Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 25. júli 1978 Erlend ráðgjafarþjónusta á íslandi 3 málum — Hvernig hagar Landsvirkjun sinni undirbúningsvinnu i sam- bandi við framk væmdir, Eirikur? — Eins og reglugerð fyrir Landsvirkjun gerir ráð fyrir, annast Orkustofnun grundvallar- rannsóknir og þá aöallega jarð- fræðirannsóknir, þvi vatnamál og kortagerð hefur smám saman færzt meir og meir yfir á hendur Landsvirkjunar sjálfrar. Þegar gera skal fyrstu áætlanir um virkjun ráðum viö til okkar ráöu- „íslendingar taka við þessu sjálfkrafa og þarf enga stefnu til” Stærsti virkjunaraöilinn hér á landi er Landsvirkjun. Nær orku- veitusvæöi hennar nú frá Kirkju- bæjarklaustri og vestur í Dali og á þessu svæöi búa 75% þjóöarinn- ar. Þegar fyrirtækið var stofnaö 1. júli 1965 tóku eignaraðilar, riki og borg við rekstri Sogsvirkjunar og gufuaflstöövar Reykjavlkur- borgar við Elliöaár, ásamt áhvil- andi skuldum, svo og vatns- réttinduni rikis og Reykjavikur til virkjana i Sogi og i Þjórsá viö Búrfell. Við hönnun Sogsvirkjana og Búrfellsvirkjunar voru eingöngu erlendir aöilar, að arkitektum undanskildum,enhönnun tveggja siðustu virkjana viö Sigöldu og við Hrauneyjarfoss hefur hvilt nokkurn veginn til helminga á is- lenzkum og útlendum ráðgjöfum. Þetta þýðir, að Landsvirkjun tek- ur æ stærri skref I átt til islenzkra verkfræðinga. Hins vegar rikir engin heildarstefna i þessum málum i landinu og dæmið gæti eins vel snúizt Islendingum i óhag fyrr en varöi, ef menn eru ekki vel á verði. Blaöamaöur Timans hélt á fúnd Eiriks Briem, fram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar nú i vikunni, og fékk að heyra i honum hljóðiö varöandi islenzka ráðgjöf. Þar sem Eirikur var talsvert fljótur að afgreiöa það mál á jákvæöa lund, barst taliö siðar aö þvi, hve mikið væri hægt að virkja hér á landi og hvað gera ætti við alla orkuna, sem þá feng- ist. Leita þarf til erlendra sér- fræðinga í einstökum nauta, sem siöan fullhanna virkjunina, ef i hana er ráðizt, gera útboöslýsingar og aðstoöa viö eftirlit meö framkvæmdum. Það eftirlit er þó nú að mestu i höndum Landsvirkjunar. Viö Búrfellsvirkjun, sem i var ráöizt árið 1965 voru erlendir ráöunautar eingöngu að arkitekt- um undanskildum,en viö Sigöldu og Hrauneyjarfossvirkjanir unnu islenzkir og erlendir verktakar saman að jöfnu við þá fyrrnefndu, en islenzk þátttaka er meiri við þá siðarnefndu. Yfirleitt má segja að hjá Landsvirkjun færist þessi mál meir og meir yfir á is- lenzkar hendur eingöngu, og þróunin hlýtur aö veröa sú, aö Is- lendingar sjá um þetta algjörlega sjálfir, enda eru islenzkir verk- fræðingar með sömu menntun og þeir erlendu og reynsla þeirra fer stöðugt vaxandi. Það verður þó að reikna meö að leita þurfitil er- lendra sérfræðinga i einstökum málum, hvort heldur þeir eru frá erlendum verkfræöistofum, há- skólum eða fyrirtækjum. Þegar ráðizt var i Búrfells- virkjun voru islenzkir verk- fræðingar ekki eins reyndir og þekktir og nú og þvl var þátttaka 'útlendinga við Búrfellsvirkjun og áður Sogsvirkjun talin nauðsyn- leg vegna sjónarmiða erlendra lánastofnana, en Islendingar hefðu þó vafalaust getað annað þessum verkefnum. Nú hafa við- horfin breytst enda þessi mál að færast öll yfir á hendur Is- lendinga eins og ég sagði áður. Hvað skeður næst? — Nú liafa Sigölduvirkjun og Hrauney jarfossvirkjun verið hannaðar af lslendingum að segir Eiríkur Briem framkvæmdastjóri Landsvirkjunar Eirikur Briem bálfu. En það er enn spurning, hvaö skeður næst? Er ekki nauö- synlegt að setja ákveðna stefnu i þessu máli? — Ég sé nú ekki þörf á þvi, til þess að málin færist yfir á is- lenzkar hendur. Égheld þaö komi af sjálfu sér óg minni á, aö þær virkjunarrannsóknir, sem nú eru i gangi viðs vegar á landinu, eru allar i höndum tslendinga. — Hver eru áform Lands- virkjunar um næstu virkjun? — A undanförnum árum hafa verið gerðar þrjár mynstur- áætlanir um virkjanir á Suður- landi, tvær af útlendingum og ein af Islendingum. Landsvirkjun hefur þessar áætlanir til stöðugr- ar athugunar, en þær eiga að sjáifsögðu eftir aö breytast með hliðsjón af aukinni reynslu, r.áttúruverndarsjónarmiðum og fleiru. Sem stendur beinist at- hygli Landsvirkjunar aö neðsta hluta Tungnaár og Efri-Þjórsár. Nokkrar rannsóknir og áætlanir um þetta svæöi hafa þegar verið gerðar, og I sumar mun Orku- stofnun annast frekari jaröfræöi- athuganir á svæðinu. Hér verður að hafa I huga, að fleiri virkjunarstaðir koma til greina en á Suðurlandi, enda nokkrir þeirra nú i athugun á vegum rikisins. An stóríðju mun mikið vatn renna ónotað til sjávar — En hvað er vatnsaflið á Is- landi mikið og hvað er þegar búið að virkja? — Vatnsaflá tslandi hefurveriö áætlað 35-40 milljaröir KWst á ári. Hluta af þvi er vafalaust ekki fjárhagslega hagkvæmt aö virkja enn sem komiö er og auk þess koma náttúruverndarsjónarmið- intil. Hvað framtiöinber i skauti sér er erfitt að spá um, en ég hygg, að ekki sé varlegt að reikna með meiru en 25 milljörðum KWstá ári, sem við stöðugt álag samsvarar 3 milljónum kiló- watta. Núverandi virkjanir geta framleitt rúmlega 3 milljaröa KWst á ári. Virkjaö vatnsafl er þvi á bilinu 8-13%, eftir þvi viö hvora framangreinda tölu heildarvatnsaflið er miðað. — Erhægt að nýta þetta mikla vatnsafl án þess að ráðast I frek- ari stóriðju? — Það segir sig sjálft, at veröi ekki ráðist I frekari uppbyggingu iðnaöar, sem notar mikla raf- orku, muni ganga hægt að nýta alla þessa orku og hvenær hún myndi að lokum verða fullnýtt er erfitt að spá um. Ég reikna þó með, að án áöurnefnds iðnaðar muni um ianga framtiö mik- ið vatn renna ónotaö til sjáv- ar. Varðandi þessa spurningu vil ég minna á, að vatnsorkan er óþrjótandi orkulind, sem stöðugt endurnýjar sig fyrir tilverknað náttúruaflanna ogþótthún sé lát- in vinna fyrir landsmenn í orku- frdium iðnaöi um takmarkaöan tima, þá eyöist hún ekki og verður tiltæk fyrir hverja þá notkun, sem landsmenn ákveða að hagkvæm sé, þegar samningstími við slik fyrirtæki er útrunninn. Þá má einnig minna á, að vatnsaflstöðv- ar endast mjög lengi. T.d. sjást ekki mikil ellimörk á Ljósafoss- stöðinni, og er hún þó rúmlega 40 ára, en þaö er tvöfalt lengri timi en nú er almennt samið um við umræddan iðnað. Fáist hag- kvæmari markaöur siðar.verður þvi ekki aðeins vatnsaflið til stað- ar, heldur og einnig skuldlausar eða a.m.k. að mestu skuldlausar vatnsaflstöövar. Gervihnettir og orka — Förum viö einhvern tima aö senda orkuna i gegnum gervi- hnött til annarra landa? Eöa er þaö bara grin? — Fyrir nokkru var hér á ferð maður að nafni Kraft A. Ehrike. Hannhafðiunniö meðWerner von Braun við geimrannsóknir I Ame- riku og sagöi okkur frá hugmynd- um þeirra vestur þar. Þær voru I stuttu máli þessar: — Ef við höfum 9 milljón kió- wött til umráða á lágu verði, þá ætti að vera fjárhagslegur grund- völlur fyrir að senda orkuna um gervihnött til annars lands, þótt ekki megi reikna með, að meir en 60% orkunnar komi til skila. Sendirinn mundi þekja 70 ferkfló- metra og móttakarinn jafnmikið. — Þetta bendir ekki til þess að um verulegan orkuflutning af þessu tagi geti oröið aö ræða á þessari öld, en tilraunir i smáum stil verða e.t.v. og hafa raunar þegar verið gerðar. — FI Sigölduvirkjun. Sú virkjun ásamt Hrauneyjarfossvirkjun var hönn- uö a f tsiendingum aöhálfu. Svo er bara spurning, hvaö skeöur næst. Timamynd: Gunnar SUS: Ekki mikill munur á Alþ.bl. og Kommúnistaflokknum MóL- Samband ungra sjálf- stæöismanna þingaöi nýlega um mannréttindamál og notaöi tæki- færið til að tengja Alþýöubanda- lagið við þá sem stóðu að baki réttarhaldanna yfir sovésku and- ofemönnunum fyrir skömmu. 1 ályktun S.U.S. um mann- réttindamál segir m.a. ,,Þá vekur það sérstaka athygli að formaður næststærsta stjórn- málaflokks Islands, Alþýöu- bandalagsins, hefur lýst þvi yfir, aö hann viti ekkert um þessi mannréttindabrot og óski ekki eftir þvi að segja eitt einasta orö um þau. Þessi yfirlýsing Lúöviks Jósepssonar vekur grunsemdir um það, aðekki sémikill munur á Alþýðubandalaginu og fyrir- rennara þess Kommúnistaflokki tslands. En sá flokkur hélt alltaf uppi vörnum fyrir ógnarstjórn Sovétrikjanna og neitaði að viðurkenna mannréttindabrot hennar.” I ályktuninni eru réttarhöldin fordæmd svo og mannréttinda- brot Sovétstjórnarinnar. Þá er einnig birt þessi vanalega klausa um frelsi og mannréttindi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.