Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. október 1978 7 I Þórarinn Þórarinsson: i Tekjuskatturinn er aðallega greiddur af launastéttunum 1 I Sitthvað hefur verið rætt um þá hækkun tekjuskatts á hærri tekjum, sem rikisstjórnin hefur gripið til. Ég get vel tekið undir það, að þar er gengið langt i umdeilanlegum skatta- álögum, En rikisstjórnin átti engan kost góðan, eins og komið var i efnahagsmálum þjóðar- innar. Illa skil ég lika umvöndunartón Morgun- blaðsins og Gylfa Þ. Gislasonar. Ég er sann- færður um, að hefði verið mynduð nýsköpunar- stjórn, hefði þessi skattahækkun ekki síður komið til sögunnar og verið varin bæði af Mbl. og Gylfa Þ. Gislasyni. Þannig getur afstaða hinna mætustu manna farið eftir þvi hvert er viðhorf þeirra til viðkomandi rikisstjórnar. | Breytt afstaða | Gylfa S» Sem fornvinur Gylfa Þ. W Gislasonar, er sérstök ástæða fyrir mig aö fagna þvi, hvað w hann er orðinn andvigur háum 5» beinum sköttum. t þau tólf ár, SS sem Gylfi Þ. Gislason sat i NS viðreisnarstjórninni, var hlut- KS verk mitt sem fulltrúa Framsóknarflokksins i fjár- SS hagsnefnd neðri deildar að KS halda uppi baráttu gegn of SK háum beinum sköttum. Einkum beitti ég mér gegn SSj fölsun skattvisitölunnar, sem Sj viðreisnarstjórnin greip iðu- lega til méö þvi að slita hana úr sambandi við framfærsíu- 5» vfeitöluna. Þannig var tekju- !» skatturinn hvað eftir annað KS stórlega hækkaður. Þing eftir 1® þing flutti ég tillögu um, að SX skattvisitalan værilátinfylgja SS framfærsluvisitölunni. Þá var SSs Gylfi Þ. Gislason ekki and- SXj vigur háum beinum sköttum. S§[ Þá var hann ekki fylgjandi þvi Sj að undanþiggjá venjulegar Ss launatekjur tekjuskatti. Hann sSS hjálpaði alltaf til að fella !\\ þessa tillögu mina. Það var ÍSS fyrst eftír aðGylfi Þ. Gislason lSN var kominn úr viðreisnar- SS stjórninni, að hann fékk KS mikinn áhuga á lækkun beinna S® skatta. Betra er seint en ^ aldrei. 5» Svo langt var gengið I *“■ skattaálögum i tið viðreisnar- Istjórnarinnar, að eitt árið lögðu sérfræöingar stjórnar- innartil, að skattgreiðendum ^ væru veitt hagstæð lán til að SSj geta greitt skattana! Ég man SSj ekki betur en að þessir háu SSj skattar hefðu þá verið varðir Sj og réttlættir i Morgunblaðinu. Og Gylfi Þ. Gislason varði þá SS af sinu aikunna kappi. I | Rétt skattvfsitala Það mun hafa gilt um okkur Gylfa báða, að við vorum upphaflega mjög fylgjandi beinum sköttum. Mér snerist fyrr hugur en honum, einkum i sambandi við tekjuskattinn. Mér varð fljótt ljóst.eftir að ég fór að starfa i fjárhagsnefnd neðri deildar, að tekjuskatt- urinn leggst fyrst og fremst á launafólk, en aðrir sleppa meira og minna, bæði vegna skattsvika og undanþágu- ákvæða tekjuskattslaganna, sem erfitt eða útilokað hefur reynzt að breyta vegna öflugrá þrýstihópa. Þetta breytta viðhorf mitt leiddi til þess, að ég hóf i tið viðreisnarstjórnarinnar baráttu fyrir lækkun tekju- skattsins, og þó einkum baráttu gegn fölsun skattvisi- tölunnar. Mér snerist ekki neitt hugur við að komast i stjórnaraðstöðu, þegar vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1971. Ég átti lika góðan sam- herja, þar sem var fjármála- ráðherra vinstri stjórnar- innar, Halldór E. Sigurðsson. Strax við gerð fjárlaganna fyrir 1972 tók hann upp þann sið að láta skattvisitöluna fylgja framfærsluvisitölunni og hélt honum siðan meðan hann var fjármálaráðherra. Þannig var hætt þeirri ljótu venju frá tið viðreisnarstjórn- arinnar að nota skattvisitöl- una til að hækka tekjuskatt- inn. Tekjuskatturinn og launafólkið Ég hygg, að ég hafi gert einna gleggst grein fyrir breyttu viðhorfi mlnu til tekjuskattsins i grein, sem birtist I Timanum 22. janúar 1972, en þar sagði á þessa leiö: „Stighækkandi tekjuskattar voru réttlátt og sjálfsagt tekjuöflunarform á þeim tima, þegar tekjuskipting var mjög misjöfn. Nú hefur tekju- skipting jafnazt verulega og launamunur orðinn minni en áður. Þvi verður að gæta þess, að stighaakkandi tekjuskattar jafni ekki út eðliiegan launa- mun, þannig t.d. að raun- tekjur ófaglærðs manns og faglærðs verði hinar sömu. Þess verður lika að gæta, að tekjuskattuí leggst tiltölulega þyngst á launastéttirnar, þvi að framleiðendur og milliliðir, sem sjálfir geta reiknað sér laun, sleppa alltaf betur, hversu ágætt, sem skattaeftir- litið er. Þess vegna eiga launastéttir að telja sér það ekki minna áhugamál, að tekjuskattar séu hæfilegir, en a"ö hækka sjálft kaupið. Kauphækkanir koma að tak- mörkuðu gagni, ef um helmingur þeirra fer i skatta. Þetta er eitt af þeim höfuð- atriöum, sem hljóta að setja mikinn svip á þá framhalds- athugun skattamálanna, sem fyrir höndum er.” Mesta tekju- skattslækkunin Sú framhaldsathugun skattamálanna. sem eetið er Halldór E. Sigurðsson um hér á undan, hafði verið undirbúin að frumkvæði Halldórs E. Sigurðssonar f jár- málaráðherra. Hún leiddi til stærstu lækkunar á tekju- skatti, sem hefur verið gerö - hér á landi. Launastéttirnar höfðu þá skilið, að tekjuskatt- urinn lendir mest á þeim. Halldór E. Sigurösson náði þvi samkomulagi um það við launþegasamtökin i ársbyrjun 1974, að tekjuskatturinn skyldi lækkaöur sem svaraði þremur milljörðum króna, sem var mikil upphæð þá, en i staöinn féllust þau á að lagður yrði á 5% söluskattur, sem ekki kæmi inn i framfærsluvlsitöl- una. I meðferö þingsins var þessi söluskattshækkun færð niður I 4%. Þetta er, eins og áöur segir, mesta tekjuskattslækkun, sem hér hefur verið gerð. Enginn islenzkur fjármálaráðherra hefur unnið meira að þvi en Halldór E. Sigurösson að koma tekjuskattinum i það horf, að hann bitnaði ekki óhæfilega á launaste'ttunum og leiddi til Glistrupisma, eins og i Danmörku. Þetta gerði hann með framangreindri tekjuskattslækkun og með þvi að tengja saman skattvisi- töluna og framfærsiuvisi- töluna og hindra hækkun tekjuskattsins á þann hátt. Utsvars- breytingin Halldór E. Sigurðsson átti, ásamt Hannibal Valdi- marssyni, sem var félags- málaráðherra i vinstri stjórn- inni, mestan þátt i sögulegri breytingu á útsvörum.Eitt fyrsta verk Hannibals Valdi- marssonar sem félagsmála- ráðherra var aö skipa nefnd til að endurskoða löggjöfina um tekjustofna sveitarfélaga. Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri var formaður þeirrar nefndar, en einn nefndarmanna var Alexander Stefánsson I óiafsvík. Nefnd þessi samdi frumvarp til nýrra tekjuöflunarlaga, sem fól i sér þá róttæku breytingu, að útsvarið yrði ákveðinn hundraðshluti af tekjum i stað þess að það var áöur stig- hækkandi, likt og tekjuskatt- urinn nú. Alþingi féllst á þessa breytingu veturinn 1972 og hefur hún gilt siðan. Ýmsir óttuöust, að þessi breyting myndi mælast illa fyrir og þvi yrði haldið fram, aðhúnværisérstaklega gerð i þágu hátekjumanna. Raunin hefur orðiö önnur. Þessi breyting hefur engum teljandi mótmælum sætt. Hún hefur ge fiz t vel o g þótt sanng jör n v ið nánari athugun, enda greiðir hátekjumaður mörgum sinnum meira en lágtekjiÞ maðurinn, þótt hundraðshlut- inn, sem þeir greiöa af tekjun- um, sé hinn sami. Þaðfylgdi þessari breytingu að útsvarið nálgaöist það aö leggjast á brúttótekjur. Hins vegar var hundraðshluti, sem leggst á tekjurnar, verulega lækkaður miðað við stig- hækkunina, sem gilti áður. menn og malefni Skattalög Matthíasar Matthias Mathiesen fjár- málaráðhera má eiga þaö, að hann hafði verulegan áhuga á aðendurbæta tekjuskattslögin og ber að viðurkenna, aö sitt- hvað er til bóta i lögunum, sem sett voru á Alþingi sið- astl. vor. Þessar endurbæt- ur eru þó naumast meira en bætur á ónýta og úrelta flik. Ég verð þvi að játa að ég hafði takmarkaðan áhuga á þeim. Astæðan er sú, að mér finnst núgiidandi tekjuskattskerfi orðiö óhæft, þótt það hafi verið sæmilegt fyrir 40-50 árum. Þrýstihóparnir standa fastan vörð um undanþágurnar, en margar þeirra er auðvelt að misnota af fjárbrallsmönnum og bröskurum, t.d. vaxtafrá- dráttinn. Þrýstihóparnir standa einnig i vegi þess, að hægt sé að auka vald skatt- yfirvalda nægilega til aö geta haft hendur i hári skatt- svikara. Ef snúa á til betri vegar, dugar raunar ekkert annað en kerfisbreyting. Sú kerfisbreyting, sem mér finnst helzt koma til greina hefur veriö mörkuö meö út- svarslögunum frá 1972. Fella á niöur undanþágurnar og leggja brúttótekjur sem mest til grundvallar, en lækkE skattinnaðsama skapi.ásamt stórauknum persónufrádrætti og barnafrádrætti. I stað stig- hækkandi skatts ætti aö taka ákveðinn hundraöshluta a tekjum, likt og gert er varöandi útsvariö. Kostir kerfis- breytingar Mér þykir rétt að geta þess, að skömmu á§ur en Haildór E. Sigurðsson lét af embætti fjár- málaráðherra hafði hann faliö tveimur mönnum aö semja drög að nýju frumvarpi til tekjuskattslaga. 1 þessu frum- varpi mun hafa veriö gert ráð fyrir kerfisbreytingu, sem gekk að verulegu leyti i framangreinda átt. Vafalaust má finna einhverja galla á þessu kerfi, eins og öllum, en kostirnir eru óumdeilanlegir miðað við það kerfi, sem nú er búiö við. Skattakerfið yrði miklu ein- faldara og auðveldara i vinnsluog skattayfirvöld gætu varið miklu meiri tima til að eltast við meinta skatt- svikara. Skattakerfið myndi siðurhvetja menn til aö reyna að koma tekjum undan skatti. Mönnum yrði ekki refsað fyrir menntun, framtak og dugnað eins og nú er raunar gert, þegar skattstigar verða óhæfi- lega háir. Það á ekki aö vera tilgangur tekjuskattsins aö þurrka út allan umsaminn og eðlilegan launamun. Vel má vera, að þetta nýja skattkerfi gæfi ekki eins miklar tekjur og núverandi kerfi, en þó efast ég um þaö. Ég hygg að meiri tekjur kæmu til skatts, þegar hægt væri aö bæta eftirlitiö og ekki yröi lengur hægt aö misnota und- anþágurnar. En eins og nú er komið, á aö leggja megin- áherzlu á aö skattleggja eyðsl- una. Þar er enn að finna ýmsa skattamöguleika, sem rétt er aö nota til þess að halda beinu sköttunum i hófi. I I t I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.