Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 23. september 1978 Laugardagur 23. september 1978 11 V>ar oían ó b* tirst •Vtista — Vöruflutningamiðstöðin, góðan dag — Er ekki einhver bilstjóri þarna, sem fer norður nú á eftir? — Bara einhver? Jú, það eru hér bilar frá Akur- eyri og Benni á Blönduósi. Ég fékk að tala við Benedikt ólafsson og það var sjálfsagt að leyfa mér að fljóta með norður, ,,komdu bara uppúr klukkan fimm, það verður aldrei löng bið úr þvi.” Og varadekkið ofan á | allt saman Þaö er mikiö aö gera á Vöru- flutningamiöstööinni á þriöjudög- um. Flestir bilanna, sem þar hafa afgreiöslu, koma til borgarinnar á mánudagskvöldum, losa á þriöjudagsmorgnum og ferma siöan á ný. Benni var rennsveitt- ur aö troöa „helvitis trolli, sem var að koma núna rétt áðan” inn á bflinn ofan á sekki og kassa, sem þar voru komnir fyrir, og þar ofan á bættist glerkista, hjólbarð- ar og kassar, sem komu á stööina meðan veriö var aö koma trollinu fyrir og svo varadekkiö ofan á allt saman „Svo á ég bara eftir að taka rörabúnt i kjallarann og svo og iiassar getum viö fariö.”Þá var klukkan oröin sex. Keyrt i hvildartimanum Benni Óla hefur flutt vörur milli Reykjavikur og Blönduóss hátt á þriöja ár, keypti þá gamlan bil af Magnúsi á Staö i Hrútafirði og tók viö vöruflutningum, sem Zophonias Zophoniasson haföi haldiö uppi um árabil. I mai i vor keypti Benni nýjan Scania bil, ekki mjög stóran, en kostaöi þó um tólf milljónir, þrátt fyrir aö Benni náði i gamlan, en góöan kassa, sem passaöi á grindina og sparaði sér þannig á aöra milljón. — Er ekki gott aö aka þessum nýju vörubilum? spyr ég þegar við er.um farnir af staö. — Jú, mér finnst ekki erfiðara að keyra þennan en fólksbilinn minn. Þetta fer svo vel meö mann, aö ég er alls ekki þreyttari eftir að keyra þennan en þann litla. Þaö þarf lika aö vera svona, þvi að eftir að hafa unniö erfiöis- vinnu allan daginn, viö losun og lestun, er keyrslan hvlldartiminn okkar. — Hafið þið þá ekki mikiö upp úr svona mikilli vinnu? — Skatturinn hefur ágætt upp úr þvi. Ég gerði nefnilega þá skyssu aö kaupa nýjan bil, i staö þess aö nota alla peninga i endur- bætur á þeim gamla. Þaö má endalaust byggja upp gamlan bil, en þaö er dýrt og óhagkvæmt aö öllu ööru leyti en þvi aö kostn- aöurinn fæst dreginn frá skatti, sem viöhaldskostnaöur. Sú hliö skattalaga, sem aö okkur flutn- ingamönnum snýr er alls ekki sú besta. Lögin á móti eðlilegri endurnýjun Ég skil hlutverk afskrifta þannig, aö þeim sé ætlaö aö gera mönnum kleift aö endurnýja tæk- in. Þess vegna ætti afskrift aö miöast viö verð á nýju tæki á þeim tima, sem afskrift er gerö. Nú er afskriftin miðuö viö stofn- „Ég veit ekki hvernig viö færum á lyftaranum.” aö, ef viö heföum ekki hann Alla Fjölskyldan. Mæögurnar Linda Rut sem er 7 ára og Magnhildur Baldursdóttir eru til vinstri, þá Benni og Baldur, 11 ára. verö tækisins, þegar þaö var keypt og sé þaö oröiö gamalt, seg- ir afskriftin litið þegar kemur aö endurnýjun, eins og veröbólgan okkar hefur verið undanfarin ár. Þaö sem inn kemur umfram af- skriftir og rekstrarkostnaö er tal- ið tekjur og er skattlagt. Þannig vinna skattalögin gegn þvi aö viö getum endurnýjaö á eðlilegan hátt. Ráöist maöur I þaö samt sem áöur, kemur fljótt i ljós aö þeir sem leggja gjöldin á, ætla sér stærri hlut en gjöldin af þeim pen- ingum sem maöur leggur til hliö- ar til kaupanna. Engir stofnlána- sjóðir lána til þessara kaupa, en umboðin lána sem nemur 40% af kaupverði bilsins, til greiðslu á einu ári. önnur lán fást ekki nema þaö sem maöur kann að geta skrapaö á almennum lána- markaöi, meöháum vöxtum og til skamms tima. Þannig er nauð- synlegt að leggja geysilega hart aö sér viö vinnu til að hafa nokkra möguleika á aö standa nægilega vel I skilum, meö kaupverö og opinber gjöld, til aö missa ekki allt út úr höndunum. Ég fer iðulega þrjár feröir i viku og akst- urinn hvora leiö tekur um sex tima. Venjulegur dagur hefst hjá mér um leiö og fyrirtæki og stofn- aniropna á morgnana. Þá losa ég vörur af bilnum og aö þvi loknu tek ég til við aö hlaöa hann aftur. „Svo á ég bara eftir aö taka rörabúnt i kjallarann’.’ Hvfidin. ana Ég lýk þvi oftast um þaö leyti sem aörir hætta vinnu, venjulega á timabilinu klukkan 5-7 siödegis, þá sest ég undir stýriö og ek i sex tima. Þannig eru sex dagar vik- unnar, sá sjöundi fer i viðhald og hirðingu á bilnum. Konan passar vixlana Meö þessu álagi má takast aö ná tökum á kauDunum. en afleiö- ingin er að maöur lendir f hátekju skatti. Þaö er ekki hægt aö segja aö löggjafinn létti undir meö okk- ur, sem önnumst þessa þjónustu. Auðvitað er veltan mikil, og þaö má segja aö ég sé að eignast tækið, en þegar maður þarf aö borga milljónir i gjöld, sem er raunverulega að miklu leyti gjald fyrir leyfi til aö kaupa nýjan bíl i stað þess aö lappa endalaust upp á þann gamla, og má búast viö ööru eins næsta ár, vegna þess að ég legg á mig mikla vinnu til aö standa i skilum, verður ekki mikiö eftir til einkanota. Þetta væri vonlaust ef konan min væri ekki eins dugleg og hún er. Auk - þess að sjá um heimiliö og börnin, við eigum tvö börn, sét hún um bókhaldið fyrir mig og annast um fjármálin meö mér og svo vinnur hún i Búnaöarbankanum, svo hún passar vixlana mina, bæöi heima og i vinnunni. Mér finnst vanta kafla i skattalögin, sem gerir greinarmun á hátekjum, eftir þvi á hvern hátt þeirra er aflaö. Þaö er varla sanngjarnt aö meta á sama hátt til skatts, þær tekjur, sem aflað er meö þrotlausu erfiöi alla daga vikunnar, vegna þess að annarra kosta er ekki völ, vilji maður standa á eigin fótum, og þær sem skapast með vel heppn- uðum viðskiptum manna, sem vinna 40 tima I viku. Áhugamálin — Attu þá engar fristundir? — Jú, þótt margar vikur séu eins og ég sagöi frá áöan, eru þó aörar, sem ég fer bara tvær ferö- ir. Þá get ég oft tekið mér frihelgi, ef ekkert stórt þarf aö gera viö i bilnum, en ég er bif- vélavirki og geri viö allt sjálfur. — Hvað gerir þú i fristundun- um? — Ég hef helst áhuga á útilifi, fer á rjúpna-. og gæsaskytteri þegar það er leyft, áöur fór ég töluvert mikiö I fjallaferöir og ég á hesta, en hef litinn tima til aö sinna þeim. Núna skrepp ég helst út á sjó á litlum báti og fæst svolitiö viö froskköfun lika, ef ég er þá ekki bara heima hjá fjöl- skyldunni S.V. Gálfii *** SWH ' Freigáta á tslandsmiöum. Þaö kom f ijós aö bresku freigáturnar stóöust ekki veörin I N-Atlants- hafinu og þær uröu fyrir miklu tjóni. Þessi skipagerö er taiin vera gott dæmi um „flotahönnuö” skip. útreikningar standast ekki og gera veröur kostnaöarsamar breytingar á skipunum eftir á Er hægt að smíða ódýrarí varðskip? Sérfræðingar halda þvi fram að herskip og varðskip hafi verið of dýr tll þessa, og að reynsla verslunarflotans hafi ekki verið hagnýtt sem skyldi ari hraöskreiöari og betur búnir en kafbátar voru i siöari heims- styrjöldinni, þannig aö kafbáta- hernaður meö gamla laginu væri þýöingarlaus. Framhald á bls. 19. Nýlega var kynnt i Bretlandi nýtt herskip eða varðskip, sem P&O Three Quays Marine’s i Bretlandi hefur látið hanna og er það óvenju- legt að einkafyrirtæki láti hanna slik skip. Yfirstjórnir flota hinna einstöku landa hafa hingað til verið einráðar um hönnun herskipa og hafa sagt siðasta orðið. Má t.d. minna á að þeg- ar íslendingar byggðu siðasta varðskip var það sérstök nefnd sem undirbjó skipasmiðina. Herskip fyrir fátæka Þegar um er að ræöa fiskiskip eöa vöruflutningaskip, þá ræöur arðsemissjónarmiöiö mestu. Skipið verður að vera tiltölulega ódýrt miðað við þær tekjur sem það hugsanlega getur afíað. Allt um boröveröurað verasem hag- kvæmast og skipin verða að vera ódýr i rekstri. Fram til þessa hafa rikisút- gerðir herskipa og varðskipa litt hugsað til þessara hluta. Hver og einn hefur gælt viö eigin hug- myndir, menn hafa unniö hver i sinu horni þar til nú, aö hannaö hefúr verið herskip eöa varöskip, sem á að sögn hönnuöanna aö bæta úr þessu. Þeir setja fram hugmyndir um skip sem hentað geti striösflotum þjóöanna, bæði stórþjóöa og smáþjóöa. Skip fyrir rikar þjóöir og fátækar. Hönnuðir nýja skipsins töldu viö rannsóknir, að varðskip og herskip þjóöanna væru alltof dýr. Þar væri bruölað með fé al- mennings úr hófi fram. Svo virtist lika sem sjóherir þjóöanna séu þvi sem næst ófáan- legir til þess að hagnýta sér reynslu verslunarflotans nema sem allra minnst og þannig hafa framfarir i herskipagerð ekki verið teljandi. Þeir ákváöu þvi aö teikna hentugt raösmiðaö skip fyrir sjó- heri landanna þar sem reynsla af siglingum og skipum almennt væri höfö að leiöarljósi. FLOWER skipið Arangurinn varö ný gerö skipa er hlaut samheitiö FLOWER-86 en svohét deild af korvettum sem gat sér gott orö i siðari heims- styrjöldinni, en korvetturnar tóku þátt i orrustunni um Atlantshafið. Hin nýja korvetta hefur svipað hlutverk og fyrirrennarar hennar sumsé kafbátahernað en margt hefúr samt breytst t.d. eru kaf- bátar nútimans miklu fullkomn- Teikning af nýja varöskipinu sem ætiaö er aö lækka verulega kostnaö viö smiöi minni herskipa og varöskipa. Fjáröflun fatlaðra á sunnudag... — fé m.a. variö til bygg- ingar íbúða fyrir fatlaða — Sunnudagurinn 24. september n.k. er fjáröflunardagur Sjálfs- A fundi forráðamanna Sjálfs- bjargar meö fréttamönnum kom fram, aö undanfarin ár hefur sala merkja Sjálfsbjargar fariö heldur dvinandi. Nú er hins vegar ætlunin aöauka söluna meö bættu skipulagi og er von til aö það tak- ist ekki sist vegna hinna góöu undirtekta sem fatlaöir heföu alls staðar fengiö upp á siökastið. Þeir fjármunir sem söfnuöust verða m.a. notaðir til að fullgera framkvæmdir á vegum lands- sambands Sjálfsbjargar að Há- túni 12 i Reykjavik. Þar voru teknar I notkun sl. vor 18 ibúðir I vésturálmu hússins en ólokiö er viö aörar 18 ibúöir og fer þaö eftir fjárráðum hvenær þeim verður lokið. Þessar ibúðir eru ætlaöar þeim sem ekki þurfa á sérþjónustu aö halda en einnig fólki utan af landi sem kemur til borgarinnar til lengri eöa skemmri dvalar. Þá stendur fyrir dyrum aö hefja i Sjálfsbjargarhúsinu rekst- ur dagvistunar fyrir fatlaöa. Hús- rými er fyrir 15-20 manns, en mikil þörf er fyrir slikt húsnæöi. Til alls þessa þarf mikið fjár- magn og væntir þvi Sjálfsbjörg góðra undirtekta almennings á söludaginn. Arsrít Sjálfsbjargar, en það flytur ýmiskpnar fræöslu- efni tengt málefnum fatlaöra kostar 300 kr. en merkiö 200 kr. Salan fer fram hjá Sjálfsbjargar- félögum og öörum velunnurum samtakanna um allt land. Afgreiðsla blaöa og merkja á Stór-Reykjavikursvæöinu veröur að Hátúni 12, 1. hæö laugard. kl. 13-16 og sunnud. frá kl. 10 árd. i hinum nýju ibúöum er aðstaða öll miðuð við þarfir fatlaðra. bjargar. Þennan dag er leitað eftir stuðningi landsmanna til eflingar starfsemi iandssam- bands Sjálfsbjargar og hinna einstöku félags- deilda innan þess. Þá verða seld merki Sjálfsbjargar og ársritið Sjálfsbjörg 1978. Séð inn i eina af Ibúðunum i Hátúni 12. Framlag almennings á fjár- öflunardegi Sjálfsbjargar kemur fötluðum hér I góðar þarfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.