Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 82
9. september 2006 LAUGARDAGUR46
utlit@frettabladid.is
Spáir þú mikið í tískuna? Já svona
frekar mikið, þó án þess að vera
tískuþræll. Held þessu innan vel-
sæmismarka, annars væri ég bara
komin í ruglið.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum
þínum? Hann er rosalega blandað-
ur, það fer alveg eftir veðri og skapi.
Er mikið í háum hælum, niðurmjó-
um buxum, stuttum jökkum og nota
mikið leður.
Uppáhaldshönnuðir eða fata-
merki? Roberto Cavalli. Hann er
virkilega smart en ég er ekkert
sérstaklega að splæsa í svoleiðis
merkjavöru, þá held ég bara að
maður væri á hausnum.
Flottustu litirnir? Appelsínugulur,
bleikur, gulur, hvítur og svartur.
Hverju ertu veikust/veikastur
fyrir? Kögurjökkum og skóm, ég
verð nú alveg að fara að komast
yfir þetta kögur-vesen. Fer alveg að
verða neyðarlegt.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Reimaðar leðurbuxur í Elvis. Þær eru
ómissandi á mótorhjólið. Þær eru
alveg „to die 4“.
Hvað finnst þér flottast í tískunni
núna? Ég er nú ekki viss, það er svo
margt í gangi. Það er svo skemmti-
legt þegar haustið dettur inn með
öllum þessum dýrðlegu þykku
peysum. Mamma er að skella í eina
lopapeysu í fínni kantinum svo að
ég á ekki eftir að fara í „haustkött-
inn“.
Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir
haustið? Góðar bomsur.
Uppáhaldsverslun? Já það er
nú góð spurning, ég er nú voða
sniðug að versla á eBay svo er
það Trilogia, H&M, Zara. Algjört
bland í poka.
Hvað eyðir þú miklum
peningum í föt á mánuði?
Það er svo misjafnt, en alls
ekki mikið. Ef maður er
erlendis þá tekur maður
góðar rispur en það
getur verið frá 0 kr upp
í 30.000 kr. Svo er ég
svo mikill grúskari að
ég kemst upp með að
eyða fáránlega litlu.
Hvaða flíkur gætir
þú ekki verið án?
Joggingbuxna, allra hlýrabol-
anna og leðurgallans.
Uppáhaldsflík? Leðurskyrtan
mín frá All Saints. Hún er algjör
snilld, rosa flott og hrikalega
hlý. Þarf endilega að verða
mér út um fleiri í mismun-
andi litum. Held að ég hafi
ekki farið úr henni þessa
dagana.
Hvert myndir þú fara í
verslunarferð? Barcelona
eða New York, er verið að
bjóða mér eða?
Ljótasta flík sem þú
hefur keypt þér? Ég held
að sú flík sé bara ekki til, jú
samfestingur í Hjálpræðis-
hernum. Ekki fallegur.
SMEKKURINN ARNÞRÚÐUR DÖGG SIGURÐARDÓTTIR ATHAFNAKONA MEÐ MEIRU
Leður í neyðarlega miklu uppáhaldi
> Við mælum með...
...eins konar medalíuhálsmenum sem
fást í búðinni Belleville á Laugavegin-
um. Flott og öðruvísi dönsk hönnun
sem setur svip á hvaða fatnað sem er.
MÓÐUR VIKUNNAR
Álfrún fer yfir málin
Um síðustu helgi strunsaði ég um stræti Kaupmannahafnar í mikilli leit
að nýjum fataleppum. Vá, hvað það er mikið úrval af flottum og girnileg-
um fatnaði í Danmörku á öllu verðbili. Úrvalið var eiginlega svo mikið
að ég fór í baklás og vissi ekki alveg hvað ég ætti að kaupa og hverju ég
ætti að sleppa. Hélt að ef ég myndi kaupa bol á einum stað þá mundi ég
fara í næstu búð og sjá einhvern ennþá flottari. Fékk svona nettan
valkvíða þannig að ég varð að setjast niður til að fá mér þjóðardrykk
Dana og safna orku oft yfir daginn. Já, ekkert er betra en að vera í fríi.
Allt sem maður sér í útlöndum er alltaf miklu meira spennandi bara
af því að það er útlenskt, ég keypti mér til dæmis tíu útlenska tyggjó-
pakka bara af því að það fæst ekki á fróni.
Verslanakeðjan Hennes og Mauritz er mjög ofarlega á vinældalista
Íslendinga sem fara til útlanda. Ástæðan fyrir því er klárlega verðlagið
og svo auðvitað eru hönnuðirnir alveg fáranlega góðir í að herma eftir
helstu hátískuhönnuninni og ávallt með puttana á púlsinum í þessum
efnum. Íslendingar versla svo mikið í Danmörku og í H&M að fyrirskip-
anirnar fyrir Tax Free á flugvellinum eru á ensku og íslensku. Engu
öðru tungumáli. Svona erum við öflug þjóð enda er Reykjavík ein af
tískuborgum heims samkvæmt spekingum og auðvitað landsmönnum
sjálfum.
Það er hinn mesti miskilningur að Strikið sé eina aðalverslunargatan
í Kaupmannahöfn. Vissulega er hún stærst en sjálf er ég hrifnari af
hverfunum fyrir ofan Strikið. Þar er litlar sætar götur þar sem ungir
hönnuðir og upprennandi merki hafa hreiðrað um sig í kjallaraholum.
Þar eru búðir eins og Wood Wood, Acne Jeans og Peder Stöffer sem vert
er að skoða. Einnig er „second hand“-búðin Köbenhavn K ein sú stærsta
í Kaupmannahöfn og er staðsett fyrir ofan Strikið í átt á Nörrebro. Ekki
vera hrædd við að skjótast af Strikinu til að upplifa hátískuna á hliðar-
götunum og svo eru líka svo krúttleg og skemmtileg kaffihús þar sem
maður kemst aðeins frá mannfjöldanum.
Allt sem er útlenskt er gott og ef ég mætti ráða þá færi ég í hverjum
mánuði til útlanda til að endurnýja fataskápinn minn og fá innblástur
frá erlendri menningu.
Útlenskt, já takk!
SÍÐ OG HLÝ Flott
kápa/peysa úr Rokki
og rósum sem
hægt er að
nota sem
yfirhöfn
jafnt og
kjól.
STELLA
MCCARTNEY Flott
fjólublá og síð
rennd peysa frá
drottningunni
Stellu sem
hægt er að
nota við hvað
sem er.
LJÓSGRÁTT
Þetta er greini-
lega litur vetrarins og
er hér flottur í síðerma
prjónakjól frá Alice Roi.
RÚLLUKRAGI
Glæsileg peysa frá
Stellu McCartney
sem hér sést
við þunnar
sokkabuxur og
ökklastígvél.
KLASSÍSKUR
Glæsilegur kjóll
frá danska
merkinu
Rosanne og Julie
sem fæst í GK.
GLÆSILEGUR
Svartur partí-
kjóll úr angóruull
frá hönnuðinum
Emmu Cook og fæst
i Kronkron.
V-HÁLSMÁL
ER MÁLIÐ
Ef marka
má tísku-
pallana og þessi flotta peysa
er hneppt með síðu hálsmáli.
Fæst í Kronkron.
HLÉBARÐAMUNSTUR Klárlega eitt
af heitari munstrum vetrarins. Þessi
síði peysukjóll er frá Sportmax og
fæst í GK.
DONNA KARAN Flottur
og þykkur kjóll frá
þessum flotta merki
sem klikkar sjaldan.
Fæst í Evu.
SKÓLA-
PEYSA Donna
Karan var
alveg með
puttana á
púlsinum
þegar hún
gerði þessa
fallegu síðu
v-hálsmál-
peysu í
rjómahvít-
um lit.
Nú er tíminn sem myrkrið fer að
læðast aftan að manni og hver
dagur styttist um of. Það fer að
verða erfiðara að vakna á morgn-
ana og það eina sem mann langar
að klæðast á köldum og dimmum
morgnum er eitthvað hlýtt og
þægilegt. Tískan fyrir þennan
vetur er okkur klakabúum mjög í
hag því síðar peysur og prjóna-
kjólar eru meðal heitra nýjunga
vetrarins.
Litríkir sumarkjólar voru
mjög „inn“ þetta sumarið og
kjólatískan heldur áfram inn í
veturinn með smá öðruvísi áhersl-
um.
Peysur fara síkkandi og hægt
er að nota þær við leggings eða
bara hið íslenska föðurland sem
er alls ekki eins hallærislegt og
margir halda. Kosturinn við þessa
tísku er að sama hvort um er að
ræða síðar og víðar hettupeysur
eða þrönga stutta ullarkjóla þá er
bæði hægt að nota strigaskó og
himinháa hæla við. Því er hver
flík margbreytileg og eiginlega
fjölnota. Kjólar og síðar peysur
sem eru heklaðar eða prjónaðar
eru að fylla slár tískuvöruversl-
ana og því um að gera að skipta
léttu sumarkjólunum út fyrir
hlýja og góða peysukjóla þannig
að kvenleikinn missi sín nú ekki
þegar frostið fer að láta á sér
kræla innan skamms.
alfrun@frettabladid.is
Hlýr kvenleiki vetrarins
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
IM
A
G
ES
GLAMÚR Frábær síð peysa
með útsaumuðu perlumunstri
frá Rokki og rósum.
VESTI Prjónvesti á ekki
lengur að minna á afa.
Nú er þau komin vel inn í
tískuna og hér er eitt sítt
sem hægt er að nota sem
kjól úr Gallerí 17.
KÓSÍ Frábær hettupeysa sem
auðveldlega gengur sem kjóll og
ekkert er betra en að klæðast
þessu á köldum dimmum
morgnum. Fæst í Kronkron.