Tíminn - 26.11.1978, Side 14

Tíminn - 26.11.1978, Side 14
14 Sunnudagur 26. ndvember 1978 Nútíminn ★ ★ ★ „Blóörautt sólarlag” á hljómleikum Gunnars Þóröarsonar Þaö er e.t.v. rétt að taka það (ram I upphafi að hljómplatan „Gunnar Þórðarson” með sam- nefndum listamanni er mun betri en hljómleikarnir s.l. sunnudags- kvöld gáfu tii kynna en þó eiga bæði atriði sér það sameiginlegt að vera fremur tilþrifalitil. Einhvern veginn er það svo að allir búast við þvi að Gunna Þórðar.afa islenska poppsinsygeti ekki mistekist og þvf verða von- brigöin meiri en skyldi ef finna má einhverja vankanta á verkum hans. Um „Gunnar Þórðarson” er það að segja að hún er ákaflega heilsteypt út i gegn ef frá eru talin „instrumental” lögin „Bergþeyr við ströndina” og „Djúpavik”. A plötuhliðum A og B eru lög samin á þessu ári öll við enska texta Toby Herman, og er það um þau að segja að þetta eru ákaflega falleg og melódfsk lög I stil Gunn- ars Þórðarsonar og minna þau mörg hver á eldri lög Gunnars s.s. lagiö „Hey Brother” sem til- einkað er fósturbróður Gunnars G. Rúnari Júlfussyni. Hljóðfæraleikur i öllum þessum lögum er hnökralaus og sérstak- lega eru strengirnir smekklegir. Gunnar syngur sjálfur aðalrödd á plötunni og lætur það honum mun betur en t.a.m. á hljómleik- unum, þar sem hann varð að treysta á að vel tækist upp án allra þeirra endurtekninga sem Það hcfur alltaf þótt heyra til meiri háttar tiðinda þegar Gunnar Þórðarson „primus motor" islenskar popptónlistar i gegnum árin hefur komið fram opinberlega, hvað þá að ný hljómplata fylgi I kjölfaríð. Nú þegar þetta hvort tveggja gerist I sömu vikunni, þá er ekki óeölilegt að miklar vonir séu bundnar við útkomuna. En það veröur að segjast eins og er, að hljómleikar Gunnars Þórðarsonar i Háskólablói s.l. sunnudagskvöld voru mér mikil vonbrigði. Það er að vlsu of djúpt I árina tekið að segja að hljómleikarnir hafi veriö léleg- ir, það voru þeir ekki, en ein- Tlmamyndir Róbert hvern veginn voru þeir langt frá þvl að vera sannfærandi — og „hjálpaðist” þar margt aö. Tii að mynda gætti áberandi vanstillingar I upphafi, bæði hvað varðar strengjasveitina og bakraddirnar, sem oft á tíðum heyrðust alls ekki. En allt þetta eltist smam saman af hljom- leikunum og stoð þá aðeins það hvimleiðasta eftír, suðið I há- talarakerfinu hægra megin á sviðinu og var varla nema von aö Gunnari yrði að oröi, — Hvað! er fhigvél hérna inni? —. Ekki er undirritaöur fjarri þvi að hægt hefði veriö að bjarga þessu á einhvern hátt, a.m.k. hefði manni liðiö betur ef sést hefði að einhver tilraun hefði veriö gerð til þess. Það hefði alla vega mátt „svæfa” þennan vandræða há- talara þegar siðasta verk hljómleikanna, „Djúpavlk”, samið fyrir planó og fiðlu var flutt, þvi miöað við aðstæður var engu likara en það hefði verið samið fyrir fiðlu,planó og flugvélarhreyfil. Annars er það um framlag Gunnars Þórðarsonar að segja, að þessir hljómleikar gáfu á- gæta hugmynd af hljómplöt- unni sem fylgdi I kjölfarið, og þvi sem Gunnar hefur verið að gera á undanförnum mánuðum. ÖIl lögin, utan „instrument- al” — lögin voru keimlik, og auðsætt að Gunnar hefur þróað stil sinn mikið á undanförnum árum. Fyrir minn smekk fannst mér þó lögin flest tilþrifalitil, þó að falleg væru, og var eins og vant- aði herslumuninn. Að minnsta kostí verður Gunnar Þórðarson aldrei heimsfrægur fyrr en hann hættir að syngja lög sin sjálfur. Um spiluðu lögin tvö, „Berg- þeyr við ströndina” og „Djúpa- vik” er þaö að segja, að það voru lög kvöldsins og reyndar var siðari hluti hljómleikanna allt annar og betri en sá fyrri. Þá er Ihugunarvert hvort Gunn- Framhald á bls. 19 stúdló vinnubrögð bjóða upp á. Af þeim lögum, sem Gunnar syngur við enska texta, þá finnst mér honum takast einna best upp i „Don’t Go to Strangers”, sem minnir um margt á rólegri lög 10 C.C. til forna. A plötuhliö C eru lög við is- lenska texta eftir Hrafn Gunn- laugsson og Þorstein Eggertsson, þ.á.m. gamla Hljómalagið „Llt ég börn að leika sér”. — Textar við þessi lög eru flestir ágætir og einhvern veginn finnst mér sem svo að þessi „islensku” lög séu mun hressilegri en þau sem eru við enska texta og er gott til þess að vita að ástkæra og ylhýra móðurmáliö hefur unnið svo mik- ið á sem raun ber vitni. Sérstaklega er lagiö „Blóðrautt sólarlag” hressilegt, en það er eftir samnefndu sjónvarpsleikriti sem gerði þjóðina „hysterlska” á sinum tima svo notuð séu orð Gunnars sjálfs. A slöustu plötuhliðinni eru siðan tvö fyrrnefnd „instrumen- tal” lög og finnst mér þau fyrir margra hluta sakir bestu lög plöt- unnar og gaman er til þess að vita, að það sé á færi Islensks poppara að semja sllk lög. Að lokum er hægt að segja það að óhætt er að mæla með þessari plötu fyrir alla þá sem gaman hafa af vandaðri „mjúkri” popp- tónlist. —ESE Hljóm- plötu- dómar Nú- tímans Eins og lesendur hafa orðið varir við hafa hljómplötudómar Nútlmans ekki birst I blaðinu undanfarna tvo sunnudaga af „óviðráðanlegum” ástæðum og eru lesendur beðnir velvirðing- ar á þvi. Þá er rétt að benda lesendum á að tekin hefur verið upp tvenns konar einkunnargjöf annars vegar stjörnugjöf fyrir erlendar plötur og er hæsta mögulega einkunn 5 stjörnur +. Hins vegar eru Islensku plöturn- ar vegnar og metnar I bókstöf- um og er A+ hæsta mögulega einkunn. —ESE Björgvin Halldórsson: Syngur fyrir þig Fyrsta sólóplata Björgvins Halldórssonar I sjö ár er komin út hjá Hljómplötuútgáfunni h.f. A plötunni sem ber heitið „Ég syng fyrir þig”, eru 12 lög þar af fjögur eftir islenska höfunda en öll eru lögin við islenska texta. Þess má geta að eitt laganna eftir Björgvin er við texta eftir Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson en hann var sem kunnugt er einn af stofnendum Hljómplötu- útgáfunnar. Aðrir textahöfundar eru Jó- hann G. Jóhannsson , Jón (I bankanum) Sigurðsson, Jónas Friðrik og Kristmann Vil- hjálmsson. Að þessu sinni sýnir Björgvin á sér nokkuð aðra hlið en menn eiga að venjast af honum en flest eru lögin rómantiskir ástarsöngvar og meðal þeirra má nefna fyrsta lagiö sem Björgvin söng inn á plötu en það er lagið „Þó liði ár og öld.” Plataner aðmestu leyti unnin I Hljóðrita en endanleg vinnsla hennar fór fram I „Rauða strætisvagna stúdióinu” i Lond- on. Um upptöku sá Geoff Calver og naut hann aðstoðar Tony Cook, Tony Swain og Alan Lucas. Björgvin söng sjálfur flestar bakraddir á plötunni auk þess sem hann gripur I gitar I nokkr- um laganna. Af öðrum hljóð- færaleikurum má nefna Sigurð Karlsson, Pálma Gunnarsson, Halldór Pálsson og Magnús Kjartansson auk þess sem nokkrir erlendir hljóðfæra- leikarar koma við sögu á plöt- unni. —ESE „Gunnar Þóröarson’ Ymir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.