har du penge/ saa kan du faa”, sem er alveg hárrétt. Strokkvartett Kaupmannahafn- ar tókst prýðilega upp i þessu skemmtilega verki Þorkels, ekki sfzt knéfiðlaranum, sem raunar vildi drekkja báðum millihljóðfærunum með áhuga sinum, sem liklega er fulllangt gengið. Kvartettinn endar með þvi að lágfiðlarinn bankar i hljóðfæri sitt með boganum, fiðlararnir leggja frá sér fiðl- urnar og taka að klappa i takt við bankiö, og áheyrendur taka undir. Við það að verða þannig maður augnabliksins ljómar andlit lágfiðlarans af gleöi, þvi lágfiðlarar fá alltof fá tækifæri i heimi hér til aö blómstra. Þetta voru ágætir tónleikar og enduöu meðaukalagi, Scherzo úr D-dúr kvartett Nielsar Gade. 7.6.Sigurður Steinþórsson. Kaupmannahafnar Strokkvartett Strokkvartett Kaup- mannahafnar heldur tvenna tónleika á Listahátið 1978 — hinir fyrri voru haldnir i Norræna húsinu sunnu- daginn 4. júni. Á efnisskránni voru þrir kvartettar, eftir Mózart, i C-dúr K 465, Þorkel Sigurbjörnsson, nr. 2, og Schubert, i a-moll op. 29. Strokkvartett Kaupmanna- hafnar var stofnaöur árið 1957, af fjórum félögum I hljómsveit Konunglega leikhússins i Kaup- mannahöfn. Ef marka má skrána eru þrír núverandi félaga stofnfélagar, allir nema 2. fiðla. Knéfiðlarinn er oss að góöu kunnur, Asger Lund Christiansen kom hér fyrr i vet- ur og spilaði með Þorkatli Sigurbjörnssyni i Norræna hús- inu. tslendingar eiga sinn strokkvartett núna, Reykjavik- ur Ensemble, og fyrir mörgum árum gerði kvartett Björns Ólafssonar garöinn frægan. En samt minnti þetta kúltiveraöa og vel til hafða fólk mig á and- lega og efnalega niðurlægingu Islendinga undir Dönum — Við Strokkvartett Kaupmannahafnar, Tutter Giskov, 1. fiðla.Mogens Durholm, 2. fiöla, Mogens Bruun, lágfiðla, AsgerLund Christiansen, knéfiðla. byrjuöum að syngja og spila á lúðra seint á 19. öld, og fengum visi að hljómsveit upp úr 1925. Danir áttu mörg ágæt tónskáld og hljómsveitir á 19. öld, og þessi kvartett hefur raunar unnið merkisstarf i sinu heimalandi i þvi að endurvekja og leika dönsk verkfrá árunum 1800- 1880, sem kölluö eru Gullöld danskrar tón- listar. Þeir hafa „dregið fram I dagsljósið” ágæta kvartetta eft- Finnskir arkitektar bjóða til ráðstefnu um skipulagsmál Norræn ráðstefna um skipulagsmál verður haldin i Abo i Finnlandi dagana 28.-30. ágúst i sumar. Að ráðstefnunni standa finnska arki- tektafélagið og samtök áhugamanna þar i landi i samvinnu við tilsvar- andi félagasamtök á Norðurlöndum öllum. Viðfangsef nið er „heildar- skipulag og umhverfi” (den översigtliga planeringen och den fysiska miljön) ogveröur um það fjallað bæöi i fyrirlestrum og um- ræðuhópum, auk þess sem komið verður upp sýningu á dæmum um skipulag og framkvæmd þess á Noröurlöndum og farnar kynnisferöir um Abo-svæöiö. í lok ráöstefnunnar gefst þátt- takendum siðan kosturá hópferð- um til nokkurra borga i Finn- landi. Frekari upplýsingar er aö fá á skrifstofu Arkitektafélags tslands, Grensásvegi 11, simi 86555 milli kl. 9,00-12.00 daglega. Dagskrá ráðstefnunnar liggur frammiá sama stað, og tilkynn- ingar um þátttöku skulu hafa borizt þaðan eigi siðar en 20. júni . n.k. Vantar þig umboð eða framleiðslu- rettindi? Lestu þa Iðnaðarblaðið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.