Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 26
Í Leikhöllinni er boðið upp á ýmis námskeið fyrir börn. Í vetur verður meðal annars boðið upp á enskunámskeið fyrir fimm til níu ára gömul börn. Enskunámskeiðin verða kennd einu sinni í viku og eru sex vikna löng. „Námskeiðin hjá okkur voru fjög- urra vikna löng í fyrra en okkur fannst það aðeins of stutt svo nú verða þau öll sex vikna löng,“ segir Hrönn Óskarsdóttir, eigandi Leik- hallarinnar. Börnunum verður skipt í hópa eftir aldri á enskunámskeiðunum. „Fimm til sjö ára börn verða saman og átta og níu ára saman. Enskan er kennd bæði á miðvikudögum og laugardögum svo foreldrar geta valið þann dag sem hentar þeim betur.“ Í Leikhöllinni er enskan kennd í gegnum leik. „Fyrstu tvo tímana fara börnin í íþróttir og læra að telja og hoppa upp og niður og til vinstri og hægri. Svo fara þau í tvo tónlistartíma þar sem þau læra að syngja lög á ensku og læra um hvað þau fjalla. Að lokum eru síðan tveir listatímar þar sem þau læra litina og klæða sig upp í alls kyns bún- inga. Orðaforðinn sem börnin læra kemur allur í gegnum leikina sem þau fara í og við leggjum mikla áherslu á að þeim finnist gaman að læra.“ Hrönn telur að börn séu alveg tilbúin að byrja að læra ensku fimm ára gömul. „Börn eru farin að hafa áhuga á ensku svo ung. Enskan er notuð alls staðar í kringum þau, í teiknimyndunum og tölvuleikjun- um og þau eru snemma farin læra af umhverfinu og nota nokkur ensk orð.“ Allar upplýsingar um ensku- námskeiðin og annað sem boðið er upp á í Leikhöllinni má finna á heimasíðunni http://www.leikholl- in.is. emilia@frettabladid.is Enska lærð í leik Hrönn telur fimm ára börn alls ekki of ung til að byrja að læra ensku. Í Leikhöllinni er einnig hægt að halda barnaafmæli. Hrönn Óskarsdóttir, eigandi Leikhallar- innar, ásamt syni sínum. VIKA SÍMENNTUNAR Á VEGUM MÍMIS STENDUR YFIR OG MÖRG ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ ERU Í BOÐI. EITT ÞEIRRA SNÝST UM ÁRANGURS- RÍK SAMSKIPTI Á VINNUSTAÐ. „Ég mun fara yfir ýmislegt sem ýtir undir starfsánægju og nokkra grunnþætti í samskiptum sem nýtast alls staðar,“ segir Björn Hafberg, náms- og starfs- ráðgjafi, um efni námskeiðs sem hann verður með í Mími, Skeifunni 8 í hádeg- inu á föstudaginn. „Ég bendi fólki á að muna eftir að hrósa þegar það á við og kenni því líka að taka gagnrýni á störf sín án þess að taka hana inn á sig per- sónulega. Hvernig best er að nýta slíkar athugasemdir og vinna með þær,“ held- ur hann áfram. Hann kveðst líka munu kynna fyrir fólki ýmis vandamál sem vinnustaðir glími við í samskiptum og nefnir þætti eins og baktal. „Baktal getur haft alvarlegar afleiðingar,“ bendir hann á. Hann bendir líka á hversu vinnustað- urinn skiptir okkur miklu máli. „Við erum að minnsta kosti einn þriðja af vökutíma okkar í vinnunni og þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að láta sér líða vel þar og láta öðrum líða vel í kringum sig. Ánægt starfsfólk er líka meginforsenda þess að fyrirtæki eða stofnun nái árangri og því þurfa öll samskipti að byggjast á virðingu og skilningi,“ segir Björn Hafberg og bætir við að lokum: „Góð samskipti eru lykillinn að vellíðan og allt okkar líf snýst raunverulega um það hvernig okkur tekst að lynda við aðra.“ Fyrirlesturinn hans Björns verður í Skeifunni 8 milli 12.10 og 13.10 nú á föstudag. Auk þess fer hann á vinnustaði endurgjaldslaust ef þess er óskað af stjórnendum, eins og aðrir fyrirlesarar sem Mímir hefur fengið til liðs við sig þessa viku. Síðan býður Mímir upp á það að sérsníða námskeið fyrir hvert og eitt fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Nánari upplýsingar eru á www mimir.is Góð samskipti eru lykill að vellíðan Fólk er að minnsta kosti einn þriðja af vökutíma sínum í vinnunni. Börnin læra ensku með því að syngja lög og leika sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Þau hafa lengt sinn sól ar hring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nem end ur okk ar um nám skeiðið: Frá bært, mark visst, hnit mið að, ævi á byrgð, nyt sam legt, krefj andi, skemmti legt, mjög gott, skipu lagn ing, ein beit ing, já kvæðni, mik il aðstoð, góður kenn ari, spenn andi, ár ang urs ríkt, hvetj andi, góð þjón usta. Nýtt!! 3. vikna hrað nám skeið 13. okt. SUÐURNES 3 vikna hraðnámskeið 12. október 3 vikna fyrirtækjanámskeið 12. október (kl. 13-16) Skráning á hraðlestrarnámskeið er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662 // Starfsþjálfun í Evrópu Austurríki, Spánn, Frakkland, Ítalía, Malta, Þýskaland, Bretland og Írland. Ef þú ert á aldrinum 18 – 30 ára er starfsþjálfun góð leið til þess að læra tungumál, öðlast starfsreynslu og kynnast ólíkri menningu. Hægt er að sækja um Leonardo da Vinci styrk sem rennur til greiðslu á hluta kostnaðar. ���������������������������������������� Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799 [ ]Einbeitingin er oft ekki til staðar við lærdóminn. Prófið að halda á einhverju mjúku í annarri hendinni sem auðvelt er að kreista. Þetta hjálpar til við að losna við stress og einbeitingin verður betri. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK HEFUR KENNSLU Á HÁSKÓLASTIGI Í LJÓSTÆKNI. Undirbúningur hefur staðið í um það bil ár í samstarfi við Ljóstæknifélag Íslands, fyrirtæki og samstarfsskóla á háskólastigi bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Nám af þessu tagi hefur skort hér á landi en miklar framfarir hafa orðið á þessu sviði, bæði með tilkomu nýrrar tækni í lýsingarbúnaði og nýjungum í hönnun lýsingar. Námið er alls 60 evrópskrar námseiningar (ECTS) og skiptist í 30 ECTS-eininga nám í lýsingarfræði og 30 ECTS-einingar í lýsingarhönnun. Margir hafa sýnt þessu nýja námi áhuga og er þegar fullskipað í þann hóp sem hefur nám á þessu hausti. Skipulagið er með þeim hætti að fólk getur stundað námið samhliða vinnu í formi fjarnáms og getur þá nálgast námsefnið hvar og hvenær sem er, óháð stað og stund. Kennarar verða bæði innlendir og erlendir en á undanförnum árum hefur mikil þekking orðið til á þessu sviði innan skólans sem ætlunin er að virkja í þágu nemenda. Atvinnumöguleikar fólks með þessa menntun eru taldir vera góðir enda um alþjóðlega menntun að ræða og reynsla annars staðar frá, svo sem í Svíþjóð og Finnlandi, bendir eindregið til þess að eftirspurn eftir lýsingarfræðingum og lýsingarhönnuðum muni fara vaxandi á komandi árum. Frekari upplýsingar um námið má finna á vefsíðu skólans www.ir.is og á vef Ljóstæknifélags Íslands www.ljósfelag.is. Nám í ljóstækni Lýsingarhönnun er hluti af því sem nemendur í ljóstækni læra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.