Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. júli 1978 19 íOOOOOOOOi mun ekki gefa kost á mér i lands- liðiðw.... MARTEINN GEIRSSON... sést hér ásamt eiginkonu sinni Hugrúnu Pétursdóttur, og börnum þeirra hjóna Pétri liafliöa <t.v.) og Margréti (t.h.) og litilli frænku þeirra. (Timamynd Tryggvi) — segir Marteinn Geirsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, sem er alkominn heim frá Belgíu SOS-Reykjavík. — Það er alltaf gaman að vera kom- inn heim, — sagði knatt- spyrnukappinn Marteinn Geirsson, sem er nú al- kominn heim frá Belgíu, þar sem hann hefur leikið tvö sl. ár með 2. deildarlið- inu Royale Union frá Brussel. Marteinn sagði að hann ætlaði að taka sér fri frá knattspyrnu i sumar og hann myndi ekki ganga frá félagsskiptum fyrr en með haustinu, þar sem hann getur hvort sem er ekki leikið knatt- spyrnu hér i sumar, en það þurfa Islenskir knattspyrnumenn.... Geta ekki verið i tveimur félögum — í einu, á íslandi og i Belgíu Það hefur vakið nokkra athygli að þeir knattspyrnumenn sem hafa hug á að gerast leikmenn með liðum i Belgiu, hafa sagt að þeir ætli sér að skrifa undir samning i Belgiu, en leika siðan með liðum sinum hér heima út keppnistimabilið. Þaö gefur auga leið, að þetta er ekki hægt, þvi að um leið og leikmenn hafa skrifað undir samninga við er- lend lið, þá eru þeir bundnir þeim — þeir geta ekki verið i tveimur félögum í einu. Þá er það augljóst, að þau er- iendu lið, sem leikmenn skrifa undir samninga hjá, vilja fá þá strax til sin, til að byrja að æfa og undirbúa sig fyrir keppnis- timabilið. Það væri vægast sagt einkennilegt, ef þau myndu samþykkja, að leikmennirnir færu aftur til tslands, til að leika knattspyrnu með öðru liði. Það skapar hættu á meiðslum. — SOS að liða þrir mánuðir frá þvi aö hann skiptir um félag, þar til hann getur farið aö leika. — Gefuröu þá ekki kost á þér I landsliöið? — Nei, ég hef gert það upp við mig, að ég gef ekki kost á mér i landsliöið — enda væri það ekki hægt, þar sem ég hef ekki leikið knattspyrnu siöan i mai. Þótt ég æfði hér af fullum krafti i sumar, þá kæmist ég ekki almennilega i snertingu viö knöttinn, þar sem ég má ekki leika knattspyrnu. Marteinn sagði að hann myndi byrja að æfa af fullum krafti næsta vetur ög hann kæmi siöan hress og kátur aftur til leiks næsta sumar. Þaö er mikill missir fyrir landsliðið, að Marteinn gefur ekki kost á sér. Það eru margir erfiðir leikir framundan og það kæmi sér vel að geta notað krafta Marteins, sem hefur verið lykilmaður i vörn islenska landsliösins undanfarin ár — hann hefur leikið 39 lands- leiki. Valsmenn í Keflavik — og Fram mætir Breiðablik Keflvíkingar fá Valsmenn I heimsókn i kvöld og leika þeir þá i 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu á grasvellinum I Kefla- vik — kl. 20.00. A sama tlma verður einn Icikur leikinn á Laugardalsvellinum, en þar mætast Framarar og Blikarnir. • • Orn skoraði glæsimark — beint úr aukaspyrnu — þegar Eyjamenn lögðu FH-inga að velli — 2:0 á Kaplakrikavellinum Örn óskarsson gull- tryggði Vestmannaey- ingum sigur (2:0) gegn FH-ingum á Kaplakrika- vellinum, þegar hann skor- aði glæsilegt mark — beint úr aukaspyrnu. Örn skaut hnitmiðuðu skoti, sem var algjörlega óverjandi fyrir Friðrik Jónsson, markvörð FH-inga — knötturinn hafnaði efst uppi í mark- horninu. Ungur nýliði — ómar Jóhanns- son, skoraði fyrra mark Eyja- manna á 17. min. leiksins og var það mark einnig glæsilegt. Sigur- lás Þorleifsson, hinn marksækni leikmaður Eyjaliðsins, sundraði þá varnarvegg FH — lék á þrjá FH-inga og sendi knöttinn til Ómars Jóhannssonar, sem skoraði með þrumuskoti — knötturinn þandi út þaknet FH- marksins. FH-ingar og Eyjamenn skiptust á um að sækja i leiknum og voru ákveðnir Eyjamenn mun hættu- legri i aðgerðum sinum og þurfti Friðrik Jónsson, markvörður FH- liðsins oft aö taka á honum stóra sinum, til að bjarga þvi að mark yrði skorað. Páll Pálmason átti einnig góðan leik i marki Eyja- manna. Óskar Valtýsson var nær búinn að skora þriöja mark Eyja- manna, rétt fyrir leikslok, en þá átti hann skalla i stöng. Pétur skaut KA á bólakaf... Skagamenn unnu stórsigur (5:0) yfir KA á Akureyri og skoraði Pétur 4 mörk PÉTUR PÉTURSSON...er nú orðinn markhæstur, með 12 mörk I 1. deild. Markakóngurinn ungi frá Akranesi, Pétur Pétursson, var heldur betur á skotskónum, þegar islandsmeistararnir frá Akranesi unnu stórsigur (5:0) yfir KA á Akureyri. Pétur skoraði f jögur mörk i leiknum, en Skagamenn gerðu út um leikinn á fyrstu 20 minútunum — skoruðu þá fjögur mörk. Skagamenn tóku leikinn strax i sinar hendur og opnaði Pétur Pétursson leikinn með tveimur laglegum mörkum og siðan kom mark frá Matthiasi Hallgrims- syni, áður en Pétur bætti þriðja marki sinu við á 20. min. Skaga- menn fengu svo sannarlega óska- byrjun — þeir greiddu Akureyr- ingunum rothögg strax i byrjun leiksins. Pétur skoraði sitt fjórða mark i seinni hálfleik og öruggur sigur Skagamanna var i höfn — 5:0. Skagamenn áttu aldrei i neinum vandræðum með baráttu- laust KA-lið, sem verður heldur betur að taka á honum stóra sinum i næstu leikjum liðsins, ef þeir ætla að forða sér frá falli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.