Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 22
[ ] Erlendur Eyvindarson smit- aðist af flugbakteríunni fyrir mörgum árum. Erlendur ákvað loks að láta draum- inn rætast, lærði flug og lauk flug- kennaranámi fyrir skemmstu. „Það var margt sem spilaði inn í. Bróðir minn tók sólóið á sínum tíma, ég bjó nánast við hliðina á flugvellinum á Selfossi þegar ég var yngri og vinnuveitandi minn á þeim tíma sem ég tók fyrstu tím- ana var flugmaður. Ég fékk líka að grípa í nokkrum sinnum og fannst það rosalega skemmtilegt. Allt varð þetta til þess að ég smitaðist af bakteríunni, og hún er ólækn- andi,“ segir Erlendur. „Ef menn taka þetta með trukki geta þeir klárað bóklega kaflann fyrir einkaflugmanninn á einu vori, og tekið svo verklega hlutann yfir sumarið. Veðrið á Íslandi er þannig að það er mikið betra að læra að fljúga á sumrin. Ég tók verklega hluta atvinnuflugmanns- ins yfir vetur og mæli ekki með því með tilliti til tíma en það er aftur á móti hinn ágætasti skóli í „óveðurfræði“.“ Bóklegi hlutinn af atvinnunám- inu er yfir 1.000 tímar og verklegi hlutinn að lágmarki 25 tímar með kennara að viðbættum 40 tímum í flughermi. Að auki verður maður að hafa flogið að minnsta kosti 200 tíma samtals. Til viðbótar er flug- kennaranámið um 155 bóklegir tímar og 30 verklegir. Erlendur telur það ekki eftir sér að hafa stundað námið með fullri vinnu. „Þetta er ekki svo erf- itt. Til dæmis er bóklegi parturinn mög skemmtilegt nám. Maður lærir margt sem hægt er að nota annars staðar en í fluginu, eins og vélfræði, áttavita, GPS og fleira,“ segir Erlendur. En er ekki dýrt að læra að fljúga? „Jújú, en sumir kaupa sér pollabuxur og borga svo offjár fyrir að standa úti í á. Aðrir fara að fljúga.“ Flugkennsla er tilvalin leið fyrir flugmenn að safna upp í 500 tíma lágmarkið sem flest flugfélög setja sem skilyrði við atvinnuum- sókn. „Það er ekkert taugastrekkj- andi að stjórna tæki sem flýgur um loftið. Ef bílstjórar væru þjálf- aðir jafn vel í að bregðast við neyð- arástandi og flugmenn myndi bíll- sysum fækka umtalsvert,“ segir Erlendur. „Það er líka alltaf gott veður skýjum ofar.“ En skyldi flugið ennþá vera jafnskemmtilegt eftir að alla þessa tíma í loftinu og allt þetta nám? „Það er mitt að vita og annarra að komast að,“ segir Erlendur kank- vís að lokum.“ einareli@frettabladid.is Bakterían er ólæknandi Erlendur hefur nýlokið bæði atvinnuflugmanns- og flugkennaranámi og segir námið ekkert sérlega erfitt, en hins vegar stórskemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Það þykir ekkert tiltökumál í dag að eiga bíl með beinni innspýtingu en fram til ársins 1990 var það allt annað en sjálfgefið. Þó svo að beinar innspýtingar hafi þekkst alla tíð frá miðri síðustu öld er það ekki fyrr en kröfur um minni mengun og eyðslu urðu háværar undir lok aldarinnar að þær náðu almennri útbreiðslu. Fyrir daga innspýtinga mötuðu blöndungar vélar á eldsneytis- blönduðu lofti sem þær kveiktu svo í. Sú blanda þarf að vera rétt til að vélin gangi góðan gang, eða yfirhöfuð, og hægt var að stilla blönd- ungana handvirkt til að hafa áhrif á blönduna. Beinar innspýtingar eru hins vegar flóknari búnaður sem að megninu til stjórnast af skynjurum og rafboðum. Bregðum upp einfaldri mynd. Þegar þú stígur á bensíngjöfina ertu í raun bara að opna fyrir loft inn á vélina. Loftgjöf væri því kannski réttara nafn. Vélatölvan „sér“ að búið er að opna loftinntakið og sendir boð eftir meira bensíni sem lendir í strokk- unum á sama tíma og loftið. Hitti það ekki á réttan tíma hikstar vélin meðan blandan er óhagstæð. Í blöndungsvélum er bensín- inu blandað við loftið áður en það kemur inn í strokk en inn- spýtingabúnaðurinn er með sér bensíninnsprautunardælu inn í hvern strokk og sprautar bensínúða inn í hann, rétt hjá loftinntaki hans og oft á sek- úndu ef þess gerist þörf. Þegar við bætist loftið sem þrýstist inn í vélina er blandan til. Meðal lykilskynjara í kerf- inu, fyrir utan þann sem er við loftinntakið, er nemi sem skynjar loftflæði inn í vélina og annar sem mælir súrefni í útblæstri. Skila- boð frá þessum skynjurum hjálpa til við að fínstilla blönduna, sem er sitt á hvað sprautað inn í alla strokka samtímis, eða í hverjum strokki rétt áður en loftinntaksventillinn fyrir þann strokk opnast, eftir því hvernig innsprautun ræðir um. Meðal annarra skynjara sem hjálpa vélinni að skila öllu sínu eru hitaskynjari fyrir vélina, spennuskynjari, þrýstingsskynjari í púst- grein og skynjari sem nemur vélarhraðann. Allir hjálpa þeir til við að safna mikilvægum gögnum fyrir vélatölvuna sem matar strokk- ana svo á bensíni eftir því sem best á við hverju sinni, í stað þess að gefa alltaf sömu blönduna. Þannig nást hámarksafköst og nýtni við allar aðstæður. Hámarksafköst og nýting Langflestar bílvélar í dag eru búnar beinni innspýtingu. Kosturinn við þær er sá breytileiki á eldsneytisnotkun sem þær bjóða upp á. HVAÐ ER... BEIN INNSPÝTING? Kaupendur fengu glaðning. Á dögunum afhenti Toyota Kópavogi 4.444. nýja bílinn sem seldur er á árinu en um var að ræða bíl af gerðinni Toyota Hilux Double Cab. Það var Magnús Kristins- son, eigandi Toyota á Íslandi, sem afhenti bílinn en kaupend- ur voru þau Magnús Örn Guð- mundsson og Sigrún Hjörleifs- dóttir. Þeim hjónum var af þessu tilefni færður Toyota glaðningur og gjafabréf upp á flugferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair. Toyota númer 4.444 Frá vinstri: Friðrik H. Friðriksson sölu- maður hjá Toyota Kópavogi, Magnús Kristinsson, eigandi Toyota, Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Hjörleifs- dóttir og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Bílastæði eru víða af skornum skammti. Því er gott að vanda sig við lagninguna þar sem lítið þarf til að bíllinn taki tvö stæði. Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi Símar: 587-1280 849-5750 LAND-ROVER EIGENDUR VIÐ HÖFUM FLESTA VARAHLUTI FYRIR YKKUR Á LAGER 24 TÍMA ÞJÓNUSTA. FYRIR LENGRA KOMNA SELJUM VIÐ HINN FRÁBÆRA SANTANA PS10 • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.