Tíminn - 05.07.1978, Page 3

Tíminn - 05.07.1978, Page 3
Mi&vikudagur 5. júli 1978 3 Patreksfjörður: verður vart inri undir land- steina Kás —„Þaö er allt þokkalegt aö frétta héöan frá Patreksfiröi, ef frá eru skildir erfiöleikar frysti- húsanna vegna skorts á veltufé”, sagöi Svavar Jóhannsson, frétta- ritari Tímans á Patreksfiröi, i stuttu viötali i gærdag. ,,Hér hefúr veriö anzi kalt i allt vor, oggróörilitiö fariö fram. Um siöustu helgi var t.d. noröan hvassviöri. Bændur eru orönir nokkuö uggandi meö sprettu, en tún eru ákaflega illa sprottin, og langt i slátt enn sem komiö er. Voriö var afskaplega erfitt til sjósóknar vegna veðurs, en hér var aöallega gert út á trillur. Aftur ámótivaröafli góöur þegar gæftir gáfust, en hér hefur orðiö vart meiri fiskjar á grunnslóöum en mörg undanfarin ár. Hrognkelsaveiöarnar gengu vel, en hana stunduöu bá tar bæöi héöan svo ogfrá Baröaströndinni, og eru þeir enn aö. Veiöi hefur veriö eftir atvikum góö, nema hvaö-vestanáttin hefur veriö þeim Barðstrendingum nokkuö þrálát. Astandið er snöggtum skárra hér hjá okkur, þvi viö erum meira innfjaröar svo ekki stendur eins upp á ströndina. Það má geta þess, aö þorskur hefur fengizt i hrognkelsanet hér skammt undan landi, og nýlega hefur hanneinnig slæözt I dragnót hér utarlega I flðanum, svo þorskgengd viröist vera aö auk- asthér aftur, aö einhverju marki. Enhans hefurekki oröiö vart, svo nærri landi um árabil”, sagöi Svavar Jóhannsson aö lokum. Fáir komust nærrí kosninga úrslitum 1 kosningahandbók Fjölvfss fyrir Alþingiskosningarnar, var aö venju efnt til getraunar um kosningaúrslitin — þingmanna- tölur og atkvæöatölur flokkanna. Eins og vænta mátti tókst fáum aö komast nærri réttum tölum, enda úrslitin á ýmsanhátt óvænt. Þó tókst einum þátttakenda aö komast furöu nærri þvi rétta, svo aö frávikin voru aöeins 2 þing- menn og 6345 atkvæöi. Þessir unnu til verölauna: Kristján Jóhannsson, Melhaga 4, Rvk. Halldór Armannsson, Stórageröi 24, Rvk. Guttormur Sigbarnarson, Leirubakka 16, Rvk. Verölaunanna má vitja til Bókaútgáfunnar Fjölviss, Siöu- múla 6. tslendingar eyöa helmingi meiri tlma I Ibúöaframleiöslu en ailar aörar Noröurlandaþjóöirnar. Norræna stj órnvaldaráöstefnan um húsnæðismál „Mjðg fróðleg ráðstefna” Þeir íslendingar aörir, sem erindi fluttu á ráöstefnunni voru Guömundur Gunnarsson verk- fræöingur, forstööumaöur tæknideildar Húsnæöismála- stofnunarinnar og ræd^i hann um viöhald rekstur og upphitun og Gylfi Guöjónsson umdæmis- arkitekt, en hann vakti athy gli á þvl, sem verið er aö gera hér I byggingum fyrir aldraöa og öryrkja. Miklar umræöur spunnust i kringum þessi mál. Næsta rannsóknarverkefni fyrir Noröurlöndin mun senni- lega veröa hlutfalliö I þróun milli launatekna og húsnæöisút- gjalda i þessum löndum, en starfshópur þar um hefur enn ekki veriö skipaöur. Siguröur var aö þvi spuröur aö lckum, hvaöa sérlslenzkum fyrirbrigöum I húsnæöismálum hinir norrænu gestir heföu helzt tekiö eftir. Hann sagöi þaö hafa veriö skyldusparnaö unga fólks- ins og hitaveiturnar, sem þeir koma nú ekki til meö aö geta fært sér i nyt. segir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjórí Húsnæðismálastofnunar ríkisins FI — Þetta var mjög fróöleg ráöstefna og tókst hiö bezta. Þátttakendur voru 35 — 40 frá fimm Noröurlöndum. Viö islendingar skerum okkur ailtaf talsvert úr á slikri ráöstefnu, þar sem hér á landi er stærra hiutfall eignaribúöa en á hinum Noröurlöndunum og okkar lán yfirleitt lægri prósenta af Ibúöarveröi. Þaö kom fram þarna á ráöstefnunni, sem vitaö var, aö islendingar eyöa heim- ingifleiri vinnustundum I Ibúöa- framleiöslu en aörar Noröurlandaþjóöir, þ.e. eyöa alit of mikiu vinnuafli til þess aö ná sama fjölda ibúöaeininga. Hér er á feröinni stórt mál, sem þarf úrlausnar viö og miöar ráöstefnuhaldiö einmitt I þá átt. A þessa leiö fórust Siguröi E. Guömundssyni, framkvæmda- stjóra Húsnæöismálastofnunar rikisins, orö i samtali viö viö Timann i gær, þegar hann var inntur eftir Norrænu stjórn- valdaráöstefnunni um húsnæöismál, sem haldin var á Höfn i Hornafiröi dagana 27.-29. júní sl. Þessiráöstefna er haldin árlega á Noröurlöndunum til skiptis og er þetta i fjóröa sinn, sem hún er haldin hér á landi og i fyrsta sinn, sem hún er haldin utan Reykjavikur, — hin Noröurlöndin hafa aftur á móti haft þann siö, aö halda ráðstefn- una alltaf utan höfuöborgar viö- komandi lands. Siguröur sagöi, aö fyrst heföu löndin fimm lagt fram árs- skýrslur sinar og greint frá þróun efnahagsmála, húsnæöis- og byggingamála sl. 12-16 mán- uöi. Jafnframt var rætt um horfurnar i'þessum málum á næstunni. Siðan var gerö grein fyrir ibúöa framleiöslun ni og þróunarhneigö hennar frá 1976-1985 á grundvelli mann- fjöldaspár hvers lands um sig og þeirra markmiöa, sem sett höföu veriö. Af hálfu áætlunar- deildar Framkvæmdastofnun- arinnar talaöi Tómas Sveinsson viöskiptafræöingur. Lokaskýrsla landanna fimm var heilmikill kladdi frá starfs- hóp um stuöning hins opinbera viö ibúöarhúsnæöi á Noröurlöndum. Niöurstööur þe?s samanburðar munu veröa teknar fyrir á fundi norrænna húsnæðism álaráöherra I Finnlandi i september. Fjallaö var um leiöir til endurnýjunar eldri hverfa I borgum og bæjum og talaöi þar af hálfu íslendinga Hrafn Hallgrimsson, arkitekt hjá Skipulagi rikisins. Þar inn i fléttaðist umræöa um heilsu- spillandi húsnæöi og kvaö Siguröur Noröurlöndin hafa yfirleitt útvikkaö lög sin þar um. Hér á landi er hvatt til niöurrifs eöa uppbyggingar I sambandi viö heilsuspillandi húsnæöi, en Noröurlöndin byggja nú á fyrirbyggjandi aö- geröum. Sagöist Siguröur sjá ástæöu til aö kynná sér þessi lög nánar og koma þeim á fram- færi. veiðihornið Krístján Benediktsson kosinn form. Fræðsluráðs JG—RVK. — Fyrsti fundur ný- kjörins Fræösluráös Reykjavikur var haldinn siðastliðinn mánu- dag, og var þá fjallaö um alls 37 mál, þar á meöal um ýmsar stöö- ur sem auglýstar hafa verið, en aöalmál fundarins var stjórnar- kosning og var Kristján Bene- diktsson kjörinn formaöur fræösluráös. Varaformaöur ráös- ins er Þðr Vigfússon, en ritari Helga Möller. Aörir i fræösluráöi eru Höröur Bergmann, Ragnar Júliusson, Daviö Oddsson og Elin Pálma- dóttir. Aö sögn Kristjáns Benedikts- sonar var þetta óvenju langur fundur aö þessu sinni, þvi nokkuö haföi safnazt fyrir af málum vegna kosninganna, en sagöi aö störf ráösins heföu gengið vel á þessum fyrsta fundi. I gær var greint frá veiði I Miöá i Dölum, en i dag eru þaö stóru laxveiöiárnar I Dölunum, Haukadalsá og Laxá, sem eru i sviðsljósinu. Haukadalsá Viö höföum Igærsamband viö Benedikt Jónmundsson, hjá Stangaveiöifélagi Akraness, en þaö félag og Stangaveiöi- félag Keflavikur hafaHauka- dalsá á leigu. Benedikt sagöi aö nú væru komnir 135 laxar á land úr Haukadalsá, en fimm stangir eru leyföar i ánni. Sagöi hann að i fyrstu heföi aöallega stærri fiskur, þetta 8—10 pund veiözt, en nú væri tekið aö beraá þvi aö aflinn væri blandaöri. Fremur kalt heföi veriöaöundanförnu eins og i fleiri ám og þvi heföu göngur i ána e.t.v. ekki verið eins mikiar og ella. Annars kvaöst Benedikt veranýkominn úr Flekkudals- á en veiöi þar hófst 1. júli s.l. 24 laxar eru þegar komnir á land eftir tveggja daga veiöi, en þrjár stangir eru leyföar i ánni. Þá hefur Stangaveiði- félag Akraness einnig Anda- kilsá á leigu á svæöinu frá brúnni við Þjóöveginn upp aö virkjun, en fyrir neöan brú eru bændurnir sjálfir með silungs- veiði i net, auk þess sem þeir leigja út silungsveiöileyfi á stöng. Nú eru komnir 24 lax- ar á land úr Andakilsá, en veiði hófstþar25. júni sl.Tvær stangir eru leyföar i ánni. Laxá i Dölum Þaö eru Bandarikjamenn, sem eru meö Laxá i Dölum á leigu og hófst veiöi þar fyrir rúmri viku. Aö sögn Erlu Siguröardóttur i veiöihúsinu við Laxá, þá voru þrir menn viö veiöarnar fyrstu vikuna og fengu þeir frekar litiö, eöa þetta 6—7 laxa á jafnmörgum dögum. Erla kvaö hafa veriö mjög kalt aö undanförnu og m.a. heföisnjóaö niöuri byggö i siðustu viku. Eitthvaö væri þó aö hlýna og væri annaö holl tekiö til viö veiöarnar. Þeir heföu fengiö fjóra laxa fyrir hádegi fyrsta daginn. þannig aö eitthvaö væri veiöin tekin aö glæöast. 400 laxar á land úr Laxá á Ásum Veiöihorniö ræddi I gær viö Kristján Sigfiisson á Húns- stööum og sagöi hann aö nú væru komnir 400 laxar úr ánni. Kristján sagöi að i gær hefðu stærstu laxarnir til þess komiöá land, enþaö voru tvær hrygnur 17 og 20 pund og var þaö Jóhannes Kristjánsson, frá Akureyri, sem þá laxa veiddi. Nokkuð er fariö aö veiöast á flugu i ánni, og fékk Jóhannes a.m.k. annan stóra laxinn á flugu. Byrjar vel i Hofsá Aö sögn Bjargar Einars- dóttur á Burstafelli, þá hófst veiöi i Hofsá 1. júli. Fyrsta daginn komu 23 laxar á land og á mánudagskvöld voru þeir orönir 60 talsins. Laxinn var fremur stór og sá stærsti, sem Pétur Jónsson á Einars- stööumkrækti I var 19,5 pund. Björg sagöi aö þaö væri nóg af laxi I ánni og segja mætti aö veiöin byrjaöi mjög vel i ár. Veiöihorniö getur tekiö undir þessi orö, þvi aö samkvæmt okkar kokkabókum þá veidd- ust aöeins 15 laxar fyrstu tvo dagana I fyrra og enn minna á sama tima áriö áöur. Selá Þaö er sama sagan meö Selá og hina Vopnafjaröarána. Veiöi þar hefur veriö ágæt þessa fyrstu daga, en veiöin hófst 1. júli. Veitt er á þrjár stengur fram til 10. júli, en þá veröur stöngunum fjölgaö I sex. Aö sögn Þorsteins Þor- geirssonar á Núpum, þá eru þegar komnir 50 laxar á land og er stæröin þetta allt upp f 15 pund. Veiöihorniö vill aö lokum minna á aöþaö er vei þegiö ef forráöamenn veiöiáa og -félaga og aðrir áhugamenn, sjá sér fært aö hafa samband viö þáttinn, ef þeim liggur eitthvaö á hjarta. Þá eru veiðisögur velþegnar. Slmar Veiöihornsins eru 86300 og j 86562 eftir kl. 13. á daginn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.