Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. september 1978 7 4SWS__ Pétur Jónasson sálfræðingur: FÉLAGSSTÖRF Sunnudaginn 10. september birtist i Þjóöviljanum umsögn Silju Aðalsteinsdóttur um ritgerö eftir undirritaöan, sem fjallar um afbrot unglinga i Reykjavik. Daginn eftir gerir Dagblaöiö sér mat úr þessari umsögn, slitur hana Ur samhengi og slær þvi upp á for- siöu, aö skátar og iþróttaæska séu haldin afbrotahneigö umfram aöra unglinga. 1 fram- haldi af þessu hafa birst viötöl i Dagblaðinu og Timanum viö ýmsa framámenn i iþrótta- og æskulýösstörfum, þar sem þeir lýsa þvi yfir, aö þessar niöur- stööur komi þeim mjög á óvart eöa séu þeim jafnvel alveg óskiljanlegar. í þessum umræöum Dagblaösins og Timans hefur viöa gætt mis- sagna og rangtUlkana og þvi sé égmigknUinntil aö leiörétta og skýra nánar Ut tengsl milli afbrotavirkni unglinga og þátt- töku þeirra i ýmsum tóm- stundastörfum. Skilgreining Ég vil geta þess, aö meö afbrotum unglinga er hér átt viö öll afbrot sem unglingarnir segjast hafa framiö, bæöi skráö og óskráö, upplýst sem óupp- lýst. Þaö má reyndar skjóta þvi hér inn, að meginhluti afbrotanna eru smávægileg og geta engan veginn kallast glæpir, en þaö breytir ekki þeirri staöreynd aö þau brjóta i bága viö lögin. Rannsókn þessi.sem ritgeröin er byggð á, náöi til allra nemenda 8. bekkjar grunnskóla sem mættu i skólann þann dag er könnunin var lögð fyrir, eöa 1427 fjórtán ára unglinga. Um 85% unglinganna sögöust hafa framið eitthvert afbrot, eitteöafleiri, meðan aöeins 15% unglinganna sögöust hafa komist i tæri viö lögregluna einu sinni eöa oftar vegna afbrota sinna. Þaðer þvi ljóstaö mikill meirihluti unglinga I Reykjavik hefur framiö afbrot í lagalegum skilningi og aö einungis mjög litill hluti þeirra hefur komist i bækur lögreglunnar. Ymsar ástæöur geta valdiö þvi, aö afbrotog þeir unglingar er þau fremja, fara ekki á skrá lög- reglunnar, t.d. fjölskyldutengsl og kunningsskapur, málin eru gerö upp án afskipta lögregl- unnar, afbrot eru þaö smávægileg aö fólk tilkynnir þau ekki, eöa þá aö afbrotin upplýsast ekki hafi þau veriö tilkynnt. Þaö er þvi álitamál i mörgum tilvikum hvort þar er ekki bara stigsmunur en ekki eðlismunur á milli svonefndra „afbrotaunglinga” og þeirra sem framiö hafa afbrot en ekki eru á skrám lögreglunnar. Félagsstörf Aöeins lítill hluti ritgeröar- innar f jallar um félags- og tóm- stundastörf og tengsl þeirra viö afbrotavirkni unglinga. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru i einhverju iþróttafélagi. Gefnir voru þrir svarmöguleikar og I ljós kom aö rúmur fjóröungur þeirra haföi aldrei veriö i neinu iþrótta- félagi. Um 38% unglinganna höföu veriö meölimir i iþrótta- félagi en voru nú hætt þátttöku og um 37% voru félagar i einu eöa fleiri iþróttafélögum. Hvaö snertir skátahreyfinguna, þá höföu 49% unglinganna aldrei nálægtstarfi hennar komiö, 38% höföu veriö skátar en voru hætt meðan um 13% unglinganna voru félagar i skátahreyf- ingunni viö 14 ára aldur. Samsvarandi tölur um starf- semi æskulýösráös voru aö 44% unglinganna höföu aldrei tekiö þátt I starfi þess, 15% höföu veriö meö en voru hætt, en 41% sögöust vera þátttakendur i tómstundastarfi æskulýösráös. Þess ber aö geta hér i innskoti aö á þeim tima er könnunin var lögö fyrir (i feb. ’76) var starf- semi æskulýösráös í Tónabæ enn viö lýði ogennfremur munu allmargir unglingar vafalaust eiga eftir aö taka þátt i starf- semi æskulýösráös eftir 14 ára aldur. 1 ritgeröinni var unglingunum skipt niöur í 6 hópa með tilliti til afbrotavirkni þeirra allt frá þeim sem engin afbrot höföu framiötilþeirra sem telja mátti mjög virka i afbrotum og var gætt aö hafa hópana sem jafn- stærsta. Siðan var athuguö samsvörun eða fylgni á milli 0G AFBROT UNGLINGA afbrotavirkni og þátttöku i félagsstörfum. Niöurstööur þessara athugana komu mér vissulega á óvart og skal ég nú rekja þær stuttlega hvaö þetta varöar. Meö tilliti til iþróttaiökana kom i ljós, aö þeir unglingar sem aldrei höföu veriö félagar I neinu iþróttafélagi sýndu áberandi lægsta afbrotavirkni, næst komu þeir sem höföu veriö félagar en voru hættir en þeir sem voru meölimir I iþrótta- félögum höföu framiö sýnu flest afbrot. Hluti skýringarinnar á þessu er vafalaust sá að allmiklu f leiri drengir heldur en stúlkur stunda iþróttir, en i rannsókn- inni kom einmitt fram aö drengir eru mun virkari i afbrotum en stúlkur. Annars er athyglisvert i þessu sambandi hve stór hópur eöa um 38% aldursflokksins hefur þegar hætt skipulögðum iþrótta- iðkunum viö 14 ára aldur. Leiöir þetta hugann aö þvi, hvort ekki sé of litiö hugsaö um hinn almenna iþróttaiökanda i staö þeirrar úrvals- eöa stjörnu- dýrkunar sem hér á sér staö sem og I mörgum öörum löndum. Þaö gefur auga leiö, aö allflestir unglinganna eru dæmdir til aö veröa undir i bar- áttunni um bestu sætin, aö komast i liö o.s.frv., en minni- hlutinn sem virkilega spjarar sig eöa er framúrskarandi fær alla athygli iþróttaforystunnar. Ég hygg aö meirihlutanum sé ekki nægilegur gaumur gefinn og aö i nokkrum tilvikum a.m.k. megi rekja afbrot unglinga aö hluta til þess aö þeir fái rikri at- hafnaþörf sinni ekki nægilega svalaö viö fþróttaiökanir vegna þess aö þær eru stllaöar upp á þá bestu, en þaö geta bara ekki allir veriö bestir. Þegar litiö er á fylgni starfa i skátahreyfingunni viö afbrot unglinga, þá sýna þeir ung- lingar sem aldrei hafa nálægt starfsemi skáta komiö minnsta afbrotavirkni, næst koma virkir skátar en munurinn er þó litill milli þessara tveggja hópa. Hins vegar eru fyrrverandi skátarmun meira iafbrotum en tveir fyrrnefndir hópar. Þetta Pétur Jónasson mætti e.t.v. túlka sem svo aö krakkar sem veriö hafa skátar og af einhverjum ástæöum hafa leiöst út i afbrot, eöa eru „töffarar” eöa „svaka piur” eigi ekki lengur samleiö meö skátunum og hafi þvi sagt sig úr félagsskapnum. Auövitaö ber ekki aö túlka orö mín á þann hátt aö unglingur sem hefur verið skáti en gefist upp á skátaleiknum sé öörum afbrota- gjarnari. Slfku þarf allsekki aö veratilaödreifa i einstökum til- vikum, en eins og fyrr segir sýndu fyrrverandi skátar sem hópur meiri afbrotavirkni en skátar og þeir unglingar sem aldrei höföu veriö skátar. Þegar litiö er á samsvörun af- brota viö þátttöku unglinga i starfeemi æskulýösráös veröur sama upp á teningnum og hjá iþróttafélögunum. Af þeim ung- lingum, sem aldrei höföu tekiö þátt i tómstundastarfi æskulýös- ráös voru tæp 21% i lægsta flokki, þ.e. höföu engin afbrot framiö en 12% voru i efsta flokki, þ.e. segjast taka þátt i starfi æskulýösráös voru 8% I lægsta flokki (engin afbrot) en nær 25% i efsta flokki sem er einkennilega hátt hlutfall sérstaklega þegar þaö er tekiö meö i reikninginn aö stúlkur eru 1 nokkrum meirihluta i þátttöku i tómstundastörfum æskulýös- ráös a.m.k. viö 14 ára aldur. Ég hygg aö mjög varhugavert væri aö draga þá ályktun af þessu aö starfsemi æskulýðsráös bein- linis ýtti undir afbrot. Ég tel aö svo sé ekki fariö, þvert á móti, heldur viröist hér vera um aö ræöa athafnasama unglinga, oft áviökvæmum aldrei, sem e.t.v. eru I einhvers konar uppreisn gegn rikjandi reglum og siöa- boöum þjóöfélagsins. Lokaorð Ég tel kjarna málsins vera þann, aö þeir unglingar, sem hvaö athafnasamastir eru i ýmsum félagsstörfum, eru einnig athafnasamastir vib aö fremja þau minniháttar aubgunarbrot sem’oftast er um aö ræöa. Ég álít aö þessir unglingar fái þörf sinni til athafna, spennings, skemmtana og samveru meö jafnöldum tæpast nægilega svalaö á starfs- vettvangi æskulýösráös eöa iþróttafélaga. Samt álit ég þessa starfsemi mjög gagnlega, þvi ég tel hana draga mjög úr afbrotum unglinga. Nyti þess- arar starfsemi ekki viö, þá tel ég sennilegt, aö þeir unglingar sem hvaö afbrotagjarnastir eru væru enn meira i afbrotum. Hér hefur veriö tæpt litillega á helstu niöurstööum hvaö varöar samsvörun milli afbrotavirkni unglinga og þátttöku þeirra i ýmsum félagsstörfum. Þaö skal tekiö fram aö þær niöurstööur sem hér hafa verið raktar voru allar tölfræöilega marktækar. Hins vegar segja þær I sjálfu sér ekki neitt um orsök eöa af- leiöingu afbrota. Vafalaust má koma meb margar fleiri og e.t.v. betri túlkanir á þeim niöurstööum sem hér komu fram en ég vona aö þessar linur hafi eitthvaö skýrt málið. Reykjavik 15.9. ’78. Pétur Jónasson, sálfræöingur Kostnaður vegna reykinga mun hærri en tekjur n f fAkn Irccnlll Tölur um Þetta efni verða birtar á ráðstefnu um reykingar og heilsufar, CU tUUdliðijUlU sem haldin verður á þriðjudag SJ-Óhætt er aö fu!lyrða(að kostnaöur þjóðfélagsins vegna reykinga landsmanna er mun meiri en þær hreinu tekjur, sem tóbakssalan skilar i rikissjóð. Þá er átt við þann kostnað, sem skapast vegna áhrifa reykinga á heilsufar landsmanna, það er sjúkrakostnað, tapaðar vinnustundir og fleira. Útgjöld einstaklinganna sjálfra vegna tóbakskaupa eru þó ekki tekin meö f reikninginn. Svo mæltist Ólafi Ragnars- syni ritstjóra og formanni Sam- starfsnefndar um reykinga- varnir, m.a. á fundi meö frétta- mönnum, sem haldinn var til aö kynna ráöstefnu um reykingar og heilsufar, sem haldin veröur aö Hótel Loftleiöum næst- komandi þriöjudag, og aöra starfsemi samstarfsnefndar- innar, en nú stendur einnig yfir „Varnarvika gegn reykingum”. Ólafur greindi ennfremur frá þvi, aö þessa dagana væri á vegum nefndarinnar veriö aö áætla áöurnefndan kostnaö þjóöfélagsins vegna reykinga islendinga á árinu 1977 og er þar tekiö miö af hliöstæöum út- reikningum, sem geröir hafa veriö erlendis. Væntanlega verða niöurstööurnar birtar á ráðstefnunni á þriðjudag. t þessu sambandi má geta þess, aö hreinar tekjur rlkisins af tóbakssölu á árinu 1977 munu hafa numið um fjórum millj- öröum króna. Hálfu prósenti af tekjum rikissjóös af tóbakssölu á siðasta ári er variö til þess aö vekja athygli á skaðsemi tóbaks, nánar tiltekiö 20 millj- ónum króna á árinu 1978. Þessi upphæö er lægri en rekstrarkostnaður tveggja sjúkrarúma á islenskum spitala á ári. Miöaö viö um 40 þúsund króna daggjald mun reksturs- kostnaöur spltala hér i borginni vera nálægt 15 milljónum króna á hvert sjúkrarúm. Ráðstefna um reykingar og heilsufar. Til ráðstefnunnar á þriöjudag er bóöiö fulltrúum fjölmargra samtaka og stofnana, sem tengjast reykingasjúkdómum og reykingavörnum beint eöa óbeint. Mörg stutt erindi veröa flutt á ráðstefnunni um reykingar og afleiöingar þeirra, sjúkdóma hér á landi af völdum tóbaks- neyslu, kostnað samfélagsins vegna tóbaksneyslu og reykingavarnir. Þeir sem til máls taka eru Ólafur Ragnars- son, Magnús H. Magnússon heilbrigöismálaráöherra, Auö- ólfur Gunnarsson læknir, Esther Guðmundsdóttir þjóö- félagsfræöingur, Nikulás Sig- fússon yfirlæknir, Jónas Hall- grimssson læknir, Hrafnkell Helgason yfirlæknir, Guðmundur Magnússon prófessor, Ingimar Sigurösson deildarstjóri, Siguröur Bjarnasson prestur, Asgeir Guömundsson skólastjóri og Þorvarður örnólfson fram- kvæmdastjóri. I samstarfsnefnd um reykingavarnir eiga sæti auk Ólafs Ragnarssonar, Asgeir Guömundsson skólastjóri og Þorvaröur Ornólfsson fram- kvæmdastjóri. Samstarfsnefndin er til húsa að Lágmúla 9 i Reykjavik og þaban er starfsemi hennar stjórnaö. Þessari skrifstofu nefndarinnar er ætlab ab veröa miöstöö upplýsinga um tóbaks- mál og þar veröi til efni i ýmsu formi um skaösemi tóbaksnotkunar og reykinga- varnir bæöi hérlendis og erlendis. Esther Guömundsdóttir þjóö- félagsfræðingur er fram- kvæmdastjóri Samstarfs- nefndarinnar. Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur aflaö sér um 40 umboösmanna i kaupstööum og kauptúnum landsins, sem annast munu miölun ýmiss konar kynningarefnis frá nefndinni i byggöum sinum. Næsta stórverkefni Samstarfsnefndar um reykingavarnir er svo undir- búningur fyrir reyklausan dag, sem ákveðinn hefur veriö 23. janúar 1979. Þá er ætlunin aö fá sem flesta landsmenn til þess aö reykja ekki og er ráögert aö vekja athygli á skaösemi tóbaks og leiöum til þess aö draga úr reykingum á margvislegan hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.