Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 14
KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJURedda.is Ein mest selda bók síðustu ára í Bretlandi. „Geðveikislega fyndin“ Daily Telegraph „Bók Steinunnar hittir beint í hjartastað.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. „Frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Guðrún Eva tekst á við flókið og erfitt söguefni með meistaralegum hætti.“ Gauti Kristmannsson, RUV „Magnaður seiður ... textinn svo fallegur, lipur og vel skrifaður að lesturinn verður tær nautn.“ Þórarinn Þórarinsson, Fbl. „Hittir beint í mark“ Dagbladet Margföld metsölubók í Noregi, vinsælli en Da Vinci lykilinn. „Mankell er meistari glæpasögunnar.“ The Telegraph Æsispennandi glæpasaga með Kurt Wallander í aðalhlutverki. 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið 14 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR BAGDAD, AP Réttarhöldum yfir Saddam Hussein hefur verið skot- ið á frest fram til 9. október, til að gefa honum og öðrum sakborn- ingum kost á að ráðfæra sig við verjendur sína, eða finna sér nýja. Lögfræðingar sakborninganna hafa ekki komið að réttarhöldun- um í nokkra daga og hafa ákveðið að sniðganga þau með öllu, í mót- mælaskyni við setningu nýs aðal- dómara, en sá fyrri þótti vilhallur Hussein. Verjendurnir telja ótækt að ríkisstjórnin geti látið reka dóm- ara og segja það til marks um að réttarhöldin séu óréttlát. Banda- ríska ríkisstjórnin velji dómar- ana, greiði þeim laun og verndi þá meðan á málaferlum stendur. Þeir séu því allt nema hlutlausir. Tals- maður bandarísku Mannréttinda- vaktarinnar hefur einnig lýst yfir áhyggjum af framvindu málaferl- anna, í ljósi afskipta írösku stjórn- arinnar. Eftir að nýr dómari var settur hafa málaferlin gerst æ farsa- kenndari. Í gær var Hussein rek- inn úr réttarsalnum, í þriðja skipti á einni viku. Tvo daga í röð hafði dómarinn brugðið á það ráð að minna Hussein á hver væri í hlut- verki dómarans og hver væri sak- borningur. Eftir orðaskipti þeirra á mánudag, krafðist Hussein að fá að yfirgefa salinn. Dómari ákvað þá að reka sakborninginn út. Sadd- am kvaddi með bros á vör. - kóþ Farsakennd réttarhöld Verjendur sakborninga sniðganga málaferlin vegna afskipta stjórnvalda. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum. Saddam Hussein rífst við dómarann. SADDAM HUSSEIN VER SIG Saddam hefur þrívegis verið rekinn úr réttarsalnum eftir mótbárur og orðahnippingar við dómara. FRÁ ÁRLEGRI VÍSUNDAHLAUPS- KEPPNI Makepung-vísundahlaups- keppnin fór fram á eyjunni Balí á sunnudaginn. Þátt tóku 308 fagur- skreyttir vísundar. NORDICPHOTOS/AFP VELFERÐARMÁL Gert er ráð fyrir að Rauði Krossinn reki Konukot með óbreyttu sniði til næsta vors en þá verður varanlegu úrræði komið á. Þetta kom fram í samningsdrög- um sem lögð voru fram á fundi velferðarráðs í gær. Jórunn Frímannsdóttir, for- maður velferðarráðs, segir ráðið hafa ríkan vilja til að halda rekstr- inum áfram. Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur var tekið í notkun 10. desember 2004. Síðan þá hafa um sextíu konur dvalið í Konukoti um lengri eða skemmri tíma en sex konur hafa gist þar í yfir hundrað nætur. Um tíu konur hafa gist í athvarfinu að meðaltali í hverjum mánuði. Fram til þessa hafa Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar rekið Konukot. Fyrst í stað var Konukot opið frá átta á kvöldin og fram á morg- un en í desember 2005 var ákveðið að Konukot yrði opið allan sólar- hringinn. Þann 31. maí í vor var aftur ákveðið að loka Konukoti á dag- inn. Það var mat þáverandi for- manns velferðarráðs, Bjarkar Vil- helmsdóttir, að ástæðulaust væri að hafa athvarfið opið að deginum yfir sumarið. - hs Varanleg lausn í málum Konukots næsta vor: Konukot með óbreyttu sniði KONUKOT Það verður rekið með óbreyttu sniði til næsta vors en þá verður varanlegu úrræði komið á. STJÓRNMÁL Fulltrúar um fjörutíu sveitarstjórna, vítt og breitt af landinu, voru gestir fjárlaga- nefndar Alþingis í gær og fyrradag. Fulltrúum sveitarfélaganna gefst jafnan færi á að hitta fjárlaganefnd að máli í aðdrag- anda þess að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er lagt fram en það verður gert á þriðjudag. Erindi sveitarstjórnarmann- anna eru af ýmsum toga; sumir vilja tala um samgöngumannvirki og heilbrigðis- og menningar- stofnanir en aðrir upplýsa um stöðu mála heima í héraði. - bþs Fjárlaganefnd Alþingis: Fjörutíu gestir á tveimur dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.