Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. júli 1978 3 Pétur Eggerz verður sendiherra i Bonn I frétt frá utanrikisráðuneyt- inu i gær kemur fram að Pétur Eggerz mun taka við starfi sendiherra islands i Bonn frá 1. okt. 1978 að telja. NielsP. Sigurðsson sem gegnt hefur sendiherrastörfum i Bonn siðan á öndverðu ári 1976 mun flytjast til starfa i utanrikis- ráðuneytinu. Pétur Eggerz er fæddur 30. mai 1913. Hann lauk lögfræði- prófi frá H.l 1939 og hefur gegnt ýmsum störfum siðan i þágu hins opinbera. M.a. var hann forsetaritari 1944 og 1. sendi- ráðsritari i London 1945. Siðan hefur hann unnið ýmisleg störf á vegum utanrikisráðuneytisins, t.d. verið fastafulltrúi i Evrópu- ráðinu með sendiherranafnbót frá 1956 til 1967. Siðustu árin hefur hann gegnt sérstökum störfum i utanrikisþjónustunni, þangaö til hann var skipaður sendiherra nú. Kona Péturs er Ingibjörg Eggerz. Pétur Eggerz Skrifstofustjóri Rannsóknarlögreglunnar: DRÖ SÉR FÉ Aðeins frumrannsókninni lokið MóL—Enneittfjárdráttarmál er nú risið upp, og i annað sinn á tveim árum er um að ræða starfs- mann innan Rannsóknarlögreglu rikisins. Timanum barst i gær fréttatilkynning frá lögreglunni um þetta mál og er hún á þennan veg: „Skrifstofustjóri Rannsóknar- lögreglu rikisins, Baldvin Jóhann Erlingsson, hefur við yfirheyrslur viðurkennt aö hann hafi dregið sér fé hjá stofnuninni nú um nokkurt skeið. Um miðjan þennan mánuð vaknaði grunur um, að eigi væri allt meöfelldumeðfé, sem átti að vera I vörslum Rannsóknarlöe- reglu rikisins og hófst þá þegar könnun á fjárreiöum stofnunar- innar. Samkvæmtkönnun þessari má ætla, að um sé að ræöa fjár- drátt á tæpum 3 millj. kr. Skrifstofustjórinn var erlendis i sumarleyfi er könnunin fór fram og var hann handtekinn i gær- kvöldi við komu til landsins. Samkvæmt 8. gr. 1. 108/1976 hefur dómsmálaráðuneyti verið tilkynnt um mál þetta og þess óskað, að skipaður verði sér- stakur rannsóknaraðili til að halda áfram rannsókn þessari, en frumrannsókn er að mestu lokið. Rikissaksóknara hefur verið sent málið til meðferöar og er þaö þvi algjörlega úr höndum Rann- sóknarlögreglu rikisins. Þess skal getið, að umræddur starfsmaður var ekki lögreglu- maður og hafði engin afskipti af rannsóknum mála”. Samkvæmt heimildum, sem Timinn hefur aflaö sér, önnuðust starfsmenn Rannsóknarlögregl- unnar aðeins frumrannsókn málsins, þar sem þeir töldu að eðlilegt væri að utanaðkomandi aðili annaðist alla frekari rann- sókn málsins. Fyrmefndur skrif- stofustjóri hafði gegnt þvi starfi I rúmt ár. Fyrsta skóflustunga að jarðstöð — tekin í dag Kás —Þeir eru iðnir með rekurn- Sigurðsson, samgöngumálaráð- ar ráðherrarnir, þessa dagana. herra, taka fyrstu skóflustungu Síðdegis i dag mun Halldór E. aö byggingu jarðstöðvar fyrir gervihnattaviðskipti, milli Is- lands og umheimsins, en henni hefur verið valinn staður við Úlfarsfell, eins og kunnugt er. Það er skammt stórra högga á milli, þvi i siðustu viku var hafin bygging nýs útvarpshúss við Háaleitisbraut. Ef að likindum lætur, eiga fjarskipta- og út- varpsmál okkar Islendinga eftir að batna til muna, áður en um langt liður. Ragnar Arnalds: Veljum hvorki né höfnum — en höldura áfram þvl fólk vill vinstristjórn HEI — Spurningin er ekki hvort um er aö ræða að samþykkja eða hafna þessum drögum. Eins og áreiöanlega hefur komiðf ram hjá Benedikt eru þetta aðeins fýrstu drög, en i þau vantar fjölmarga kafla, sem gert er ráð fyrir að verði fylltir út siðar, sagöi Ragn- ar Arnalds, er blaðið spurði hann i gærkvöldi hver afstaöa Alþýðu- bandalagsins væri til þeirra draga aö samningi um stjórnar- myndun, er Benedikt Gröndal lagöi fram i gær. Ragnar sagði að þetta væri fyrst og fremst uppkast að mál- efnalegum ramma, sem mundi auövelda fbkkunum að átta sig á hvar þeir mættust I hinum ýmsu málum og rammi utan um þaö málefnalega samkomulag, sem menn ætluðu sér aö gera, en auð- vitað væri reiknaö með þvi, aö á þessum drögum verði gerðar fjöl- margar breytingar. Ragnar sagðist einnig sann- færður um aö reyntyrði til þraut- ar að mynda vinstri stjórn, þvi það væri tvlmælalaust sú stjórn sem flestir kjósendur óskuðu eftir að kæmist á! Námskeið í Skálholti um gregoriskan söng HR — 1 siðustu viku var haldið norrænt kirkjutónlistarnámskeið i Skálholti. Námskeiðið sóttu prestar, organistar og annað áhugafólk um kirkjutónlist. A þessu námskeiði var einkum fjallað um gregorianskan söng, en svo nefnist sá einraddaöi messusöngur sem tiðkast hefur i kristnum sið allt frá upphafi. A Islandi nefndist hann Grallara- söngur og var hann sunginn allt frá kristnitöku og fram á miðja síðustu öld, en þá varð hann að vikja fyrir nýjum tónlistarhefö- um. A ráðstefnunni voru flutt mörg erindi auk þess sem söngæfingar voru haldnar og tiðir sungnar fjórum sinnum á dag. Meðal þeirra sem sóttu ráö- stefnuna voru Regin Prenter, f.v. trúfræðiprófessor og Ragnar Holte, prófessor i siðfræði við Uppsalaháskóla, og héldu þeir báðir erindi um kirkjusöng. Svo skemmtilega vildi til, að einn þátttakenda hlaut Danne- brog orðuna á meöan hann var i Skálholti og var þaö Dag Monrad Möller, sem hefur verið einn af forvigismönnum hreyfingar um kirkjusöng i Danmörku. Þá var á ráðstefnunni Norð- maðurinn Arne Solhaug, en hann hefur einmitt rannsakað handrít að messusöngsbók frá þvi á 16. öld eins og fram hefur komið i fréttum. Blaöamaður Timans fór austur i Skálholt um helgina og náöi þá tali af Regin Prenter, Dag Möller og Solhaug og munu viðtöl við þá birtast i blaðinu nú I vikunni. Að lokum má geta þess að Skálholtshátið var haldin á s.l. sunnudag og var hún mjög fjöl- sótt. Albert Guömundsson: Tek ekkert mark á Morgunblaðinu — frekar en aðrir HEI — Ég vil ekki leggja neitt mat á hvort þessi stjórnar- myndun tekst enda er það ekki spursmálið hvórt ég hef trú á þvi eða ekki, — sagði Albert Guðmundsson, er blaðið innti hann eftir áliti hans á yfirstand- andi stjórnarmyndunarviðræð- um. — Ég vona aöeins aö sú stjórn sem við fáum, hvort sem þaö verður vinstri stjórn eða hægri, samanstandi af góðum og vel- viljuðum mönnum, enda eru þetta allt velviljaðir menn, sem vilja landi og þjóð vel og von- andi að þeim takist vel upp. Annaö vil ég ekki láta hafa eftir mér. Þetta er ekki ólíkt og þeg- ar knattspyrnulið sem maður heldur með fer út á völl, þá von- ar maöur að þaö vinni, og þaö er ekki þar meö sagt að ég haldi með vinstri stjórn, — En telur þú að stjórnar- myndunarviðræöurnar fari fram I alvöru, sumir vilja halda öðru fram? — Ég er ekki i nokkrum vafa um að þessar viöræður fara fram i alvöru. Ég hef starfað með þeim mönnum sem eru i þessum viðræðum og þekki þá og tel það ósanngjarnt mat á þeim sem mönnum, að halda að þeir séu með einhvern leikara- skap. Að halda öðru fram er blekking þeirra sem reyna að hafa neikvæð áhrif á almenn- ingsálitið. Menn sem eru að vinna aö jafnalvarlegum hlut- um fýrir þjóöina, eins og að mynda rlkisstjórn á svona erfið- um tlmum, þeir eiga ekki að liggja undir slikum fullyröing- um og þessum. Það á aö lofa þeim að vinna sin verk I friði. Telji sig einhverjir færari til aðmynda stjórn, þá eigaþeir aö sýna það i verki. — Er það rétt sem segir i Morgunblaðinu, aö verið sé að frysta þig úti i flokknum? — Já, Morgunblaöið og flokkseigendafélagiö skulum við segja. Það hefur gert marg- ar tilraunir til aö hilma yfir i 1 niðurstööum bæöi prófkjörs og kosninganna. Þetta er bara einn liöurinn í þeirri iðju þess að breyta almenningsálitinu sér i hag. En við vitum bæöi aö M orgun- blaðiö hefur ekki lengur þau áhrif á almenningsálitið sem það hafði, Morgunblaðsmenn eru bara þeir einu sem skilja það ekki. — Þú lætur þaö þá ekki þagga niður i þér? — Nei, ég tek ekkert mark á þvi frekar en aörir. Morgun- blaðið raskar hvorki minu jafn- aðargeði né svefnró. Albert Guðmundsson — Menn sem eru að vinna að stjórnar- myndun, á svona erfiðum tim- um, eiga ekki að liggja undir þvl að þeir séu með leikaraskap. Þess má geta hér til gamans, aö nokkru eftir viðtaliö við Al- bertGuðmundsson hringdi hann og baö um aö heyra hvernig blaðamaöur hefði gengið frá þvi. Hannsagöist nefnilega hafa svo slæma reynslu af Morgun- blaðinu, með hvað það væri gjarnt á að rangtúlka þaö sem hann segði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.