Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 48
■■■■ { sjávarútvegur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Um skipasmíðar norrænna manna er töluvert vitað eftir að þrjú nor- ræn hafskip, Tuneskipið, Æsu- bergsskipið og Gaukstaðarskipið voru grafin upp í Noregi og end- urbyggð. Allar helstu heimildir benda til þess að hafskip þessi hafi verið listasmíð og að sumra áliti tækniafrek á miðöldum. Talið er að landnámsfloti þeirra norrænu manna sem settust að á Íslandi hafi verið úr sér genginn á síðari hluta 10. aldar vegna ónógs viðhalds og lítillar notkunar. Með því að floti þessi verður smátt og smátt ónothæfur virðist breyting verða á skipasmíðum Íslendinga í þá veru að haffær sjóskip verða sjaldgæfari. Svo virðist sem smíði lítilla fiskiskipa og einstaka stórra haf- skipa hafi verið haldið áfram fram eftir öldum samhliða því sem skip voru keypt frá útlöndum. En það er ekki fyrr en kemur fram á 20. öld að Íslendingar fara að smíða og kaupa stór hafskip í ríkum mæli og þá nær einungis til fiskveiða. Skortur á góðum viði til skipa- smíða virðist hafa hamlað smíði stórra skipa fyrr á öldum. Bæði var að góður viður til skipasmíða óx ekki á Íslandi og einnig greina verslunarskýrslur frá 17. og 18. öld frá því að hvorki hafi verið flutt- ur nógu góður viður inn né nógu mikið af honum. Skipasmiðir virðast þá hafa tekið þann kostinn að nýta reka- við til skipasmíða og benda heim- ildir úr ferðabókum til þess að bæði hafi rekaviðurinn verið betri smíðaviður en sá útlenski og þró- uðust mál fljótt á þann veg að smiðirnir völdu frekar rekaviðinn. (www.idan.is) Skipasmíði fiskiþjóðar Ónógri notkun og litlu viðhaldi er kennt um að landnámsfloti Íslendinga hafi verið úr sér genginn á síðari hluta 10. aldar. Rúmlega 73 prósent Íslendinga eru fylgjandi því að hvalveiðar hefjist á ný, samkvæmt könnun Capacent fyrir hagsmunasamtök í sjávarút- vegi. Einungis ellefu prósent eru andvíg hvalveiðum. Fram kom að tæplega 77 prósent þjóðarinnar hafa neytt hvalkjöts einhvern tíma og að tæplega 27 prósent hafa farið í hvalaskoðun. Tæplega 73 prósent þeirra sem hafa farið í hvalaskoðunarferð eru fylgj- andi hvalveiðum í atvinnuskyni. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi um hvalveiðar í atvinnuskyni sem fram fór á veit- ingastaðnum Tveimur fiskum. Að fundinum stóðu Sjávarnytjar, LÍÚ, Landssamband smábátaeigenda, Sjómannasambandið, Farmanna og fiskimannasambandið, Vélstjórafé- lagið, Félag hrefnuveiðimanna og hlutafélagið Hvalur. Jafnframt var farið yfir tölur frá Hafrannsóknastofnun um fjölda hvala og kom fram að nokkr- ir hvalastofnar eru nú í sögulegu hámarki; hrefnustofninn telur nú rúm 43 þúsund dýr og langreyðar- stofninn um 24 þúsund hvali. Áætl- að er að hvalir éti um tvær milljónir tonna á ári af fiskmeti, en í heild um sex milljónir tonna af fæðu á ári hverju. Fram kom að aðstandendur fundarins teldu Ísland hafa þjóð- réttarlegan rétt til að hefja hval- veiðar og að ekki væri neitt því til fyrirstöðu að hefja útflutning á hvalaafurðum héðan. Þá sagði að mikil eftirspurn væri eftir hvalkjöti í Japan og að margir hefðu lýst yfir áhuga á kaupum á hvalkjöti ef svo færi að veiðar hæf- ust á ný. Meirihluti fylgjandi hvalveiðum Íslendingar vilja hefja hvalveiðar á ný samkvæmt könnun hagsmunasamtaka. Hvala- stofnar eru í sögulegu hámarki. Gert að hval í Hvalfirði. 73 prósent landsmanna vilja hefja veiðar á ný samkvæmt könnun hagsmunasamtaka. Mikill meirihluti þeirra sem farið hafa í hvalaskoðunarferðir er fylgjandi hvalveiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.