Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 25. júli 1978 23 flokksstarfið Skrifstofa F.U.F. í Reykjavík Katrin Stjórn F.U.F. I Reykjavlk hefur ráöið framkvæmdastjóra, Katrinu Marisdóttur tii að sinna verkefnum á vegum félagsins. Fyrst i stað verður Katrin við á skrifstofu F.U.F. að Rauðarár- stig 18, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9 tii 12. Stjórnin Starfshópur um útgáfu Reykjavíkur Stjórn F.U.F. hefur ákveðiö að gefa F.U.F. félögum i Reykjavik kost á að taka þátt i starfshópi, sem sér um útgáfu næsta tölu- blaðs Reykjavíkur, málgagns F.U.F. i Reykjavik. Fyrsti fundur starfshópsins verð- ur að Rauðarárstig 18 þriðjudag- inn 26. júli n.k. ki. 20.30. Þeir fé- lagar.sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi hópsins, eru ein- dregið hvattir til .að koma. Stjórnin. mmm Eíimbagn. : ,,,, . \ l lií U ^í-r É',H' : nialm 1 rawnháífa v<ir5a RAUNIR atvinnn. ; ";i‘‘ Stffmi malanna * , , >. «„ ; -w ácwicKo, - Xkin : »-»■•«“> . i •■ •-. Iv.i-ÍS, > ----- -- > <>•<>:•> Sumarferð Framsóknar- félaganna á Vestfjörðum er ákveðin dagana 29. — 30. júll n.k. Farið verður I Kaldalón, Snæfjallaströnd og nágrenni. Gert er ráð fyrir aö langferðabif- reiðar safni þátttakendum saman á iaugardagsmorgni og verði i Djúpinu kl. 14 sama dag. Tjaldbúöir verða við Dalbæ þar sem kvöldvaka verður. Skoðunarferðir verða skipulagðar á sunnu- degi og heimferð seinni hluta dagsins. Eftirgreindir aðiiar taka á móti þátttökutilkynningum og veita nánari upplýsingar: Barðastrandarsýsla: Haildór Gunnarsson, Króksfjarðarnesi. Ragnar Guömundsson, Brjánslæk. össur Guðbjartsson, Lága- núpi. Svavar Júliusson, Patreksfirði, simi 1341. Magnús Björns- son, Bildudai, simi 2178. Ólafur Magnússon, Tálknafiröi, sími 2512. Vestur-tsafjarðarsýsla: ólafur V. Þórðarson, Þingeyri. Gunn- laugur Finnsson, Hvilft, simi 7614. Kaupfélagið Flateyri, simi 7705. Karl Guðmundsson, Bæ, Suöureyri. Bolungavik: Guömundur Sigmundsson, Sími 7141 isafjörður: Rannveig Hermannsdóttir, simi 3339. Magni Guömundsson 4313 og 3212. Norður-isafjarðarsýsla: Jón Guöjónsson, Laugabóli. Strandasýsla: Torfi Guðbrandsson, Finnbogastöðum. Jón E. Alfreðsson, Hólmavik, simi 3155. Jónas Einarsson, Borðeyri. Sumarferð Kl. 07,30 Bifreiðar mæti við Rauðarárstig. Kl. 08,00 Brottför i Sumarferð framsóknarflokksins. Ekið, sem leið liggur yfir Hellisheiði, framhjá Hveragerði. A Selfossi verður áð I u.þ.b. 15 mln., ef ske kynni að fólk vilji fá sér örlitla hressingu áður en haldið verður áfram til Galtalækjar- skógar. Ekið verður að Landvegamótum og upp hjá Laugalandi I Holtum, fram Landsveitina og framhjá kirkjustaðnum Skarði I Landsveit, áður en komið veröur til Galtalækjarskógar. í skóginum verður áð 145 mln. og matast. Frá Galtalækjarskógi verður ekin Landamannaleið I Laugar. Við Landmannalaugar er dvalist við sund og leiki og gönguferð- ir i 2 klst. og brottför frá þessari fjallaparadis verður kl. 17,00. Kl. 17,00 Haldið til baka og farið yfir nýju brúna hjá Búrfells- virkjun og niöur Þjórsárdal og sögualdarbærinn skoðaöur. Það- an verður farið niður Skeiö, i gegnum Selfoss til Hveragerðis. Komiö á Rauðarárstig kl. 22,30 að kvöldi 30. júli. Vitjið miða ykkar sem fyrst á skrifstofunni Rauðarárstig 18. Sumarferð i Landmannalaugar sunnudaginn 30. júli. Aðalfararstjórar verða: Eysteinn Jónsson, Kristján Benediktsson. Meðal leiðsögumanna verða: Agúst Þorvaldsson, fyrrv. alþm. Brúnastöðum, Páll Lýðsson, bóndi Litlu Sandvik, Jón Gislason, póstfulltrúi, Þórarinn Sigur- jónsson, alþingismaður o.fl. hljóðvarp 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. dagbl. (útdr.) 8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga les söguna „Lottu skottu” eftir Karin Michaelis (12). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- in gar 9.45 Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjónarmenn: Agúst Einarsson, Jónas Haraldsson og Þórleifur Ólafsson. Fjallaö um lögin um upptöku ólöglegs sjávarafla og rætt við Steinunni M. Lárusdóttur fulltrúa i sjávarútvegsráðu- neytinu. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 1 10.25 Viðsjá: Jón Viðarf Jóns- son fréttamaður stjórnar þættínum. 10.45 Um útvegun hjálpar- tækja fyrir blinda og'sjón- skerta. Arnþór Helgason tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónleiliiar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir Tilkynningar. Við vinnuna Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan: „Ofur- vald ástriðunnar” eftir Heinz G. Konsalik Steinunn Bjarman les (9). 15.30 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.20 Sagan: „Til minningar um prinsessu” eftir Ruth M. Artliur Jóhanna Þráinsdótt- ir þýddi. Helga Haröardótt- ir les (6). 17.50 Viðsjá: Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Tilkynningar. 19.35 Frá ky ni til ky ns: Þýttog endursagt efni um þróun mannsins Jóhann Hjaltason kennari tók Dietrich Fischer-Dieskau stjórnar. 20.30 Utvarpssagan „Maria Grubbe” eftir J. P. Jacob- sen. Jónas Guðlaugsson Islenskaði. Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona byrjar lesturinn. Erik Skyum-Nielsen sendikenn- ari flytur formálsorð. 21.10 tslensk einsöngslög: Guðrún A Simonar syngur 21.25 Sumarvaka a. í slma- mannaflokki fyrir hálfri öld Séra Garðar Svavarsson minnist sumars viö síma- lagningu milli Hornafjarð- ar og Skeiðarársands, — þriðji og siðasti hluti. b. Alþýðuskáid á Héraöi, — áttundi þátbir Sigurður O Pálsson skólastjóri les kvæði og segir frá höfund- um þeirra. c. A förnum vegi Guömundur Þorsteinsson frá Lundi segir frá atviki á sumardegi. d. Kórsöngur Félagar I Tónlistarfélags- kórnum syngja lög eftir Olaf Þorgrimsson. Söngstjóri: Páll Isólfsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Harmónikulög „The Pop Kids” leika 23.00 A hljóðbergi „Mourning Becomes Elctra” (Sorgin klæðir Elektru) eftir Eugene O’Neill. Siasti hluti þrileiksins: The Haunted. Með aðalhlutverkin fara Jane Alexander, Peter Thompson, Robert Stattel og Maureen Anderman. Leikstjóri: Michael Kahn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Haukur — Framsóknarflokkurinn hef- ur alla tið barist fyrir byggða- stefnu, og það er grundvallar- atriði að henni verði haldið áfram. Það hefur mikiö áunnist á undanförnum árum, t.d. nokk- uðregluleg vinna víða um land, en það þarf ekkimikið að breyt- ast til að þröngt verði um at- vinnu á ýmsum stöðum. En byggðastefnan er ekki bara fólgin i atvinnuuppbygg- ingu, þótt það sé grundvöllur- inn. Uppbygging á þjónustu er ekki siður byggðastefna og þar eru mörg verkefni óleyst. Þá er jöfnuri á ýmsum kostnaði s.s. flutningskostnaði, simakostnaði og orkukostnaði, eðlileg byg gðastefnuverkefni. Áratugur vegafram- kvæmda — En hvað með samgöngur og vegamál? — Ég er ekki frá þvi að þessi áratugur sem nú er að liða, muni á spjöldum sögunnar sér- staklega verða minnst fyrir tvennt.Fullnaðarsigrier vannst i landhelgismálinu og miklum framkvæmdum i orkumálum. A ég þá ekkisiður við hitaveiturn- ar heldur en raforkuverin. Við getum þvifarið að hægja á okk- ur i framkvæmd orkumála ef frá er talin uppbygging dreifi- kerfisins. Ég tel að næstu stór- framkvæmdir okkar eigi að vera á sviði vegamála. Fátt kemur hinum dreifðu byggðum betur en góðir vegir. Ég vona þvi að næsti áratugur einkennist af vegaframkvæmdum, bæði uppbyggingu á nýjum vegum og lagningu á varanlegu slitlagi. — Eitthvað að lokum? — Það er ljóst að sú rikis- stjórn sem nú sest að völdum fær erfið verkefni til umfjöllun- ar En það er grundvallaratriði að komandi efnahagsaðgerðir bitni ekki harðara á lands- byggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Ef skynsamlega verð- ur að málum staðið, eiga þetta þó ekki að þurfa að vera nema stundarerfiðleikar og við erum veli stakk búin, að leggja örlitið á okkur um stundarsakir. Hér er almenn velmegun og velferð, auk þessað við erum svo heppin að eiga náttúruauölindir sem endurnýja sig, og á ég þar við fiskinn. Eitt stærsta og afdrifa- rikasta pólitiska verkefni næstu ára er að ákveða hvernig við nýtum þessa náttúruauölind okkar til sem mestra hagsbóta fyrir land og lýð. SIMI 86-300 Haust i útvarpi Leikrit vikunnar. Fimmtudaginn 27. júli kl. 20.10 verður flutt leikritið „Haust” eft- ir John Einar Aberg. Þórunn Magnúsdóttirgeröiþýðinguna, en leikstjóri er Kristbjörg Kjeld. 1 hlutverkum eru Steindór Hjör- leifsson og Guðrún Þ. Stephensen. Flutningurleiksinstekur tæpar 40 minútur. Anna og Jóakim eru nágrann- ar. Þau eru bæöi farin að eldast, en Jóakim sem er piparsveinn er ekki dauðurúröllumæöum. Hann er hrifinn af dóttur önnu, en veit þó að likindum með sjálfum sér, að ekki getur orðið neitt úr þvi. Haust ævinnar nálgast, en haust- ið getur lika átt sina fegurð. Sænski höfundurinn John Einar Aberg er fæddur árið 1908 og starfaði framan af sem banka- maður. Fyrsta bók hans kom út 1942. Hann hefur samið sagn- fræðilegar skáldsögur, ádeilusög- ur, sakamálasögur o.fl. Aberg skrifaði handrit að einni vinsæl- ustu kvikmynd Svia á sjöunda áratugnum, „Anglar finns dom, pappa?”. Skáldsagan, „Innanrik- isráðherrann”, sem kom út 1968, hlaut mjög lofsamlega dóma. „Haust” er fyrsta útvarpsleikrit Abergs, flutt 1974. Nýkomin styrktorblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðar: Hœkkið bílinn upp svo að hann taki ekki niðri ó snjóhryggjum og holóttum vegum Bedford 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70-77 augablöð aftan. Mercedes Benz 1413, augablöð og krókblöð. Mercedes Benz 322 og 1113, augablöð. Scania Vabis L55 og L56, augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76, augablöð og krókblöð. 2” 2 1/4” og 2 1/2” styrktarblöð i fólksbila. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðra- klemmum. Smiðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.