Tíminn - 01.10.1978, Side 3

Tíminn - 01.10.1978, Side 3
Sunnudagur 1. október 1978 3 íþrótta- og hljóm- listarfólk til liðs við baráttuna gegn reykingum „Það er ekkert vafamál aö iþróttir og reykingar eiga enga samleiö. Ungt fólk sem ætlar aö ná árangri i iþróttum, ætti þvi ekki aö reykja.” Þetta segir Hreinn Halidórsson kúluvarpari þegar hami er spuröur álits á iþróttum og reykingum og hann bætir viö: „Þaö mun hægara sagt en gert að hætta ef menn byrja að reykja og þvi ráölegg ég öllum aö láta tóbakið eiga sig.” Flestir iþróttamenn eru Hreini sammála um að iþróttir og reykingar fari ekki saman enda styöja niðurstöður rannsókna vis- indamanna hérlendis og erlendis þá skoðun. Sérstök rannsókn á áhrifum reykinga á afreksgetu iþrótta- manna var nýlega gerð á vegum iþróttaháskóla i Vestur-Þýska- ltmdi og náði hún til 750 iþrótta- manna. 80 þeirra reyktu. Niðurstöðurnar urðu þær að þeir, sem reyktu höfðu 35% minna þrek en hinir sem ekki reyktu, miðaöviðaö allir þátttak- endur i rannsókninni æfðu jafn mikið. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir, sem reyktu þyrftu að æfa rúmlega þriðjungi meira til þess að ná sama árangri og hinir sem ekki reyktu. — Við telj- um skipta miklu aö fyrirmyndir barna og unglinga reyki ekki og hafi ekki frammi áróður sem stuðlar að reykingum. Isamræmi við þetta fengum við nýlega ungt tónlista rfólk til liðs við okkur og létum við gera plaggat gegn reykingum með mynd af hljóm- sveitinni Brunaliðinu. Þetta veggspjald ar gefið ttt í 10.000 ein- tökum og þvi var dreift án endur- gjalds í hljómplötuverslunum. Var ekki að sökum aö spyrja að það rann ttt, enda slikir hlutir vin- sælir hjá ungu kynslóðinni. Eitthvað á þessa leiö sögðu meðlimir Samstarfsnefndar um reykingavarnir frá einum þætti starfsemi hennar,en nefadin tók til starfa fyrir einu ári. Ntt hefur verið gefið út annað plaggat og í þetta skipti hefur iþróttafólk veriö fengið til liðs við baráttuna gegn reykingum. Eins telja þeir samstarfs- nefndarmenn að óæskilegt sé að birta myndir af reykjandi fólki i fjölmiðlum, hvort sem er i frétt- um, viötölum eða öðru efni sem þeir flytja. Það kunni einnig aö koma sá dagur að það þyki ekki virðingarauki að hafa látið birta myndir af sér með sigarettu eða aðra tóbaksvöru. íþróttamenn til fyrir- myndar Afreksfólk okkar Islendinga á iþróttasviöinuvill sýna öðruungu fólki gott fordæmi með þvi að reykja ekki og til þess að leggja áherslu á afstöðu sina til reykinga hafa nokkrir tslandsmeistarar I iþróttum staðiö að útgáfu vegg- spjalds sem nú er nýbyrjaö að dreifa um landið i samvinnu við Samstarfsnefnd um reykinga- varnir. Veggspjaldið er allstórt, lit- prentað og með yfirskriftinni: ,,Við reykjum ekki”. Á það er einnig letraö: „tþróttir og reykingar fara ekki saman”. tþróttafólkiö sem prýöir vegg- spjaldiö eru þau Hreinn Hafldórs- son 29 ára,tslandsmeistari i kttlu- varpi, bilstjóri hjá Strætisvögn- um Reykjavikur: Lára Sveins- dóttir, 23 ára tslandsmeistari i fimmtarþraut,en httn var fyrsta islenska konan sem keppti á Ölympiuleikum, árið 1972. Hún er iþróttakennari. Vngstur þeirra sem eru á myndinni er Hugi Harðarson grunnskólanemi á Selfossi. Hann er 15 ára og er tslandsmeistari i 400metra baksundi.auk þess sem hann á fjölmörg sveina- og drengjamet i ýmsum sundgrein- um. Þá skal nefna Guðmund Þor- björnsson 21 árs, knattspyrnu- mann,sem varð tslandsmeistari með Val 1978 og er ntt i landsliði tslands i knattspyrnu. Hann hefttr keppt i átta landsleikjum sem íramherji. Guðmundur nemur ntt við Háskóla tslands. Sunddrottningin Þórunn Al- freðsdóttir er þá ein ótalin þeirra iþróttamanna sem gengið hafa fram fyrir skjöldu i baráttunni gegn reykingum. Httner 17 ára og á Islandsmet í öllum vegalengd- um iskriðsundi, flugsundi og fjór- sundi kvenna. Þórunn stundarntt nám í verslunardeiid Laugalækj- arskóla í Reykjavik. Veggspjaldinu verður dreift frá skrifstofu Samstarfsnefiidar um reykingavarnir að Lágmttla 9 i Reykjavik og fyrir milligöngu umboðsmanna nefndarinnar ttti um land. Einnig mun Krabba- meinsfélag Reykjavikur og Iþróttasamband Islands taka þátt i dreifingunni. iþróttafólkið á veggspjaldi Samstarfsnefndarinnar: Lára Sveinsdóttir, Hugi Harðarson, Hreinn Halldórsson, Þórunn Alfreðsdóttir og Guð- mundur Þorbjörnsson. Alfa-Laval Duovak mjaltakerfi Vekjum athygli á aö viö getum útvegað Alfa-Laval mjalta- búnað- vélfötu- og rörmjaltakerfi - til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Pantanir sem berast fyrir 15. október verða afgreiddar á eldra verksmiðjuverði en haustverðhækkun framleiðenda tekurgildi 1. nóvember n.k. Að gefnu tilefni viljum við benda á að samkvæmt nýlegum samanburði virðist Alfa-Laval mjaltabúnaður vera á um 18% hagstæðara verði en sambærilegur búnaður - auk hinna alþekktu gæða. Bændur! Vinsamlega pantið Alfa-Laval mjaltakerfi strax með tilliti til hagstæðs verðs. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 Baggafæribönd Óskum eftir samvinnu við áhugasama bændur um uppsetningu baggaflutningakerfis í hlöðu eða hlöðum. Baggaflutningakerfið byggir á baggaböndum frá Duks í Danmörku og sérstök fyrirgreiðsla er veitt með afslætti og tækniaðstoð. Þeir sem hafa áhuga á að sinna þessu og vilja setja upp fullkomið baggaflutningakerfi eru beðnir að senda okkur upplýsingar um bústærð og fyrirkomulag fyrir 1.desember’78 Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.