Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 16
3. september 2006 SUNNUDAGUR16
Fátt er eftirsóknarverðara en frægðin í hugum margra og þess virði að
leggja hér um bil allt í sölurnar fyrir hana. Frægðin er hins vegar fallvölt og
það kostar ekki minni vinnu og hæfileika að halda sér í sviðsljósinu en kom-
ast í það. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Fréttablaðið rýndi í hvernig
síðastliðinn áratugur hefur skilið hafrana frá sauðunum í speglasal frægðar-
innar.
Séð og heyrð
Páll Óskar Hjálmtýsson
Er stjarna í eðli sínu og tekst því
alltaf að halda sínu. Hann vakti
fyrst verulega athygli þegar hann
lék Dr. Frank-N-Furter í upp-
færslu Leikfélags
Menntaskólans
við Hamrahlíð á
söngleiknum
Rocky
Horror.
Vegur hans
óx upp frá
því og hann
hefur stað-
ið af sér
strauma og
stefnur síð-
ustu tíu ára
enda er hann allt-
af hann sjálfur, ein-
lægur og opinskár. Hann
hefur slegið í gegn sem dragg-
drottning, söngvari, plötusnúður
og útvarpsmaður. Hann lifði Euro-
vision af enda er hann sannkallað
kamelljón, breytir oft um stíl og
útlit og virðist því aldrei ætla úr
tísku. Þá verður framlag hans til
réttindabaráttu samkynhneigðra
seint ofmetið en hann hefur í gegn-
um tíðina gert snarpar atlögur í
stríði homma og lesbía við for-
dóma í samfélaginu.
Hilmir Snær Guðnason
Fékk fastráðningu við Þjóðleik-
húsið strax eftir útskrift úr Leik-
listarskóla Íslands árið 1994 og
hefur unnið ófáa leiksigrana á
fjölunum. Hann sló í gegn í söng-
leiknum Hárinu og hefur
ekki fallið af stalli sem
einn kynþokka-
fyllsti karlmaður
landsins síðan
þá. Hann hefur,
rétt eins og
Ingvar E. Sig-
urðsson, verið
áberandi í
kvikmyndum
og hefur reynt
fyrir sér erlend-
is á þeim vett-
vangi. Hilmir Snær
gerði nú síðast storm-
andi lukku í einleiknum Ég
er mín eigin kona sem var frum-
sýndur árið 2005 og gekk fyrir
fullu húsi fram á vorið 2006.
Ingvar E. Sigurðsson
Hefur verið á
stöðugri uppleið
frá því að hann
var fastráðinn
við Þjóðleikhúsið
árið 1991. Hann
hefur farið með
ófá burðarhlut-
verkin hjá Þjóð-
leikhúsinu, slegið
í gegn með Vestur-
porti, fyrst í loftfim-
leiknum Rómeó og Júlíu
og nú síðast í titilhlut-
verkinu í Woyzeck
sem sýnt hefur
verið í Barbican-
leikhúsinu í
London. Auk
afrekanna á leik-
sviðinu hefur
hann verið einn
fremsti kvikmynda-
leikari landsins síðasta
áratuginn. Þá hefur hann feng-
ið að spreyta sig í Hollywood og
lék á móti Harrison Ford í kaf-
bátamyndinni K-19. Þá var hann
sterklega orðaður við
hlutverk morðingja-
munksins Silasar í
The Da Vinci
Code og hefur
nýlokið við að
leika sjálfan
Erlend lög-
regluforingja í
Mýrinni sem
byggir á sam-
nefndri skáld-
sögu Arnaldar
Indriðasonar.
Baltasar Kormákur
Útskrifaðist frá Leiklistarskóla
Íslands 1990 og hefur verið
viðloðandi Þjóðleikhúsið
síðan, bæði sem leikari
og leikstjóri. Baltasar
skaust upp á stjörnu-
himininn sem meiri
háttar kyntákn eftir
leik sinn í kvikmynd-
inni Veggfóðri árið
1992 og kom í fram-
haldinu við sögu í
kvikmyndum. Hann
hefur á undanförnum
árum látið leikinn mæta
afgangi og hefur að mestu
snúið sér að kvikmyndaleikstjórn.
Kvikmyndirnar 101 Reykjavík,
Hafið og A Little Trip to Heaven
hafa vakið athygli heima og að
heiman. Baltasar hefur nýlokið
tökum á Mýrinni, sem miklar
vonir eru bundnar við, en
öll tvímæli hafa fyrir
löngu verið tekin af um
að hann er kominn til að
vera.
Gunnar Hjálmarsson (Dr.
Gunni)
Hefur um langt árabil
verið eitt helsta átorítet í
íslenskum rokk- og popp-
fræðum. Hann hefur skrifað
um tónlist í blöð lengur en
yngstu menn muna og eftir
hann liggur bókin Eru ekki
allir í stuði? - Rokk
á Íslandi á síð-
ustu öld, sem er
yfirgripsmikil
saga íslenskrar
rokktónlistar
eins og nafnið
gefur til kynna.
Dr. Gunni hefur
gert garðinn fræg-
an með hljómsveit-
unum S.H. Draumur,
Bless og Unun en Unun var upp á
sitt besta á síðustu árum nýliðinn-
ar aldar og spilaði meðal annars
á Hróarskeldu árið 1997. Dr.
Gunni hefur lengi verið
viðloðandi útvarp og
heldur enn úti vinsæl-
um tónlistarþætti.
Hann sló eftirminni-
lega í gegn með
barnaplötunni
Abbababb!
fyrir nokkr-
um árum og
vinnur nú að
söngleik byggð-
um á henni. Þá er
ónefndur tónlistar-
spurningaþátturinn
Popppunktur sem Gunni
sá um með Felix Bergs-
syni við miklar vinsældir á
Skjá einum þannig að það er
óhætt að segja að Doktorinn hafi
haldið sjó og vel það síðasta ára-
tuginn.
Logi Bergmann
Eiðsson
Hóf feril
sinn í ljós-
vakamiðl-
um fyrir
margt
löngu sem
íþrótta-
frétta-
maður í
afleysingum
hjá RÚV, bæði í
útvarpi og sjónvarpi. Uppgangur
hans innan stofnunarinnar var
hraður og hann endaði sem aðstoð-
arfréttastjóri á fréttastofu Sjón-
varps og var árum saman helsti
fréttalesari Sjónvarpsins. Með-
fram störfum á fréttastofunni
haslaði Logi sér völl sem spyrill í
Gettu betur en kvaddi þetta allt
frekar sviplega í haust þegar hann
söðlaði um og hóf störf á Stöð 2 og
NFS. Hann er þó enn á kunnugleg-
um slóðum og les fréttir á NFS á
sinn sjarmerandi hátt og stýrði í
vetur spurningaþættinum Meist-
aranum sem þótti takast með ágæt-
um. Logi er jafnan ofarlega á blaði
á listum yfir kynþokkafyllstu karl-
menn landsins og hann og eigin-
kona hans, Svanhildur Hólm Vals-
dóttir, eru mikið eftirlæti
glanstímarita og slúðurblaða. Það
virðist því enn langt í að Loga verði
ýtt úr sviðsljósinu og það er gott
dæmi um úthald
hans að um fátt
hefur verið
meira rætt
síðustu
vikur en
alskeggið
sem hann
hefur tekið
upp á að
skarta.
Emilíana Torrini
Vakti mikla athygli með hljóm-
sveitinni Spoon í byrjun tíunda
áratugarins og vegur hennar sem
söngkonu óx jafnt og þétt. Hún
hefur haft aðsetur í London um
árabil og sinnir þar sólóferli sínum
og það telst ætíð til tíðinda þegar
hún kveður sér hljóðs.
Einar Bárðarson
Einar er réttnefndur umboðs-
maður Íslands. Hann seldi ungur
föt á Selfossi og samdi helstu
smelli hljómsveitarinnar Skítam-
órals. Þegar hann
kom í bæinn sneri
hann sér að
markaðsmál-
um af mikl-
um móð og
hefur fyrir
löngu fest
sig í sessi
sem
umsvifa-
mikill
umboðs-
maður og tón-
leikahaldari.
Flest það sem
Einar snertir hefur til-
hneigingu til að verða að gulli og
nægir að nefna Nylon-ævintýrið en
hann virðist harðákveðinn í að
gera þessa stúlknasveit, sem
er hugarfóstur hans, heims-
fræga. Einar hefur einnig
reynt að viðhalda vinsæld-
um Idol-stjarna og er væg-
ast sagt áberandi í íslensku
skemmtana- og tónlistarlífi
og virðist síður en svo vera
á útleið. Það er lítið eftir af
Skímó annað en minningin en
Einar Bárðar er enn fremstur
meðal jafningja.
Jón Axel Ólafsson
Naut gríðarlegra vinsælda þegar
hann stjórnaði morgun-
þættinum Tveir
með öllu á Bylgj-
unni ásamt
félaga sínum
Gunnlaugi
Helgasyni.
Jón og Gulli
léku á als oddi
árum saman
og hættu ekki
fyrr en sú skoð-
un breiddist út að
engum þætti þeir
lengur fyndnir nema þeir
sjálfir. Þeir félagar eru ókrýndir
konungar auglýsingaútvarpsins
og voru manna duglegastir að gefa
hlustendum sínum pitsur, bíómiða
og ýmislegt annað lauslegt. Þó
Tveir með öllu séu löngu þagnaðir
hefur sporgöngufólk þeirra haldið
uppteknum hætti og hlustendur
geta enn sótt ýmislegt smálegt
gullið í greipar útvarpsmanna.
Gulli var á sínum tíma áberandi á
mannamótum og í glanstímaritum
og á það enn til að skjóta upp koll-
inum þótt hann hafi yfirgefið fjöl-
miðlana og snúið sér að sölu fast-
eigna.
Valdís Gunnarsdóttir
Átti sín gullaldarár á Bylgjunni á
tíunda áratugnum
þegar hún náði
mikilli lýðhylli
með því að
hefja ást, róm-
antík og
Celine Dion
til skýjanna.
Kærleiksboð-
skapur Valdísar
hitti þjóðarsálina
í mark og henni er
jafnan eignaður heiðurinn af því
að Valentínusardagurinn sé orð-
inn áberandi í íslensku almanaki
en dagurinn er í daglegu tali
nefndur Valdísardagurinn. Ferill
Valdísar í útvarpi hefur verið
brokkgengur og hún hefur nokkr-
um sinnum hætt en jafnan snúið
aftur. Hún sér nú um sunnudags-
morgunþátt Bylgjunnar en nær
mun færri eyrum en hún gerði
þegar hún var upp á sitt besta.
Þorgrímur Þráinsson
Knattspyrnuhetjan sem
gerðist rithöfundur,
leysti unglingabóka-
höfundana Andrés
Indriðason og
Eðvarð Ingólfsson
af hólmi og ól
íslenska æsku á
tíunda áratugnum
upp með bókum á
borð við Bak við bláu
augun og Tár, bros og
takkaskór. Sala á nýrri verk-
um hans hefur verið dræmari en
hún var þegar best lét og tilraunir
hans til að ná til fullorðinna les-
Sjaldséð og
fáheyrðEf ég ætti óskastein...
„KANARÍEYJAR EÐA LÍKHÚSIÐ?“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is
VILTU FINNA MILLJÓN
EFTIR RAY COONEY