Tíminn - 30.09.1978, Qupperneq 13
Laugardagur 30. september 1978
13
O Ræða Benedikts
aga, mannúö og menntun, sem
kúguö þjóö getur aölagast nýj-
um aðstæöum og nýrri framtið.
Þetta hefur verið okkar
reynsla — og þetta hefur lika
verið reynsla margra annarra
nýfrjálsra rika, hvers á sinn
hátt. Skjótfenginn auður og
hraðfengin menntun geta valdið
alvarlegum erfiöleikum og
hættu á aö sjálfsákvöröunar-
rétturinn, sem okkur öllum er
svo kær, tapist. Fjölþjóöafyrir-
tæki, lánadrottnar og jafnvel
valdamiklar alþjóöastofnanir
geta meö leynd komið i staö
hinna augljósu nýlenduherra,
sem við bjuggum við. Einstakar
þjóöir verðanú átimum aösýna
hófsemd og sjálfsaga heima
fyrir, ef þær gera sér vonir um
aö finna hiö sama á alþjóöavett-
vangi. Hér verður hver að lita
fyrst i eigin barm, nú sem
endranær.
1 veraldarsögunni hefur lánið
leikiðmeira við sumar þjóöir en
aðrar, hver svo sem ástæöan er.
Sumar búa við menntun, þekk-
ingu, tækni, iönaö og allsnægtir,
en örlög annarra hafa veriö
fólksmergö, fátækt, sjúkdómar
og menntunarskortur. í háþró-
uðum iðnaðarlöndum eru allir
sammála um, þó i mismunandi
miklum mæli, að hinir riku
verði að láta af höndum veru-
legan hluta auðæfa sinna til þess
að hjálpa þeim, sem eru fátæk-
ari og ekki eins lánsamir. Enn
hefur þessi stefna þó ekki hlotið
traust fylgi i samskiptum þjóða.
Við verðum að halda áfram á
þessari braut og við verðum að
ná mun meiriárangrisem fyrst.
Ekki ætla ég að leggja dóm á,
hverjareruhinar réttu aðferðir,
bein efnahagsaöstoð, hærra
hráefnaverö eða eitthvað ann-
að. Ég vil aðeins minna á, að sé
svöngummannigefinnfiskur, er
honum gefin máltið — en ef hon-
um er kennt að veiða fisk, er
honum tryggð lifsafkoma.
Einnig ýmis vonbrigði
Það er ekki við hæfi, að sendi-
nefnd litillar og óvopnaðrar
þjóðar leyfi sér að gefa öðrum
ráð um tæknileg hernaðarmál-
efni, en ég kemst ekki hjá þvi að
láta i ljós þungar áhyggjur okk-
ar tslendinga vegna litilla fram-
fara á afvopnunarsviðinu, sér-
staklega varöandi hin voðalegu
gjöreyðingarvopn, sem standa
tilbúin og miðað er á þéttbýlis-
svæði, þar sem þau geta tortimt
margfaldlega öllu lifi og eign-
um. Við höfum lika oröið fyrir
vonbrigðum vegna litils árang-
urs i'viöræðum um gagnkvæma
fækkun herliðs, sem búið er
venjulegum vopnum.
1 þessu sambandi er einkum
tvennt, sem ég vil leggja
áherslu á. 1 fyrsta lagi er þaö
raunalegt að vera vitni að þvi,
að þróunarlöndin noti stórar
fjárfúlgur af takmörkuöum efn-
um til kaupa á vopnum, her-
gagnaframleiðendum tii ánægju
og hagnaðar. Þetta er að taka
mat frá svöngum og lyf frá
sjúkum — sannarlega hörmu-
legasta hliðin á vigbúnaðar-
kapphlaupinu.
Hitt atriðiö, sem ég legg
áherslu á, varðar aftur höfin
viðáttumiklu. Nú stendur yfir
mikið og vaxandi vigbúnaðar-
kapphlaup á sviði sjóhers,
kaupskipa, fiskveiða og rann-
sókna, allt i hernaðarþágu. Að
sýna fánann í hverri höfn i
heiminum, eins og risaveldin
gera, er vottur um nýja heims-
veldisstefnu. Þaö er hörmulegt
að vita til þess, að kafbátar
hlaðnir kjarnorkueldflaugum
sigla stöðugt um gamálkunnar
fiskislóðir og sjómenn geta átt
von á þvi að fá alls konar
rafeindatæki i veiðarfæri sin.
Það er allt i beinni mótsögn viö
það, sem gert hefur veriö á haf-
réttarráðstefnunni, en þar hefur
komið fram mikill áhugi á aö
vernda hafið og lifriki þess, svo
að sem mestur afli fáist án þess
að gengið sé á fiskistofna, til að
efla verslunarviðskipti og auka
mannlega þekkingu i friðsam-
legum .tilgangi.
Við stöndum enn frammi fyrir
stórhættulegri þróun mála i
Mið-Austurlöndum. Viö höfum
alltaf stutt viðleitni Sameinuðu
þjóðanna til að koma á sann-
gjarnri lausn deilumála og friði
á þessu svæði. Siðustu atburðir,
og þá sérstaklega viðrðurnar i
Camp David, eru að minu mati
spor i rétta átt. Ég vil koma a
framfæri þakklæti til allra
þeirra sem að sáttum hafa stðið
og láta i ljós aðdáun á þeirri
stjórnvisku og hugrekki, sem
aðilar hafa sýnt. Ég vona að
starfsemi Sameinuðu þjóðanna
á þessusviöi eflist og heiti enn á
ný stuðningi sendinefndar
tslands.
Við erum einnig að
móta framtiðina
Fjölmörg önnur vandamál
eru á dagskrá þessa allsherjar-
þings og biöa úrlausnar á
stjórnarskrifstofum um allan
heún, en ég ætla ekki að reyna
að gera þeim skil. Ég hef eink-
um fjallaö um málefni, sem
varða íslensku þjóðina og þá
helst þau, þar sem við getum ef
til vill lagt eitthvað gagnlegt til
mála. Við munum hlusta af
athygli á þá, sem bera meira
skynbragð en við á önnur mál,
áður en við ákveðum á hvern
hátt við notum dýrmætan
atkvæðisrétt okkar á þessu
virðulega þingi þjóðanna.
Við skulum minnast þess, að
flest vandamálin eru af manna
völdum, ogmenn geta leyst þau
ef viljinn er fyrir hendi.
Viö skulum á þessum vett-
vangi leitastvið að koma auga á
og leysa aðsteöjandi deilumál,
áður en i odda skerst.
Við skulum þess vegna skipt-
ast hreinskilnislega á koðunum
án illdeilna.
Við skulum vera minnugir
þess, að við erum ekki aðeins að
leysa vandamál samtiðar okk-
ar, heldur einnig að móta fram-
tiðina.
Islenska þjóöin trúir á frið
og frelsi, réttlæti og jafnrétti
fyrir þjóðir og einstaklinga.
För Sameinuðu þjóðanna inn i
óravegu framtiðarinnar hófst á
einu fyrsta skrefi, en við erum
komin af stað, þótt leiðarlok
sýnist liggja langt undan.
Við óskum Sameiíiuöu þjóðun-
um meira og vaxandi gengis
undir öflugri forystu þeirra. Við
óskum þess, að sem mestur
árangur náist af störfum þessa
allsherjarþings undir traustri
og ágætri stjórn yðar, herra
forseti. .
Aukatónleikar
ATA — Sunnudaginn 1.
október mun Sinfóníu-
hljómsveitíslands halda
sina fyrstu hljómleika i
Háskólabiói á nýbyr juðu
starfsári.
Þessir tónleikar eru haldnir i
tilefni af því, að 1. október er al-
þjóðlegur tónlistardagur og hans
er minnst um viða veröld. Þetta
er i fýrsta skipti sem þessa dags
er minnst á Islandi sem alþjóð-
legs tónlistardags, en það var
fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna
að 1. október var valinn.
Efnisskráin á tónleikunum
verður: Fylgjur, eftir _Þorkel
Sigurbjörnsson, Pianókonsert,
eftir Zygmunt Krauze og Sinfónla
nr. 3 (skoska sinfónian) eftir
Mendelssohn.
Stjórnandi á þessum tónleikum
verður bandariski hljómsveitar-
stjórinn og fiðluleikarinn Paul
Zukofsky en honum hefur Þorkell
Sigurbjörnsson tileinkað verk sitt
„Fylgjur”.
Einleikarar á tónleikunum
verða þeir Paul Zukofsky og
Sygmunt Krauze, sem leikur á
pianó.
Tónleikarnir 1. október eru
aukatónleikar en fyrstu áskrift-
artónleikar hljómsveitarinnar
eru 12. október. Sala áskriftar-
ski'rteina er hafin á skrifstofti
hljómsveitarinnar aö Lindargötu
9a (Eddu-húsinu).
Auglýsið
í
Tímanum
Einleikararnir á hljómleikum Sinfóniuhijómsveitar tslands á sunnu-
daginn, þeir Paul Zukofsky og Zygmunt Krauze.
Mynd: G.E.
Trésmiður
Viljum ráða nú þegar 2 smiði i 1-2 mánuði.
Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra eða
fulltrúa i sima 97-3201 og 97-3202.
Kaupfélag Vopnfirðinga.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Læknir óskast
til starfa á Reykjalundi nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Starfinu fylgir húsnæði ef óskað er.
Upplýsingar gefur yfirlæknir i sima 66200.
Vinnuheimilið að Reykjalundi.
Húsmæðraskólinn
Hallormsstað tilkynnir
Fimm mánaða hússtjórnarnámskeið hefst
við skólann 7. janúar 1979.
Aðalkennslugreinar:
Matreiðsla, ræsting, fatasaumar og vefn-
aður, auk bóklegra greina.
Upplýsingar gefnar i skólanum.
Skólastjóri.
•• • umm
Safnið öllu m
fjórum ABBA
dúkkunum
Leikfangahúsið
Skólavörðustíg 10, sími 14806
HORLAND FYLKESKOMMUNE, Norge
FYLKESSJUKEHUSET/SJUKEHEIMEN
Ljósmæður óskast
Við fæðingardeild sjúkrahússins hefur
verið ákveðið að bæta tveim ljósmæðr-
um.
Gætir þú hugsað þér að starfa á slikri
deild i ómenguðu iðnaðarhéraði á
Hardangri?
Ef svo er, þá bjóðum við þig velkomna
hingað.
Hægt er að stunda hollt útilif i viðáttum
Harðangurs, sumar og vetur. Bústaður 20
minútna ferð frá vinnustað — og
sjúkrahúsið aðstoðar við útvegun
húsnæðis.
Laun eru samkv. kjarasamningum opin-
berra starfsmanna i Noregi, launaflokkar
10-17, allt eftir aldri og starfsreynslu.
Norskar kr. 57.593-78.145 á ári.
Fyrirspurnum, simleiðis eða bréflega, -
óskast beint til hjúkrunarstjóra.
Umsóknir, ásamt prófskirteini og
meðmælum, skulu sendar til:
Sjeffsjukepleier ved Fylkessjukehus-
et/Sjukeheim i Odda,
5750 Odda
Norge.
Simi (054) 41022
Til upplýsingar fyrir fjölskyldufólk skal
þess getið, að völ er á störfum i margvis-
legum greinum málmiðnaðar i héraðinu.