Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 27. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 4% 35% Alfesca 1% 24% Atlantic Petroleum -1% 33% Atorka Group -% -1% Avion Group -11% -36% Bakkavör 0% 15% Dagsbrún -4% -26% FL Group 10% 19% Glitnir 0% 16% KB banki -2% 13% Landsbankinn -1% 28% Marel -3% 21% Mosaic Fashions 1% -6% Straumur 1% 8% Össur 1% 10% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Sökum mikillar eftirspurnar fjár- festa eftir hlutabréfum í Föroya Sparikassi ákváðu stjórnendur Sparikassagrunnsins, stærsta hluthafans, að selja sautján pró- senta hlut í stað tíu prósenta. Salan var liður í því að gera Sparikassann, stærsta fjármála- fyrirtæki Færeyja, skráningar- hæfan í Kauphöll Íslands á næsta ári. Alls stefndi Sparikassagrunn- urin, sem er sjálfseignarstofn- un, að því að selja hluti fyrir 225 milljónir danskra króna en þegar uppi var staðið nam fjár- hæðin 400 milljónum. Nemur það 4,8 milljörðum króna. Við þetta fer hlutur Sparikassagrunnsins niður í 63 prósent af heildar- hlutafé Sparikassans. Íslendingar sýndu útboðinu nokkurn áhuga og sóttust bankar, fjárfestingafélög og einstakling- ar eftir bréfum. Má þar nefna sparisjóði og KB banka. - eþa HÖFUÐSTAÐUR FÆREYJA Mikill áhugi reyndist fyrir hlutafjársölu í Föroya Sparikassi, stærsta banka Færeyja sem stefnir að skráningu í Kauphöllina. Umframeftirspurn í útboði Sparikassans Hlutur stærsta hluthafans lækkar í 63%. Íslendingar falast eftir bréfum. Ísland er fjórtánda sam- keppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýjustu úttekt skýrslu World Economic Forum. Bandaríkin, sem voru í fyrsta sæti, eru fall- in í það sjötta, en Sviss komið í þeirra stað efst á listanum sem samkeppnis- hæfasta hagkerfi heimsins. Sviss var áður í fjórða sæti. Á eftir Sviss koma Finnland og Svíþjóð. Danmörk er svo í fjórða sæti og Noregur í því tólfta þannig að við erum neðst Norðurlanda á listanum. Tsjad, Búrúndí og Angóla verma svo botnsætin á listanum. Í skýrslu World Economic Forum, sem heitir Global Com- petitiveness Report 2006-2007, er samkeppnishæfni 125 landa kannað en meðal annars er litið til þeirra opinberu gagna sem fyrir liggja um samkeppnishæfni landanna. Þannig má raða lönd- um upp eftir ýmsum þáttum og er Ísland til að mynda í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru búa að bestu stofnunum. Þar er Svíþjóð í fyrsta sæti og Noregur í öðru. Þá eru Norðurlöndin öll meðal tíu efstu þegar kemur að heilbrigðis- og grunnskólakerfi. Ísland færist upp um tvö sæti Bandaríkin falla úr fyrsta í sjötta sæti á lista World Economic Forum um samkeppnishæfi þjóða. L I S T I W O R L D E C O N O M I C F O R U M 25 efstu lönd á lista yfir samkeppnishæfi þjóða Land sæti Einkunn 2006 Sæti 2005 Sviss 1 5.81 4 Finnland 2 5.76 2 Svíþjóð 3 5.74 7 Danmörk 4 5.70 3 Singapúr 5 5.63 5 Bandaríkin 6 5.61 1 Japan 7 5.60 10 Þýskaland 8 5.58 6 Holland 9 5.56 11 Stóra-Bretland 10 5.54 9 Hong Kong 11 5.46 14 Noregur 12 5.42 17 Taívan 13 5.41 8 Ísland 14 5.40 16 Ísrael 15 5.38 23 Kanada 16 5.37 13 Austurríki 17 5.32 15 Frakkland 18 5.31 12 Ástralía 19 5.29 18 Belgía 20 5.27 20 Írland 21 5.21 21 Lúxemborg 22 5.16 24 Nýja Sjáland 23 5.15 22 S-Kórea 24 5.13 19 Eistland 25 5.12 26 Er húsnæði á teikniborðinu? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Ert flú a› huglei›a kaup á atvinnuhúsnæ›i? "Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu, höfum vi› hjá L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum stær›um og ger›um a› koma flaki yfir sína starfsemi." Sigurbjörg Leifsdóttir Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gefið farþegum sínum grænt ljós á að nota far- tölvur frá Dell og Apple í milli- landaflugi gegn ákveðnum skil- yrðum. Félagið skipaði svo fyrir í síð- ustu viku að tölvur af þessum gerðum væru bannaðar í milli- landaflugi nema að því tilskyldu að eigendur tölvanna tækju raf- hlöðurnar úr þeim. Um varúð- arráðstöfun var að ræða. Sony framleiddi rafhlöðurnar og hafa tæplega 6 milljónir þeirra verið innkallaðar vegna eldhættu. - jab Virgin leyfir fartölvur Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Eftir skráningu Existu á hluta- bréfamarkað blasir nýr heim- ur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukning- ar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóð- anna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármála- fyrirtækjum dragast frá eigin- fjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmæt- ari verður frádrátturinn við eig- infjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðs- áhættu verður afkoma Existu- sparisjóðanna mun háðari sveifl- um á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálf- ir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri spari- sjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir spari- sjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega auk- ist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verð- mætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabank- ans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óum- flýjanlegt reynist að selja hluti í Existu. SPARISJÓÐABANKINN VIÐ RAUÐARÁRSTÍG Eignarhlutur sparisjóða í Sparisjóða- bankanum hækkar í virði við skráningu Existu á markað. Verðmætari hlutur getur leitt til lækkunar eiginfjárhlutfalla sparisjóðanna. MARKAÐURINN/E.ÓL. Skoða breytt landslag Sparisjóðir gætu þurft að losa um bréf í Existu vegna lækk- unar eiginfjárhlutfalla og markaðsáhættu. Sumir sparisjóð- anna skoða sölu bréfa í samráði við aðra eigendur Existu. Á H R I F E X I S T U Á H L U T A S P A R I S J Ó Ð A Markaðsvirði * Hlutfall af eigin fé** CAD-hlutfall*** SPRON 16,1 47% 13,2% Sparisjóðabankinn 11,7 81% 14,5% SpKef 7,9 94% 10,5% SPM 3,4 70% 11,2% Sparisj. Vestfirðinga 1,7 86% 10,5% Sparisj. Húnaþings og Stranda 1,4 - - Sparisj. Svarfdæla 1,1 - - * Markaðsvirði hlutabréfa í Existu í milljörðum króna þann 26.09.06 ** Hlutfall Existu-bréfa af eigin fé 30.6.06 *** CAD-hlutfall 30.06.06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.