Tíminn - 10.06.1978, Qupperneq 13

Tíminn - 10.06.1978, Qupperneq 13
Laugardagur 10. }únl 1978 13 Gröfumaður óskast til starfa hjá Hveragerðishreppi. Upplýsingar á skrifstofu hreppsins i sima 4150 eða hjá verkstjóra i sima 4337. Hveragerðishreppur. Framkvæmdastjóri Suðurnesja verktakar h.f, óska eftir að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Upplýsingar gefa Jón B. Kristinsson i sima (92)2976 og (92)2193 og Einar Þor- steinsson i sima (92)3400. Skattstofa Reykjavíkur óskar eftir mönnum tii endurskoðunar skattframtala i atvinnurekstrardeild. Bókhaldsþekking nauðsynleg og við- skiptafræðimenntun æskileg. Umsóknir, sem greina aldur menntun og fyrri störf, skal senda til skattstjóra fyrir 20. júni n.k. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK Sveitastörf 15 ára stúlka óskar eftir sumarvinnu sem allra fyrst. Upplýsingar i sima 5-29-36. Starfsfólk óskast Við óskum eftir að ráða eftirtaiið starfs- fólk, sem gæti hafið störf eigi siðar en 1. ágúst n.k. A. Ritara með góða vélritunar og ensku- kunnáttu, einnig meðferð telex. Vinnutimi er eftir hádegi. Meðmæli æskileg. B. Bókara með staðgóða kunnáttu i bók- haldi og almennu reikningshaldi. Hér er um heilsdags starf að ræða. Meðmæli óskast. C. Starf við kaffiveitingar. Vinnutimi er til skiptis ákv. timi fyrir eða eftir há- degi. Nauðsynlegt að umsækjandi búi sem næst Skeifunni. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 16. þ.m. merkt: 00158 ES. WlgjlIJmSÆsSSmm ETiHUTTTTTiiTMgTTTTTHi'T'M^M 3ja herbergja íbúð er til sölu við sundlaug austurbæjar. Rúmgóð og sól- rik, laus nú þegar. Upplýsingar i sima 1-72-32. „Gesta- leikur” vinsæl- astur „Sjón- hending” óvinsælust — Junior Chamber gera könnun á vin- sældum sjón- varpsefnis í Austur- Húnavatnssýslu GEK — Félagsskapurinn Junior Chamber á Blönduósi hefur ný- verið gengizt fyrir könnun meðal ibúa Austur-Húnavatnssýslu. Annars vegar voru kannaðar vinsældir einstakra dagskrárliða sjónvarpsins, en hins vegar spurt um móttökuskilyrði sjónvarps- sendinga i sýslunni. Úrtakið í fyrri könnuninni var valið á þann hátt, að fjórða hverj- um ibúa, skv. ibúaskrá sýslunn- ar, var sendur listi með nöfnum 20sjónvarpsþátta oghann beðinn um að tjá sig um gæði þáttanna og hve oft hann horfði á þá. Þessi könnun fór fram i janúar s.l. og var spurt um þá þætti sem mest bar á í dagskrá sjónvarpsins um það leyti, en nokkrir þeirra hafa nú hætt göngu sinni. Þar eð þátttaka I könnuninni vær dræm, eða um 30%, geta niðurstöður hennar ekki talizt marktækar. Af þeim svörum sem bárust má þó ráða, að fréttir- og fréttatengdir þættir eru það efni sjónvarpsins sem yfirleitt er horft á, en frá þessu virðist þó vera ein undantekning i Austur-Húna- vatnssýslu, sem er þátturinn Sjónhending. A hann horfa ein- göngu 8% þeirra sem þátt tóku i könnuninni. Mestrar hylli naut þátturinn Gestaleikur sem nú hefur hætt göngu sinni, en á hann horfðu 82,3% þeirra sem svöruðu. Um niðurstöðurnar visast að öðru leyti til meðfylgjandi súlu- rits sem félagar i Junior Chamb- er hafa gert um niðurstöðurnar, en það skal þó endurtekið að könnunin er ekkimarktæk vegna þess hve fáir svöruðu. Fjórða hvert heimili nýtur ekki s jónvarpssendinga. Siðari hluti könnunarinnar var framkvæmdur i marz s.l. og náði hann til allra sveitaheimila i sýsl- unni. Sendir voru út 170 spurningalistar, en aðeins bárust 46 svör og er könnunin þvi ekki marktæk. Samkvæmt svörunum náðu 13 heimili af þeim 46 sem svöruöu ekki útsendingu sjónvarpsins'. I stuttri athugasemd, sem félagar i Junior Chamber hafa gert um mðurstöðu könnunarinnar, vekja þeir athygli á, að vitað sé um 29 j heimili til viðbótar þar sem út- sendingar sjónvarpsins nást ekki, ogeru það þá samtals 42 heimili i Austur-Húnavatnssýslu, sem ekki ná margumræddum sendingum. Reiknast þeim Junior Chamber- mönnum til, að það séu 24% sveitaheimila i sýslunni. Hestamanna- félagið Gustur Tekið á móti hestum i hagagöngu i Króki næstu daga. Hafið samband i sima 4-36-10 og 1-01-60. Dregið var i happdrætti Gusts 24. mai. Upp komu þessi númer: 4421 —3418 — 3667 —4463 — 3413 — 3099 — 2571 — 698. Gustur. HEILSUGÆSLUSTÖÐ A HVOLSVELLI Tilboð óskast i að reisa og gera fok- helda heilsugæslustöð á Hvolsvelli. Verkinu skal vera lokið 1. ágúst 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik gegn 20.000.- kr skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. júli 1978 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN Staða YFIRSÁLFRÆÐINGS við Geðdeild Barnaspitala Hringsins er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 11. júli n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deild- arinnar i sima 84611. KLEPPSSPÍTALINN LÆKNARITARIóskast nú þegar á spitalann. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin, ásamt góðri vélrit- unarkunnáttu. Umsóknir berist til læknafulltrúa spitalans, sem veitir nánari upplýsingar i sima 38160. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS. Staða SÉRFRÆÐINGS i liffæra- meinafræði er laus til umsóknar. Staðan er bundin við að sérfræðing- urinn hafi kynnt sér barnameina- fræði sérstaklega. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 11. júli n.k. Reykjavik, 11.6. 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPITALANNA EIRÍKSGÖTU 5; SIMI 29000

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.