Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. september 1978 13 Minning Jensína Björnsdóttir frá Gröf í Bitrufirði, Strandasýslu Fædd 23/2 1905 - Dáin 12/9 1978 Þann 12. sept. andaðist á Borgarspitalanum i Reykjavik Jensi'na Björnsdóttir frá Gröf eftir uppskurö. Það kom ástvin- um h'ennar nokkuö á óvart enda þótt hún væri áour búin ao ganga undir mikla uppskurði meö stuttu millibili. Það gengur s vo til i þessu lif i aö viö erum ávallt óundirbUin að mæta þeim örlögum sem okkur öllum eru ásköpuð. Sá sem öllu ræður kallar okkur til starfa og þvi kalli veröum viö að hlýða. „Þar kaupir sérenginn fri." Guð einn veit hvað okkur mannanna börnum er fyrir bestu og eru þessi vistaskipti óumflýjanleg. Hans vegir eru órannsakanlegir. Jensína f æddist að Óspakstaða- seli 23. febrúar 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Pálsdóttir og Björn Björnsson er þar bjuggu. Barnung fluttist hiin til móöursystur sinnar, Jensinu Pálsdóttur og manns hennar, Einars Éinarssonar að Gröf I Bitrufirði. Þar ólst hún upp, til fullorðinsára naut hún þar mikils ástrfkis fósturforeldranna sem rey ndust henni sem bestu foreldr- ar og var hún þeim svo kær að þau máttu varla af henni sjá. Ekki naut hún skólagöngu utan undirbUnings fermingar en Maria dóttir fóstru hennar sem var vel menntuð mun hafa kennt henni i heimahúsum bæði bóklegt og verklegt nám svo að hún stóð ekki að baki jaf naldra sinna er út i lifið kom. enda var hUn námfús og góðum gáfum gædd. HUn las mik- ið/var vel minnug og unni öllum skáldskap bæði i bundnu og óbundnu máli enda sjálf vel skáldmælt og fljót að kasta fram stöku viö ýmis tækifæri. Hún naut sin vel i hópi góðra vina á mann- fundum og gleðistundum. Snemma fór hún að hjálpa fóstru sinni sem var ljósmóöir og þurfti oft að vera að heiman vegna starfa sina. Og er ellin færðist yfir fósturforeldra hennar Minning og fóstru hennar orðin erfið heimilisstörfin, tók' hún að sér ráöskonustarfiö og sá um heimilið sem oft var mannmargt. Bæði voru börn, unglingar og gamalmenni sem oft var erfitt fyrir unga stúlkuna að sinna öllu og gera gamla fólkinu til hæfis, þvi oft sýndist sitt hverjum. Þurfti hUn stundum að synda milli skers og báru og gera alla aöila ánægða,en alltaf var Jen- sina ljúf og glöð i lund og átti þá til að senda visu eða segja smá- skritlu uns allt féll i ljUfa löð. Mikil gestanauð var alltaf i Gröf, póstafgreiðsla var alllengi þar og gistu þvi „póstarnir" oft þar með marga hesta og ferðamenn sem oft voru i fylgd með þeim. Sima- afgreiðsla var einnig og var oft mikið um gesti i sambandi við simann og var þessu fólki vel tek- ið með rausn. Fdstursystkini átti Jensina tvö, Ágústu Jónsdóttur en hUn fór ung að heiman og giftist Þorsteini Sigurðssyni á Vatns- leysu,formanni Búnaðarfélags ís- lands. Með þeim fóstursystrum var mjög kært og vissi ég að þær nutu þess vel að hittast og rifja upp gleðistundir f rá æskuárum og æskuheimili. Fósturbróðir henn- ar var Guðmundur Einarsson sonur fóstra hennar frá fyrra hjónabandi, héldu þau fóstur- , systkini heimilinu saman uns Jensina Pálsdóttir lést, en eftir það fór að losna um Jensinu. Arið 1944 fer Jensina frá Gröf, fluttist þá austur að Markarfljóti ráðskona til Eysteins Einarsson- ar, bjuggu þau saman i 30 ár. Þau eignuðust 4 börn,3 drengi og 1 stUlku sem do ung. Einn dreng átti Jensina áður, Einar Hliðdal og er hann bUsettur i Sviss, verkfræðingur að mennt. Hinir dréngirnir eru Jens, Dofri og Gfsli. Allt eru þetta efnismenn sem reyndust móður sinni vel. Þess skal getið að eftir að Jen- sina fluttist austur undi fóstri hennar illa hag sinum fyrir norðan.tók hUn hannþá til sin og stundaði hann uns yfir lauk,flutti siðan jarðneskar leifar hans norður að Óspakseyri og gerði Ut- för hans virðulega. Hann hvilir þar við hlið konu sinnar. Arið 1974 slitu þau samvist- umJensina og Eysteinn og hUn flytur til Reykjavlkur. Tók hUn ' þar að sér að stunda farlama mann sem litla björg gat sér veitt, gerði hUn það með sömu trú- mennsku og samviskusemi og hUn haföi stundað fósturforeldr- ana. Foreldrar Jensínu áttu 12 börn, mörg af þeim dóu ung, urðu eins og svo margir á þeim árum, „hvita dauðanum að bráð". En hun hélt alltai' sambandi við eftir- lifandi systkini sin. Ég votta sonum hennar og systkinum mina innilegu samUð, þau eiga minningu um astkæra móður og systur sem enginn skuggi fellur á. Sætið hennar er autt og verður ekki fyllt «n vonin um endurfundi græðir hjartasár- in. i'og þakka hinni framliðnu margar ánægjustundir og bið henni guðs blessunar i sinu nýja heimkynni. í von um að hittast siðar kveö ég þig- Ragnheiður J ónsdótt ir frá Broddadalsá Þetta sem ég skrifa nU er skrifað i minningu hennar Sinu minnar sem nU er dáin. HUn dó eins og hUn hafði lifað.glöð og reif, sátt v'ið lil'ið og sátt við dauðann. HUn sagði við mig á okkar siðustu samfundum að hUn væri viss að hUn lifði ekki lengi Ur þessu og væri bUin aö sætta sig við það. En ég,svo illa sem þetta kom við mig,hló bara og sagði að það væri von, þvi ekki væri mikið eftir af manneskju sem á fáum árum væri búin að gangast undir átta uppskurði. Við hlógum mikið og skemmtum okkur vel þennan dag,annan dag LandbUnaðarsýningarinnar á Selfossi, þar sem við tróðumst i gegnum mannfjöldann hönd i hönd, en vorum þo alltaf að týna hvor annarri. Jensina var dóttir hjónanna Ingibjargar Pálsdóttur og Björns Björnssonar. Þau áttu fjölda barna, eöa tólf alls. Jensina ólst upp i Gröf i Bitru hjá Einari bónda þar og Jensinu Pálsdóttur. A þvi heimili var mikill erill og gestanauð, þvi að Gröf er næsti bær austan Bitruháls, sem þá var fjölfarinn og langur fjallvegur.' Þótti sjálfsagt að koma viö i Gröf og fá sér hressingu eða jafnvel gista. Þarna var öllum jafn vel tekið jafnt háum sem lágum, en langur varð oft vinnudagurinn hjá fólkinu á bænum þeim. Fljótt eftir fermingu tók Jen- sina við allri bUsýslU innanhUss, fyrst hjá fósturforeldrum sinum og siðar fósturbróður sinum, Guðmundi Einarssyni,sem tók við bUinu af gömlu hjónunum. Ég kom sem barn á hverju vori að Gröf með móður minni og gistum við þar oftast. Mér fannst endi- lega að alltaf hafi verið kvöldskin, fuglasöngur og sóleyjar i vasa i glugganum. Og rnik.il glaðværð og hlátur, Meöan Jensina var i Gröf eignaðist hUn dreng, Einar Rafn Hliðdal. Hann nam verkfræði og hefur lengi verið bUsettur i Sviss. Siðar var hUn sambýliskona bróður mins, Eysteins Einarsson- ar i þrjátiu ár. Þau eignuðust fjögur börn, Jens Ólaf, Dofra, og Gisla og einnig telpu sem dó ný- fædd. Ævi manns er löng saga i fáum orðum og ætla ég mér ekki þá dul að geta tUlkað lii' og tilfinningar annarra. Sist hennar Sinu minnar sem aldrei bar trega sinn á torg, né kvartaði um eitt eða neitt. Stöku sinnum greindi maður þo- alvöruna bak við gamanið i hin- um smellnu lausavisum hennar, en hUn var vel hagorð. Styrkur hennar var það,hvernig hUn sá alltaf fyrst og fremst glettnina i veraldarveðrinu og nauðsyn þess að vera ekki alltaf að nöldra Ut af ráðstöfunum almættisins. Ef til.er einhver staður á nýja landinu hennar þar sem hægt er 'að sitja i ró og næði yfir góðum kaffibolla, spauga og glettast og láta fjUka i kviðlingum, þá er Sina min þar. Og þegar minn timi kemur að fara þessa óþekktu lokaferð, þá vildi ég gjarnan slást i hópinn. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka allar okkar sam- verustundir. G.uð geymi þig, vina min. Jóna VigfUsdóttir. Þóra Jóhannesdóttir í Giljum Fædd 19/12 1899 - Dáln 12/9 1978 Þegar ég frétti lát Þóru Jó- hannesdóttur f Giljum, skorti eina viku til, að 44 ár væru liðin frá láti systur minnar, Raghhildar Jóns- dóttur, og rif jaðist þetta upp fyrir mér vegna vináttu þeirrar, sem rikti æ þeirra á milli, meðan þær lifðu báðar. Hefir systur minnar hvergi verið getið, svo að ég viti, en nU við dánarfrétt Þóru verður hUn mér venju fremur minnis- stæð Var systir min greind kona sjálfstæð I hugsun og skapföst, og get ég þess hér, vegna þess, sem álykta má af þvi um Þóru. Það hefir verið sagt, aö af vinum sln- um megi mahn þekkja, enda mátti mjög á sama veg segja um hina nýlátnu konu. Mun það af miklu leyti hafa leitt af vináttu þeirra Ragnhildar, að hjá Þóru átti ég og minir nánustu ævinlega ósvikinni vináttu að mæta, og sýndi sig þar tryggð hennar. Og það er ekki um skamman tima, sem éghefihér að minnast, þvi að hér var nálega um ævilanga kynningu að ræða. Alla tið vorum við samsveitungar. Þóra var fædd að Giljum i Hálsasveit 19. des. 1899, og vant- aði þrjá daga til, að ár væri á milli hennar og systur minnar, sem fædd var 22. sama mánaðar ári fyrr. Clst Þóra upp hjá for- eldrum sinum, Mariu Jóelsdóttur og Jóhannesi Jóhannessyni, og voru það borgfirskar ættir, sem að henni stóðu, ættir grandvarra og góðra manna svo langt sem ég þekki. Man ég fyrst eftir Þóru, er ég kom að Giljum á leið til Fljóts- tunguréttar haustið 1909, og var ég þa í fylgd með föður minum og afa.Man ég,aðafiminn ræddi þá eitthvaðvið hana.og aðhUnsvar- aöi þvi greinilega, en þó ekki af neinni viöleitni til að láta á sér bera. Mun það jafnan hafa verið háttur hennar siðan, að troða sér hvergi fram, en láta þo aldrei skorta greinilega svör við þvi, sem hverjusinni varum aðræða. i hjUkrun móður sinnar, sem um margra ára skeið var rUmföst og með öllu ósjálfbjarga. Tvo syni og tvær dæt.ur eignuð- ust þau Þóra og Gestur, og eru dæturnar, Maria og Ragnhildur, giftar fyrir nokkuð löngu, en syn- irnir, Jóhánnes og Margeir, hafa eftir fráfall föður sins, sem varð 1963, verið fyrirvinna móöur sinnar, og eru þeir ókvæntir. Og nU er hér komið að leiöar- lokum, og finnstmér sem það hafi orðið heldur fyrr en varöi. Var það fyrst i vor og á seinni hluta siðasta vetrar, að sjá mátti að hverju fór, þó aö. ekki yrði spitalalegahennar nema vika eða naumast það. — Oft heyröi ég á Þóru hin siðari ár, að hun fann til þess, hve þunnskipuð hUn var orðin fylking þeirra, sem hUn haföikynnst iæsku sinni og siðar, og gæti ég trúað, að lífslöngun hennar af þeim ástæðum hafi farið heldur flvínandi. Þvi fór að vísufjarri, að hún reyndi nokkru sinni til að draga sig út Ur félags- skapeða samneyti viðannað fólk, því að alla tlð var hUn félagslynd. En þeir sem horfnir voru, virtist mérhenniverajafnanmesti hug. Hvort hugur hennar hefir þá stundum hvarflað að þvi, sem við tekur, veit ég ekki, þvi að' þaö ræddi hún aldrei um. Samt,ætla ég hér að lokum segja það, sem ég hygg vera i þvi efni. Ég heyrði sagt, að Þóra hafi að viðstaddri annarri dóttur sinni liðið Utaf þarna á spitalanum einsog þegar sofnað er rólegum svefni. En af þeim svefni hygg ég að hún muni vakna aftur á öðrum og fegri staö, fagnandi horfnum vinum, og þannig komast að raun um, að framlifið er ekki siöur raunveru- legt en það, sem hUn fæddist til fyrir nálega 79 árum. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum NU er Þóra frænka min i Giljum dáin. HUn andaðist 12. sept. I sjúkra- hUsinu á Akranesi eftir ska'mma legu tæplega 79 ára. Var Þóra í besta lagi minnug og fróð um margt, og þótti mér, og þó einkum siðari árin, oft gaman að rekja með henni og rif ja upp eitt og annaö frá liðinni tíð. Varð ég þá oft var við, hve vel hUn haföi tekið eftir ýmsu I fari sam- ferðamanna sinna og hve glöggur mannþekkjari hún var. Vorið 1916 missti Þóra föður sinn, og varð hann bráðkvaddur i smalamennsku. Dvaldi hUn eftir. þaö hjá móður sinni, sem stýrði bUi sinu áfram. Tæpum 10 árum siðar giftist hun Gesti Jóhannes- syni, sem þá um nokkurra ára skeið hafði veriö bUstjórj móöur hennar við góðan orðstir, enda reyndist hann siðar atorkusamur bóndi og góður þegn sinnar sveit.- ar. Mun Þóra þar ekki hafa látið sinn hlut eftir liggja, og mun þo mest haf a reynt á þolgæði hennar HUn fæddisti Giljum 19. desem- ber 1899 og þar ól hUn allan sinn aldur. Foreldrar hennar voru hjónin Maria Jóelsdóttir og Jó- hannes Jóhannesson, sem bæði voru af kunnum og fjölmennum ættum um Borgarfjörð. Var heimili þeirra hjóna myndar- heimili en nokkuð i eldri stil. Ung að árum missti Þóra föður sinn sviplega en móðir hennar hélt bUskapnum áfram eins og ekkert hefði i skorizt, unz heilsu -, þraUt nokkrum árum siðar. Kom ¦ svo að hUn var löngum rUmliggj- andi og hjálparvana. Nokkru eftir lát Jóhanncsar réðst til bUstjórnar með Mariu ungur maður, Gestur Jóhannes- son. Var faðir hans Lunddælingur en móðirin Ur Kjós. Fór nU svo eins og oft vill verða að saman dró með unga fólkinu, og voru þau Þóra gefin saman i hjónaband árið 1925. Gestur geröist brátt athafna- rnikill bóndi og bætti mjög jörð sina. Varð hUn i hans höndum með beztu jörðum sveitarinnar, þott áður mætti hUn fremur telj- ast til smábýla, þótt farsæl þætti að ýmsu leyti við þáverandi bú- skaparhætti. Gestur varð ekki gamall maður. Hann andaðist snögglega árið 1959,en Þóra hélt áfram bUskapnum til æviloka með sonum sinum tveimur. Þeim Þóru og Gesti varð fjögurra barna auðið: Synirnir, Jóhannes og Margeir, báöir ókvæntir á æskuheimili sinu og dæturnar: Maria gift Geir Jóns- syni, kjötiðnaðarmanni hjá Sláturfélagi Suðurlands og Ragn- hildur hUsfreyja á Snældubeins- stöðum i Reykholtsdal,gift Helga MagnUssyni. Vettvangur Þóru i Giljum var um fátt frábrugðinn þvi sem ger- ist um bændakonur, þar sem inn- anhUsstörfin og uppeldi barnanna situr i fyrirrUmi. Annirnar verða helzti margar og fáar stundir til þess að sinna öðrum hugðarefn- um. BU var i stærra lagi og börnin mjög jafnaldra og mörgu að sinna við umönnun þeirra og uppeldi. Arum saman varð Þóra aö vakna einu sinni eða oftar hverja nótt til móður sinnar sængurliggjandi og magnvana,snUa henni i rUminu og hagræða. öll þau ár mun hUn aldrei hafa' verið að heiman næturlangt, þvi að gamla konan var vana'föst og kunni illa umönn- un annarra en dóttur sinnar. Starfsdagurinn var orðinn langur og annasamur og siðustu árin var Þóra orðin þrotin að kröftum, en áhuginn um sinn verkahring entist henni til hinztu stundar. Mér er enn i barnsminni hve miklir hátiöisdagar það voru þeg- ar Þóra kom i heimsókn eöa ég fékk að heimsækja þær mæögur, frændkonur minar i Giljum. Þótt langt sé nU um liðið hafa ekki önnur bönd orðið mér traustari tengsl við ættbyggð mina og æskuslóðir. NU er sá þáttur slitinn og ekki annað eftir en að þakka samverustundirnar, kveðja sið- ustu kveðju og bera fram mátt- vana samUðarorð min og konu minnar til barna hinnar látnu og annarra aðstandenda. Haraldur Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.