Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dags- brúnar, segir Michael E. Porter ótrúlega flinkan fræðimann. Samkeppnis- kraftagreining hans um mikilvægi þess að fyr- irtæki greini markaðinn og setji sér skýra stefnu sé í fullu gildi, að hennar sögn. „Þetta er grunnhugs- un hjá flestum fyrirtækjum enda fjallar hún meðal annars um það hvernig fyrirtæki geta boðið annað og betra en þau fyr- irtæki sem þau eru að keppa við,“ segir Þórdís en hún komst í kynni við kenningar Porters úr bók hans Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors frá árinu 1980 þegar hún var í M.B.A. námi í Vlerick í Belgíu. Þaðan útskrifað- ist hún árið 2001. „Það getur verið hættulegt fyrirtækjum að gleyma að skilgreina viðskiptavini sína og ákveða hvaða hópa það vill ná til,“ segir Þórdís og bætir við að afleið- ingarnar geti orðið þær að fyrirtæki sem slíku gleymi reyni að gera allt. Að þessu leyti líkist greining Porters leiðarvísi að rekstri fyrirmyndarfyrirtæk- is, að hennar sögn. Þórdís tekur þátt í pallborðs- umræðum að loknum fyrirlestri Porters á ráðstefnu um sam- keppnishæfni Íslands á Hótel Nordica 2. október. - jab ÞÓRDÍS SIGURÐAR- DÓTTIR Þórdís komst í kynni við kenningar Porters þegar hún var í MBA námi í Belgíu. Leiðarvísir að fyrirmyndarfyrirtæki Runólfur Smári Stein- þórsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að sterk staða Michaels E. Porter á sviði stefnu- mótunar og fyrirtækja- rekstrar sé ótvíræð. Hann sé prófessor á efsta stigi, lengra verði ekki komist í Harvard. Því til sönnunar sé bæði titill hans og stofn- un í stefnumótun og sam- keppnishæfni sem sett var á laggirnar við Hardvard til að efla starf hans. Runólfur hélt kynningu á Porter í Háskóla Íslands í síðustu viku þar sem hitað var upp fyrir ráðstefnuna og fyrir- lesturinn á mánudag í næstu viku. „Þetta er einstaklingur sem brýt- ur blað í stefnumótunarfræðun- um árið 1980 þegar hann gerir meðal annars grein fyrir ferli verðmætasköp- unar innan fyrirtækja,“ segir Runólfur og bætir við að þótt stefnumótun- arfræðin hafi mótast um 20 árum áður en Porter skrifaði bók sína þá hafi ekki verið búið að stilla fræðunum upp með sama hætti og hann gerði með samkeppniskraftagrein- ingunni. „Hún þykir núna ómiss- andi verkfæri í greining- arvinnu við stefnumótun í rekstri fyrirtækja,“ segir Runólfur og bendir á að kenning Porters sé rauður þráður í gegnum fleiri bækur hans, meðal annars í bók hans um samkeppnishæfni þjóða frá árinu 1990. - jab RUNÓLFUR SMÁRI STEINÞÓRSSON Samkeppniskrafta- greiningin er rauður þráður í bókum Michaels E. Porter, að sögn Runólfs Smára Steinþórssonar, próf- essors við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Braut blað í stefnumótunarfræðum Verkfræðingum og hönnuðum Mercedes-Benz hefur tekist að skapa nýjan ofurjeppa sem setur ný viðmið í sínum flokki. Hinn nýi GL-Class jeppi er fáanlegur með afar kröftugum en jafnframt sparneytnum vélum, t.d. skilar 420 CDI dísil- útfærslan sannkallaðri sportbílasnerpu (0-100 km/ klst. á aðeins 7,6 sek.) með sínum 306 hö. og togi upp á 700 Nm. Stærsta vélin í GL-Class er 5 lítra, 388 hestafla bensínvélin sem skilar þessum stóra og kröftuga jeppa úr 0 í 100 á aðeins 6,5 sekúndum! Aksturseiginleikarnir eru einstakir og hann er afar rúmgóður og kröftugur í alla staði og við allar aðstæður. GL-Class jeppinn hefur alls staðar aflað sér mikillar virðingar hjá sérfræðingum og þeim sem gera ýtrustu kröfur til gæða. Virðing H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nýr GL-Class ofurjeppi ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi. Vantar diskapláss? Þessi er 2 Terabyte og stækkanleg í 42 ! Tölvuþjónustan SecurStore - 575 9200 Hitachi Tagmastore WMS100 iSCSI - Single Controller - 2 x 2 ISCSI interfaces með 2 GigE ports. - 2 TB SATA diskar (4 x 500 GB) stækkanleg í 42 Tb - 512 MB Cache - 12 mánaða viðhaldssamningur iSCSI sameinar tvo samkiptastaðla (SCSI og TCP/IP) sem gerir þér kleift að tengja diskastæður við netkerfi þitt á einfaldan og hagkvæman hátt og nýta þar með núverandi fjáfestingu í netkerfi fyrirtækisins betur. Hitachi Data Systems hafa undanfarin ár verið leiðandi framleiðandi á diska- stæðum fyrir stórfyrirtæki. Nú hefur fyrirtækið einbeitt sér að lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem sameina háþróaða tækni, stækkanleika, hátt þjónustustig og gott verð. Afhendingartími á lausnum frá Hitachi er mjög skammur (oftast innan við vika) og 12 mánaða viðhaldssamningur er alltaf innifalinn. HDS framleiðir diskastæður sem henta öllum stærðum fyrirtækja. Nánari upplýsingar eru á: www.hds.com eða í síma 575 9200. Verð 833.222* m.vsk * Verð sem m iðast við gengi DKK þann 24.08.06. Athugið að 19" skápur sem sýndur er á m ynd er ekki innifalinn í verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.