Tíminn - 30.09.1978, Síða 1
-------------f-----------
Ræöa utanríkisráðherra
á allsherjarþingi SÞ
— Sjá bls. 9 og 13
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykiavík
Kvöldsimar 86387 & 86392
- segir Ragnar Arnalds,
„ ef það er falt,” um
húsnæðismál mennta-
málaráðuneytisins
Kás — „Sambandshúsiö er eitt
af mörgum húsum, sem vei gæti
komið til greina. Það er byggt
sem skrifstofuhús og er
áreiðanlega i all góðu ástandi,
að þvi er ég best veit. Þvi tel ég
það vel koma til greina, ef þaö
er þá falt”, sagði Ragnar Arn-
alds, menntamálaráöherra, i
samtaii viðTfmann i gær, þegar
húsnæðismál menntamálaráðu-
neytisins bar á góma. En þvi
hefur heyrst fleygt að Sam-
vinnumenn væru jafnvel fáan-
legir tíl aö selja stjórnvöldum
hús sitt við Sölvhólsgötu.
„tsambandi við Viðishúsið þá
vil ég segja það eitt”, sagöi
Ragnar ,,að ég tel að mennta-
málaráðuneytið eigi að athuga
möguleikaá að selja Viðishúsiö.
Að minnsta kosti þann hluta
hússins sem ætlaður er ráðu-
neytinu. tframhaldi af þvl verði
leitað eftir kaupum á öðru hús-
næði, sem betur hentar starf-
semi þess, og ódýrara veröur að
innrétta.
Þó að það liggi nú fyrir að
menn vilji bjóða i húsið, hefur
ekkert verið athugaö hvort við-
unandi verð fæst fyrir þaö.
Þetta eru fyrst og fremst aðilar
sem ætla aö nota húsið til iðn-
rekstrar, og segjast þeir geta
notað þaö án verulegra breyt-
inga, enda sé það byggt sem
iðnaðarhúsnæði.
Þeir hafa sagt mér það, að ef
innrétta ætti húsnæðið fyrir
skrifstofur, þá sé það bæði
óhentugt til þess, og geysilega
dyrt”, sagði Ragnar aö lokum.
Verður í framtíðinni
Ríkisskattur af sykursölu?
Rétt eins og á tóbaksvörum og áfengi
SJ — Gallinn er sá aö sykur er
ódýr orkugjafi ogheldur velli sem
slíkur. Þetta veldur ofneyzlu á
þessari vörutegund ogoffítu. Syk-
urinn veldur kostnaði i heilbrigð-
isþjónustunni rétt eins og tóbaks-
Lögreglan hættir sjúkraflutningum:
Stórmál fyrir
sum sveitarfélög
— breytír litlu annars staðar
HEI — „Þetta er auövitað stór-
mál fyrir mörg sveitarfélög, ef
þau eiga að fara að sjá um alla
sjúkraflutninga. Hjá okkur er
björgunarsveit, sem ég reikna
með að yrði fengin til að annast
þetta, en ég tal víst aöþaö verði
mikiö óhönduglegra og dýrara”
sagði Bogi Sigurbjörnsson á
Siglufirði er Timinn spurði hann
álits á þvi að lögreglan yrði látin
hætta að annast sjúkraflutninga
úti á landsbyggðinni.
„Ég held aö þetta sé vanhugs-
að,” sagði Bogi, ,,og veröi bara
til aö blása enn út báknið.”
„Hjá okkur breytir þetta
engu”, sagði Guömundur Sig-
urösson, héraðslæknir á Egils-
stöðum. „Við höfum skipulagt
sjúkraflutningana með allt öðr-
um hætti. Heilsugæslustöðin sér
um rekstur á tveim bilum, og
starfsmenn stöðvarinnar sjá um
sjúkraflutninga á daginn. Siðan
er byggð upp vakt sjálfboðaliða
sem alltaf er hægt að ná i á öðr-
um timum. Astæðan fyrir þvi að
þetta er ekki óheyrilega dýrt er
að þessirmennfáenga greiðslu,
nema i þeim tilfellum sem þeir
eru kallaðir út.
Annars hlýtur þetta að vera
mjög mismunandi eftir héruð-
um, svo þessi breyting veldur
sjálfsagt vandræðum á mörgum
minni stööum”.
,,t sambandi við þetta mál
sýnist vafalaust sitt hverjum”
sagöi Brynjólfur Sveinbergsson
á Hvammstanga. „Aður fóru
þessir flutningar fram i stórum
einkabilum, en siðan var staöið
fyrir almennri söfnun fyrir bil
og Rauöakrossdeildin á staðn-
um gaf siðan annan. Ráðnir
voru tveir menn til að keyra
þessa bila og þeir eru i þannig
störfum aö þeir meiga svara
kalli hvenær sem er og eru siðan
alltaf á bakvakt. Rekstur bil-
anna er greiddur af sýslufélag-
inu”, sagði Brynjólfur að lok-
um. Hann taldi aö svipað fyrir-
komulag væri haft á þessum
málum i A-Húnavatnssýslu.
neysla og þvi væri ekki fjarstætt
að skattleggja hann svo sem gert
er við tóbaksvörur.
Svo fórust Arsæli Jónssyni sér-
fræðingi i lyfjalækningum á
Landsspitalanum oröi spjalli viö
Timann. Eins og ýmsir stéttar-
bræður hans nú siðustu ár er Ar-
sæll áhugamaður um aukna
neyzlu náttúrulegra (óunninna)
kolvetna. Hann telur æskilegt að
byggöar yrðu kornhlöður hér á
landi, kornið flutt inn heilt og
þanniö réðu menn möluninni hér
heima. A ráöstefnu um neyzlu-
venjur og heilsufar fyrir nær
hálfu ööru ári setti Arsæll fram
þessar ogaðrar hugmyndir sinar
um aðgeröir til aö stuðla að bætt-
um neysluvenjum og nefndi þar
m.a. skattlagningu sykurs.
— Mér vitanlega hefur skatt-
lagning á sykur hvergi verið
framkvæmd, sagöi Arsæll, en
engu aö síður eru ýmis riSc, sem
mæla með slikri aðgerð.
Obbinn af sjúkdómum þeim,
sem læknar glima nú við, fylgja i
kjölfar óæskilegra lifsvenja
fólks, og geri ég ráð fyrir aö
neysla sykurs og annarra unn-
Framhald á bls. 19.
Sagað í skjóli nætur
við Laugaveginn
ATA — Þá er það horfið stóra
tréð við Laugarveginn.
Það átti að byggja hús viö
Laugaveginn, nánar tiltekiö á
lóðinni við Laugaveg 62. A lóð-
inni var meðal annars 12-14
metra hár silfurreynir og var
þaö á friöuöum gróðurreit. Af
þeirri ástæöu fékkst ekkert
byggingarieyfi á lóðinni.
Eigandi lóðarinnar vildi ekki
una þessum málalokum, taldi
tréð ekki vera þess virði að lóöin
stæði húslaus og hún honum
þess vegna litils virði. Menn frá
borginni litu á tréð og töldu það
ónýtten skógræktarmenn rann-
sökuðu tréð einnig og töldu það
geta lifaö I hundraö ár til viöbót-
ar.
Þannig stóð lengi i stappi.
Einn morguninn i vikunni sáu
árrisulir ibúar við Laugaveginn
að tréð var horfið. Eftir aö hafa
staðið af sér 50 ára baráttu við
óbliða náttúru landsins og
mengun borgarinnar, varö þaö
að láta i minni pokann fyrir sög-
inni. Um kvöldiö eða nóttina
höfðu menn, vopnaðir sögum,
lagt til atlögu viö tréð.
Trénu var fórnað fyrir gler-
höll. Það var deUt um það áður
en tréð var feUt og enn deila
menn við Laugarveginn um
það, hvort tréö eða húsiö áttu
meiri rétt á sér.
En það er eftirsjá aö stóra
trénu viö Laugaveginn.