Tíminn - 15.11.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.11.1978, Blaðsíða 15
Miövikudagur 15. nóvember 1978 15 (OOOOQQOGi Leikleysa í Laugardal önnur eins leikleysa og boðið var upp á i gærkvöldi, hefur ekki sést f manna minnum. Ekki bætti það lir skák, aö i hlut áttu tvö bestu handknattleikslio landsins, Vik- ingur og Valur. Valsmenn höföu betur i vitleysunni 27:24 eftir aö staöanhaföi veriö 14:12 fyrir þá i leikhléi. 1 upphafi virtist sem alvöru- leikur væri á íeroinni, en smám saman varö það deginum ljosara a& leikmenn lögöu ekkert upp úr þessum leik — sérstaklega þo Vikingar. Upphaf seinni hálfleiksins ger&i útslagiö i leiknum en þa ger&u Valsmenn 8 mörk gegn 2 hjá Vfkingum og breyttu stööunni úr 14:12 í 22:14 og voru þa 10 min. li&nar af seinni hálfleik. Mætti þá Bodan Kowalski i mark Víkinga og þá fór a& ganga betur. Vfk- ingar söxu&u jafnt og þétt á for- skot Valsmanna, en munurinn var of mikill tilþess aö þeim tæk- ist aö brua hann og Valur haf&i vinninginnf lokin. Bodan var inn á i 20 min. og var&i alls 9 skot á ekki lengri tima, sem er mjög gott. Enginn leikmanna átti sérlega gó&an dag I gær, en helst var þa& Þorbjörn Gu&mundsson og B jarni ásamt ólafi og Páli hjá Vikingum sem eitthvað sýndu. Eitt er þó vist og þa& er, a& leik- ur sem þessi kemur ekki til me& a& fá fólk til a& flykkjast á leikina i vetur. Til þess var hann allt of lélegur. Mörk Vals: Jón K 6, Þorbjörn G 4, Jón P. 4, Steindór, Bjarni, Stefán og Þorbjörn J allir 3 og Karl l. Mörk Vikinga: Sigur&ur G 5, Steinar ogPáll 4, Árni og Viggó 3, Erlendur og ólafur Júns 2 og Karí 1. —SSv— 6ETRAUNAÞATTl]RINN IþróttasIAan mun framvegis f vetur birta stutt getraunaspjall á miðvikudö(;um og veröur þá rennt yfir komandi getraunaseðil og möguleikirnir athugaðir til hins ýtrasta. >ess skal þó getið hér aö SSv hefur aldrei fengið fleiri en 9 rétta á löngum „tipp- ferli" og ættu þvi menn að reyna að fara ekki of mikið eftir leiðbeiningum þeim er á eftir fylgja. Arsenal — Everton 1 Arsenal hefur veri& I miklu stu&i a& undanförn.i en leikir Everton hafa ekki a& sama skapi veriö sannfærandi. Hnimasigur. Aston Villa — Bristol City 1 Aston Villa hefur löngum þótt erfitt vi&ureignar á heimavelli og þar sem Bristol er ekki neitt stór- veldi ætti heimasigur aö vera nokkuö öruggur. Bolton — WBA Bolton hefur veriö sterkt á heimavelli I vetur, en WBA er einfaldlega of sterkt fyrir Bolton. Bolton nær hæsta lagi jafntefli en útisigur ætti a& ver&a raunin. Chelsea — Tottenham 2 Chelsea kom verulega á óvart gegn Everton um si&ustu helgi en á sama tlma tapa&i Tottenham óverðskuldaö fyrir Forest. Tottenham er mun sterkara liö og ætti a& sigra örugglega. Derby — Birmingham 2 Nú vandast máliö. Bæ&i li&in unnu mjög óvænta sigra um s.l. helgi og eru til alls likleg . Bg hef samt þá trú a& Birmingham reyn- ist sterkara i þessari vi&ureign. Liverpool — Manchester City 1 Liverpool er nú komiö á skriö a& nýju eftir lélegan kafla og City ætti ekki aö veröa nein fyrir- sta&an þrátt fyrir gott lio Manchester U — Ipswich T X United hefur verið mjóg ósann- færandi I vetur og þá ekki si&ur Ipswich. Ipswich hefur hins vegar ná& sfnu besta á útivöllum og I þeirri trú tippa ég á jafntefli. Middlesbrough — Southampton 1 Middlesbrough hefur veri& I stö&ugri sókn en Southampton ekki náo a& sýna neitt sérstakt. Heimasigur. Norwich — Coventry 1 Norwich hefur gert mikiö af jafnteflum en er annars óút- reiknanlegt liö. Coventry hefur átt erfitt uppdráttar a& undan- förnu. Nottingham F — QPR 1 Oruggasti leikur seðilsins. For- est tapar örugglega ekki oi', jafn- tefli er ákaflega hæpi& til Vess er munurinn á li&unum of r.iikill. Wolves — Leeds 2 Engin ástæ&a vir&ist vera til annars en a& ætla a& Úh'arnir tapi enn einu sinni. Leeds er I sókn undir stjórn Jimmy Adamson þrátt fyrir tap heima gegn Arsenal um s.l. helgi. West Ham — Crystal Paiace 1 West Ham vir&ist ná sínu besta gegn sterkari li&unum og þvi skyldu þeir breyta út af vananum núna. Annars getur allt gerst I innbyröisviöureignum li&a frá sömu borg og Palace gæti þess vegna unniö en ég hef trú á West Ham. —SSv— Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN: Að gefnu tilefni t tilefni af grein birtist I Timanum 8. név. s.l. undir fyrirsögninni ,,Smá huglei&ing I tilefni kæru UMFN" þá óskar stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN að taka fram eftirfar- andi: Þar sem I greininni „Þetta er ekki I fyrsta sinn sem Stefán lendir f slagsmálum. 1 fyrra sló hann Dirk Dunbar i gólfið og var honum að siálfsög&u veitt rautt spjald og eins leiks bann." Þessi staöhæfing blaösins er rakalaus lygi. Stefán Bjarkason hefur aldrei slegiö Dirk Dunbar og þarafleiöandi aldrei hlotiö rautt spjald fyrir slfkt. Stefán fékk aldrei rautt spjald og var aldrei dæmdur 1 keppnisbann á s.l. keppnisári. Stefán hlaut rautt spjald fyrir a& syna dómara óviröingu þann 12. f jb. 1977 en þann leik dæmdu Sig iröur Valur Halldórsson og Þoisteinn Egilsson og er þa& eina rauöa spjaldiö sem Stefán hefur hlotið meft Njarövik. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN lýsir undrun sinni á svona blaöamennsku og skilur ekki hva&a hagsmunum slfkt á a& þjóna. Sú fullyr&ing SSv aö Stefán hafi átt upptökin a& „slagsmál- unum" hefur svipaö sannleiks- gildi og fegnin um aö Stefán hafi slegið Dunbar. — Þaö mun enda erfitt fyrir þann sem sleginn er i rot i fyrsta höggi aö standa I slagsmálum. A sömu sf&u I bla&inu er taliö óæskilegt a& Ingi Gunnarsson sé bæöi dómari og liösstjóri. Viö getum tekiö undir þessi ummæli en bendumá aö Sigur&ur Valur Halldórsson ÍR er ýmist liös- stjóri eöa leikma&ur meö IR. Er þetta ekki einnig óæskilegt a& dómi SSv? E&agilda a&rar regl- ur fyrir Njarövfkinga. Æskilegast væri aö sjálfsög&u a& dómarar væru I engum tengslum vi& þau li& er þeir dæma hjá. Hvaö viövikur glósum SSv i garð forrá&amanna Njarðvik- inga þá visum vi& þessum um- mælum heim til fö&urhúsanna. Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFN p.s. Af undarlegum hvötum sá eitt dagblaðanna (auk Timans) ástæðu til að birta þetta bréf, þó svo að mál þetta hafi alls ekki komið þvl blaði við. Njarð- vfkingar voru að svara grein I Tlmanum og á þvi svarbréf þeirra ekki heima i öðrum dag- blöðum. -SSv— Hvenær slær maður mann og hvenær slær maður ekki mann? svar til stjórnar körfuknattleiksdeildar UMFN Það hefur löngum verið ein- kenni skapbráðra og treg- gáfaðra manna að láta skapið hlaupa með sig i gönur si og æ. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN bregst ekki vonum min- um og fer á kostum i bréfi slnu til Tfmans (og annarra fjöl- miðla). Stjórn körfuknattleiks- deildar UMFN virðist það ger- samlega hulin ráðgáta I hvaða tilgangi greinar sem sú er birt- ist i s.l. viku, séu skrifaðar. Til þess að útlista málið fyrir þess- um ágætu mönnum I Njarðvfk og öðrum þeim er e.t.v. hafa ekki skilið tilgang greinarinnar (en þeir eru varla mikið fleiri en stjórnarmeðlimir körfuknatt- leiksdeildar UMFN) mun ég leitast við að svara bréfi þeirra Njarðvlkinga og skýra málið um leið. Rangar heimildir Þa& ver&ur ab vi&urkennast strax I upphafi aö ég fór me& rangt mál er ég sag&i a& Stefán hef&i slegið Dirk Dunbar i gólfiö og hlotið rautt spjald fyrir. Þetta byggöist einungis á röng- um heimildum og er Stefán „engiU" Bjarkason beöinn vel- vir&ingar á þessum mistökum. I bréfi UMFN segir: „Þessi staðhæfing blaðsinser rakataus lygi." Vissulega voru þetta ósannindi en rakalaus voru þau ekki þvi ég hafði mina heimildarmenn og treysti þeim. Upplýsingar þeirra reyndust ekki standast I hvivetna þegar til kom og harma ég það aftur. Afram segir I bréfinu: „Stefán hefur aldrei slegið Dirk Dunbar," Ja hérna mikil ósköp er gott a& vera svona viss i sinni sök. Þa& sem rétt er 1 málinu er aö Stefán veittist aö Dirk Dun- bar I leik þegar hann var a& undirbúa vitaskot. Var þaö I þri&ja sinn sem Stefán veittist a& Dunbar. Hins vegar var hon- um a&eins refsað me& gulu spjaldi en rautt spjald hef&i sæmt honum betur fyrir þessa framkomu. Hvenær slær maöur mann... Hvenær slær ma&ur mann og hvenær slær ma&ur ekki mann? Stjórn UMFN vir&ist ekki vera þetta alveg ljóst og skal þeim þvi hér me& bent á a& Stefán stjaka&i harkalega vi& Dunbar (sumir myndu flokka þa& undir a& slá) og ger&i sig liklegan til frekari afreka. Þa& geta allir vitnaö, jafnt leikmenn tS sem áhorfendur a& þessum leik. Vissulega er gott a& stjórn UMFN skuli a&eins þekkja Stefán a& gælum einum saman en oft leynist úlfur í sau&ar- gæru. Undarleg blaðamennska Enn segir I bréfinu: „Stjórn UMFN lýsir undrun sinni á svona blaðamennsku og skilur ekki hvaða hagsmunum slfkt á að þjóna." Til þess að svara þessu skal aðeins þetta sagt. Það er vissu- lega leitt til þess að vita að stjórn UMFN skuli ekki skilja slik skrif. Greinin var einungis skrifuð i þeim tilgangi a& vekja athygli á malinu og um lei& benda á að tveir voru sekir en ekki einn. í greininni er skýrt tekið fram a& tveir séu sekir en ekki einungis einn. Þa& var&ar mig i sjálfu sér engu hver átti upptökin en þa& þarf enginn heilvita ma&ur a& segja mér þa& a& Stewart hafi slegiö Stefán a& ástæðulausu. Svipaö sannleiksgildi. f bréfinu segir ennfremur: „Sú fullyrðing SSV, að Stefán hafi átt upptökin að „siagsmál- unum" hefur svipað sannleiks- gildi og fregnin um a& Stefán hafi slegiðDirk Dunbar."Ég vil enn benda hinum ágætú stjórnarmeðlimum körfuknatt- leiksdeildar UMFN að þeir virðast vera gæddir einstökum hæfileikum til að misskilja og yfirleitt skilja ekki eitt eða annaö. Þa& er aldrei nein full- yr&ing I grein minni þess efnis, a& Stefán hafi átt upptökin. Þar segir orðrétt: „A& þvi er best er vita& átti Stefán upptökin." Ef þetta er fullyr&ing þá er tunglið hreint og beint orði& blátt. Hins vegar skal þa& tekið fram nú a& ég hef fengið árei&anlegar heimildir frá ekki færri en fimm utana&komandi a&ilum (hvorkifélagsbundnum i 1R e&a UMFN) um a& Stefán hafi átt upptökin. Njarövík ekki undir sama hatti? Þeir Njar&vikingar láta ekki V deigan siga i bréfi sinu og finnst greinilega ógnargaman a& rif- ast um alla skapaða hluti hvort sem þeir koma þessu máli við eöurei. Þar segir: „Asömusiðu er talið óœskilegt að Ingi Gunnarsson sé bæði dómari og liösstióri. Við getum tekið undir Framhald á bls. 19. Paul Stewart dæindur I 3 vikna bann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.