Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 24
9. september 2006 LAUGARDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Á þessum degi
árið 1956, eða fyrir
akkúrat fimmtíu
árum, kom Elvis
Presley fram í banda-
ríska sjónvarpsþætt-
inum Toast of the
Town hjá Ed Sullivan.
Presley, sem þá
var talinn rísandi
stjarna, söng lögin
Don´t Be Cruel og
Hound Dog. Presley
hafði í öðrum sjón-
varpsþáttum og á
tónleikum hneykslað
áhorfendur með
kynæsandi mjaðma-
hnykkjum sínum. Fyrir
vikið hafði Sullivan lýst
því yfir að hann myndi
aldrei leyfa Presley að
syngja í þætti sínum.
Snerist honum þó
hugur þegar hann sá
hversu vinsæll kóngur-
inn var orðinn.
Með frammistöðu
sinni í þætti Ed Sulli-
van varð Presley end-
anlega að stórstjörnu
í Bandaríkjunum og
þótt víðar væri leitað.
Átti sú stjarna eftir að
skíra skært allt þar til
hann lést árið 1977.
ÞETTA GERÐIST 9. SEPTEMBER 1956
Elvis hjá Ed Sullivan
ELVIS PRESLEY Konungur rokksins kom fram í þætti Ed Sullivan
fyrir fimmtíu árum.
Á þessu ári er Hagamelurinn sextíu
ára og í tilefni af því ætla fyrrver-
andi og núverandi íbúar götunnar
að efna til mikillar götuveislu í dag
sem hefst klukkan 17. „Við byrjuð-
um að skipuleggja hátíðina fyrir ári
síðan og undirbúningurinn hefur
gengið vonum framar. Það sýnir
hversu mikil samheldni er meðal
íbúa hér í götunni og það eru allir
tilbúnir til að leggjast á eitt til að
gera þessa hátíð sem glæsilegasta,“
segir Kjartan Ólafsson, íbúi í göt-
unni og einn af skipuleggjendum
Hagamelshátíðarinnar.
Ekki nóg með að gatan sjálf eigi
merkisafmæli því Melaskóli fagn-
ar einnig sextíu ára afmæli á þessu
ári, Melabúðin góðkunna er fimm-
tíu ára og Vesturbæjarlaugin er 45
ára. Það eru því mörg merkisaf-
mæli í nágrenninu og Kjartan segir
marga hafa lagt hátíðinni lið og að
á dagskránni séu skemmtiatriði
fyrir unga sem aldna. Hoppukast-
ali, tónlistaratriði sem stjórnað er
af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og
Guðna Franzsyni, en þeir búa báðir
í götunni. Kjartan segir marga
fræga hafa búið í götunni og að
hans sögn hafa stærstu kvikmynda-
jöfrar landsins, þeir Sigurjón Sig-
hvatsson, Friðrik Þór Friðriksson
og Hrafn Gunnlaugsson allir alist
upp í þessari götu.
Mikil glímumenning er á Haga-
melnum og á morgun verður boðið
upp á glæsilega glímusýningu frá
Glímudeild Knattspyrnufélags
Reykjavíkur. „Ég held að allir litlir
strákar sem ólust upp í þessari
götu á svipuðum tíma og ég hafi
æft íslenska glímu og nú er sonur
minn að æfa. Það er aldrei að vita
nema maður stígi á stokk og sýni
nokkur vel valin spor,“ segir Kjart-
an hlæjandi.
Kjartan segir að það sem geri
Hagamelinn frábrugðinn öðrum
götum bæjarins sé að gatan er eins
og lítið samfélag í Vesturbænum.
Á Hagamelnum heilsast allir eins
og í litlu þorpi út á landi. „Ég ólst
upp í þessari götu og flutti svo af
henni í smá tíma en um leið og ég
sá að það var íbúð til sölu hér fyrir
mörgum árum þá stökk ég á tæki-
færið. Hér er best að búa og það
má eiginlega segja að þetta sé
svona klisja: einu sinni smakkað,
þú getur ekki hætt. Það koma allir
aftur hingað sem hafa prófað að
búa hér einu sinni. Elstu íbúar
götunnar hafa búið hér í öll þessi
sextíu ár.“
Að sögn Kjartans voru það
nokkrir litlir hópar af póstmönn-
um, bankafólki, vélstjórum, prent-
urum og lögreglumönnum sem
byggðu fyrstu húsin á Hagameln-
um á sínum tíma og er það ein af
ástæðum þess að samheldnin var
mikil meðal fyrstu íbúa götunnar
og hefur haldist síðan.
„Ég vona bara að veðurguðirnir
verði góðir við okkur og að sem
flestir sjái sér fært um að mæta,
enda verða hér glæsilegar veiting-
ar og frábærar uppákomur. Einnig
verða myndir frá gömlum tímum
og þó að maður búi ekki í götunni
þá er þetta skemmtilegt fyrir gesti
og gangandi,“ segir Kjartan að
lokum. alfrun@frettabladid.is
KJARTAN ÓLAFSSON: 60 ÁRA AFMÆLI HAGAMELS FAGNAÐ MEÐ VEGLEGRI GÖTUVEISLU Í DAG
Samheldið samfélag í Vesturbænum
KJARTAN ÓLAFSSON Einn af skipuleggjendum á Hagamelshátíðinni sem haldin er í dag í tilefni af 60 ára afmæli götunnar. Hann segir
að ef fólk prófi að búa við götuna vilji það helst aldrei fara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ADAM SANDLER FÆDDIST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1966
„Gamanleikur minn er
mismunandi í hvert einasta
skipti sem ég leik. Ég hef
eiginlega ekki hugmynd um
hvað ég er að gera.“
Adam Sandler, sem hefur m.a. leikið í
Billy Madison og Happy Gilmore, er
fertugur í dag.
MERKISATBURÐIR
1208 Víðinesbardagi í Hjaltadal
er háður. Í bardaganum
falla tólf menn, þar á
meðal Kolbeinn Tumason.
1877 Þingeyrarkirkja er vígð,
en Ásgeir Einarsson
alþingismaður lét reisa
hana.
1905 Sogsbrúin er vígð að
viðstöddu fjölmenni.
1942 Bresk flugvél brotlendir
í kartöflugarði við hús í
Elliðaárdalnum.
1956 Elvis Presley kemur
fram í sjónvarpsþætti Ed
Sullivan í Bandaríkjunum.
Talið er að fimmtíu
milljónir hafi horft á
þáttinn.
1969 Ho Chi-Minh,
kommúnistaleiðtogi í
Víetnam, er jarðsunginn í
Hanoi.
AFMÆLI
Eyþór Gunnarsson
tónlistarmaður er
45 ára.
Þorri Hringsson,
myndlistarmaður
og vínunnandi, er
40 ára.
Margrét Kaaber
leikkona er 30 ára.
ÚTFARIR
11.00 Ragnar Heiðar
Guðmundsson,
Hafnargötu 32, Siglufirði,
verður jarðsunginn frá
Siglufjarðarkirkju.
11.00 Guðmundur Friðrik
Vilhjálmsson verður
jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju.
13.00 Þórður Ásgeirsson,
Baughóli 10, Húsavík,
verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju.
14.00 Lára Steinunn
Einarsdóttir verður
jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
Otis Redding
söngvari 1941
Michael Keaton
leikari 1951
Hugh Grant leikari
1960
Adam Sandler
leikari og grínisti
1966
Síðasti dagur sveitamarkaðarins í
gamla sláturhúsinu við Laxá í Hval-
fjarðarsveit er á morgun. Markaðurinn
hefur verið opinn alla sunnudaga í
sumar en fer nú í frí.
Á sveitamarkaðinum er til sölu heima-
framleiddur varningur af ýmsu tagi, svo
sem matvara, fatnaður, handverk, skart-
gripir, jurtakrem og skrautmunir.
Að sögn kunnugra hefur markaður-
inn verið vel sóttur í sumar og skemmti-
leg stemning hefur skapast við sölubás-
ana og í kaffihúsi sem starfrækt er í
kjallara hússins. Að sjálfsögðu er þar
boðið upp á eðal heimabakstur.
„Markaðurinn er kærkomið nýtt lífs-
mark í Hvalfjarðarsveit og vonandi kom-
inn til að vera,“ segir Jóhanna Harðar-
dóttir í Hlésey. „Ferðalangar sem annars
hafa ekið í gegnum sveitarfélagið eftir
þjóðvegi eitt án þess að stoppa hafa nú áð
við bakka Laxár og gefið sér tíma til að
kynnast staðnum, fólkinu og verkum
þess og margir heimamenn heimsækja
markaðinn reglulega til að fá sér hátíðar-
kaffi eða kíkja á nýjungar í básunum.“
Síðasti dagur markaðarins er sem
fyrr segir á morgun en þá verður gert
hlé á rekstri hans. Stefnt er að því að
opna jólamarkað í húsinu í lok nóvem-
ber.
Síðasti dagur sveitamarkaðar
MARKAÐSSTEMNING Bæði heimamenn og ferðalangar hafa sótt sveitamarkaðinn í Hvalfjarðar-
sveit heim í sumar og jafnan hefur verið góð stemning þar.
Hagamelur 8 nýtt hús Einars Bárðarsonar
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför hjartkærs
eigin manns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
Hjalta Ólafs Jónssonar
Skúlagötu 20, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Þ. Sveinbjörnsdóttir
Ragna Kristín Hjaltadóttir
Jón E. Hjaltason Sigríður Alda Sigurkarlsdóttir
Vignir S. Hjaltason
Snorri Hjaltason Brynhildur Sigursteinsdóttir
Lilja Hjaltadóttir Kristinn Örn Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.