Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 52

Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 52
■■■■ { miðborgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Sigrún segir að það sé góð aug- lýsing að vera með fyrirtæki við Laugaveg. ,,Það eru svo margir sem keyra niður Laugaveginn til að skoða í glugga þannig að margir taka eftir stofunni og það er því góð auglýsing,“ segir Sigrún. Í upphafi voru það þó kröfur alþjóðlegu hárgreiðslukeðjunnar Toni & Guy sem beindu sjónum þeirra Sigrúnar og Eddu að Lauga- veginum. ,,Þeir gera ákveðnar kröf- ur úti um staðsetninguna. Stofan varð að vera miðsvæðis og þeir gera kröfur um að bílastæði séu nálægt. Þá stoppar strætó rétt hjá sem einnig kom inn í val á stað- setningu. Þannig að við fundum þetta húsnæði við Laugaveginn sem er mjög gott. Það vita allir hvar við erum því þetta er ein af fjölförnustu götum í Reykjavík,“ segir Sigrún. Hún segir að sökum þess hversu margir eigi leið hjá sé algengt að fólk kíki við á stofunni á leið sinni framhjá ýmist til að kaupa hárvörur eða panta tíma í hárgreiðslu. Sigrún segir að hugmyndir hár- greiðslukeðjunnar um staðsetningu hafi átt samleið með hennar eigin skoðunum þar sem henni finnst gott að vinna í miðbænum. Þá bendir hún á að starfsfólk Toni & Guy sem hafi áður unnið í verslun- armiðstöðvum segi starfsumhverfið mun betra á Laugarvegi. ,,Það er svolítið þrúgandi að vinna í versl- unarmiðstöð. Þar er til dæmis meiri kliður auk þess sem andrúmsloftið er betra í bænum.“ segir Sigrún. Eini gallinn við miðbæinn er að sögn Sigrúnar sá að fólk fái ekki auðveldlega frí bílastæði. ,,Mér finnst það mesti gallinn en við erum þó heppin því verið er að byggja bílahús rétt við hliðina á okkur. Þá erum við líka með Lands- bankastæðin nálægt og stór bíla- stæðaplön í grenndinni svo það er kostur. Hins vegar lenda kúnnarnir oft í vandræðum ef það er fullt í þau stæði,“ segir Sigrún. Hún er ánægð með miðborgar- samtökin þar sem fyrirtækin í mið- bænum eru upplýst um allt sem er að gerast, til dæmis langa laugar- daga og fá þannig góða kynningu að kostnaðarlausu. Sigrún segir að fólk sækist í auknum mæli eftir vinnu á stof- unni því vinsælt sé að vinna í mið- bænum. Hún telur að staðsetning stofunnar sé jákvæð á flestan hátt og eigi án efa þátt í að efla starf- sandann á vinnustaðnum því að stutt sé að rölta á veitingastaði í miðbænum ef starfsfólkið vill gera sér glaðan dag eftir langan vinnu- dag. -shs Andrúmsloftið betra í bænum Laugavegurinn sjálfur er besta auglýsingin fyrir fyrirtækin við götuna að sögn Sig- rúnar Davíðsdóttur, sem ásamt Eddu Sif Guðbrandsdóttur rekur hárgreiðslustofuna Toni & Guy við Laugaveg. Sigrún Davíðsdóttir og Edda Sif Guðbrandsdóttir reka hárgreiðslustofuna Toni & Guy við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld unnið hörðum höndum að því að leysa bílastæðavandann sem steðj- að hefur að miðborginni. Í dag eru, til viðbótar við rúmlega tvö þúsund bílastæði, sjö bílahús í miðborginni sem eru tilvalinn kostur fyrir þá sem ætla að stoppa stundarkorn í hjarta borgarinnar. Bílahúsin eru opin frá klukkan níu á morgnana til klukkan fimm síðdegis og eru sáraeinföld í notk- un. Allt sem þarf að gera er að keyra inn í þau, leggja í stæði og borga svo á leiðinni út þegar bíll- inn er sóttur aftur. Bílahúsin eru því að mörgu leyti vænlegri kostur en gjaldstæði. Aðeins er greitt fyrir þann tíma sem notaður er, engin hætta er á sekt vegna þess að tím- inn á mælinum er úti og síðast en ekki síst veita þau vörn fyrir veðri og vindum. Í bílahúsunum eru samtals yfir 1.200 bílastæði og gjaldið er 80 krónur á klukkustund fyrir fyrstu klukkustundina (lágmark 1 klukku- stund) og síðan 10 krónur fyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur. Einnig er hægt að kaupa afslátt- arkort og kosta þau mismikið eftir bílahúsum. Aðeins greitt fyrir notaðan tíma Bílastæðum og bílahúsum hefur fjölgað mikið í miðborginni undanfarin ár. BÍLASTÆÐAHÚS Í MIÐBORGINNI: Stjörnuport Laugavegi (190) Vitatorg Á horni Vitastígs og Skúla- götu (230) Traðarkot Hverfisgötu (270) Bergstaðir Bergstaðastræti (150) Kolaport v/Kalkofnsveg (170) Vesturgata 7 Vesturgötu (107) Ráðhús Tjarnargötu (130) Nánari upplýsingar: www.rvk.is/bilast HREINSUN OG ENDURNÝJUN FYRSTA FLOKKS GÆÐI OG FRÁBÆR VERÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.