Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 8
8 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR Heilnudd - Body massage / Bandvefsnudd - Connective tissue massage / Ristilnudd - Colon massage / Sogæðameðferð - Lymphdrainage / Orkumeðferð - Akupoint massage / Bakmeðferð - Back and spine therapy / Svæðanudd - Feetrelaxzonetherapy Tölvunám Byrjendur Vinsælt námskeið á sérlega hagstæðu verði, ætlað fólki á öllum aldri sem hefur enga tölvukunnáttu. Allar greinar eru kenndar frá grunni og farið rólega í námsefnið með reglulegum upprifjunum. Á þessu námskeiði er allt sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað og öðlast sjálfsöryggi við tölvuna. • Windows tölvugrunnur • Word ritvinnsla • Internetið og tölvupóstur Kennsla hefst 4. október og lýkur 30. október. Kennt mánudaga og miðvikudaga, morgun- og kvöldnámskeið í boði. Lengd 42 std. Verð kr. 32.900,- Allt kennsluefni innifalið. Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða eru að vinna við tölvu og vilja auka við þekkingu sína hraða og færni. • Windows skjalavarsla • Word • Excel • Internet • Outlook tölvupóstur og dagbók Kennsla hefst 17. október. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga, morgun- og kvöldnámskeið í boði. Lengd 63 std. Verð kr. 39.900,- Allt kennsluefni innifalið. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar á morgun klukkan 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 SVÍÞJÓÐ Þótt kosningarnar séu afstaðnar í Svíþjóð, eru Svíar enn miður sín yfir hneykslismálum þeim tengdum. Per Jodenius, félagi ungliðahreyfingar Þjóðar- flokksins, sem uppvís varð að njósnum fyrir hönd flokksins á læstri vefsíðu sænska jafnaðar- mannaflokksins, hefur sagt fjöl- miðlum að ráðamenn Þjóðar- flokksins hafi boðið honum nýtt starf og utanlandsferð í skiptum fyrir að þegja yfir þeim upplýs- ingum sem hann náði í. Á fréttavef Dagens Nyheter í gær staðfesti formaður Þjóðar- flokksins, Lars Lejonborg, að Jod- enius hafi verið boðin utanlands- ferð, en þvertók fyrir að um mútur hafi verið að ræða. „Þetta var af hreinum mannúð- arástæðum. Hér var jú um um að ræða líf 24 ára gamals manns sem lagt hafði verið í rúst,“ sagði Lejonborg. Jodenius hafi verið undir stöðugu áreiti fréttamanna og því hafi flokksforystan ákveðið að reyna að létta undir með honum, meðal annars með því að styrkja hann til að fara úr landi ef hann æskti, án nokkurra skilyrða, að sögn Lejonborgs. Jodenius hefur viðurkennt að hafa hlaðið niður afar viðkvæm- um upplýsingum af vefsíðu jafn- aðarmanna hinn 15. mars. Hann segir þáverandi ritara flokksins, Johan Jakobsson, hafa vitað af innbrotinu eftir að það var framið. Þegar upp komst um málið hafi Jakobsson svo boðið Jodeniusi nýtt starf þegar um hægðist gegn því að hann tæki ábyrgðina á sig og þegði um frekari vitneskju. „Hann bauð mér vinnu í stað þess að ég þegði,“ sagði Jodenius. Jakobsson hefur hins vegar opinberlega sagst alsaklaus af nokkurri vitneskju um málið og í gær sagðist lögmaður hans hafa tölvupóst undir höndum sem sann- aði sakleysi skjólstæðings síns. Í tölvupóstinum, sem dagsettur er 15. mars, bannar Jakobsson Jod- eniusi að brjótast inn á vefsíðu jafnaðarmanna. Framkvæmdastjóri Þjóðar- flokksins sagði af sér eftir að upp komst um málið og fóru fjölmarg- ir fram á að Leijonborg gerði hið sama. Jodenius, sem hafði starfað sem fjölmiðlafulltrúi ungliða- hreyfingar flokksins, tók á sig alla ábyrgðina og var rekinn úr starfi. Málið komst í fjölmiðla eftir að jafnaðarmenn lögðu fram kæru skömmu fyrir kosningar, en ljóst þykir að þeir hafi haft sannanir fyrir þeim í mars. Lögreglurannsókn stendur enn yfir á málinu. smk@frettabladid.is Buðu njósnara nýtt starf og utanlandsferð Per Jodinus, sem varð uppvís að njósnum fyrir Þjóðarflokkinn, segir flokksfor- ystuna hafa boðið sér utanlandsferð þegði hann yfir upplýsingum sem hann náði í. Formaður flokksins neitar að um mútur hafi verið að ræða. NJÓSNIR STJÓRNMÁLAFLOKKA Lars Lejonbborg, leiðtogi Þjóðarflokksins sænska, (t.v.) og fyrrum ritari flokksins, Johan Jakobsson, halda því stöðugt fram að þeim hafi verið algjörlega ókunnugt um njósnir ungs flokksfélaga, sem braust inn á vefsíðu Sænska jafnaðarmannaflokksins fyrir kosningar. Lejonborg segist þó hafa boðið piltinum utanlandsferð, en segir hana ekki hafa verið mútur. NORDICPHOTOS/AFP 1 Hvaða íslenski ráðherra seig niður úr þyrlu á mánudag? 2 Hversu margir veitingastaðir í Reykjanesbæ grilla sína eigin hamborgara? 3 Hvaða kvikmynd var valin versta íslenska kvikmynd allra tíma í útvarpsþættinum Capone? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 Prinsessa með barni Letizia prinsessa, eiginkona Filippusar, krónprins Spánar, er barnshafandi og á von á sér í byrjun maí. Þetta tilkynnti spænska hirðin á mánudag. Hjónin eignuðust fyrsta barn sitt, dótturina Leonóru, í október í fyrra. SPÁNN VEISTU SVARIÐ? Hann bauð mér vinnu í stað þess að ég þegði. PER JODINUS FÉLAGI Í UNGLIÐAHREYFINGU ÞJÓÐARFLOKKSINS Hættulegur hundur Bolabítur reif sig lausan í Austur- Þýskalandi á mánudag og réðst á tíu ára gamlan dreng sem var á reiðhjóli. Pilturinn er nú á gjörgæslu. GÆLUDÝR Lyf gegn skorpulifur Breskir vísindamenn telja að lyfið Sulphasalazine kunni að vinna gegn bandvefsmyndun í lifur sem í daglegu máli er kölluð skorpulifur og hefur hingað til verið talin ólæknanleg. BRETLAND STJÓRNMÁL Fyrir 20. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hefst á Akureyri í dag, liggur meðal annars að kjósa nýjan for- mann. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur gegnt formennsku í sambandinu síðan árið 1990. Vilhjálmur er formaður kjör- nefndar sem undanfarnar vikur hefur unnið að uppstillingu nýrrar stjórnar. Ellefu skipa stjórnina; þrír frá Reykjavík en tveir frá hverju hinna fjögurra kjördæma landsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru mestar líkur á að nefndin geri að tillögu sinni að Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, verði næsti formaður sambandsins. Þá benda líkur til að Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, verði áfram formaður Lánasjóðs sveit- arfélaganna og Gunnar Rafn Sig- urbjörnsson, sviðsstjóri hjá Hafn- arfjarðarbæ, verði áfram formaður launanefndar sveitarfé- laganna. Hefðbundin þingstörf verða í dag og á morgun en tillögur kjör- nefndar verða kynntar á föstu- dagsmorgun og kosið í framhaldi af því. Yfirskrift þingsins er: Sterk og ábyrg sveitarfélög. - bþs Þing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst á Akureyri í dag: Nýr formaður kjörinn VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON lætur af formennsku í Sambandi sveitarfélaga á föstudag. HEILBRIGÐISMÁL Enn bíða sjúkra- liðar LSH eftir nýjum stofnana- samningi en næsti fundur samingsaðila er ráðgerður í næstu viku. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir það kröfu sjúkra- liða á LSH að þeir fái sömu viðbót og sjúkraliðar á sjálfseignastofn- unum fengu í sinn hlut eftir síðustu kjarasamninga. Sjúkraliðar við FSA, Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga, á Akranesi og við Heilbrigðistofnun Austur- lands hafa tekið undir kröfur sjúkraliða við LSH um að við þá verði samið þegar í stað. - hs Ósamið við sjúkraliða LSH: Fá stuðning ann- arra sjúkraliða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.