Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 72
 9. september 2006 LAUGARDAGUR36 Hlutverk bassaleikara í hljómsveit er einkum að halda taktinum með trymblinum: Hrynsveit- in. Og engin hljómsveit verður betri en hrynsveitin leyfir. En hlutverk bassans er marg- slungnara. Auk þess að sjá um að takti sé haldið tengja þeir taktinn við tónana. Eða eins og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng hér forðum: „Þá dreymir mig um bassann, sem botninn fylla kann.“ Til einföldunar má segja að bassa- leikur sé í grunninn ekki eins margslunginn og gítarleikur (þó svo að auðvitað geti hann verið miklum mun flóknari þegar menn eru komnir á ákveðinn stall). Þannig er að þegar menn eru að fylla hljómsveit eru mörg dæmi þess að bassi sé hengdur um háls- inn á sætasta stráknum í skólan- um. Og honum kennd undirstöðu- atriðin. Allt til að höfða til hins kynsins. Vissulega eru ekki allir til í að kvitta undir svo mikla full- yrðingasemi, að tónlistarhæfileik- ar séu aukageta þegar bassaleik- arar eru annars vegar. En benda má á því til stuðnings að einmitt þannig var því háttað með hina sögufrægu Hljóma: Þegar Gunnar Þórðarson mynstraði Rúnar Júlí- usson í hljómsveitina á sínum tíma kunni hann ekkert á hljóðfæri. Menn eru í það minnsta fljótari að vera nothæfir í hljómsveit sem bassaleikarar en á gítar. Reyndar vilja viðmælendur Fréttablaðsins ekki gera mikið úr þessu atriði en sé litið til Bítlanna, sem eru upp- haf og endir alls, þá var reynt til þrautar að láta Stu Sutcliffe berja bassann áður en snillingurinn Paul McCartney tók við honum. Paul var á gítar en Stu gat aldrei neitt og því fór sem fór. Hógværð og lúmskt egó „Bassaleikarar eru hlédrægari týpur en gítarleikarar og söngvar- ar. Og ekki svona grínarar eins og trommarar,“ segir Ester Ásgeirs- dóttir eða Bíbí í hljómsveitinni Singapore Sling. Bíbí tekur undir þá alhæfingu upp að ákveðnu marki að meta per- sónuleika manna eftir hljóðfærun- um og bassaleikarar eru vissulega hógværari týpur en gengur og gerist. Hún gefur hins vegar ekki mikið fyrir margslungið hlutverk bassaleikara innan hljómsveitar – að það séu bassaleikararnir sem bindi saman takt og tóna. „Það er misjafnt eftir bassaleikur- um. Ég spila nú bara á bassa eins og ég spila á bassa,“ segir Bíbí. Í blönduðum hljómsveitum virðist vera algengara að konur spili á bassa en önnur hljóðfæri. Má nefna hljómsveitir eins og Talking Heads, Sonic Youth, Pixies, Kim Deal og Smashing Pumpkins. Bíbí kann engar skýringar á þessu og segir einnig algengt að finna stelp- ur á hljómborði og jafnvel gítar – að ógleymdu því að vera söngvar- ar hljómsveita sinna. Hins vegar sé sjaldgæft að konur spili á tromm- ur. Ekkert töff við villimennsku Tilviljun réð því að Bíbí tók að sér bassaleik- inn. „Við vorum bara nokkrar stelpur sem ætl- uðum að stofna hljómsveit. Og það var raðað nánast tilviljunar- kennt á hljóð- færin. Ég hafði spilað á píanó og það passaði ein- hvern veginn vel við að verða bassaleikari. Já, þekkja nóturnar.“ Strengirnir á bassa eru sver- ari en á gítar og eins gott að vera handsterkur þegar tekið er á bassahálsinum. Aðspurð hvort hún sé þá handsterkari en gengur og gerist segist Bíbí bara vera sterk yfirleitt. Bíbí hóf feril sinn í Kolrössu krók- ríðandi sem breyttist síðar yfir í Bellatrix. Nú er hún í Singapore Sling og hún hváir aðspurð hvern- ig gangi að starfa með villimönn- unum þar. Það er ef ímyndin fer saman við raunveruleikann. „Það gengur vel. Er einstaklega ljúft. Þeir eru ekki villimenn. Þeir eru töffarar en ekki villimenn. Enda er ekkert töff við það að vera villimaður.“ Óstressaðar rólyndistýpur „Ég þekki svo fáa bassaleikara. Maður spilar með svo fáum slík- um,“ gantast bassaleikarinn Tómas Tómasson sem kunnastur er fyrir bassabarning sinn með Stuðmönnum. Hann tekur í sama streng og Bíbí með að yfirleitt séu þetta hlédræg- ar týpur sem veljast í að leika á bassa í hljómsveitum. Í það minnsta þeir sem hann þekkir hér á landi. Og samstaða sé meðal bassaleikara. Ef magnari bilar hikar Tómas ekki við að leita til kolleganna og fer þá ekki bónleið- ur til búðar. „Þetta eru yfirleitt hógværir og vel gefnir menn. Og merkilegt er að margir þeirra hafa endað sem pródúsentar og upptökumenn í hljóðverum. Það virðist algengara hjá bassaleikurum en öðrum,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi Trevor Horn, sem hefur stjórnað upptökum á fjölda platna. Tómas segir jafnframt að bassa- leikarar séu upp til hópa ekki menn sem trani sér fram. „Já, við erum vanir því að standa fyrir aftan söngvarana.“ Bassaleikur Tóm- asar er þannig til kominn að hann fórnaði sér fyrir málstaðinn eins og hann orðar það. Það vantaði bassaleikara í hljóm- sveitina en hann hafði þá spilað á gítar. „Kann ekki að lýsa því hvað maður gerir sem bassaleikari í hljóm- sveit. Það er einstaklingsbundið. Bassaleikarar geta verið ólíkir að því leytinu til. En það er engin stressuð týpa bassaleikari. Þetta eru upp til hópa rólyndismenn.“ Engin partídýr „Ókei. Þetta er gríðarleg alhæf- ing. En ég held að helstu karater- einkenni bassaleikara séu nákvæmni, mikill áhugi – oft verið sagt að bassaleikarinn sé sá sem er in it for the music. Liggur ein- hvern veginn í hlutarins eðli,“ segir Eiður Arnarson, bassaleik- ari Todmobile. Hann segir bassaleikarann ekki endilega vera í áberandi hlutverki en þeim mun mikilvægara. Því ef hann er ekki að standa sig virkar ekkert sem hljómsveitin gerir. Eiður segir, líkt og Bíbí og Tómas, bassaleikara upp til hópa rólyndis- fólk. „Ég held að þú finnir í flestum til- fellum rólegasta og jarðbundn- asta, raunsæjasta manninn í hverri hljómsveit í þessari stöðu. Sjaldnast partídýrið í bandinu. Bassafanturinn í Mínus? Já, það verða alltaf að vera undantekning- ar á öllum reglum,“ segir Eiður og hlær. „Bassaleikararnir eru svölu og rólegu gæjarnir innan um þá sem eru afkastameiri í sviðsframkom- unni. Sjáðu til dæmis Queen eða Led Zeppelin. Hæverskir menn og til baka en þegar á reyndi voru þeir miklir prímusmótorar og þróuðust út í að gegna stærra og stærra hlut- verki. Mörg fleiri dæmi má nefna. Hljóðkerfið dæmist á bassaleik- arann Eiður bendir einnig á, eins og Tómas, að helmingur hljóðupp- tökumanna Íslandi sé að stofni til bassaleikarar. Og nefnir Trevor Horn sem einn slíkan. Og Eiður er með kenningu í tengslum við það. „Bassaleikarar vilja fara dýpra. Gítarleikarinn er klukkutíma að stilla gítarinn og pedalana. Söngv- arinn nennir engu. Trommarinn hefur nóg með sitt og hljómborðs- leikarinn líka. Bassaleikarinn bara með sitt hljóðfæri, magnarann og snúruna og fyrstur að stilla sínu upp. Þannig að hljóðkerfið dæmist á hann. Og þetta leiðir menn oft í upptöku- og hljóðmannahlut- verk.“ Varðandi það að bassinn sé hengd- ur á menn sem teknir eru í hljóm- sveit á öðrum forsendum en tón- listarlegum segir hann sitthvað til í því. „En þá erum við að tala um í besta falli slarkfærar bílskúrshljóm- sveitir. En um leið og menn fara að gera eitthvað kemur til kasta þess sem ég nefndi áður – hljómsveit verður aldrei betri en bassaleikar- inn.“ jakob@frettabladid.is Dæmigerðir bassaleikarar Hér eru nokkur nöfn nefnd af handahófi sem dæmi um menn sem falla eins og flís við rass ef sú kenning er höfð uppi að bassaleikarar séu svalar og traustar týpur, trani sér ekki fram og með fæturna á jörðinni. Þeir láta aðra um sviðsljósið.  Jakob Smári Magnússon  Haraldur Þorsteinsson  Friðrik Sturluson í Sálinni  Sveinn Áki Sveinsson í Í svörtum fötum  Sigurður Samúelsson í Írafári  Jóhann Ásmundsson  Ingi Skúlason í Jagúar  Jón Ingólfsson í Stuðkomp- aníinu  Þórir Gunnarsson í Á móti sól BÍBÍ Bassaleikarar eru hlédrægari en gítarleikarar og söngvarar. Og ekki svona grínarar eins og trommarar. TÓMAS Athyglisvert hversu algengir bassaleikarar eru meðal þeirra sem starfa í hljóðverum. EIÐUR Bassaleikarar eru rólegir og jarðbundir -- alls ekki partývillidýr sinna hljómsveita. Sem botninn fylla kann Þekkt er, svo dæmi sé tekið, að trommuleikarar eru sérstakur þjóðflokkur. Sérlunda jafnvel líkt og markmenn í íþróttum. Villtari í framgöngu en geng- ur og gerist. En hvað einkennir bassaleikara öðru fremur? Bassaleikarar eru leyndardómsfyllri týpur en trommararnir. Við eftirgrennslan kemur á dag- inn að bassaleikarar eru svalir, rólegir og með báða fætur á jörðinni. PAUL MCCARTNEY BJÖRN JÖRUNDUR GENE SIMMONS HELGI PÉTURSSON RÚNAR JÚLÍUSSON JOHN TAYLOR STING RÚNAR GUNNARSSON Þó svo að í samtölum við hina ýmsu bassaleikara hafi komið fram að það sem einkum einkennir lund þeirra sem leggjast í bassaleik sé meðfædd hlédrægni þá verður sumum einfaldlega ekki haldið frá fremstu víglínu. Hér eru nefndir til sögunnar nokkrir bassaleikarar sem engin bönd hafa haldið enda hæfileikarnir ómældir þegar þessir eiga í hlut: Stjörnugenið slíkt og tónlistarhæfileikarnir. Flestir mega þeir teljast helstu stjörnur þeirra hljómsveita sem þeir hafa starfað í. Um það blandast fáum hugur. Eiður Arnarson bendir reyndar á, þegar þeir þessir eru nefndir, (utan hins tungulanga Simmons) að allir fást þeir við söng einnig og kannski það sem dregur þá fram í sviðsljósið öðru fremur. En ekki hið eina sanna bassaeðli. Sting og Paul McCartney eru til dæmis framúrskarandi bassaleikarar en sjaldan skoðaðir í því ljósinu. Bassinn í framlínunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.